Baráttan um Internetið í Kína

alibaba.jpg
Auglýsing

Tvö risa­stór tækni­fyr­ir­tæki eru alls­ráð­andi á kín­verskum mark­aði. Þau eiga allt frá net­versl­un­um, leit­ar­vélum og greiðslu­kerfum til sam­skipta­smiðla, afþrey­ing­ar­veitna og leikja­fyr­ir­tækja. Á meðan annað fyr­ir­tæk­ið, Ali­baba, und­ir­býr stærsta frumút­boð hluta­bréfa í sögu tækni­fyr­ir­tækja er hitt, Tencent, í hópi fimm stærstu skráðu tækni­fé­laga heims. Varin allri erlendri sam­keppni hafa félögin tvö orðið að sann­köll­uðum risum og fjár­fest í nær öllum tækninýj­ungum síð­ustu 15 ára. Í fjöl­menn­asta ríki heims fjölgar not­endum tölva og snjall­síma ört. Allt fellur Ali­baba og Tencent í hag, á sama tíma og þau heyja ofsa­feng­inn bar­daga sín á milli um hylli almenn­ings.

Ali­baba á markað



Í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um, þegar Íslend­ingar hófu að kaupa jóla­gjaf­irnar í tæka tíð, bár­ust á sjö­unda þús­und pakkar til lands­ins með ýmsum varn­ingi, sér­pönt­uðum af kín­versku net­versl­un­inni Ali­Ex­press.com. Lands­menn nýttu sér lægra vöru­verð á fatn­aði, skóm, raf­tækjum og öðru. Fjöldi send­inga frá Kína til Íslands marg­fald­að­ist milli ára.

Net­versl­unin er aðeins ein nokk­urra í eigu kín­verska tækni­fyr­ir­tæk­is­ins Ali­baba. Fyr­ir­tækið er annað tveggja stærstu tækni­fyr­ir­tækja lands­ins, rekur allar mögu­legar gerðir net­versl­ana þar sem það ræður yfir 70% mark­að­ar­ins, leit­ar­vél­ar, net­greiðslu­kerfi, sjón­varps- og tölvu­leikja­vef og býður upp á gagna­vistun í skýj­un­um. Í stuttu máli er Ali­baba kín­verska útgafan af Amazon, eBay og PayP­al. Allt undir einum hatti.

Í síð­asta mán­uði óskaði Ali­baba eftir skrán­ingu á banda­rískan hluta­bréfa­mark­að. Fjár­festar á Wall Street iðuðu í skinn­inu af spennu og helstu fjöl­miðl­ar, einkum þeir sem fylgj­ast náið með mark­aði tölva og tækni, greindu frá útboðs­gögnum og fyr­ir­ætl­unum félags­ins í smá­at­rið­um. Það hefur lengi reynst banda­rískum félögum og fjár­festum erfitt að hasla sér völl á kín­verska mark­aðnum en Ali­baba gefur aukin færi til þess.

Auglýsing

Það fel­ast því tíð­indi í ákvörðun Jack Ma, stofn­anda og for­stjóra Ali­baba, og félaga hans um að skrá Ali­baba í kaup­höll. Fimmtán árum frá stofnun býr Ali­baba til svo mikil verð­mæti að stærstu banda­rísku net­fyr­ir­tækin blikna flest í sam­an­burði. Umsvifin eru lygi­leg. Sam­kvæmt útboðs­­gögnum veltu net­versl­anir félags­ins um 248 millj­örðum doll­ara í fyrra. Það er þrisvar sinnum hærri fjár­hæð en velta upp­boðs­síð­unnar eBay og ríf­lega tvö­föld velta Amazon.com. Um 84% af tekjum Ali­baba fást af þess­ari starf­semi. Greiðslu­þjón­usta er einnig mik­il­vægur tekju­póstur og veltir um 519 doll­urum árlega. Það er yfir tvö­falt meira en hjá PayP­al.

Fast­lega er búist við að frumút­boð hluta­bréfa í Ali­baba muni slá skrán­ing­ar­met tækni­fyr­ir­tækja, sem Face­book setti í maí 2012. Þá safn­aði banda­ríski sam­skipta­vef­ur­inn 16 millj­örðum doll­ara, sem er átt­unda stærsta hluta­fjár­út­boð sög­unn­ar. Gert er ráð fyrir að útboð Ali­baba á 12% hlut verði um 20 millj­arða doll­ara virði. Það gefur mark­aðs­verð­mæti upp á um 165 millj­arða doll­ara, meira en verð­mæti Face­book, Amazon og eBay. Félagið verður skráð í kaup­höll síðar á árinu og hafa sér­fræð­ingar talið mark­aðs­verð­mætið geta orðið alls staðar á bil­inu 136 til 245 millj­arðar doll­ara.

Jack Ma heldur enn um tæp­lega 9% hlut í fyr­ir­tæk­inu sem hann stofn­aði. Hann er í dag meðal tíu rík­ustu Kín­verj­anna.

Hinn ris­inn



Á meðan Ali­baba ræður lögum og lofum í net­versl­unum og net­greiðslu­miðlun er keppi­naut­ur­inn Tencent ráð­andi þegar kemur að sam­fé­lags­miðl­um. Í komm­ún­íska alþýðu­lýð­veld­inu Kína er óleyfi­legt að nota Twitter og Face­book. Almenn­ingur þarf þó ekki að örvænta, því Tencent býður upp á sam­bæri­lega þjón­ustu. Það kemur ekki til af hreinni til­vilj­un, marg­sinnis hefur verið bent á tengsl æðstu stjórn­enda félags­ins við kín­versk stjórn­völd.

Ein helsta afurð Tencent er sam­skipta­for­ritið WeChat. Nýlega var það metið á um 64 millj­arða doll­ara, þre­falda þá upp­hæð sem Face­book greiddi fyrir sam­bæri­lega for­ritið WhatsApp. Not­endur eru um 270 millj­ónir tals­ins og senda með því skila­boð, myndir og mynd­bönd auk þess að panta ýmsa þjón­ustu eins og leigu­bíla.

Tencent hefur fjár­fest í marg­vís­legum fyr­ir­tækj­um, helst á mark­aði snjall­síma. Utan WeChat má nefna hlut þess í leikja­fyr­ir­tæk­inu Zynga og hinu alís­lenska Plain Vanilla. Unnið er að gerð kín­verskrar útgáfu QuizUp-­spurn­inga­leiks­ins.

Tencent var stofnað sama ár og Ali­baba, árið 1999, af Ma Huateng og fór á markað 2004. Hann er í dag rík­asti maður Kína. Verð­mæti Tencent í kaup­höll­inni í Hong Kong er um 150 millj­arðar doll­ara. Það er því í útvöldum hópi stærstu tækni­fyr­ir­tækj­anna á mark­aði, ásamt Amazon, Goog­le, eBay og Face­book.

Aðrir starfs­hættir



Eign­ar­halds­fé­lagið Tencent, rétt eins og Ali­baba, hefur starfað mjög í anda þess umhverfis sem fyr­ir­tækin spruttu úr. Á sama tíma og utan­að­kom­andi sam­keppni er með minnsta móti keppa þau hvert við ann­að. Drif­kraft­ur­inn er til staðar enda eftir miklu að slægj­ast. Starfs­manna­fjöldi félag­anna er mik­ill, um 21 þús­und manns starfa hjá Ali­baba og þar af rúm­lega 7.300 verk­fræð­ing­ar, for­rit­arar eða gagna­sér­fræð­ing­ar. Enn fleiri eru hjá Tencent, tæp­lega 27 þús­und.

Kín­verjarnir vilja gera „þetta“ sjálfir – og geta það í lok­uðu umhverf­inu. Almenn­ingur getur ekki horft á sjón­varps­efni á Net­fl­ix, tíst á Twitter eða pantað leigu­bíl með Uber. Þeir sækja sömu eða svip­aða þjón­ustu með öðrum for­rit­um, flestum í eigu Tencent eða Ali­baba. Þegar hug­myndir og for­rit ann­arra (oft í sam­ráði við þau fyr­ir­tæki) eru heim­færð til Kína er gott að hafa marga for­rit­ara. Nokkur þús­und ættu að duga.

Blæs köldu



Ef ein­hver hélt að fyr­ir­tækin tvö lifðu í sátt og sam­lyndi á kín­verska mark­að­in­um, með athygli 618 millj­ónir net­not­enda til skipt­anna og fer fjölg­andi, þá hafði sá hinn sami rangt fyrir sér. Sam­keppnin hefur farið harðn­andi og bæði félög hafa hætt sér inn á mark­aði þar sem hitt var áður ráð­andi. Í því sam­hengi er talað um kaup­hlaup. Á síð­asta ári hafa fyr­ir­tækin fjár­fest í félögum sem keppa við þjón­ustu þar sem hitt fyr­ir­tækið er ráð­andi.

Ekki er útséð um sig­ur­veg­ara kín­verska inter­nets­ins og alls þess sem þar þrífst. Sér­fræð­ingar spá ein­hverjum dýr­ustu sam­keppn­is­að­gerðum sög­unn­ar. Á sama tíma og félögin fjár­festa um allan heim berj­ast þau hat­ramm­lega í Kína, í skjóli boði og banna kín­verskra stjórn­valda og reglu­verks sem mörgum þykir allt í senn fram­andi, breyti­legt og flók­ið. Keppi­nautar í hinum vest­ræna heimi búa ekki við sömu skil­yrði heima fyrir og ættu að víg­bú­ast.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None