Niðurstaða EFTA-dóms gæti fært þúsund milljarða til lántakenda

vasi1-1.jpg
Auglýsing

EFTA-­dóm­stóll­inn komst að þeirri nið­ur­stöðu í morgun að ekki sé heim­ilt að miða við 0 pró­sent verð­bólgu við útreikn­ing á heild­ar­lán­töku­kostn­aði ef verð­bólgan er hærri eða lægri en sú tala. Dóm­stóll­inn var beð­inn um að gefa ráð­gef­andi álit í máli Sæv­ars Jóns Gunn­ars­sonar gegn Lands­bank­an­um, sem höfðað hafði verið vegna verð­tryggðs neyt­enda­láns sem Sævar tók haustið 2008. Í nið­ur­stöð­unni segir einnig að það sé lands­dóm­stóls að meta hvaða áhrif það hafi að gefa rangar upp­ýs­ingar um heild­ar­lán­töku­kostnað og hvaða úrræðum sé hægt að beita til að bæta fyrir þær upp­lýs­ing­ar.

Þessi nið­ur­staða gæti haft ótrú­lega víð­tæk áhrif á íslenskt sam­fé­lag. Hæsti­réttur Íslands hefur nú tvo val­kosti: annað hvort horfir hann til fyrstu máls­greinar 14. greinar gömlu laga okkar um neyt­enda­mál. [...]Hæsti­réttur getur líka horft til þriðju máls­greinar sömu laga og kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að verð­tryggð lán séu ekki ólög­mæt.

Þessi nið­ur­staða gæti haft ótrú­lega víð­tæk áhrif á íslenskt sam­fé­lag. Hæsti­réttur Íslands hefur nú tvo val­kosti: annað hvort horfir hann til fyrstu máls­greinar 14. greinar gömlu lag­anna okkar um neyt­enda­mál. Þá verða öll verð­tryggð neyt­enda­lán ólög­mæt og verð­bætur vegna þeirra þarf þá vænt­an­lega að end­ur­greið­ast. Það þýðir að lán­veit­endur þurfa að borga til baka allar verð­bæt­ur ­vegna fast­eigna­lána, bíla­lána, yfir­drátta og ann­arra verð­tryggðra neyt­enda­lána sem tekin hafa verið frá því að til­skipun Evr­ópu­sam­bands­ins var inn­leidd. Hæsti­réttur getur líka horft til þriðju máls­greinar sömu laga og kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að verð­tryggð lán séu ekki ólög­mæt.

Auglýsing

Undir eru hund­ruð, ef ekki þús­und­ir, millj­arða króna. Ef fyrri kost­ur­inn verður ofan á eiga þeir fjár­munir að renna til íslenskra lán­tak­enda frá ríki, bönkum og líf­eyr­is­sjóð­um. Ef seinni kost­ur­inn verður ofan á þá helst staðan eins og hún er.

Tveimur málum vísað til EFTA-­dóm­stóls­ins



Tveimur málum var vísað til EFTA-­dóm­stóls­ins. Það fyrra, sem var tekið fyrir þar í apríl 2014, snérist um hvort verð­trygg­ingin væri ósann­gjarn samn­ings­skil­máli í skiln­ingi til­skip­unar sem inn­leidd var í íselsnka lög­gjöf frá Evr­ópu­sam­band­inu. Í því máli beindi hér­aðs­dómur fimm spurn­ingum til EFTA-­dóm­stóls­ins og óskaði eftir ráð­gef­andi áliti. EFTA-­dóm­stóll­inn skil­aði áliti sínu í því máli 28. Ágúst síð­ast­lið­inn. Þar sagði að verð­trygg­ing neyt­enda­lána væri ekki í bága við Evr­óputil­skip­un­ina.

Fasteignalán féllu undir lögin árið 2004. Allur vaxtakostnaður frá þeim tíma yrði að endurgreiðast ef Hæstiréttur tekur undir álit EFTA-dómstólsins. Fast­eigna­lán féllu undir lögin árið 2000. Allar greiddar verð­bætu frá þeim tíma yrðu að end­ur­greið­ast ef Hæsti­réttur tekur undir álit EFTA-­dóm­stóls­ins.

Seinna málið var flutt í júní. Í því var sömu fimm spurn­ing­unum beint til EFTA-­dóm­stóls­ins en einni bætt við. Hún snýst til­skipun um hlut­falls­tölu kostn­að­ar. Á manna­máli þýðir það að þegar ein­hver er að taka lán þá á að koma fram hver kostn­aður vegna láns­ins verð­ur. Í Evr­ópu myndi slík tala sam­an­standa af vöxtum og lán­töku­gjaldi. Þegar íslensku bank­arnir og Íbúða­lána­sjóður hafa verið að reikna þessa hlut­falls­tölu þá hefur verð­trygg­ingin verið und­an­skil­in, þrátt fyrir að hún hafi sann­ar­lega áhrif á hver kostn­aður láns­ins verð­ur. Við útreikn­ingu kostn­aðar hefur ein­fald­lega bara verið miðað við að verð­bólgan sé 0 pró­sent.

0 pró­sent átti að sýna rétta stöðu



Þessi til­skipun var inn­leidd í íslensk lög árið 1994 og árið 2000 voru fast­eigna­lán felld undir hana. Þeir sem sækja málið vilja meina að frá þeim tíma hefði raun­kostn­aður vegna verð­trygg­ingar átt að koma fram í hlut­falls­töl­unni sem kynnt var lán­tak­end­um, en ekki að það yrði ein­ungis miðað við að verð­bólgan sé 0 pró­sent. Bæði Eft­ir­lits­stofnun EFTA, ESA, og Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hafa tekið undir þessa rök­semd­ar­færslu.

Rökin fyrir því að miða við enga verð­bólgu við útreikn­ing á kostnað lána eru þau að þannig sé staðan skýr­ust. Verð­bólga er þekkt fyr­ir­brigði á Íslandi og hún hefur sveifl­ast mikið í gegnum tíð­ina. Þeir sem hafa þessa skoðun segja þannig ómögu­legt að spá fyrir um hana og betra sé að gera lán­tak­anda ein­fald­lega grein fyrir því að verð­bólga muni hafa áhrif á lán­ið, í stað þess að giska á hver hún verður á láns­tím­an­um. Eðli verð­trygg­ingar er auk þess þannig að laun og virði hús­næðis hækkar iðu­lega sam­hliða skuldum yfir lengri tíma vegna verð­bólgu. Því sýni 0 pró­sent rétt­ustu stöð­una. Þetta eru á meðal rök­semda lög­manna íslenska rík­is­ins í mál­inu.

Ríkið í and­stöðu við sjálft sig



Lögum um neyt­enda­lán var breytt á Íslandi í fyrra. Sam­kvæmt nýju lög­unum á hlut­falls­legur kostn­aður verð­tryggðra lána ekki að miða lengur við 0 pró­sent heldur árs­verð­bólgu síð­ustu 12 mán­uði. Þessi breyt­ing veldur mála­rekstri íslenska rík­is­ins tölu­verðum erf­ið­leik­um, enda er breyt­ingin í and­stöðu við málarök og hags­muni íslenska rík­is­ins.

­Sam­kvæmt nýju lög­unum á hlut­falls­legur kostn­aður verð­tryggðra lána ekki að miða lengur við 0 pró­sent heldur árs­verð­bólgu síð­ustu 12 mán­uði. Þessi breyt­ing veldur mála­rekstri íslenska rík­is­ins tölu­verðum erf­ið­leik­um, enda er breyt­ingin í and­stöðu við málarök og hags­muni íslenska ríkisins.

Það sem aðskilur þessa spurn­ingu frá hinum fimm er sú að nið­ur­staða EFTA-­dóm­stóls­ins verður alltaf annað hvort: já, þið megið und­an­skilja verð­bætur við útreikn­ing hlut­falls­tölu eða  nei, þið megið það ekki.

EFTA-­dóm­stóll­inn komst að þeirri nið­ur­stöðu í morgun að það megi ekki miða við 0 pró­sent við útreikn­ing hlut­falls­tölu, líkt og íslenska ríkið virð­ist raunar hafa þegar ákveðið með því að breyta lögum þannig að það er ekki lengur gert.

Nú mun Hæsti­réttur Íslands þurfa að taka afstöðu til þess­arrar spurn­ing­ar, sam­kvæmt gömlu lög­unum um neyt­enda­lán. Nánar til­tekið 14. grein þeirra.

Hæsti­réttur hefur þá tvo kosti: annað hvort að horfa til fyrstu máls­greinar 14. greinar þeirra laga eða þriðju máls­greinar henn­ar. Ef Hæsti­réttur horfir til fyrstu máls­grein­ar­innar verða öll verð­tryggð neyt­enda­lán ólög­mæt. Ef Hæsti­réttur horfir til þriðju mál­greinar verða þau það ekki.

Hæsti­réttur hefur útgöngu­leið



Fyrsta máls­greinin segir að ef vextir og lán­töku­kostn­aður séu ekki til­greindir í lána­samn­ingi „er lán­veit­anda þá eigi heim­ilt að krefja neyt­enda um greiðslu þeirra“. Ef EFTA-­dóm­stóll­inn segir að það hafi verið óheim­ilt að miða við 0 pró­sent verð­trygg­ingu þá er aug­ljóst að lán­töku­kostn­aður hafi ekki verið til­greindur í lána­samn­ingi.

Hæstiréttur hefur nú örlög málsins í höndum sér. Hann getur annað hvort komist að þeirri niðurstöðu að öll verðtryggð lán séu ólögmæt, eða að þau séu það ekki. Hæsti­réttur hefur nú örlög máls­ins í höndum sér. Hann getur annað hvort kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að öll verð­tryggð lán séu ólög­mæt, eða að þau séu það ekki.

Þriðja máls­greinin gefur hins vegar Hæsta­rétti  annan mögu­leika. Hún segir að ákvæði fyrstu máls­greinar eigi ekki við ef „lán­veit­andi getur sannað að neyt­anda hefði mátt vera ljóst hver lán­töku­kostn­að­ur­inn átti að ver­a“. Ríkið von­ast til þess að Hæsti­réttur muni velja að styðj­ast við þessa máls­grein komi til þess.

Úr einum vasa í annan



Kom­ist Hæsti­réttur að nið­ur­stöðu i sam­ræmi við álit EFTA-­dóm­stóls­ins þá þýðir það að allar greiddar verð­bætur frá inn­leið­ingu til­skip­un­ar­innar munu þurfa að end­ur­greið­ast sem nið­ur­greiðslur inn á höf­uð­stól. Það þýðir að sá sem greitt hefur t.d. tíu millj­ónir króna í verð­bætur vegna verð­tryggðs láns á tíma­bil­inu myndi fá tíu millj­óna króna nið­ur­færslu á höf­uð­stól sín­um. Upp­söfnuð verð­bólga á því tíma­bili sem er undir hleypur enda á tugum pró­senta.  Kostn­að­ur­inn við að „end­ur­greiða“ þessar verð­bætur til neyt­enda myndi hlaupa á hund­ruð­um, ef ekki þús­undum millj­arða króna.

Íslenskir neyt­endur væru þá skyndi­lega með ein bestu lána­kjör í heimi. Aft­ur­virkt. Skuldir all­flestra sem tóku verð­tryggð fast­eigna- eða bíla­lán myndu lækka gíf­ur­lega, náms­lán í mörgum til­vikum þurrkast út, yfir­drættir hverfa osfr.  En þar sem ein­hver „græð­ir“ þá þarf ein­hver að „tapa“. Eða borga.

Og í þessu til­felli lendir tapið að langstærstu leyti á þeim sömu sem græða, íslenskum skatt­greið­end­um. Það yrði nefni­lega rík­ið, sem eig­andi Íbúða­lána­sjóðs, Lands­bank­ans og nokk­urra minni fjár­mála­stofn­anna, ásamt líf­eyr­is­sjóðum lands­ins, sem eiga þorra skulda Íbúða­lána­sjóðs og eru sjálfur verð­tryggðir lán­veit­end­ur, sem myndu bera höggið vegna þessa.

Skaða­bóta­skylt gagn­vart við­skipta­vinum gömlu bank­anna



Ríkið myndi einnig mögu­lega verða skaða­bóta­skylt gagn­vart við­skipta­vinum þeirra fjár­mála­stofn­anna sem eru ekki lengur til, eru farnar á haus­inn í kjöl­far hruns­ins, en lán­uðu verð­tryggt til við­skipta­vina sinna. Þannig þyrfti ríkið að taka á sig stóran hluta kostn­aðar sem ann­ars hefði lent á fjár­mála­fyr­ir­tækjum í einka­eigu.

Þannig væri verið að færa pen­inga úr einum vasa í ann­an.

Þannig væri verið að færa pen­inga úr einum vasa í ann­an. Ein­stak­ling­arnir sem mynda sam­fé­lagið væru að fá greiðslu úr sam­eig­in­legum sjóðum sínum og nokk­urs­konar fyr­ir­fram­greiðslu á líf­eyr­inum sín­um. Nið­ur­staðan yrði sú að skuldir ein­stak­linga myndu lækka gíf­ur­lega en staða rík­is­sjóðs yrði óbæri­leg og líf­eyr­is­kerfið myndi lík­ast til fara langt með að eyði­leggj­ast.

Hvorki rík­ið, líf­eyr­is­sjóðir né einka­bank­arnir hafa áætlað hver mögu­legur kostn­aður þeirra yrði vegna slíkrar nið­ur­stöðu. Þessir aðilar hafa að minnsta kosti ekki viljað gera þær áætl­anir opin­ber­ar. En ljóst er að um væri að ræða mestu ágjöf sem orðið hefur á það íslenska kerfi sem hefur verið byggt upp hér frá því að það vera reist.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None