Milljarði króna veðjað á einn leik á Íslandi - áhugi veðmálahópa skapar freistnivanda

--rottur.jpg
Auglýsing

Velta veð­mála á einn leik í efstu deild karla í íslenskri knatt­spyrnu getur verið allt að einn millj­arður króna. Verið er að veðja á leiki sem fara fram á Íslandi út um allan heim, sér­stak­lega í Asíu. Ástæður þessa er aðal­lega þær að íslenska deildin er spiluð á sumr­in, þegar nán­ast allar knatt­spyrnu­deildir í heimi eru í fríi, og að hún er álitin spill­ing­ar­frí. Og það er ekki bara verið að veðja á leiki í efstu deild. Þvert á móti. Það er veðjað á allar deildir karla og kvenna, leiki í öðrum flokki karla og meira að segja leiki í utandeild­inni. Dæmi eru um að æfing­ar­leikir að vori, þar sem úrslitin skipta engu máli, hafi ratað inn á veð­mála­síður virtra veð­mála­fyr­ir­tækja.

Við þessa aukn­ingu, og vegna þeirra háu fjár­hæða sem undir eru, eru upp áhyggjur af því að það skap­ist freistni­vandi til að hafa rangt við til að hag­ræða úrslit­um.

For­maður Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ) sá til­efni til að minn­ast sér­stak­lega á hag­ræð­ingu úrslita í pistli í síð­ustu viku, Íslensk get­spá fylgist grannt með þessum málum og mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið hefur skipað nefnd til að skoða þau.

Auglýsing

Ásak­anir en engar sann­anir



Geir Þor­steins­son, for­maður Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ), skrif­aði pistil á heima­síðu sam­bands­ins 28. apríl síð­ast­lið­inn. Inn­tak hans var að mestu að bjóða knatt­spyrnu­fólk og stuðn­ings­menn vel­komna til leiks, enda Íslands­mótið þá rétt óhaf­ið.

Athygli vakti hins vegar að Geir kaus að fjalla sér­stak­lega um hag­ræð­ingu úrslita í pistl­in­um. Þar bað hann aðild­ar­fé­lög KSÍ um að vera á varð­bergi gagn­vart slíkri hag­ræð­ingu. „Alltof víða hafa knatt­spyrnu­sam­bönd þurft að glíma við slíka svika­starf­semi. Það er nokkuð sem við viljum ekki sjá innan okkar raða.“

Kjarn­inn beindi í kjöl­farið spurn­ingum til Geirs um málið og spurði hann meðal ann­ars hvort KSÍ hefði ein­hverjar upp­lýs­ingar um hópa eða aðila sem hafi reynt að fá leik­menn á Íslandi til að hag­ræða úrslit­um. Geir segir það hafa komið fram ásak­anir um slíkt en að ekk­ert hafi sann­ast. Að sögn Geirs hefur KSÍ ekki upp­lýs­ingar um að fólk sé að störfum fyrir erlenda veð­mála­hópa hér­lend­is. „Við höfum orðið vör við fólk á leikjum sem aflar upp­lýs­inga og sendir þær frá sér, vænt­an­lega til erlendra get­rauna­fyr­ir­tækja.“

Hann segir Alþjóða­knatt­spyrnu­sam­bandið (FIFA) og Knatt­spyrnu­sam­band Evr­ópu (UEFA)hafa á síð­ast­liðnum árum staðið fyrir fræðslu til að gera knatt­spyrnu­sam­bönd með­vit­að­ari um hag­ræð­ingu úrslita. „Þá hafa FIFA og UEFA sett upp eft­ir­lits­kerfi sem ná til efstu deilda. KSÍ hefur fyrst og fremst vakið athygli aðild­ar­fé­laga á mál­inu auk þess sem í und­ir­bún­ing er aukin fræðsla.“

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, skrifaði pistil í síðustu viku sem vakti töluverða athygli. MYND:UEFA.COM Geir Þor­steins­son, for­maður KSÍ, skrif­aði pistil í síð­ustu viku sem vakti tölu­verða athygli. MYND:U­EFA.COM

Millj­arður í veltu á einum leik á Íslandi



Það er ekki að ástæðu­lausu sem knatt­spyrnu­sam­bönd eru að hafa miklar áhyggjur af mögu­legum áhrifum veð­mála­starf­semi á hag­ræð­ingu úrslita. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá íslenskri Get­spá er talið að veð­mála­mark­að­ur­inn í heim­inum sé að velta um 400 millj­örðum dala á ári, eða 52,8 þús­und millj­örðum íslenskra króna. Þar af eru veð­mál á íþróttir að velta um 50 millj­örðum dala, um 6.600 millj­örðum króna. Það eru vel rúm­lega þrjár árlegar íslenskar þjóð­ar­fram­leiðsl­ur. Um 70 pró­sent af þessum veð­málum eru á vin­sæl­ustu íþrótt í heimi, knatt­spyrnu.

Pétur Hrafn Sig­urðs­son, deild­ar­stjóri get­rauna­deildar Íslenskrar Get­spár, segir að með því að horfa á þessar tölur sé hægt að áætla hvað verið sé að veðja á leiki í íslensku deild­inni. Íslands­mótið í knatt­spyrnu er spilað á sumrin þegar mjög fáar aðrar deildir eru í gangi og auk þess eru margir leikir í deild­ar­keppn­inni spil­aðir á mánu­dög­um.  Það sé nán­ast aldrei spilað á þeim dögum í öðrum löndum og því fá leikir á Íslandi mikið vægi hjá veð­mála­síð­um. „Það eru kannski fimm til sjö leikir í efstu deild í gangi í heim­inum á mánu­degi í júlí. Þá er kannski kom­inn um millj­arður króna í veltu á einn leik í efstu deild á Íslandi. Það er rosa­lega mik­ið.“

„Það eru kannski fimm til sjö leikir í efstu deild í gangi í heim­inum á mánu­degi í júlí. Þá er kannski kom­inn um millj­arður króna í veltu á einn leik í efstu deild á Íslandi. Það er rosa­lega mikið.

Pétur segir fleira spila inn í en að á Íslandi sé spiluð sum­ar­deild. Íslenska deild­in, og hinar nor­rænu deild­irn­ar, eru taldar spill­ing­ar­frí­ar. Það geri það að verkum að vin­sælla sé að veðja á þær.

Asíu­mark­að­ur­inn langstærstur



Þeir sem þekkja ekki til gera sér kannski ekki grein fyrir umfangi veð­mála­starf­semi í heim­in­um. Það eru tugir ef ekki hund­ruð þús­unda vef­mála­síðna út um allan heim. Sumar eru lög­leg­ar, margar ólög­legar eða ein­ungis lög­legar í ákveðnum hluta heims­ins.

Þessi starf­semi er lang­um­svifa­mest í Asíu. Sá mark­aður er langstærst­ur. Líka þegar kemur að því að veðja á leiki á Íslandi.

Til að setja aðdrátt­ar­afl veð­mála á íslenska leiki í sam­hengi segir Pétur frá því að hann hafi einu sinni verið staddur í teppa­búð í Ist­an­búl í Tyrk­landi með eig­in­konu sinni fyrir nokkrum árum. „Þar sat eig­and­inn með get­rauna­blöð­ung í hönd­unum og var að velta fyrir sér leik ÍBV og KR. Þegar hann komst að því að ég væri frá Íslandi vildi hann fá að vita allt sem ég vissi um leik­inn. Ég ætl­aði aldrei að losna út.

Annað dæmi er þegar ég hitti mann frá Ísr­ael fyrir nokkrum árum. KR hafði þá verið spáð Íslands­meist­aratitli en gekk illa í deild­inni. Hann spurði mig mikið um hvað væri í gangi hjá KR? Af hverju þeir væru að tapa svona mörgum leikj­um?

Þetta er því orðið rosa­lega stórt alþjóð­lega, að veðja á íslenska leik­i.“

Veðjað á dóm­ara­lausa æfinga­leiki



Það er ekki bara verið að veðja á leiki í efstu deild karla. Þvert á móti er verið að veðja á leiki í öllum deildum karla og kvenna á Íslandi, utandeild karla, leiki í öðrum flokki karla og meira að segja æfing­ar­leiki sem skipta engu máli.

Pétur segir það alls ekki þannig að ein­ungis óþekktar eða ólög­legar veð­mála­síður séu að bjóða upp á að veðja á íslenska leiki. Flestar síður séu að gera það, enda er hluti af sam­keppn­inni á þessum mark­aði að bjóða upp á sem mest úrval. „Þess vegna eru fyr­ir­tækin að bjóða upp á þessa leiki sem þau vita kannski ekk­ert um . William Hill, sem er þekkt breskt veð­mála­fyr­ir­tæki, bauð til dæmis upp á veð­mál á æfinga­leik milli Leiknis og ÍR í mars síð­ast­liðn­um. Það var ekki alvöru dóm­ari að dæma þann leik. Úrslitin skiptu engu máli enda leikur á und­ir­bún­ings­tíma­bili. Það er mjög slæmt að hægt sé að veðja á leiki þar sem úrslitin skipta engu máli. Vegna þess að það skapar ákveð­inn freistni­vanda.“

Það er ekki bara verið að veðja á efstu deild karla. VEðjað er á leiki í öllum deildum, bæði karla og kvenna. Það er meira segja veðjað á leiki í öðrum flokki, utandeildinni og æfingarleiki. Það er ekki bara verið að veðja á efstu deild karla. Veðjað er á leiki í öllum deild­um, bæði karla og kvenna. Það er meira segja veðjað á leiki í öðrum flokki, utandeild­inni og æfing­ar­leik­i.

Búið að skipa íslenska nefnd



Það hafa ekki komið upp mörg mál hér­lendis um að leik­menn hafi reynt að hag­ræða úrslitum vegna veð­mála­svindls. Það hafa þó komið upp til­vik þar sem slíkt hefur verið rann­sak­að. Í jan­úar 2014 átti Þór Akur­eyri að leika við Dal­vík­/­Reyni í Kjarna­fæð­is­mót­inu. Rann­sókn leiddi í ljós að tölu­verðar upp­hæðir höfðu verið lagðar undir á að Þór myndi vinna leik­inn með fleiri en þremur mörk­um. Svo háar að veð­mála­síðan sem bauð upp á leik­inn lækk­aði stuð­ul­inn á leiknum skarpt í aðdrag­anda hans. Þór vann leik­inn 7-0 og síðar var greint frá því að einn leik­manna Dal­vík­ur­/­Reynis hafi veðjað á leik­inn. Málið hafði enga eft­ir­mála.

Pétur segir fleiri dæmi hafa komið upp þar sem grun­semdir hafi vaknað um að rangt hafi verið haft við. Til dæmis muni hann eftir leik þar sem mark­vörður fékk á sig tvö klaufa­leg mörk á mjög skömmum tíma. Þá hafi verið kannað hvort miklar fjár­hæðir hafi verið lagðar undir á leik­inn. Svo reynd­ist hins vegar ekki vera.

Hann segir að Íslensk get­spá sé hluti af evr­ópu­sam­tökum get­rauna­fyr­ir­tækja. „Ef það kemur í ljós  óeðli­legt veð­mál á íslenskan leik þá klingja bjöllur þar. Þá er hægt að skoða, hjá veð­mála­síð­un­um, hvaðan það veð­mál kem­ur.“

Og það er ljóst að það á að taka þessi mál fast­ari tökum en áður. Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið skip­aði fyrir skemmstu nefnd sem á að fjalla um hag­ræð­ingu úrslita og meðal ann­ars að gera við­bragðs­á­ætlun ef slík mál koma upp. Í henni munu m.a. sitja full­trúar frá Íslenskri get­spá, KSÍ og lög­reglu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None