Mótmæli í enska boltanum: Við erum stuðningsmenn, ekki viðskiptavinir

supportes.jpg
Auglýsing

Stuðn­ings­menn þeirra 20 liða sem leika í ensku úrvalds­deild­inni og tíu liða sem leika í næstefstu deild þar í landi taka höndum saman um þessa helgi og mót­mæla háu miða­verði á leiki í deild­un­um. Mót­mæl­unum verður komið á fram­færi á leikjum helg­ar­innar þar sem til stendur að breiða úr borðum til að vekja athygli á mál­staðn­um. Á meðal þeirra leikja sem til stendur að mót­mæla á eru stór­leikir sunnu­dags­ins, Merseyside-­ná­granna­slagur Everton og Liver­pool og fjand­vina­hitt­ingur Arsenal og Manchester United í London. Báðum leikj­unum er sjón­varpað um allan heim og sjón­varps­á­horf­endur eru mörg hund­ruð millj­ón­ir.

Skila­boðið eru skýr: stuðn­ings­menn eru ekki við­skipta­vinir sem eru bara til þess að græða á, þeir eru ástæðan fyrir því að enska knatt­spyrnan er það sem hún er, eitt vin­sælasta afþrey­ing­ar­efni í heimi. Und­an­farin ár hefur þróun á miða­verði á leik­ina hins vegar verið með þeim hætti að það er vand­kvæðum bundið fyrir marga stuðn­ings­menn að eiga fyrir þeim. Og það telja stuðn­ings­manna­sam­tök vítt og breitt um Eng­land algjöra frá­leita stöðu.

Einn þeirra leikja sem mótmælt verður á er einn frægasti nágrannaslagur heims, leikur Everton og Liverpool sem fram fer á sunnudag. Einn þeirra leikja sem mót­mælt verður á er einn fræg­asti nágranna­slagur heims, leikur Everton og Liver­pool sem fram fer á sunnu­dag.

Auglýsing

Ótrú­legir sjón­varps­samn­ingar



Enska úrvals­deildin er í raun fyr­ir­tæki þar sem liðin 20 sem í henni spila hverju sinni eru í hlut­verki hlut­hafa. Vin­sældir deild­ar­innar eru nær for­dæma­lausar og hún er sú knatt­spyrnu­deild sem lang­flestir áhorf­endur horfa á í heim­in­um. Leikjum úr ensku úrvals­deild­inni er sjón­varpað til yfir 212 svæða í heim­inum þar sem eru 643 millj­ónir heim­ila og 4,7 millj­arðar manns búa.

Við­skipta­legur árangur þessa fyr­ir­bær­is, sem var sett á fót árið 1992, hefur verið ævin­týra­leg­ur. Þar skiptir mestu máli auknar tekjur vegna sölu á sjón­varps­rétti. Þegar úrvalds­deildin var sett á fót greiddu hand­hafar sjón­varps­rétt­ar­ins 191 milljón pund fyrir sex ára samn­ing. Það þýddi að liðin í deild­inni, eig­endur henn­ar, fengu sam­tals 32 millj­ónir punda til að skipta á milli sín á árunum 1992 til 1997.

Virði sjón­varps­rétt­ar­ins hefur marg­fald­ast í verði síðan þá. Í byrjun árs var gerður nýr samn­ingur sem er að mörgum talin nærri gal­in. Þá var rétt­ur­inn fyrir árin 2016-2019 seldur fyrir 5,2 millj­arða punda. Það gera rúm­lega eitt þús­und millj­arðar íslenskra króna. Eina íþrótta­deildin í heim­inum sem þénar meira vegna seldra sjón­varps­rétta er banda­ríska NFL-­deild­in.

365 miðlar halda á sjónvarpsréttinum til að sýna frá enska boltanum út þetta tímabil. Fyrirtækið fær að öllum líkindum samkeppni um hann frá Símanum þegar rétturinn verður boðinn út að nýju í næsta mánuði. 365 miðlar halda á sjón­varps­rétt­inum til að sýna frá enska bolt­anum út þetta tíma­bil. Fyr­ir­tækið fær að öllum lík­indum sam­keppni um hann frá Sím­anum þegar rétt­ur­inn verður boð­inn út að nýju í næsta mán­uð­i.

Það þýðir að Sky Sports og BT Sport, sem keyptu rétt­inn, borga meira en tíu milljón pund fyrir hvern leik sem stöðv­arnar sýna. Til sam­an­burðar má nefna að samn­ing­ur­inn sem var í gildi fyrir árin 2013 til 2016 kost­aði um þrjá millj­arða punda. Nýi samn­ing­ur­inn er því 70 pró­sent hærri en sá sem var í gildi.

Til við­bótar við þennan samn­ing selur úrvalds­deildin sýn­ing­ar­rétt á sér til 80 ann­arra aðila í heim­inum sem sýna leiki hennar utan Eng­lands. Verið er að ganga frá sölu þess réttar um þessar mund­ir. Til dæmis verður lík­ast til til­kynnt um hver fékk rétt­inn í Nor­egi í gær og rétt­ur­inn til að sýna frá enska bolt­anum á Íslandi fer í útboð í nóv­em­ber þar sem fast­lega er búist við því að Sím­inn muni keppa við núver­andi rétt­hafa, 365 miðla, um að kom­ast yfir hann. Enskir fjöl­miðlar telja að salan á alþjóða­rétt­inum muni skila ensku úrvals­deild­inni þremur millj­örðum punda til við­bótar á samn­ings­tím­an­um, eða um 580 millj­örðum íslenskra króna. Því fá liðin 20 sem spila í deild­inni rúm­lega tvo millj­arða punda til skipt­anna á hverju ári sem samn­ing­ur­inn gild­ir. Það gerir um 100 millj­ónir punda á hvert lið að með­al­tali. Það er alvöru pen­ing­ur.

Flest rík­ustu knatt­spyrnu­liðin í heimi eru ensk



Þessi mikla ­tekju­aukn­ing hefur gert ensk knatt­spyrnu­lið að risa­fyr­ir­tækj­u­m. Fimm af átta rík­ustu félags­liðum heims eru ensk. Hin þrjú eru Real Madrid,Barcelona og Bayern Munchen. Öll 20 liðin í ensku úrvals­deild­inni eru á meðal 30 rík­ustu liða í heim­in­um. Staðan er svo góð að eig­endur Manchester United, sem keyptu liðið með gríð­ar­lega stórri skuld­settri yfir­töku fyrir nokkrum árum og skráð það svo á mark­að, eru farnir að greiða sér út háan arð án þess að það hafi áhrif á getu liðs­ins til að kaupa leik­menn eða ráð­ast í aðrar nauð­syn­legar fjár­fest­ing­ar.

En einn hópur nýtur ekki þessa mikla vaxt­ar: stuðn­ings­menn­irnir sem troð­fylla vell­ina í ensku úrvals­deild­inni hverja helgi. Und­an­farin ár hefur upp­bygg­ing nýrra leik­vanga snú­ist að miklu leyti um að fjölga við­hafn­ar-­gler­stúkum sem ofur­ríkir geta keypt til að fylgj­ast með leikjum í betra yfir­læti. Rík áhersla hefur verið lögð á að fjölga "cor­pora­te"-­tekj­um.

Manchester United er eitt ríkasta knattspyrnufélag heims. Félagið er skráð á markað í Bandaríkjunum og eigendur þess fá háar arðgreiðslur frá því. Manchester United er eitt rík­asta knatt­spyrnu­fé­lag heims. Félagið er skráð á markað í Banda­ríkj­unum og eig­endur þess fá háar arð­greiðslur frá því.

Miða­verð hækkað gríð­ar­lega



Á sama tíma hefur almennt miða­verð verið hækkað gríð­ar­lega. Frá árinu 2011 hafa ódýr­ustu mið­arnir á leiki í úrvals­deild­inni hækkað um 15 pró­sent. Á sama tíma jókst kostn­aður við fram­færslu í Bret­landi um 6,8 pró­sent. Miða­verðið hækk­aði því mun skarpar en flestar nauð­synja­vörur í land­inu. Eft­ir­spurnin eftir miðum er vit­an­lega gríð­ar­leg. Síð­ustu tvö tíma­bil hefur sam­an­lögð nýt­ing allra leik­vanga liða í úrvalds­deild­inni verið 96 pró­sent. Og það hafa liðin nýtt sér til að hækka miða­verð­ið. Í könnun BBC á því hvað knatt­spyrna kosti stuðn­ings­menn, sem birt verður 15. októ­ber næst­kom­andi, kemur fram að dýr­ustu mið­arnir á heima­leiki liða eru á leiki Arsenal, West Ham og Chel­sea, þeir kosta á bil­inu 87 til 97 pund, eða allt að 19 þús­und krón­um. Með­al­verðið á leik í deild­inni er um 54pund, rúm­lega tíu þús­und krón­ur. Mið­arnir ganga síðan kaupum og sölum á svörtum mark­aði sökum gríð­ar­legrar eftir­spurnar en lít­ils fram­boðs og þar getur verðið auð­veld­lega tvö­fald­ast.

Á hverjum leik er hluti miða frá­tek­inn fyrir stuðn­ings­menn aðkomuliðs­ins, enda gríð­ar­legur fjöldi Breta sem fylgja sínu liði viðs­vegar um landið hverja helgi. Verðið á þessum miðuð hefur hækkað mjög skarpt á und­an­förnum árum. Dýr­ustu aðkomu­mið­arn­ir, sem eru hjá sömu liðum og selja dýr­ustu almennu mið­anna, kosta á bil­inu 59 til 70 pund, eða allt að 13.500 krón­ur. Þá eiga stuðn­ings­menn aðkomuliða eftir að greiða fyrir allan sam­göngu­kostnað og uppi­hald.

Í könnun GoE­uro Fot­ball, sem birt var fyrr á þessu ári, kom fram að það kost­aði stuðn­ings­menn í Englandi að með­al­tali 216,14 pund að ferð­ast á úti­leiki sinna liða, eða um 42 þús­und krón­ur. Það er fé sem lág- og með­al­tekju­menn í Englandi geta illa sér af í dægra­stytt­ingu 19 helgar á ári. Stuðn­ings­maður sem færi á alla úti­leiki síns liðs í deild­inni á einu tíma­bili væri að eyða tæpum 800 þús­und krónum að með­al­tali í það ævin­týri. GoE­uro Fot­ball segir að það kosti sruðn­ings­menn nán­ast það sama að ferð­ast frá Englandi til Þýska­lands til að fara á leik í Bundesliga-­deild­inni og það kostar þá að fara á úti­leik í ensku úrvalds­deild­inni.

Mikil óánægja hefur verið með þróun miðaverðs á leiki um langt skeið. Mikil óánægja hefur verið með þróun miða­verðs á leiki um langt skeið.

Stuðn­ings­menn, ekki við­skipta­vinir



Stuðn­ings­menn­irnir eru búnir að fá nóg af þessu okri og um helg­ina ætla þeir að grípa til aðgerða. Yfir­skriftin er að þeir seú stuðn­ings­menn, ekki við­skipta­vin­ir. á því sé mik­ill munur og liðin eigi að taka til­lit til þess.

Kröfur þeirra eru að miða­verð á alla leiki verði lækkað og að 20 punda þak verði sett á miða­verð á úti­leiki. Sam­tök stuðn­ings­manna segja að ensku knatt­spyrnu­liðið séu að fjar­læg­ast rætur sínar hratt. Stuðn­ings­menn þeirra, sem eru lyk­il­þáttur í að skapa þá ótrú­lega blóð­heitu umgjörð sem er í kringum þá íþrótta-­sápu­óp­eru sem enska deildin er, eru að upp­lagi lang­flestir af lág- og milli­stétt. Fót­bolta­á­horf var afþrey­ingin sem þeir höfðu efni á að veita sér. Nú sé það hins vegar að verða sífellt fjar­læg­ari mögu­leiki að kom­ast á völl­inn. Þeir séu þess í stað fylltir af hálf­drukknum uppum og jakka­fata­klæddum millj­arða­mær­ingum í gler­búr­um. Í almennu sæt­unum eru sífellt fleiri ferða­menn, sem virð­ast ótrú­lega oft vera Norð­menn.

Áhuga­vert verður að sjá hvort stjórn­endur lið­anna, og stjórn­endur stór­fyr­ir­tæk­is­ins ensku úrvalds­deild­ar­inn­ar, hlusti á þetta ákall helstu stuðn­ings­manna lið­anna. Eða hvort það sé raun­veru­lega stefna þeirra að gera áhorf á leiki deild­ar­innar úr stúkunni að lúx­usvöru sem venju­legir neyt­endur hafa illa efni á  veita sér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None