Meirihluti Skota myndi kjósa með sjálfstæði ef kosið yrði núna

9954063573_8c787b221a_z.jpg
Auglýsing

Meiri­hluti Skota myndi kjósa með sjálf­stæði ef gengið yrði til kosn­inga um sjálf­stæðið á nýjan leik, sam­kvæmt nýrri könnun STV í Skotlandi.

53 pró­sent aðspurðra segj­ast myndu segja já við sjálf­stæði ef kosið yrði á morg­un. 44 pró­sent myndu segja nei, og þrjú pró­sent sögð­ust óákveð­in. Þetta er fyrsta könn­unin frá því að þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan fór fram í sept­em­ber síð­ast­liðnum sem bendir til þess að meiri­hluti sé fyrir sjálf­stæði, þegar óákveðnir eru teknir með í reikn­ing­inn.

Helm­ingur aðspurðra sagð­ist jafn­framt styðja það að önnur þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla yrði haldin á næstu fimm árum og 58 pró­sent á næstu tíu árum.

Auglýsing

Þá myndu 52 pró­sent styðja nýja þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sjálf­stæði ef Bretar kjósa að yfir­gefa Evr­ópu­sam­bandið í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni sem á að fara fram um það mál árið 2017. 41 pró­sent segj­ast styðja nýja þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu ef ákveðið verður að fram­lengja Trident kjarn­orku­á­ætl­un­inni og 50 pró­sent ef það verður sam­þykkt að Eng­lend­ingar kjósi um lög sem gilda í Englandi.

Mikil ánægja með Skoska þjóð­ar­flokk­innnicola sturgeon

Þegar kosið var um sjálf­stæðið fyrir rétt tæpu ári síðan varð nið­ur­staðan sú að 55,3 pró­sent Skota sögðu nei við sjálf­stæði en 44,7 pró­sent vildu sjálf­stæði. Kjör­sókn var 84,5 pró­sent. Margir áttu von á því að nið­ur­staðan yrði til þess að minnka fylgi við Skoska þjóð­ar­flokk­inn, en raunin varð allt önn­ur.

Flokk­ur­inn vann sann­kall­aðan stór­sigur í bresku þing­kosn­ing­unum fyrr á árinu, fór úr því að hafa 6 af 59 þing­sætum Skotlands í West­min­ster og í það að hafa 56 af 59 sæt­um.

Flokk­ur­inn mynd­aði fyrstu meiri­hluta­stjórn sína í heima­stjórn­inni í Skotlandi eftir kosn­ingar þar árið 2011. Í könn­un­inni sem gerð var fyrir STV í síð­ustu viku heldur flokk­ur­inn meiri­hluta sínum í þing­inu í næstu kosn­ing­um, sem verða í maí á næsta ári.

Flokk­ur­inn myndi fá 74 þing­sæti af þeim 129 sem eru í skoska þing­inu, Hol­yrood. Flokk­ur­inn er með 69 sæti núna. Íhalds­flokk­ur­inn héldi sínum 15 þing­sæt­um, Græn­ingjar myndu bæta við sig og fá 8 þing­menn, en bæði Verka­manna­flokk­ur­inn og Frjáls­lyndir demókratar myndu tapa fylgi. Verka­manna­flokk­ur­inn færi úr 37 þing­mönnum í 26 og Frjáls­lyndir demókratar færu úr sjö í sex.

Sömu­leiðis var kann­aður stuðn­ingur við leið­toga í könn­un­inni. 71 pró­sent aðspurðra sögð­ust ánægð með störf Nicolu Stur­ge­on, fyrsta ráð­herra Skotlands og for­manns Skoska þjóð­ar­flokks­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None