Lög gegn hatursumræðu og kynþáttafordómum á netinu í Frakkland

h_51736187-1.jpg
Auglýsing

Eftir árás­irnar á Charlie Hebdo ítrek­uðu stjórn­völd í Frakk­landi að nú væri mik­il­væg­asta verk­efnið að styrkja eina helstu stoð lýð­veld­is­ins: tján­ing­ar­frels­ið. Allir yrðu að geta tjáð sig, hver með sínum hætti - jafn­vel yrði að verja rétt fólks til þess að móðga fólk og særa. Opin og gagn­rýnin umræða væri grund­völlur lýð­ræð­is­sam­fé­lags. En á sama tíma eru frönsk yfir­völd með í und­ir­bún­ingi ný lög og átak gegn hat­ursum­ræðu og kyn­þátt­þátta­for­dómum á net­inu. Með því er hægt að loka ákveðnum vef­síðum sem þykja hat­urs­fullar og sær­andi. Hvernig getur þetta tvennt farið sam­an? Aukið eft­ir­lit sam­hliða auknu mál­frelsi?

Dóms­mála­ráð­herra Frakk­lands, Christine Taubira, fer fyrir þessu átaki. Hún segir kyn­þátta­hatur fara ört vax­andi í land­inu og Evr­ópu all­ri, sér­stak­lega gegn gyð­ingum og múslim­um, og við því verði að bregð­ast. Aukið eft­ir­lit yfir­valda með hat­ursum­ræðu á net­inu verði fram­kvæmt á svip­aðan hátt og eft­ir­lit með barnaklámi. Fólk verði þefað uppi og því refs­að.

Christiane Taubira Christ­i­ane Taubira fer fyrir átak­inu gegn hat­ursum­ræð­unni á net­inu. Hún er afar umdeild í Frakk­landi en ötul bar­áttu­kona fyrir mann­rétt­ind­um.

Auglýsing

Glæpur og refs­ing



Netið er sýnd­ar­heim­ur. Eru þá ill­virki í slíkum heimi aðeins sýnd­ar­glæpir eða sýnd­arill­virki? Netið er orðið helsti grunn­þáttur sam­fé­lags­ins. Þar fara fram flest okkar sam­skipti, við­skipti, frétt­ir, umræð­ur; þar kvikna ást­ir, þar geysa stríð. Netið er eitt risa­stórt þjóð­ar­torg og heims­völl­ur. Taubira, dóms­mála­ráð­herra Frakk­lands, sagði nýlega að sömu lög ættu að gilda á net­inu og ann­ars stað­ar, og ef ofbeldi er bannað í raun­heimi gildir það líka á net­inu. Framundan væri mis­kunn­ar­laus bar­átta yfir­valda gegn gyð­inga­hatri og öðrum kyn­þátta­for­dóm­um.

Mörgum brá í brún við þess­ari yfir­lýs­ingu. Stríðs­yf­ir­lýs­ing gegn ákveð­inni umræðu á net­inu þykir brjóta í bága við almennar hug­myndir um óskorað mál­frelsi – sem hamrað hefur verið á síð­ast­liðin miss­eri. Má móðga múslima og birta myndir af Múhameð spá­manni, en á sama tíma ekki gera grín að hel­för­inni? Margir ótt­ast ný lög sem leyfa eitt og banna annað og saka stjórn­völd um að þvinga fram ný lög í miklu umróti eftir morðin á rit­stjórn Charlie Hebdo.

Átök í frönsku sam­fé­lagi



Frakk­land er mesta fjöl­menn­ing­ar­land Evr­ópu. Hér búa flestir gyð­ingar og múslim­ar. Hvergi í Evr­ópu búa fleiri inn­flytj­end­ur. Það er ekki sjálf­gefið að slíkt sam­fé­lag virki. Það kostar mikla vinnu og þrek að byggja upp slíkt sam­fé­lag og láta það ganga án árekstra. En fyrir vikið verður til kröft­ugt, lit­skrúð­ugt og jafn­vel hag­kvæmara sam­fé­lag; stórt og mik­il­vægt mark­aðs- og menn­ing­ar­svæði; skemmti­legur sam­komu­staður með mag­vís­legum áhrifum sem dregur til sín við­skipti, list­ir, vís­indi – og ferða­menn. Stærstu, mik­il­væg­ustu og rík­ustu borgir heims: Par­ís, London, Ist­an­búl, Hong Kong, New York og fleiri eru einmitt dæmi um slík sam­fé­lög.

Á net­inu og á sam­fé­lags­miðl­inum hefur geisað hat­ursum­ræða og hat­urs­fullir ísla­mistar reynt í gegnum sam­fé­lags­miðla og ýmsar lok­aðar síður að lokka til sín ráð­villt ungt fólk.

Í marg­breyti­leik­anum verður alltaf nún­ingur milli þjóð­fé­lags­hópa en meðan allt er í sátt getur hann jafn­framt hreyfi­afl þess og helsti kost­ur. Hins vegar er mjög auð­velt að brjóta sam­stöð­una niður og etja hópum sam­an. Það hefur því miður verið að ger­ast í Frakk­landi og víða ann­ars staðar und­an­farin ár. Vegna átak­anna fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs hefur vaxið upp spenna sumra araba gegn gyð­ing­um. Í mót­mælum gegn stríð­inu á Gaza síð­ast­liðið sumar var til að mynda ráð­ist á bæna­hús og versl­anir gyð­inga í Par­ís. Margir gyð­ingar segj­ast upp­lifa aukið óör­yggi, vax­andi hatur og hafa jafn­vel íhugað að flytj­ast búferlum til Ísra­els. Á sama tíma hafa múslimar kvartað undan ofsóknum og for­dóm­um.

Á net­inu og á sam­fé­lags­miðl­inum hefur geisað hat­ursum­ræða og hat­urs­fullir ísla­mistar reynt í gegnum sam­fé­lags­miðla og ýmsar lok­aðar síður að lokka til sín ráð­villt ungt fólk. Þessi stig­vax­andi spenna hefur síðan verið að brjót­ast upp á yfir­borðið með óeirðum og ofbeldi á báða bóga.

Netið og föru­kon­urnar



Átak yfir­valda gegn hat­ursum­ræð­unni hefur vakið upp ýmsar spurn­ing­ar: Verður mál­frelsið skert? Er þetta yfir­höfuð hægt? Ná lög yfir­leitt utan um slíkt? Stjórn­völd segj­ast vilja lægja öld­urnar í sam­fé­lag­inu. Minnka hat­rið og draga úr ofbeldi og for­dóm­um. Þess vegna sé brýnt að koma á reglum á net­inu þar sem sam­tal sam­fé­lags­ins fer að stórum hluta fram. Þegar franskir borg­arar eru farnir víg­bú­ast og myrða sam­landa sína eins og gerð­ist í árásinni á Charlie Hebdo – verði yfir­völd og allt sam­fé­lagið að bregð­ast við. Það þurfi að reyna að upp­ræta hat­rið og ráð­ast að upp­tökum umræð­unnar — á net­inu.

Fórnarlamba hryðjuverkaárásanna minnst. Franska þingið þarf að takast á við það flókna verkefni að efla málfrelsi en hefta hatursumræðu. Fórn­ar­lamba hryðju­verka­árásanna minnst. Franska þingið þarf að takast á við það flókna verk­efni að efla mál­frelsi en hefta hat­ursum­ræð­u.

Þegar Hall­gerður Lang­brók upp­nefndi Njáls­syni tað­skegg­linga bár­ust tíð­indin að Ber­þórs­hvoli með föru­konum sem flökk­uðum um sveitir og fluttu tíð­indi. Þessi rógur varð upp­hafið að ofbeld­is­verkum og víga­ferlum sem end­uðu um síðir í brenn­unni frægu. Eins og svo oft á þjóð­veld­is­öld, og sem greint er frá í Íslend­inga­sög­um, er upp­haf átaka oftar en ekki ill­mælgi, móðg­anir eða hat­ursum­ræða sem erfitt var að sækja refs­ingu fyrir sam­kvæmt lög­um. Þá var gripið til víga­ferla. Föru­kon­urnar voru sam­fé­lags­miðlar síns tíma; þær báru tíð­indin á milli fólks og bæja án þess að bera sér­staka ábyrgð á þeim.

Þeir sem vilja koma böndum á netið segja hat­ursum­ræð­una þar vera ávísun á átök og ofbeldi. En eins og í Njálu er erfitt að koma lögum yfir slíkt athæfi; það er flókið og vara­samt að fjalla um meið­yrði, þá eins og nú, og sú hætta alltaf fyrir hendi að í slíkri óreiðu taki fólk lögin í sínar hend­ur.

Og svo kom Charlie Hebdo árás­in…



Blóð­baðið í byrjun árs minnti fólk á að ekki væri allt með felldu í Frakk­landi. Þetta grimmd­ar­verk íslam-fas­ist­anna (eins og þeir eru nú kall­að­ir) virð­ist ætla verða vatn á myllu ýmissa öfga­hópa. Síðan hefur verið ráð­ist á moskur og múslimum ógn­að. Í jan­úar var til­kynnt um 199 árásir í garð múslima, sem er meira en á öllu síð­asta ári. Á sama tíma hefur gyð­ingum verið hótað og í síð­ustu viku voru 250 leg­steinar gyð­inga van­helg­aðir í Aust­ur-Frakk­landi. Í flestum til­vikum er þetta ungt fólk sem frönsk yfir­völd vilja reyna hemja og temja með aðhaldi og eft­ir­liti á Net­inu sem gæti samt reynst þrautin þyngri.

Simon Wies­ent­hal-­stofn­unin sem rann­sakað hefur hel­för­ina, nas­ista, hægri öfga­menn og hat­urs­glæpi segir að gyð­inga­hatur hafa farið vax­andi síð­ast­liðin tutt­ugu ár. Með til­komu sam­fé­lags­miðla á borð við Face­book og Twitter hafi hat­rið fengið útrás og hafi náð hámarki á þessu ári.

Er hægt að banna hat­ursum­ræðu?



Margt er nú þegar bannað með lögum á net­inu. Barnaklám, eit­ur­lyfja­sala, heima­síður og tengsla­net barn­a­níð­inga hafa verið upp­rætt – hvers vegna þá ekki hat­urs­síður þar sem ráð­ist er sér­stak­lega á ákveðna hópa? - spyrja frönsk stjórn­völd. Mál­frelsi fylgir ábyrgð og það eru alltaf ákveðin tak­mörk í öllum frjálsum ríkjum á því hvað má segja og hvað ekki. Frönsk yfir­völd segja nýju reglu­gerð­ina vernda grund­vall­ar­rétt­indi borg­arar­anna og hún muni á engan hátt skerða eðli­legt tján­inga­frelsi.

Frönsk stjórn­völd segj­ast vera full með­vituð um ann­marka og vand­kvæði við gerð slíkrar reglu­gerðar en láta það samt ekki stoppa sig og hvetja um leið önnur Evr­ópu­ríki til þess að fylgja for­dæmi sínu.

Gagn­rýnendur benda hins vegar að með þessu sé verið að feta vafa­saman slóð. Þau ríki sem helst hafa beitt sér fyrir slíkum reglu­gerðum eru síst þekkt fyrir mál­frelsi og lýð­rétt­indi. Sam­tökin „No Hate Speech Movem­ent“ sem berst gegn hat­ursum­ræðu á Net­inu og er fjár­mögnuð af Evr­ópu­ráð­inu segir slíkt nán­ast ógjörn­ing og í raun til­gangs­laust. Erfitt sé að koma böndum á það sem ger­ist á Net­inu í krafti nafn­leyndar og þar sem engin landa­mæri gildi.

Frönsk stjórn­völd segj­ast vera full með­vituð um ann­marka og vand­kvæði við gerð slíkrar reglu­gerðar en láta það samt ekki stoppa sig og hvetja um leið önnur Evr­ópu­ríki til þess að fylgja for­dæmi sínu. Það verði að taka á vax­andi ofbeldi og kyn­þátta­hatri í álf­unni og það verði ekki gert nema með sam­eig­in­legu átaki. Franskir ráða­menn áttu fund hjá Sam­ein­uðu þjóð­unum með ýmsum sér­fræð­ingum og ráða­mönnum Evr­ópu í lok jan­úar og ræddu aðgerðir til þess að sporna við hat­ursum­ræðu og kyn­þátt­ta­for­dómum á sam­fé­lags­miðl­um. Í síð­ustu viku fór franski inn­an­rík­is­ráð­herrann, Bern­ard Cazeneu­ve, í sér­staka ferð í Síli­kondalin í Kali­forníu til þess að ráð­færa sig við helstu sér­fræð­inga hjá Face­book, App­le, Twitter og Google.

Ekki er enn ljóst hvers konar aðgerðir þetta bein­línis verða. Opn­aður verður vefur þar sem hægt verður að til­kynna til lög­reglu grun­sam­legar og hat­urs­fullar síð­ur, ekki síst ef grunur leikur á um hryðju­verka­starf­semi. For­eldrar hafa verið hvattir til þessa að upp­lýsa börn og ung­linga og ræða við þau alvar­lega um ábyrgð og hættur á net­inu.

Nú er spurn­ing hvort skerða verði frelsið til að við­halda jafn­rétti og bræðra­lagi?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None