Milljarði króna veðjað á einn leik á Íslandi - áhugi veðmálahópa skapar freistnivanda

--rottur.jpg
Auglýsing

Velta veð­mála á einn leik í efstu deild karla í íslenskri knatt­spyrnu getur verið allt að einn millj­arður króna. Verið er að veðja á leiki sem fara fram á Íslandi út um allan heim, sér­stak­lega í Asíu. Ástæður þessa er aðal­lega þær að íslenska deildin er spiluð á sumr­in, þegar nán­ast allar knatt­spyrnu­deildir í heimi eru í fríi, og að hún er álitin spill­ing­ar­frí. Og það er ekki bara verið að veðja á leiki í efstu deild. Þvert á móti. Það er veðjað á allar deildir karla og kvenna, leiki í öðrum flokki karla og meira að segja leiki í utandeild­inni. Dæmi eru um að æfing­ar­leikir að vori, þar sem úrslitin skipta engu máli, hafi ratað inn á veð­mála­síður virtra veð­mála­fyr­ir­tækja.

Við þessa aukn­ingu, og vegna þeirra háu fjár­hæða sem undir eru, eru upp áhyggjur af því að það skap­ist freistni­vandi til að hafa rangt við til að hag­ræða úrslit­um.

For­maður Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ) sá til­efni til að minn­ast sér­stak­lega á hag­ræð­ingu úrslita í pistli í síð­ustu viku, Íslensk get­spá fylgist grannt með þessum málum og mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið hefur skipað nefnd til að skoða þau.

Auglýsing

Ásak­anir en engar sann­anirGeir Þor­steins­son, for­maður Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ), skrif­aði pistil á heima­síðu sam­bands­ins 28. apríl síð­ast­lið­inn. Inn­tak hans var að mestu að bjóða knatt­spyrnu­fólk og stuðn­ings­menn vel­komna til leiks, enda Íslands­mótið þá rétt óhaf­ið.

Athygli vakti hins vegar að Geir kaus að fjalla sér­stak­lega um hag­ræð­ingu úrslita í pistl­in­um. Þar bað hann aðild­ar­fé­lög KSÍ um að vera á varð­bergi gagn­vart slíkri hag­ræð­ingu. „Alltof víða hafa knatt­spyrnu­sam­bönd þurft að glíma við slíka svika­starf­semi. Það er nokkuð sem við viljum ekki sjá innan okkar raða.“

Kjarn­inn beindi í kjöl­farið spurn­ingum til Geirs um málið og spurði hann meðal ann­ars hvort KSÍ hefði ein­hverjar upp­lýs­ingar um hópa eða aðila sem hafi reynt að fá leik­menn á Íslandi til að hag­ræða úrslit­um. Geir segir það hafa komið fram ásak­anir um slíkt en að ekk­ert hafi sann­ast. Að sögn Geirs hefur KSÍ ekki upp­lýs­ingar um að fólk sé að störfum fyrir erlenda veð­mála­hópa hér­lend­is. „Við höfum orðið vör við fólk á leikjum sem aflar upp­lýs­inga og sendir þær frá sér, vænt­an­lega til erlendra get­rauna­fyr­ir­tækja.“

Hann segir Alþjóða­knatt­spyrnu­sam­bandið (FIFA) og Knatt­spyrnu­sam­band Evr­ópu (UEFA)hafa á síð­ast­liðnum árum staðið fyrir fræðslu til að gera knatt­spyrnu­sam­bönd með­vit­að­ari um hag­ræð­ingu úrslita. „Þá hafa FIFA og UEFA sett upp eft­ir­lits­kerfi sem ná til efstu deilda. KSÍ hefur fyrst og fremst vakið athygli aðild­ar­fé­laga á mál­inu auk þess sem í und­ir­bún­ing er aukin fræðsla.“

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, skrifaði pistil í síðustu viku sem vakti töluverða athygli. MYND:UEFA.COM Geir Þor­steins­son, for­maður KSÍ, skrif­aði pistil í síð­ustu viku sem vakti tölu­verða athygli. MYND:U­EFA.COM

Millj­arður í veltu á einum leik á ÍslandiÞað er ekki að ástæðu­lausu sem knatt­spyrnu­sam­bönd eru að hafa miklar áhyggjur af mögu­legum áhrifum veð­mála­starf­semi á hag­ræð­ingu úrslita. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá íslenskri Get­spá er talið að veð­mála­mark­að­ur­inn í heim­inum sé að velta um 400 millj­örðum dala á ári, eða 52,8 þús­und millj­örðum íslenskra króna. Þar af eru veð­mál á íþróttir að velta um 50 millj­örðum dala, um 6.600 millj­örðum króna. Það eru vel rúm­lega þrjár árlegar íslenskar þjóð­ar­fram­leiðsl­ur. Um 70 pró­sent af þessum veð­málum eru á vin­sæl­ustu íþrótt í heimi, knatt­spyrnu.

Pétur Hrafn Sig­urðs­son, deild­ar­stjóri get­rauna­deildar Íslenskrar Get­spár, segir að með því að horfa á þessar tölur sé hægt að áætla hvað verið sé að veðja á leiki í íslensku deild­inni. Íslands­mótið í knatt­spyrnu er spilað á sumrin þegar mjög fáar aðrar deildir eru í gangi og auk þess eru margir leikir í deild­ar­keppn­inni spil­aðir á mánu­dög­um.  Það sé nán­ast aldrei spilað á þeim dögum í öðrum löndum og því fá leikir á Íslandi mikið vægi hjá veð­mála­síð­um. „Það eru kannski fimm til sjö leikir í efstu deild í gangi í heim­inum á mánu­degi í júlí. Þá er kannski kom­inn um millj­arður króna í veltu á einn leik í efstu deild á Íslandi. Það er rosa­lega mik­ið.“

„Það eru kannski fimm til sjö leikir í efstu deild í gangi í heim­inum á mánu­degi í júlí. Þá er kannski kom­inn um millj­arður króna í veltu á einn leik í efstu deild á Íslandi. Það er rosa­lega mikið.

Pétur segir fleira spila inn í en að á Íslandi sé spiluð sum­ar­deild. Íslenska deild­in, og hinar nor­rænu deild­irn­ar, eru taldar spill­ing­ar­frí­ar. Það geri það að verkum að vin­sælla sé að veðja á þær.

Asíu­mark­að­ur­inn langstærsturÞeir sem þekkja ekki til gera sér kannski ekki grein fyrir umfangi veð­mála­starf­semi í heim­in­um. Það eru tugir ef ekki hund­ruð þús­unda vef­mála­síðna út um allan heim. Sumar eru lög­leg­ar, margar ólög­legar eða ein­ungis lög­legar í ákveðnum hluta heims­ins.

Þessi starf­semi er lang­um­svifa­mest í Asíu. Sá mark­aður er langstærst­ur. Líka þegar kemur að því að veðja á leiki á Íslandi.

Til að setja aðdrátt­ar­afl veð­mála á íslenska leiki í sam­hengi segir Pétur frá því að hann hafi einu sinni verið staddur í teppa­búð í Ist­an­búl í Tyrk­landi með eig­in­konu sinni fyrir nokkrum árum. „Þar sat eig­and­inn með get­rauna­blöð­ung í hönd­unum og var að velta fyrir sér leik ÍBV og KR. Þegar hann komst að því að ég væri frá Íslandi vildi hann fá að vita allt sem ég vissi um leik­inn. Ég ætl­aði aldrei að losna út.

Annað dæmi er þegar ég hitti mann frá Ísr­ael fyrir nokkrum árum. KR hafði þá verið spáð Íslands­meist­aratitli en gekk illa í deild­inni. Hann spurði mig mikið um hvað væri í gangi hjá KR? Af hverju þeir væru að tapa svona mörgum leikj­um?

Þetta er því orðið rosa­lega stórt alþjóð­lega, að veðja á íslenska leik­i.“

Veðjað á dóm­ara­lausa æfinga­leikiÞað er ekki bara verið að veðja á leiki í efstu deild karla. Þvert á móti er verið að veðja á leiki í öllum deildum karla og kvenna á Íslandi, utandeild karla, leiki í öðrum flokki karla og meira að segja æfing­ar­leiki sem skipta engu máli.

Pétur segir það alls ekki þannig að ein­ungis óþekktar eða ólög­legar veð­mála­síður séu að bjóða upp á að veðja á íslenska leiki. Flestar síður séu að gera það, enda er hluti af sam­keppn­inni á þessum mark­aði að bjóða upp á sem mest úrval. „Þess vegna eru fyr­ir­tækin að bjóða upp á þessa leiki sem þau vita kannski ekk­ert um . William Hill, sem er þekkt breskt veð­mála­fyr­ir­tæki, bauð til dæmis upp á veð­mál á æfinga­leik milli Leiknis og ÍR í mars síð­ast­liðn­um. Það var ekki alvöru dóm­ari að dæma þann leik. Úrslitin skiptu engu máli enda leikur á und­ir­bún­ings­tíma­bili. Það er mjög slæmt að hægt sé að veðja á leiki þar sem úrslitin skipta engu máli. Vegna þess að það skapar ákveð­inn freistni­vanda.“

Það er ekki bara verið að veðja á efstu deild karla. VEðjað er á leiki í öllum deildum, bæði karla og kvenna. Það er meira segja veðjað á leiki í öðrum flokki, utandeildinni og æfingarleiki. Það er ekki bara verið að veðja á efstu deild karla. Veðjað er á leiki í öllum deild­um, bæði karla og kvenna. Það er meira segja veðjað á leiki í öðrum flokki, utandeild­inni og æfing­ar­leik­i.

Búið að skipa íslenska nefndÞað hafa ekki komið upp mörg mál hér­lendis um að leik­menn hafi reynt að hag­ræða úrslitum vegna veð­mála­svindls. Það hafa þó komið upp til­vik þar sem slíkt hefur verið rann­sak­að. Í jan­úar 2014 átti Þór Akur­eyri að leika við Dal­vík­/­Reyni í Kjarna­fæð­is­mót­inu. Rann­sókn leiddi í ljós að tölu­verðar upp­hæðir höfðu verið lagðar undir á að Þór myndi vinna leik­inn með fleiri en þremur mörk­um. Svo háar að veð­mála­síðan sem bauð upp á leik­inn lækk­aði stuð­ul­inn á leiknum skarpt í aðdrag­anda hans. Þór vann leik­inn 7-0 og síðar var greint frá því að einn leik­manna Dal­vík­ur­/­Reynis hafi veðjað á leik­inn. Málið hafði enga eft­ir­mála.

Pétur segir fleiri dæmi hafa komið upp þar sem grun­semdir hafi vaknað um að rangt hafi verið haft við. Til dæmis muni hann eftir leik þar sem mark­vörður fékk á sig tvö klaufa­leg mörk á mjög skömmum tíma. Þá hafi verið kannað hvort miklar fjár­hæðir hafi verið lagðar undir á leik­inn. Svo reynd­ist hins vegar ekki vera.

Hann segir að Íslensk get­spá sé hluti af evr­ópu­sam­tökum get­rauna­fyr­ir­tækja. „Ef það kemur í ljós  óeðli­legt veð­mál á íslenskan leik þá klingja bjöllur þar. Þá er hægt að skoða, hjá veð­mála­síð­un­um, hvaðan það veð­mál kem­ur.“

Og það er ljóst að það á að taka þessi mál fast­ari tökum en áður. Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið skip­aði fyrir skemmstu nefnd sem á að fjalla um hag­ræð­ingu úrslita og meðal ann­ars að gera við­bragðs­á­ætlun ef slík mál koma upp. Í henni munu m.a. sitja full­trúar frá Íslenskri get­spá, KSÍ og lög­reglu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. júlí 2020
Bæjarhúsin að Heyklifi.
Hágæða ferðaþjónusta „sem á engan sinn líka“ þarf ekki í umhverfismat
Á jörðinni Heyklifi sunnan Stöðvarfjarðar er áformað að reisa hótel og heilsulind fyrir um 250 gesti. Framkvæmdaaðili hyggst reyna að raska „sérstæðri og tilkomumikilli“ náttúru svæðisins sem minnst en hún einkennist af klettakömbum og klettóttri strönd.
Kjarninn 15. júlí 2020
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None