Margföld eftirspurn eftir bréfum í Reitum en bankarnir halda samt enn á stórum hlut

kringlan.jpg
Auglýsing

Þrátt fyrir að fjór­föld umfram­eft­ir­spurn hafi verið eftir hlutafé í Reitum í útboði sem er nýlokið seldi Arion banki, sem var stærsti eig­andi félags­ins og sá um útboð­ið, ein­ungis 13,25 pró­sent af hlut sínum í félag­inu. Bank­inn hélt eftir 8,7 pró­sent hlut. Lands­bank­inn, sem á 17,7 pró­sent hlut í Reit­um, og Íslands­banki, sem á 3,9 pró­sent hlut, seldu ekk­ert af sínu hlutafé í umræddu útboði.

Þetta hefur vakið tölu­verða athygli þar sem yfir­lýst stefna allra við­skipta­bank­anna er að selja eignir í óskyldum rekstri sem fyrst. Reitir hafa verið í fangi við­skipta­bank­anna frá því síðla árs 2009.

Tóku þátt í hluta­fjár­aukn­ingu í des­em­ber



Í hluta­fjár­út­boð­inu var 13,25 pró­sent af heild­ar­hlutafé í Reitum til sölu. Arion banki var eig­andi þess alls. Með­al­gengið í útboð­inu var tæp­lega 63,9 krónur á hlut. Heild­ar­sölu­and­virði útboðs­ins var því tæp­lega 6,4 millj­arðar króna.

Mun meiri eft­ir­spurn var eftir hlutum í Reitum en fram­boð. Alls bár­ust til­boð upp á 25,5 millj­arða króna. Því var umfram­eft­ir­spurnin fjór­föld.

Auglýsing

Útboðið hefur átt sér nokkurn aðdrang­anda. Í des­em­ber 2014 var hlutafé í Reitum aukið um sam­tals 17 millj­aða króna. Sú hluta­fjár­aukn­ing fór fram á geng­inu 51,43 krónur á hlut. Þeir sem keyptu hluti þá fengu því að kaupa á um 80 pró­sent þess verðs sem fjár­festum bauðst í útboð­inu.

Allir við­skipta­bank­arn­ir: Arion banki, Lands­bank­inn og Íslands­banki keyptu nýtt hlutafé í aukn­ing­unni. Alls keyptu eldri eig­endur Reita hlutafé fyrir um fimm millj­arða kóna. Þeir eru að langstærstu leyti ofan­greindir bank­ar.

Yfir­lýst stefna að selja



Bæði þáttakan í hluta­fjár­aukn­ing­unni, og það hversu lít­ill hluti af eign við­skipta­bank­anna var seldur í útboð­inu, hafa vakið tölu­verða athygli. Yfir­lýst stefna allra við­skipta­bank­anna er enda að selja eignir í óskyldum rekstri sem fyrst. Í starfs­reglum Eigna­bjargs, dótt­ur­fé­lags Arion banka sem heldur á hlut hans í Reit­um, segir að félagið skuli „eftir fremsta megni haga því svo að eigna­halds­tími þess á fyr­ir­tækjum í eigu félags­ins vari í eins skamman tíma og hægt er“.

Íslands­banki hefur gefið það út opin­ber­lega að hann leit­ist við að selja eignir í óskyldum rekstri enda sé „ekki stefna bank­ans að eiga slíkar eignir til lengri tíma“. Í útgef­inni stefnu Lands­bank­ans um sölu fulln­ustu­eigna segir að stefnt sé að því að selja þær „eins fljótt og unnt er að teknu til­liti til mark­aðs­að­stæðn­a“.

Auk þess er eign­ar­hald bank­anna á Reitum skil­yrt sátt sem þeir, og þrotabú Glitn­is, gerðu við Sam­keppn­is­eft­ir­litið 30. apríl 2010. Sam­kvæmt henni veitti eft­ir­litið þeim tíma­frest til að minnka eign­ar­hald sitt í Reit­um. Um þessa sátt, og hvernig henni hefur verið fylgt eft­ir, segir í skrán­ing­ar­lýs­ingu Reita hún hafi að stórum hluta gengið eftir með „þynn­ingu við end­ur­fjár­mögnun útgef­anda í árs­lok 2014 og með sölu þeirra á hluta­bréfum í kjöl­far end­ur­fjár­mögn­un­ar. Því til við­bótar minnkar eign­ar­haldið í fyr­ir­hug­uðu útboði sem verð­bréfa­lýs­ing þessi tekur til. Ekki liggja fyrir upp­lýs­ingar um frek­ari sölu­skyldu á hlutum í útgef­anda. Ekki liggja fyrir upp­lýs­ingar um hvort og þá hvenær eða með hvaða hætti selj­andi í útboð­inu eða aðrir í hópi stærstu hlut­hafa hans áformi að selja þá eign­ar­hluti sem þeir munu eiga eftir að útboð­inu lýk­ur.“

Páll Gunnar Páls­son, for­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, seg­ist ekk­ert geta tjáð sig nánar um málið umfram það sem sem fram kemur í skrán­ing­ar­lýs­ing­unni. Þar segir að „tíma­tak­mörk á sölu eign­ar­hluta í útgef­anda [Reit­um] sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur veitt aðilum að sátt[...]yrði fram­lengd til 31. maí 2015“. Páll Gunnar vildi ekki tjá sig um hvort ein­hver við­bótar sölu­skylda hvíldi á við­skipta­bönk­unum þremur fram að þeim tímatakmörkunum.

Páll Gunnar Páls­son, for­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, seg­ist ekk­ert geta tjáð sig nánar um málið umfram það sem sem fram kemur í skrán­ing­ar­lýs­ing­unni. Þar segir að „tíma­tak­mörk á sölu eign­ar­hluta í útgef­anda [Reit­um] sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur veitt aðilum að sátt[...]yrði fram­lengd til 31. maí 2015“. Páll Gunnar vildi ekki tjá sig um hvort ein­hver við­bótar sölu­skylda hvíldi á við­skipta­bönk­unum þremur fram að þeim tíma­tak­mörk­un­um.

Vilja taka mið af aðstæðum á mark­aði



Í ljósi þessa spurði Kjarn­inn við­skipta­bank­anna þrjá hvað hafi valdið því að þeir seldu ekki hluti í útboð­inu.

Guðný Helga Her­berts­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Íslands­banka, svar­aði því til að umsjón­ar­að­ili útboðs­ins, Arion banki, hafi ekki óskað eftir því að hlutur Íslands­banka yrði seldur í útboð­inu. „Álita­efni er snúa að eign­ar­haldi Íslands­banka á fyr­ir­tækjum í óskyldum rekstri snúa einkum að eigna­hlutum þar sem bank­inn er í aðstöðu til að hafa áhrif á atvinnu­rekst­ur­inn. Þá er miðað við að eign­ar­haldið sé eða fari yfir tíu pró­sent auk þess sem horft er til ann­arra þátta svo sem stjórn­ar­setu. Hlutur Íslands­banka í Reitum er 3,9 pró­sent og engin stjórn­un­ar­tengsl eru milli bank­ans og félags­ins. Bank­inn stefnir þó að sölu hlut­ar­ins en hvenær það  verður gert tekur mið af aðstæðum á mark­að­i.“

Krist­ján Krist­jáns­son, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bank­ans, segir að bank­inn muni vinna í sam­ræmi við þá sátt sem gerð var við Sam­keppn­is­eft­ir­litið á árinu 2010 vegna eign­ar­halds­ins á Reit­um, en gild­andi tíma­frestur vegna hennar rennur út 31. maí næst­kom­andi. Að öðru leyti vill bank­inn ekki tjá sig um áform sín á mark­aði „enda væru það upp­lýs­ingar sem alltaf myndu telj­ast verð­mót­and­i“.

hotel-reitir-hilton (1)

Hafa heim­ild til að fjár­festa fyrir eigin reikn­ing



Aðspurður um hvað valdi því að Arion banki selji ekki allan hlut sinn segir Har­aldur Guðni Eiðs­son, upp­lýs­inga­full­trúi Arion banka, að mark­mið selj­enda með útboð­inu sé að gera Reitum kleift að upp­fylla skil­yrði Kaup­hall­ar­innar um dreif­ingu hluta­bréfa og „stuðla þannig að auknum selj­an­leika hluta­bréf­anna og dreifð­ara eign­ar­haldi og hins vegar horfir selj­andi til þess að selja eign sína á sem hag­stæð­ustu verð­i“.

Þegar spurt var hvernig áfram­hald­andi eign­ar­hald bank­ans á skráðri eign sam­rýmd­ist stefnu hans um eign­ar­hald á fyr­ir­tækjum í óskyldum rekstri segir í skrif­legu svari Har­aldar Guðna að fjár­mála­fyr­ir­tæki hafi heim­ild til þess að eiga við­skipti með hluta­bréf í slíkum fyr­ir­tækjum fyrir eigin reikn­ing í fjár­fest­ings­kyni. „Eru fjár­mála­fyr­ir­tæki þannig í sömu stöðu, hvað þessar eignir varð­ar, og aðrir fjár­fest­ar. Sá eign­ar­hlutur í Reitum fast­eigna­fé­lagi sem Arion banki hf. hyggst halda eft­ir, eftir útboð­ið, fellur full­kom­lega innan marka heim­ilda bank­ans í þessu til­liti. Með vísan til þessa fellur áfram­hald­andi eign­ar­hald bank­ans á tak­mörk­uðum eign­ar­hlut í Reitum fast­eigna­fé­lagi hf. bæði innan starfs­heim­ilda bank­ans, sem og að fjár­fest­inga­stefnu bank­ans að öðru leyt­i“.

Arion banki hefur selt hluti í Reitum á und­an­förnum mán­uð­um. Í árs­lok 2014 átti bank­inn rúm­lega 192 milljón hluti í Reit­um. Þann 16. mars síð­ast­lið­inn átti bank­inn um 166 milljón hluti. Því hefur bank­inn selt um 26 milljón hluti síðan þá. Ekki kemur fram í svari Arion banka við fyr­ir­spurn Kjarn­ans hverjir keyptu þennan hlut né á hvaða gengi það var gert.

Risa­stórt fast­eigna­fé­lag



Eigna­safn Reita saman stendur af mörgum af verð­mæt­ustu fast­eignum lands­ins.  Mik­il­væg­asta ein­staka eign félags­ins er Kringlan en félagið á einnig margar verð­mætar eignir mið­svæðis í Reykja­vík.  Félagið á stórt eigna­safn í versl­un­ar­hús­næði til við­bótar við Kringl­una, t.d. Holta­garða, Spöng­ina, Mjódd­ina og Eiðis­torg. Þá á félagið t.a.m. tvær stórar Icelandair hót­el­eign­ir; Hilton Reykja­vík hótel og Icelandair Natura.

Til­koma Reita verður annað fast­eigna­fé­lagið sem bæt­ist í hóp ­fé­laga í Kaup­höll­inn­i.  Þar er fyrir fast­eigna­fé­lagið Reg­inn og von er á Eik fast­eigna­fé­lagi í Kaup­höll­ina á næst­unn­i.  Ef allt gengur að óskum verða bréfin í Reitum tekin til við­skipta í Kaup­höll­inni þann 9. apríl næst­kom­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None