Lögmenn í hrunmálum „í sjokki“ - dómurinn markar tímamót

hæstiréttur_opt.jpg
Auglýsing

Lög­menn ákærðra í hrun-­mál­um, það er málum sem nú hafa verið dóm­tekin sem tengj­ast hruni bank­anna og við­skipta­gjörn­ingum því tengdu, eru margir hverjir „í sjokki“, eins og einn þeirra komst að orði í sam­tali við Kjarn­ann, eftir dóm Hæsta­réttar í Al Thani mál­inu í gær. Fæstir vilja tjá sig opin­ber­lega um nið­ur­stöð­una, en aug­ljóst var á orðum margra þeirra að dóm­ur­inn virð­ist hafa vakið þá upp við vondan draum. Ólafur Þór Hauks­son, sér­stakur sak­sókn­ari, segir nið­ur­stöð­una hins vegar vera í takt við það sem mála­til­bún­aður ákæru­valds­ins hafi mið­ast við.

Í mál­in­u voru allir ákærðu, Hreiðar Már Sig­urðs­son, Sig­urður Ein­ars­son, Magnús Guð­munds­son og Ólafur Ólafs­son, dæmdir sekir um umboðs­svik og mark­aðs­mis­notkun í Hæsta­rétti í gær, en málið tengd­ist kaup­um Mo­hammed Sheikh Bin Kalifa Al Thani, frænda Emírs­ins frá Katar, á fimm pró­senta hlut í Kaup­þingi í lok sept­em­ber 2008. Hreiðar Már fékk fimm og hálfs árs fang­elsi, Sig­urður fjögur ár, Ólafur fjögur ár og Magn­ús ­fjögur og hálft ár.

Afdrátt­ar­laust



Það sem kom lög­mönnum á óvart sem Kjarn­inn ræddi við, var hversu afdrátt­ar­laus dóm­ur­inn er. Ekki síst þar sem spjót­unum er beint að „þolendum glæpanna“, almenn­ingi. Orð­rétt segir um þetta í dómn­um: „Hátt­semi ákærðu sam­kvæmt þessum köflum ákæru fól í sér alvar­legt trún­að­ar­brot gagn­vart stóru almenn­ings­hluta­fé­lagi og leiddi til stór­fellds fjár­tjóns. Brotin sam­kvæmt III. og IV. kafla ákæru beindust í senn að öllum almenn­ingi og fjár­mála­mark­að­inum hér á landi í heild og verður tjón­ið, sem leiddi af þeim beint og óbeint, ekki metið til fjár. Þessi brot voru stórum alvar­legri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri dóma­fram­kvæmd varð­andi efna­hags­brot [...]Kjarn­inn í hátt­semi ákærðu fólst í þeim brot­um, sem III. kafli ákærunnar snýr að, en þau voru þaul­skipu­lögð, drýgð af ein­beittum ásetn­ingi og ein­dæma ófyr­ir­leitni og skeyt­ing­ar­leysi.“

Vilja ekki tjá sig



Gestur Jóns­son hrl., sem var lög­maður Sig­urðar framan af Al Thani mál­inu, þar til hann sagði sig frá því, og hefur einnig gætt hags­muna hans í öðrum málum þar sem hann er ákærð­ur, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um dóm­inn þegar Kjarn­inn náði af honum tali. Það sögðu aðrir lög­menn ákærðu í mál­inu sem Kjarn­inn náði tali af einnig, þar á meðal Hörður Felix Harð­ar­son hrl., lög­maður Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar.

serstakur saksoknari

Auglýsing

Almennt vildu lög­menn, sem hafa komið að hrun-­málum sem verj­end­ur,  lítið segja um for­dæm­is­gildi Al Thani dóms­ins, en sögðu hann „af­ger­and­i“, hvað ákæru­efnið varð­ar­, og að dóm­ur­inn væri „ein­stak­ur“ á margan hátt. Þannig nefndu lög­menn sem Kjarn­inn ræddi við, að með Hæsta­rétt­ar­dómnum hefði hér­aðs­dómnum í mál­inu, frá því í des­em­ber 2013, þar sem ákærðu voru allir sak­felldir og hlutu dóma á bil­inu þriggja til fimm og hálfs árs fang­els­is, verið „nær alveg vikið til hlið­ar“ og nýr rök­stuðn­ingur færður fram á borð­ið. Máls­at­vika­lýs­ingin í Hæsta­rétt­ar­dómnum sé ­ná­kvæm upp úr gögnum máls­ins, sjálf­stætt unn­in, að því er virð­ist af Mark­úsi Sig­ur­björns­syni, for­seta Hæsta­rétt­ar. Í það minnsta töldu við­mæl­endur Kjarn­ans úr lög­manna­stétt sig þekkja kjarn­yrta fram­setn­ingu hans á dómnum og stíl­brigði í texta. Dóm­arar í mál­inu voru auk ­Mark­ús­ar, Helgi I. Jóns­son, Þor­geir Örlygs­son, Árni Kol­beins­son og Gunn­laugur Claessen, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ar. Eng­inn skil­aði sér­at­kvæði í mál­inu.

Fordæmalaus lögbrot áttu sér í starfsemi Kaupþings skömmu fyrir hrun, í tengslum við viðskipti Al Thani með 5 prósent hlut í bankanum, samkvæmt dómi Hæstaréttar. For­dæma­laus lög­brot áttu sér í starf­semi Kaup­þings skömmu fyrir hrun, í tengslum við við­skipti Al Thani með 5 pró­sent hlut í bank­an­um, sam­kvæmt dómi Hæsta­rétt­ar.

Hvað með önnur mál?



Nú, þegar tæp­lega sex og hálft ár er liðið frá hruni fjár­mála­kerf­is­ins, eru ekki nándar nærri öll kurl komin til grafar sem varða hrun bank­anna. Eins og Kjarn­inn greindi frá 16. jan­úar síð­ast­lið­inn, eru fjórtán svokölluð hrun­mál full rann­sökuð hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara og bíða þess að ákvörðun verði tekin um hvort sak­sótt verði í þeim eða ekki. Til við­bótar eru 24 slík mál í rann­sókn, og mörg þeirra mjög langt kom­ið. Búist er við ákvörðun um hvort ákært verði í flestum mál­anna á þessu ári. Búist er við að minnsta kosti þrjú til fjögur ár í við­bót mun­i líða þar til mál­unum lýkur í dóms­kerf­inu.

Þrjú mál til við­bótar sem tengj­ast fyrr­ver­andi stjórn­endum og starfs­fólki Kaup­þings, sem líkt og Al Thani málið eru for­dæma­laus að umfangi, bíða þess að verða til lykta fyrir dóm­stól­um. Þá eru einnig fleiri mál til rann­sókn­ar, meðal ann­ars í Lúx­em­borg, sem tengj­ast meintum brot­um. Aðal­með­ferð í mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli sem bein­ist að stjórn­endum Kaup­þings, meðal ann­ars Hreið­ari Má Sig­urðs­syni og Magn­úsi Guð­munds­syni, hefst 20. apríl næst­kom­andi og stendur til 20. maí, sam­kvæmt tímara­mma sem henni hefur verið gef­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None