Mesta niðurrif í sögu Danmerkur

Á næstu árum verða minkahús á meira en tólf hundruð dönskum minkabúum rifin. Kostnaðurinn við niðurrifið, sem tekur sex til sjö ár, nemur milljörðum danskra króna. Bætur til minkabænda nema margfaldri þeirri upphæð.

minkar
Auglýsing

Þann 4. nóv­em­ber árið 2020 boð­aði Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra Dan­merkur til frétta­manna­fundar á Krist­jáns­borg. Full­trúar fjöl­miðla fjöl­menntu á fund­inn enda höfðu þeir kvöldið áður fengið veður af að búast mætti við miklum tíð­ind­um. Sem kom á dag­inn. For­sæt­is­ráð­herr­ann til­kynnti að allur minka­stofn, á öllum minka­búum lands­ins, skyldi felld­ur. Sam­tals um 17 millj­ónir dýra. Ráð­herr­ann sagði ástæð­una vera nýtt afbrigði kór­ónu­veirunn­ar, sem greinst hefði í minkum, og einnig fólki á Norð­ur­-Jót­landi. Veiran gæti myndað smit­keðj­ur, og hugs­an­lega borist til ann­arra landa. Engan tíma mætti missa, sagði ráð­herr­ann og „strax í dag“ þarf að hefj­ast handa við að fella minka­stofn­inn. Dag­inn áður hafði ráð­herr­ann fengið í hendur mat dönsku sótt­varn­ar­stofn­un­ar­innar (Sta­tens Serum Institut) þar sem fram kom að „áfram­hald­andi minka­eldi meðan veiran geis­ar“ gæti ógnað heilsu lands­manna. 

5. nóv­em­ber, hélt Mette Frederik­sen annan frétta­manna­fund. Þar til­kynnti hún að Norð­ur­-Jót­landi yrði „skellt í lás“ eins og hún komst að orði. Ferðir til og frá Norð­ur- Jót­landi yrðu bann­aðar nema brýna nauð­syn bæri til. Íþrótta­hús, bóka­söfn, veit­inga- og kaffi­hús yrðu lok­uð, sam­komu­hald bann­að. Skóla­hald yrði lagt af, nema fyrir nem­endur í yngri deild­um.

Þungt högg

Minka­eldi á sér ára­tuga sögu í Dan­mörku og dönsk skinn haft á sér gæða­stimp­il. Danir hafa verið mjög umsvifa­miklir í skinna­fram­leiðsl­unni og um ára­bil kom um það bil þriðj­ungur allra seldra minka­skinna í heim­inum frá Dan­mörku. Þegar for­sæt­is­ráð­herr­ann til­kynnti um lógun minka­stofns­ins voru tals­vert á annað þús­und bú í land­inu, lang flest á Norð­ur- og Vestur Jót­landi.

Auglýsing
Rekstur minka­bús er ekki mann­frekur en um fjögur þús­und manns sam­tals unnu við búin, en við þessa tölu bæt­ast svo mörg störf sem tengj­ast búskapn­um, fram­leiðsla fóð­urs, flutn­ing­ur, full­verkun skinna o.s.frv. Til­kynn­ing for­sæt­is­ráð­herra um að allur minka­stofn­inn skyldi sleg­inn af var því þungt högg, einkum fyrir bænd­urna.

Ákveðið í flýti og án laga­heim­ildar

Ákvörð­unin um aflífun danska minka­stofns­ins var tekin í miklum flýti, enda lá, að mati ráð­herra, mikið við. Að kvöldi 4. nóv­em­ber 2020, sama dag­inn og Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra fyr­ir­skip­aði aflífun minkanna, til­kynnti mat­væla­ráðu­neytið dóms­mála­ráðu­neyt­inu að ráðu­neytið og mat­væla­stofn­unin teldu að laga­heim­ild til að fyr­ir­skipa aflífun minka­stofns­ins væri ekki til stað­ar. Dag­inn eftir lýsti dóms­mála­ráðu­neytið sig sam­mála því áliti.

Málið hefur reynst Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, verulega óþægilegt. Mynd: EPA

Lög sem heim­il­uðu förgun minka­stofns­ins voru sett í miklum flýti, eft­irá. Mog­ens Jen­sen mat­væla- og land­bún­að­ar­ráð­herra varð marg­saga í við­tölum varð­andi laga­heim­ild­ina og sagði að lokum af sér. Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra og Nick Hækk­erup dóms­mála­ráð­herra sögðu síðar að orð for­sæt­is­ráð­herr­ans um aflífun minkanna hefðu verið til­mæli en ekki til­skip­un. Stjórn­mála­skýrendur sögðu þetta yfir­klór. Mælt var fyrir frum­varp­inu um aflífun minka­stofns­ins 13. nóv­em­ber en það varð ekki að lögum fyrr en 21. des­em­ber 2020, löngu eftir að búið var að farga stofn­in­um.

Hótað með bóta­missi

Lög­reglan fékk fyr­ir­mæli um að til­kynna bændum sím­leiðis frá ákvörðun stjórn­valda um að dýr­unum skyldi lóg­að. Bændum var jafn­framt til­kynnt að ef þeir yrðu ekki sam­starfs­fúsir og færu sjálf­vilj­ugir að fyr­ir­skip­unum stjórn­valda gætu þeir átt á hættu að fá engar bætur fyrir bústofn­inn. Bændum var jafn­framt til­kynnt að nán­ari upp­lýs­ingar um alla til­högun varð­andi fram­kvæmd­ina kæmu von bráð­ar.

Að urða eða brenna 

Ákveðið var að hræ minkanna, sem voru sam­tals rúm­lega 15 millj­ónir (ekki 17 eins og fyrst var talið) skyldu urð­uð. Rökin voru þau að allt þyrfti að ger­ast með hraði og allt of langan tíma tæki að brenna öll hræ­in. Stórar gryfjur voru grafnar á svæðum sem talin voru örugg út frá meng­un­ar­sjón­ar­miðum og hræin urðuð þar. Ekki tókst það verk eins og til stóð.

Auglýsing
Gryfjurnar reynd­ust allt of grunnar og vegna gas­mynd­unar í hræj­unum tók jarð­veg­ur­inn sem mokað var yfir gryfj­urnar að lyft­ast. Svo kom í ljós að brennslu­stöðvar í land­inu hefðu sem best getað brennt öll hræin sem voru á and­anum fjar­lægð úr gryfj­unum og brennd.

„Urð­unaræv­in­týrið“ eins og einn þing­maður komst að orði kost­aði stór­fé.

Lofað bótum

Þegar ákveðið var að farga minka­stofn­in­um, á einu bretti, var ljóst að tjón bænda yrði mik­ið. Þeim var lofað bótum og marg­ít­rekað að þeir myndu ekki bera skarðan hlut frá borði. „Við höfum heyrt slíkar yfir­lýs­ingar áður en orð og efndir fara ekki alltaf sam­an“ sagði for­maður sam­taka danskra minka­bænda. Nokkuð dróst að hefja útborgun bót­anna til bænda, en sam­kvæmt útreikn­ingum stjórn­valda nema greiðsl­urnar millj­örðum danskra króna. 20 millj­arðar króna (380 millj­arðar íslenskir) er upp­hæð sem nefnd hefur verið en hún er þó ekki end­an­leg. Gæti orðið hærri.

Stærsta nið­ur­rifs­verk­efni í sögu Dan­merkur tekur sex ár

Hvað á að gera við minka­húsin spurðu margir eftir að mink­arnir voru horfn­ir. Þess­ari spurn­ingu var ekki auðsvar­að. Eftir að danska mann­virkja­stofn­unin hafði skoðað húsa­kost­inn á öllum minka­búum lands­ins var nið­ur­staða stofn­un­ar­innar að öll minka­hús í land­inu skuli rif­in.

Danska mann­virkja­stofn­unin kynnti nið­ur­rifs­á­ætl­un­ina fyrir minka­bænd­um, og fjöl­miðl­um, fyrir hálfum mán­uði. Ætl­unin er að verkið hefj­ist í byrjun næsta árs og ljúki árið 2028. Þegar spurt var hvers vegna þetta tæki svona langan tíma var svarið að verkið væri umfangs­mik­ið. Um væri að ræða lang stærsta verk­efni af þessu tagi í sögu Dan­merk­ur. Til að útskýra nánar umfangið var nefnt að stærsta nið­ur­rifs­verk­efni í land­inu til þessa hefði verið nið­ur­rif 5 háhýsa (hvert um sig 16 hæð­ir) á Brøndby strönd­inni, nið­ur­rif minka­bú­anna sam­svar­aði 1214 húsum af sömu stærð.

Bændur þurfa að sækja um að húsin á landi þeirra verði rifin og þegar hafa borist 1246 slíkar umsókn­ir.

Mörg minka­hús­anna sem á næstu árum verða rifin eru gömul og þegar þau voru reist var asbest mikið not­að. Asbestið þótti hent­ugt, það fún­aði ekki, ryðg­aði ekki og brann ekki. Auk þess fremur ódýrt miðað við mörg önnur bygg­inga­efni. En það hefur líka ókosti sem ekki var vitað um fyrr en í kringum 1970 og var þá bannað að nota það í íbúð­ar­hús­næði. Síðar kom svo algjört bann við notkun þess. Asbestryk er krabba­meins­vald­andi og fyr­ir­séð að nið­ur­rifi minka­hús­anna fylgi mikil ryk­mynd­un. Þess vegna þarf sér­stakan tækja­búnað þegar húsin verða rifin og meðal ann­ars af þeim sökum verður nið­ur­rifið tíma­frekt.

Eins og áður sagði á nið­ur­rif­inu að ljúka árið 2028. Miðað er við að rífa árlega hús á um það bil 240 búum. Sú áætlun er birt með fyr­ir­vara.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar