Leiðréttingin: Sáttmáli kynslóða eða greiðsla fyrir valdataumana?

siggihannesar.jpg
Auglýsing

Í dag var hald­inn þriðji blaða­manna­fund­ur­inn í röð slíkra þar sem farið er yfir kosti skulda­nið­ur­fell­inga­á­forma rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem bera heitið „Leið­rétt­ing­in“. Á morgun munu þeir 91 þús­und ein­stak­ling­ar, um 28 pró­sent þess mann­fjölda sem býr á Íslandi, fá að vita hvað þeir fá í sinn hlut.

Þessi tíma­mót eru afleið­ing mik­ils þrýst­ings, síbreyti­legra lof­orða og auð­vitað íslenska efna­hags­hruns­ins. Kjarn­inn ákvað að rifja upp sögu skulda­nið­ur­fell­inga­kröf­unn­ar.

Verð­tryggð þjóð verður fyrir verð­bólgu­skoti



Eftir banka­hrunið virt­ist fremur svört mynd blasa við íslenskum almenn­ingi. Krónan féll eins og steinn og verð­bólga náði hæðum sem höfðu ekki sést frá því á níunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Í jan­úar 2009 fór verð­bólgan til að mynda upp í 18,6 pró­sent á árs­grund­velli.

Auglýsing

Lán íslenskra heim­ila voru á þessum tíma að lang­mestu leyti verð­tryggð. Því þýddi aukin verð­bólga hækkun á höf­uð­stóli lána þeirra.

Lán íslenskra heim­ila voru á þessum tíma að lang­mestu leyti verð­tryggð. Því þýddi aukin verð­bólga hækkun á höf­uð­stóli lána þeirra. Sum heim­ili tóku lán sem sveifl­uð­ust til eftir gengi erlendra mynta með það fyrir augum að spara sér hinn mikla vaxta­kostnað sem fylgdi sér­ís­lensku verð­tryggðu lán­un­um. Slík lán voru mjög vin­sæl sem fjár­mögnun á bíla­kaupum en þús­undir Íslend­inga ákváðu líka að fjár­magna hús­næð­is­kaup sín með þeim. Þegar krónan féll stökk­breytt­ust þessi lán.

Lán heim­il­anna voru að mestu hjá þremur aðil­um: Íbúða­lána­sjóði, nýjum bönkum sem end­ur­reistir voru á grunni hinna föllnu og líf­eyr­is­sjóðum lands­ins. Mik­ill þrýst­ingur skap­að­ist fljótt á að þessir aðil­ar, eða þeir sem stýrðu þeim, myndu beita sér fyrir því að laga þá mjög erf­iðu skulda­stöðu sem komin var upp hjá heim­ilum lands­ins. Skuldir heim­il­anna voru enda, þegar verst lét, hátt í 130 pró­sent af lands­fram­leiðslu.

20 pró­sent lof­orðin



Fyrir alþing­is­kosn­ing­arnar 2009 komu fram kröfur um beinar skulda­nið­ur­fell­ing­ar­að­gerðir handa heim­ilum lands­ins. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mark­aði sér sér­stöðu með því að segj­ast ætla að bjóða upp á 20 pró­sent lækkun á skuldum heim­ila lands­ins.



Flokk­ur­inn gerði líka mynd­bönd til að koma þessum áherslum á fram­færi með öðrum hætti.



Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn var ekki einn á þess­ari veg­ferð. Til urðu hin áhrifa­miklu Hags­muna­sam­tök heim­il­anna (stofnuð 15. jan­úar 2009), auk þess sem fjöl­margir álits­gjafar og stjórn­mála­menn hófu að reka harðan áróður fyrir stór­tækum skulda­nið­ur­fell­ing­um.

Ríkið afhendir kröfu­höfum tvo banka



Hið stóra lof­orð nægði ekki til að fleyta Fram­sókn­ar­flokknum í rík­is­stjórn árið 2009. Þar sett­ust Sam­fylk­ing og Vinstri-græn­ir. Sú rík­is­stjórn réð­ist í að semja við slita­stjórnir föllnu bank­ana um hvernig ætti að gera upp við þær vegna þeirra eigna sem íslenskra ríkið hafði fært yfir í nýja banka sem reistir voru á grunni þeirra gömlu.

Á móti missti ríkið yfir­ráð yfir tveimur bönkum og átti því erf­ið­ara um vik að „skikka“ þá í skulda­nið­ur­fell­ing­ar­að­gerð­ir.

Á end­anum samdi rík­is­stjórnin um að kröfu­hafar föllnu bank­ana eign­uð­ust tvo þeirra, Arion banka og Íslands­banka, að mestu en að ríkið myndi halda Lands­bank­anum gegn því að hann myndi greiða nokkur hund­ruð millj­arða króna í erlendum gjald­eyri fyrir eign­irnar sem hann erfði. Rökin fyrir þessu voru þau að sam­komu­lagið myndi spara rík­inu gríð­ar­legt fjár­magn sem það þyrfti ann­ars að inna af hendi til þrota­búa þeirra föllnu. Auk þess átti ríkið ekki fé til að fjár­magna alla bank­ana. Á móti missti ríkið yfir­ráð yfir tveimur bönkum og átti því erf­ið­ara um vik að „skikka“ þá í skulda­nið­ur­fell­ing­ar­að­gerð­ir. Þessir samn­ingar hafa alla tíð verið harð­lega gagn­rýnir úr ýmsum átt­um.

44 pró­sent afsláttur af skuldum heim­ila



Í nóv­em­ber 2009 var greint frá því í skýrslu Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins (AGS) um end­ur­skoðun á efna­hags­á­ætlun Íslands, að nýju bank­arnir þrír hefðu fengið 44 pró­sent afslátt á skuldum íslenskra heim­ila.  Inni í þess­ari tölu voru allar skuldir þeirra. Íbúða­lán, bíla­lán, yfir­drættir og jafn­vel lán til hluta­bréfa­kaupa. Ljóst var að hluti þess­arra lána yrði aldrei inn­heimt­an­leg­ur.

Þegar búið var að semja um bankana, og þar með fjár­magna þá, var hægt að byrja að taka til í þeim gríð­ar­lega skulda­haug sem þurfti að grisja eftir fall fjár­mála­kerf­is­ins, enda búið að vera morg­un­ljóst lengi að fjöldi ein­stak­linga, heim­ila og fyr­ir­tækja myndi aldrei geta greitt þær skuldir sem þau hefðu stofnað til.  Og það var gert með ýmsum hætti.

Hinar sér­tæku aðgerðir



Í lok árs 2012 var búið að færa niður lán til heim­ila vegna 110 pró­sent leið­ar­innar um 46 millj­arða króna, vegna sér­tækrar skulda­að­lög­unar um 7,3 millj­arða króna, vegna sér­tækra vaxta­nið­ur­greiðslna um 12,3 millj­arða króna, vegna greiðslu­jöfn­unar hjá Íbúða­lána­sjóði um 7,6 millj­arða króna, vegna greiðslu­fresta um 33,1 millj­arð króna og vegna vaxta­bóta um 9,2 millj­arða króna.

Árni Páll Árnason var efnahags- og viðskiptaráðherra á þeim árum sem flestum aðgerðum síðustu ríkisstjórnar var hrint í framkvæmd. Lög um endurútreikninga gengistryggðra lána, sem síðar voru hrakin fyrir dómstólum, eru meðal annars kennd við hann. Árni Páll Árna­son var efna­hags- og við­skipta­ráð­herra á þeim árum sem flestum aðgerðum síð­ustu rík­is­stjórnar var hrint í fram­kvæmd. Lög um end­ur­út­reikn­inga geng­is­tryggðra lána, sem síðar voru hrakin fyrir dóm­stól­um, eru meðal ann­ars kennd við hann.

Stærsta nið­ur­fell­ingin var hins vegar ekki val­kvæð, heldur til komin vegna þess að íslenskir dóm­stólar dæmdu fjölda­mörg erlend lán ólög­mæt. Í lok árs 2012 var búið að færa niður erlend fast­eigna­lán hjá bönk­unum 109,6 millj­arða króna vegna þessa og end­ur­út­reikn­ingur erlendra bíla­lána hafði skila 38,6 millj­örðum króna.

En það sem mestu máli skipti var að landið tók að rísa. Frá byrjun árs 2009 hófst hlut­falls­leg skulda­lækkun heim­il­anna sem staðið hefur síð­an. Eign­ar­verð tók að hækka, bönd komust á verð­bólg­una og sam­hliða skán­aði staða heim­il­anna mik­ið.

Fram­sókn­ar­sig­ur­inn og 300 millj­arð­arnir



En þrýst­ing­ur­inn á frek­ari aðgerðir í þágu heim­il­anna minnk­aði samt sem áður ekk­ert. Fyrir síð­ustu kosn­ing­ar, sem fram fóru í apríl 2013, voru þónokkrir þrýsti­hópar og fram­boð með það á stefnu­skrá sinni að stuðla að frek­ari nið­ur­færslu skulda heim­il­anna með sér­tækum eða almennum hætti.

Sá flokkur sem stal hins vegar algjör­lega sen­unni í þessum efnum var Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn. Flokk­ur­inn lagði alla áherslu á tvö mál í aðdrag­anda kosn­inga: skulda­nið­ur­færslur og afnám verð­trygg­ing­ar.



Í við­tali við Frétta­blaðið í mars 2013 sagði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, að það væri „óhjá­kvæmi­legt að ráð­ast í þessar aðgerðir því eins og staðan er núna er nán­ast heil kyn­slóð á Íslandi eigna­laus og með nei­kvætt eigið fé. Það er mjög hættu­legt ástand fyrir sam­fé­lag, bæði félags­lega og efna­hags­lega, því þessar kyn­slóðir eru þær sem við­halda þurfa vext­in­um. Því segjum við að það sé á end­anum dýr­ara að bregð­ast ekki við vand­anum heldur en að gera það. Það er nokkuð á reiki um hvaða tölur er að ræða en verð­tryggð fast­eigna­lán eru í kringum 1.200 millj­arða króna. Ef við notum 20 pró­sentin sem við­mið, þó að það sé ekki endi­lega nið­ur­neglt, erum við að tala um 240 millj­arða króna.

Það er hins vegar ekki þar með sagt að þessir 240 millj­arðar séu eitt­hvað sem komi til greiðslu í einu lagi. Ávinn­ing­ur­inn af leið­rétt­ingu skulda getur farið að skila sér áður en kostn­að­ur­inn fellur allur til“.

Í For­ystu­sæt­inu, kosn­inga­þætti RÚV, skömmu síðar var Sig­mundur Davíð þrá­spurður um fyr­ir­ætl­anir sínar um að lækka skuldir heim­ila um 300 millj­arða króna, sem eru sú upp­hæð sem ansi margir töldu flokk­inn vera að lofa.



Í þætt­inum nefndi Sig­mundur Davíð aldrei töl­una 300 millj­arðar króna. En hann neitar henni heldur aldrei þegar spyrl­arnir tveir end­ur­taka hana í sífellu.

Á baki þessa kosn­inga­lof­orðs vann Fram­sókna­flokk­ur­inn hins vegar glæsi­legan kosn­inga­sigur og hlaut rúm­lega 24 pró­sent atkvæða. Árang­ur­inn fleytti for­manni flokks­ins í stól for­sæt­is­ráð­herra og fljót­lega fór að bera á miklum þrýst­ingi gagn­vart flokknum um að hann efndi stóra lof­orð­ið.

80 millj­arða úr rík­is­sjóði

Þrátt fyrir að vænt­ingar margra kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins hafi staðið til þess að ráð­ist yrði í nið­ur­fell­ingar á skuldum þeirra strax í kjöl­far kosn­ing­anna gerð­ist ekki mikið fyrstu mán­uð­ina.

Það var í raun ekki fyrr en 30. nóv­em­ber í fyrra sem dró til tíð­inda. Þá var boðað til blaða­manna­fundar í Hörpu þar sem aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar varð­andi leið­rétt­ingu verð­tryggðra hús­næð­is­lána voru kynnt­ar. For­maður sér­fræð­inga­hóps henn­ar, Sig­urður Hann­es­son, kynnti þar for­sendur og fram­kvæmd aðgerð­anna. Í stuttu máli áttu þær að fela í sér að 80 millj­arðar króna yrðu greiddir inn á höf­uð­stól verð­tryggðra hús­næð­is­lána á fjög­urra ára tíma­bili og að Íslend­ingum yrði gert kleift að nota sér­eign­ar­sparnað sinn til að nið­ur­greiða hús­næð­is­lán á sama tíma­bili skatt­frjálst.

Leiðréttingin var kynnt með viðhöfn í Hörpu þann 30. nóvember 2013. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson héldu vitaskuld tölu. Leið­rétt­ingin var kynnt með við­höfn í Hörpu þann 30. nóv­em­ber 2013. Bjarni Bene­dikts­son og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son héldu tölu.

Fjár­mögnun nið­ur­fell­ing­ar­innar yrði með þeim hætti að íslenska ríkið notar skatt­heimtu­vald sitt til að leggja sér­stakan banka­skatt á fjár­mála­fyr­ir­tæki. En á eftir að koma í ljós hvort slík skatt­lagn­ing stand­ist lög.

Tíma­bilið þrengt og ekk­ert verð­bólgu­mark­mið lengur



Í mars síð­ast­liðnum var blásið til ann­ars blaða­manna­fundar til að kynna útfærsl­urn­ar. Í þetta sinn var stríðsletrið fyrir aftan ráða­menn­ina „150 millj­arðar króna“. Ástæðan var sú að búið var að reikna sig niður á að lands­menn myndu eyða um 50 millj­örðum króna af sér­eigna­sparn­aði sínum í að borga niður hús­næð­is­lán og þegar við bætt­ust þeir 20 millj­arðar króna sem ríkið myndi gefa þeim hópi í skatt­afslátt var hægt að setja fram þá tölu.

Í mars síðastliðnum voru kynnt tvö lagafrumvörp um skuldaniðurfellingu. Í mars síð­ast­liðnum voru kynnt tvö laga­frum­vörp um skulda­nið­ur­fell­ingu. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og Bjarni Bene­dikts­son voru vita­skuld með tölu.

Í stjórn­ar­sátt­mála Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks stóð að flokk­arnir ætl­uðu „að ná fram leið­rétt­ingu vegna verð­bólgu­skots áranna 2007-2010[...]um verður að ræða almenna óháð lán­töku­tíma með áherslu á jafn­ræð­i“.

Þegar frum­varp til laga um leið­rétt­ingu fast­eigna­veð­lána var lagt fram í lok mars hafði það tíma­bil verið þrengt tölu­vert, og náði nú til verð­tryggðra hús­næð­is­lána til eigin nota sem voru til staðar á árunum 2008 og 2009.

Í frum­varp­inu var ekki heldur lengur neitt um hvaða verð­bólgu­við­miði yrði gengið út frá við leið­rétt­ing­una „heldur er gert ráð fyrir að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra ákvarði það með reglu­gerð“. Með þeim hætti var hægt að stýra því að upp­hæðin færi ekki yfir 80 millj­arða króna. Verð­bólgu­við­miðið var ein­fald­lega valið eft­irá.

Þriðji fund­ur­inn á innan við ári



Síð­ustu skrefin í skulda­nið­ur­fell­ing­ar­sög­unni voru svo stígin í dag, þegar blásið var til þriðja blaða­manna­fund­ar­ins á innan við ári til að kynna áform­in. Það sem var nýtt á fund­inum í dag var tvennt: ann­ars vegar að fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra var búinn að ákveða hvert verð­bólgu­við­miðið átti að vera svo nákvæm­lega 80 millj­arðar króna myndu fara úr rík­is­sjóði til skuld­ara. Miðað er við að verð­bólga umfram fjögur pró­sent á árunum 2008 og 2009 verði leið­rétt.

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru mættir í þriðja sinn á innan við ári til að kynna skuldaniðurfellingaráform sín í Hörpu í dag. Bjarni Bene­dikts­son og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son voru mættir í þriðja sinn á innan við ári til að kynna skulda­nið­ur­fell­ing­ar­á­form sín í Hörpu í dag.

Hins vegar er búið að flýta greiðslum úr rík­is­sjóði vegna aðgerð­anna. Nú verða millj­arð­arnir 80 greiddir út á þremur árum í stað fjög­urra.

Um 91 þús­und ein­stak­lingar fá nið­ur­fell­ingu og meðal fjár­hæð þeirra er 1.350 þús­und krón­ur.

Á morg­un, þriðju­dag, fá þessi ein­stak­lingar svo að vita hvað fellur þeim í skaut.

Mark­að­ur­inn þegar búinn að leið­rétta sig

Þegar verst lét voru skuldir heim­ila á Íslandi hátt í 130 pró­sent af lands­fram­leiðslu. Skap­legt hlut­fall þykir undir 100 pró­sent. Í júní síð­ast­liðnum var hlut­fallið komið niður í 99 pró­sent, sam­kvæmt tölum frá Seðla­banka Íslands. 

Þetta þyk­ir, að mati Seðla­bank­ans, vel við­un­andi skulda­hlut­fall í alþjóð­legum sam­an­burði, einkum þegar hofr væri til þjóða sem væru með hús­næð­is­kerfi sem byggði mikið á sér­eign­ar­stefnu líkt og hér tíðkast.

Auk þess hefur fast­eigna­verð hækkað mjög mikið und­an­farin ár og þar af leið­andi lagað eig­in­fjár­stöðu fjöl­margra. Mark­að­ur­inn hefur leið­rétt sig sjálf­ur.

Í sömu kynn­ingu Seðla­bank­ans og greint er frá hér að ofan, sem fór fram í októ­ber, kom líka í ljós að „for­sendu­brest­ur­inn“ sem fólk taldi sig hafa orðið fyrir vegna verð­trygg­ing­ar­inn­ar, og ríkið er í dag að bæta þeim, hefur ekki ýtt fólki frá því að taka verð­tryggð lán. Þvert á móti.

Verð­bólga hefur verið lág á Íslandi í tölu­vert langan tíma og undir verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands í níu mán­uði í röð. Þetta hefur leitt til þess að um 70 pró­sent af nýjum íbúð­ar­lánum eru verð­tryggð. Og þau vin­sæl­ustu eru 40 ára jafn­greiðslu­lán, sem bera lægstu greiðslu­byrð­ina. Það þýðir að lán­tak­endur eru mun frekar að horfa til greiðslu­byrði ekki eign­ar­mynd­un­ar.

Nú er bara að vona að það komi ekki verð­bólgu­skot svo það þurfi að leið­rétta öll þessi nýju lán líka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar