Baráttan um Internetið í Kína

alibaba.jpg
Auglýsing

Tvö risa­stór tækni­fyr­ir­tæki eru alls­ráð­andi á kín­verskum mark­aði. Þau eiga allt frá net­versl­un­um, leit­ar­vélum og greiðslu­kerfum til sam­skipta­smiðla, afþrey­ing­ar­veitna og leikja­fyr­ir­tækja. Á meðan annað fyr­ir­tæk­ið, Ali­baba, und­ir­býr stærsta frumút­boð hluta­bréfa í sögu tækni­fyr­ir­tækja er hitt, Tencent, í hópi fimm stærstu skráðu tækni­fé­laga heims. Varin allri erlendri sam­keppni hafa félögin tvö orðið að sann­köll­uðum risum og fjár­fest í nær öllum tækninýj­ungum síð­ustu 15 ára. Í fjöl­menn­asta ríki heims fjölgar not­endum tölva og snjall­síma ört. Allt fellur Ali­baba og Tencent í hag, á sama tíma og þau heyja ofsa­feng­inn bar­daga sín á milli um hylli almenn­ings.

Ali­baba á markað



Í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um, þegar Íslend­ingar hófu að kaupa jóla­gjaf­irnar í tæka tíð, bár­ust á sjö­unda þús­und pakkar til lands­ins með ýmsum varn­ingi, sér­pönt­uðum af kín­versku net­versl­un­inni Ali­Ex­press.com. Lands­menn nýttu sér lægra vöru­verð á fatn­aði, skóm, raf­tækjum og öðru. Fjöldi send­inga frá Kína til Íslands marg­fald­að­ist milli ára.

Net­versl­unin er aðeins ein nokk­urra í eigu kín­verska tækni­fyr­ir­tæk­is­ins Ali­baba. Fyr­ir­tækið er annað tveggja stærstu tækni­fyr­ir­tækja lands­ins, rekur allar mögu­legar gerðir net­versl­ana þar sem það ræður yfir 70% mark­að­ar­ins, leit­ar­vél­ar, net­greiðslu­kerfi, sjón­varps- og tölvu­leikja­vef og býður upp á gagna­vistun í skýj­un­um. Í stuttu máli er Ali­baba kín­verska útgafan af Amazon, eBay og PayP­al. Allt undir einum hatti.

Í síð­asta mán­uði óskaði Ali­baba eftir skrán­ingu á banda­rískan hluta­bréfa­mark­að. Fjár­festar á Wall Street iðuðu í skinn­inu af spennu og helstu fjöl­miðl­ar, einkum þeir sem fylgj­ast náið með mark­aði tölva og tækni, greindu frá útboðs­gögnum og fyr­ir­ætl­unum félags­ins í smá­at­rið­um. Það hefur lengi reynst banda­rískum félögum og fjár­festum erfitt að hasla sér völl á kín­verska mark­aðnum en Ali­baba gefur aukin færi til þess.

Auglýsing

Það fel­ast því tíð­indi í ákvörðun Jack Ma, stofn­anda og for­stjóra Ali­baba, og félaga hans um að skrá Ali­baba í kaup­höll. Fimmtán árum frá stofnun býr Ali­baba til svo mikil verð­mæti að stærstu banda­rísku net­fyr­ir­tækin blikna flest í sam­an­burði. Umsvifin eru lygi­leg. Sam­kvæmt útboðs­­gögnum veltu net­versl­anir félags­ins um 248 millj­örðum doll­ara í fyrra. Það er þrisvar sinnum hærri fjár­hæð en velta upp­boðs­síð­unnar eBay og ríf­lega tvö­föld velta Amazon.com. Um 84% af tekjum Ali­baba fást af þess­ari starf­semi. Greiðslu­þjón­usta er einnig mik­il­vægur tekju­póstur og veltir um 519 doll­urum árlega. Það er yfir tvö­falt meira en hjá PayP­al.

Fast­lega er búist við að frumút­boð hluta­bréfa í Ali­baba muni slá skrán­ing­ar­met tækni­fyr­ir­tækja, sem Face­book setti í maí 2012. Þá safn­aði banda­ríski sam­skipta­vef­ur­inn 16 millj­örðum doll­ara, sem er átt­unda stærsta hluta­fjár­út­boð sög­unn­ar. Gert er ráð fyrir að útboð Ali­baba á 12% hlut verði um 20 millj­arða doll­ara virði. Það gefur mark­aðs­verð­mæti upp á um 165 millj­arða doll­ara, meira en verð­mæti Face­book, Amazon og eBay. Félagið verður skráð í kaup­höll síðar á árinu og hafa sér­fræð­ingar talið mark­aðs­verð­mætið geta orðið alls staðar á bil­inu 136 til 245 millj­arðar doll­ara.

Jack Ma heldur enn um tæp­lega 9% hlut í fyr­ir­tæk­inu sem hann stofn­aði. Hann er í dag meðal tíu rík­ustu Kín­verj­anna.

Hinn ris­inn



Á meðan Ali­baba ræður lögum og lofum í net­versl­unum og net­greiðslu­miðlun er keppi­naut­ur­inn Tencent ráð­andi þegar kemur að sam­fé­lags­miðl­um. Í komm­ún­íska alþýðu­lýð­veld­inu Kína er óleyfi­legt að nota Twitter og Face­book. Almenn­ingur þarf þó ekki að örvænta, því Tencent býður upp á sam­bæri­lega þjón­ustu. Það kemur ekki til af hreinni til­vilj­un, marg­sinnis hefur verið bent á tengsl æðstu stjórn­enda félags­ins við kín­versk stjórn­völd.

Ein helsta afurð Tencent er sam­skipta­for­ritið WeChat. Nýlega var það metið á um 64 millj­arða doll­ara, þre­falda þá upp­hæð sem Face­book greiddi fyrir sam­bæri­lega for­ritið WhatsApp. Not­endur eru um 270 millj­ónir tals­ins og senda með því skila­boð, myndir og mynd­bönd auk þess að panta ýmsa þjón­ustu eins og leigu­bíla.

Tencent hefur fjár­fest í marg­vís­legum fyr­ir­tækj­um, helst á mark­aði snjall­síma. Utan WeChat má nefna hlut þess í leikja­fyr­ir­tæk­inu Zynga og hinu alís­lenska Plain Vanilla. Unnið er að gerð kín­verskrar útgáfu QuizUp-­spurn­inga­leiks­ins.

Tencent var stofnað sama ár og Ali­baba, árið 1999, af Ma Huateng og fór á markað 2004. Hann er í dag rík­asti maður Kína. Verð­mæti Tencent í kaup­höll­inni í Hong Kong er um 150 millj­arðar doll­ara. Það er því í útvöldum hópi stærstu tækni­fyr­ir­tækj­anna á mark­aði, ásamt Amazon, Goog­le, eBay og Face­book.

Aðrir starfs­hættir



Eign­ar­halds­fé­lagið Tencent, rétt eins og Ali­baba, hefur starfað mjög í anda þess umhverfis sem fyr­ir­tækin spruttu úr. Á sama tíma og utan­að­kom­andi sam­keppni er með minnsta móti keppa þau hvert við ann­að. Drif­kraft­ur­inn er til staðar enda eftir miklu að slægj­ast. Starfs­manna­fjöldi félag­anna er mik­ill, um 21 þús­und manns starfa hjá Ali­baba og þar af rúm­lega 7.300 verk­fræð­ing­ar, for­rit­arar eða gagna­sér­fræð­ing­ar. Enn fleiri eru hjá Tencent, tæp­lega 27 þús­und.

Kín­verjarnir vilja gera „þetta“ sjálfir – og geta það í lok­uðu umhverf­inu. Almenn­ingur getur ekki horft á sjón­varps­efni á Net­fl­ix, tíst á Twitter eða pantað leigu­bíl með Uber. Þeir sækja sömu eða svip­aða þjón­ustu með öðrum for­rit­um, flestum í eigu Tencent eða Ali­baba. Þegar hug­myndir og for­rit ann­arra (oft í sam­ráði við þau fyr­ir­tæki) eru heim­færð til Kína er gott að hafa marga for­rit­ara. Nokkur þús­und ættu að duga.

Blæs köldu



Ef ein­hver hélt að fyr­ir­tækin tvö lifðu í sátt og sam­lyndi á kín­verska mark­að­in­um, með athygli 618 millj­ónir net­not­enda til skipt­anna og fer fjölg­andi, þá hafði sá hinn sami rangt fyrir sér. Sam­keppnin hefur farið harðn­andi og bæði félög hafa hætt sér inn á mark­aði þar sem hitt var áður ráð­andi. Í því sam­hengi er talað um kaup­hlaup. Á síð­asta ári hafa fyr­ir­tækin fjár­fest í félögum sem keppa við þjón­ustu þar sem hitt fyr­ir­tækið er ráð­andi.

Ekki er útséð um sig­ur­veg­ara kín­verska inter­nets­ins og alls þess sem þar þrífst. Sér­fræð­ingar spá ein­hverjum dýr­ustu sam­keppn­is­að­gerðum sög­unn­ar. Á sama tíma og félögin fjár­festa um allan heim berj­ast þau hat­ramm­lega í Kína, í skjóli boði og banna kín­verskra stjórn­valda og reglu­verks sem mörgum þykir allt í senn fram­andi, breyti­legt og flók­ið. Keppi­nautar í hinum vest­ræna heimi búa ekki við sömu skil­yrði heima fyrir og ættu að víg­bú­ast.

Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None