Leyniskjöl frá Wikileaks: TISA-samkomulagið

r350863_50414321.jpg
Auglýsing

Kjarn­inn birtir leyniskjöl úr TISA-við­ræð­unum í sam­starfi við Wiki­leaks. Við­ræð­unum er ætlað að auka frelsi í þjón­ust­u­við­skipt­um. Mikil leynd hvílir yfir þeim.

Vilji er til þess að vinda ofan af því reglu­verki sem sett hefur verið á fjár­mála­þjón­ustu eftir hrun, liðka fyrir veru lyk­il­stjórn­enda og sér­fræð­inga í fjár­mála­geir­anum í öðrum löndum en þeirra eigin umfram aðra og setja upp ein­hvers konar yfir­þjóð­legan dóm­stól til að taka ákvarð­anir um deilu­mál sem munu spretta upp á milli fjár­mála­fyr­ir­tækja og þjóða í fram­tíð­inni.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skjölum úr yfir­stand­andi TISA-við­ræðum um aukið frelsi fjár­mála­þjón­ustu á alþjóða­mörk­uð­um.

Skjölin eru dag­sett 14. apríl 2014 og hafa aldrei birst opin­ber­lega áður. Wiki­leaks komst yfir skjölin og ýmsir fjöl­miðlar víðs vegar um heim­inn greina nú frá þeim. Kjarn­inn er eini íslenski fjöl­mið­ill­inn sem það ger­ir.

Auglýsing

Lestu skjölin í heild sinni hér.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_06_19/8[/em­bed]

Hyglar ríkum alþjóða­fyr­ir­tækjumAl­þjóða­sam­tök starfs­fólks í almanna­þjón­ustu (PSI) hafa gagn­rýnt TISA-við­ræð­urnar harð­lega. Í skýrslu sem þau gáfu út vegna þeirra í lok apríl síð­ast­lið­ins segir meðal ann­ars að við­ræð­urnar séu vís­vit­andi til­raun til að auka hagnað stærstu og rík­ustu fyr­ir­tækja og þjóð­ríkja heims á kostnað þeirra sem verst hafa það. Verði sam­komu­lagið að veru­leika muni það auka ójöfnuð gríð­ar­lega.

Með TISA-­sam­komu­lag­inu, og öðrum slíkum yfir­­­þjóð­legum við­skipta­sátt­mál­um, sé verið að festa í sessi rétt fjár­festa og koma í veg fyrir að rík­is­stjórnir geti gripið til aðgerða á fjöl­mörgum sviðum sem teng­ist við­skipt­um. Á meðal þess sem PSI segir að TISA-­sam­komu­lagið muni hafa í för með sér er að rík­is­stjórnir muni ekki geta tekið aftur yfir opin­bera þjón­ustu ef einka­væð­ing hennar hafi mis­tekist, reglu­gerðir þjóða sem snúa að öryggi verka­manna verði tak­mark­að­ar, sömu­leiðis umhverf­is­vernd­ar­reglu­verk, neyt­enda­vernd og eft­ir­lits­starf­semi með heil­brigð­is­þjón­ustu, orku­verum, úrgangslosun og fag­gild­ingu í mennta­kerf­inu. „Þetta sam­komu­lag mun koma fram við far­and­verka­menn (e. migr­ant wor­kers) sem vörur og tak­marka getu rík­is­stjórna til að tryggja rétt­indi þeirra,“ segir enn fremur í skýrslu PSI.

hlidarefni-mynd

 

Ísland þátt­tak­andiMikil leynd hvílir yfir umræddum skjölum og við­ræð­unum í heild. Þær þykja gríð­ar­lega við­kvæmar, enda verið að sýsla með grund­vall­ar­rétt­indi á vett­vangi sem lýtur í raun engum regl­um. Á for­síðu skjal­anna segir meðal ann­ars að ekki megi aflétta trún­aði á þeim fyrr en fimm árum eftir að TISA-­sam­komu­lagið taki gildi eða fimm árum eftir að við­ræð­unum ljúki, fari svo að samn­ingar náist ekki. Á skjöl­unum stendur að þau verði að „vera vistuð í lok­aðri eða öruggri bygg­ingu, her­bergi eða hirslu“.

Við­ræð­urnar fara líka fram utan Alþjóða­við­skipta­­stofn­un­ar­innar (WTO) og lúta því ekki þeim reglum sem gilda um þá stofn­un.

Ljóst er á skjöl­unum að vilji er til þess að auka frelsi fjár­mála­þjón­ustu til að stunda sína starf­semi all­veru­lega. Um fimm­tíu ríki taka þátt í samn­ings­við­ræð­un­um. Ísland er þar á með­al. Sam­kvæmt þeim skjölum sem Kjarn­inn hefur undir höndum gerðu Íslend­ingar engar athuga­semdir við þær til­lögur sem settar voru fram.

Afreglu­væð­ing aðal­at­riðiTISA-við­ræð­urnar hafa staðið yfir frá því vorið 2013 og sam­kvæmt þeim litlu tíð­indum sem borist hafa af fram­vindu þeirra hafa þær gengið vel. Sjöttu við­ræðu­lotu lauk í byrjun maí síð­ast­lið­ins.

Við­ræð­urnar snú­ast um alla anga þjón­ustu og frels­is­væð­ingu þeirra á alþjóða­vett­vangi. Skjölin sem Wiki­leaks hefur undir hönd­um, og Kjarn­inn segir nú frá, snú­ast ein­vörð­ungu um þær áherslur sem stefnt er á að ná í gegn varð­andi fjár­mála­þjón­ustu. Til­gangur við­ræðn­anna er að tryggja algjört aðgengi á milli mark­aða þeirra um fimm­tíu landa sem að sam­komu­lag­inu myndu koma, verði það að veru­leika.

Á und­an­förnum árum – eftir efna­hags­hrunið sem skall á haustið 2008 – hafa reglur um fjár­mála­þjón­ustu verið hertar tölu­vert á ýmsum sviðum víðs vegar um heim­inn. Í þeim samn­ings­drögum sem Kjarn­inn er með virð­ist stefnan með TISA-­sam­komu­lag­inu að draga tölu­vert úr þeim regl­um. Auk þess er þar að finna ákvæði sem eiga að heim­ila stjórn­endum og sér­fræð­ingum sem starfa í fjár­mála­geir­anum betra aðgengi að því að dvelja í samn­ings­lönd­unum en þeir hafa í dag, enda inn­flytj­enda­mál og hertar kvaðir í þeim mjög ofar­lega á baugi víða um heim um þessar mund­ir.

Í skjöl­unum er líka lagt til að settur verði upp nokk­urs­konar yfir­þjóð­legur dóm­stóll til að útkljá deilu­mál sem kunna að koma upp á milli þeirra sem aðild eiga að sam­komu­lag­inu. Þangað gætu til dæmis fjár­mála­fyr­ir­tæki skotið skorðum sem þjóð­ríki reyndu að setja þeim.

Úttektin birt­ist fyrst í nýj­ustu útgáfu Kjarn­ans. Lestu hana í heild hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None