Lekamálið: Segir Sigríður Björk af sér næst?

sbg.jpg
Auglýsing

Gísli Freyr Val­dórs­son, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­maður Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra, var dæmdur í átta mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi á dög­unum fyrir að leka upp­lýs­ingum um hæl­is­leit­anda til fjöl­miðla. Fram að dómnum hafði Gísli Freyr ítrekað þver­neitað fyrir að tengj­ast lek­an­um, en ákvörðun hans um að játa brotið sem honum var gefið að sök í ákæru Rík­is­sak­sókn­ara, kom nán­ast á sama tíma og upp­lýs­ingar bár­ust frá lög­reglu um að umrætt skjal hefði fund­ist í tölvu hans. Þar með var Gísli kom­inn í öng­stræti, og ákvað að nú væri mál að lyg­unum linnti. Hann hefur reyndar sjálfur haldið því fram að sönn­un­ar­gögn lög­reglu hafi ekki haft áhrif á ákvörðun hans um að játa skyndi­lega sök í mál­inu. Þá hefur hann sömu­leiðis þver­neitað að Hanna Birna hafi verið við­riðin mál­ið.

Leka­málið hefur engu að síður reynst Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur erfitt, frá því að það fyrst komst í hámæli í fjöl­miðlum fyrir ári síð­an. Sam­kvæmt heim­ildum RÚV og Nútím­ans hyggst Hanna Birna segja af sér emb­ætti inn­an­rík­is­ráð­herra í dag. Ekki eru öll kurl þó komin til grafar í mál­inu, og mörgum spurn­ingum enn ósvar­að. Svo virð­ist sem fleiri aðilar máls­ins séu komnir með bakið upp við vegg.

Gísli Freyr enn og aftur tví­saga



Í kjöl­far fréttar DV um að Gísli Freyr og Sig­ríður Björk Guð­jóns­dótt­ir, þáver­andi lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesjum, hafi ræðst við í síma þrí­vegis við upp­haf leka­máls­ins, eða þann 20. nóv­em­ber í fyrra þegar fréttir byggðar á skjal­inu sem Gísli lak röt­uðu fyrst í fjöl­miðla, full­yrti Gísli Freyr í sam­tali við Kjarn­ann að mál­efni hæl­is­leit­and­ans Tony Omos hafi ekki verið til umræðu þeirra á milli í umræddum sím­töl­um.

„Fram hefur komið að Sig­ríður Björk not­að­ist, ein­hverra hluta vegna, við óskráðan far­síma á heim­ili sínu til að hringja í Gísla til baka.“

Auglýsing

Eftir að frétt Kjarn­ans birtist, þar sem var haft eftir Gísla Frey: „Ég man ekki hvað við rædd­um, en við ræddum ekki Tony Omos,“ hafði hann sam­band við Kjarn­ann og sagði að eftir að hafa farið betur yfir mál­ið, og litið í minn­is­bók sína, hafi rifj­ast upp fyrir honum að fyrri stað­hæf­ing hans um inni­hald sím­tal­anna væri ekki rétt. Hann hafi spurt Sig­ríði út í Tony Omos, og hvort rann­sóknin á máli hans væri lok­ið. Fyrsta við­bragð Gísla Freys við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, var sem sagt að full­yrða ósann­indi. Þá sagði Gísli Freyr sömu­leiðis í sam­tali við blaða­mann Kjarn­ans að hann hefði hringt tví­vegis í Sig­ríði Björk, hún hefði ekki hringt í hann. Það er reyndar ekki heldur rétt hjá Gísla, miðað við yfir­lýs­ingu Sig­ríðar Bjark­ar.

Sendi póli­tískum aðstoð­ar­mann­i ­grein­ar­gerð



Í kjöl­far áður­nefndar fréttar DV um sím­töl Gísla Freys og Sig­ríðar Bjark­ar, sendi sú síð­ar­nefnda frá sér yfir­lýs­ingu. Þar kemur fram að hún hafi fyrst hringt í Gísla Frey, morg­un­inn örlaga­ríka þann 20. nóv­em­ber, til að svara skila­boðum frá hon­um. Fram hefur komið að Sig­ríður Björk not­að­ist, ein­hverra hluta vegna, við óskráðan far­síma á heim­ili sínu til að hringja í Gísla til baka. Það sím­tal bar ekki árang­ur, því Gísli svar­aði ekki sím­tal­inu.

Sig­ríður Björk og Gísli Freyr ­töl­uðu síðar tví­vegis saman í síma, en í sam­tölum þeirra óskaði Gísl Freyr eftir grein­ar­gerð frá emb­ætti lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesjum um mál­efni Tony Omos. Sam­kvæmt yfir­lýs­ingu Sig­ríðar Bjarkar var umbeðin grein­ar­gerð send Gísla Frey að kvöldi þessa sama dags. Sig­ríður Björk bendir á í yfir­lýs­ingu sinni að trún­að­ar­upp­lýs­ing­arnar sem Gísli Freyr var sak­felldur fyrir að leka, hafi hann látið af té til fjöl­miðla áður en sam­skipti þeirra áttu sér stað. Þetta komi meðal ann­ars fram í rann­sókn­ar­gögnum lög­reglu. Þess ber þó að geta að rann­sókn lög­reglu snérist ein­vörð­ungu um að upp­lýsa hver hefði lekið trún­að­ar­upp­lýs­ingum um ráðu­neyt­inu, ekki hvaðan upp­lýs­ing­arnar sem þar var að finna hefðu kom­ið.

„Þá hefur Katrín Odds­dótt­ir, lög­maður áður­nefndrar konu sem nafn­greind er í minn­is­blað­inu, óskað eftir upp­lýs­ing­um um á hvaða upp­lýs­ingum full­yrð­ingar Gísla voru byggðar.“

Gísli Freyr eyddi tölvu­pósti sem Sig­ríður Björk hafði milli­göngu um að hann fengi. Gísli Freyr eyddi raunar öllu póstum tengdum hæl­is­leit­and­anum Tony Omos úr póst­hólfi sínu eftir að leka­málið svo­kall­aða komst í hámæli.

Per­sónu­vernd telur að mögu­lega hafi per­sónu­upp­lýs­ingum verið miðlað þegar Sig­ríður Björk sendi Gísla Frey áður­nefnda grein­ar­gerð. Per­­són­u­vernd hef­ur sent lög­­regl­unni á Suð­ur­­­nesj­um bréf þar sem óskað er eft­ir skýr­ing­um varð­andi send­ingu grein­­ar­­gerðar um mál­efni hæl­­is­­leit­anda sem send var inn­­an­­rík­­is­ráðu­neyt­inu. Þetta kemur fram á vef­síðu Per­sónu­verndar.

Sig­ríður Björk hefur ekki viljað veita fjöl­miðlum við­töl vegna máls­ins til þessa.

Fræga við­bótin sem gæti velt þungu hlassi



Í minn­is­blað­inu sem Gísli Freyr hefur nú verið sak­felldur fyrir að leka til fjöl­miðla úr inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu, var að finna fræga við­bót í lok skjals­ins. Við­bót sem Gísli Freyr tók upp á sitt eins­dæmi að semja og bæta við, áður en hann sendi það frá sér til óvið­kom­andi. Við­bótin var svohljóð­andi: „Þá er rétt að benda á að í hæl­is­máli stúlkunnar sem á von á barni, hugs­an­lega með TO (Tony Omos) er því borið við af hennar hálfu að hún sé mansals­fórn­ar­lamb. Ekki liggur ljóst fyrir hver er barns­faðir henn­ar, en rann­sókn­ar­gögn gefa til kynna að hún sé beitt þrýst­ingi um að segja að TO sé fað­ir­inn þó svo að hann eigi nú í sam­andi við íslenska stúlku.“

Gísli Freyr Gísli Freyr Val­dórs­son í dóm­sal þegar hann ját­aði að hafa lekið minn­is­blað­inu úr inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu til fjöl­miðla.

Ósagt skal látið hvort við­bótin hafi verið hreinn skáld­skap­ur, búinn til í huga Gísla, en ekki er ólík­legt að telja að full­yrð­ing­arnar hafi verið byggðar á upp­lýs­ingum sem hann hafi búið yfir. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er nær ómögu­leg­t að upp­lýs­ingar sem full­yrð­ing­arnar eru byggðar á hafi komið frá öðrum en Útlend­inga­stofn­un, Stíga­mótum eða emb­ætti lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um. Útlend­inga­stofnun sendir öll gögn við­kom­andi máls til inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, þegar úrskurður stofn­un­ar­innar eru kærð­ir, og sömu­leiðis við­bót­ar­gögn sem stofn­un­inni ber­ast eftir að mál­inu er form­lega lokið þar. Stíga­mót býr yfir ýmsum upp­lýs­ingum varð­andi mögu­leg mansals­mál, enda ­leita fórn­ar­lömb slíkra mála iðu­lega til sam­tak­anna. Þá bjó emb­ætti lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesjum yfir marg­vís­legum upp­lýs­ingum um ­mál­efni Tony Omos, enda mál hans til rann­sóknar hjá emb­ætt­inu.

„Þá full­yrð­ir ­for­stjóri Útlend­inga­stofn­unar að hún hafi aldrei átt í sam­skiptum við Gísla Frey. Þá hafi hún spurt núver­andi starfs­menn Útlend­inga­stofn­unar hvort þeir hafi átt í sam­skiptum við fyrr­ver­andi aðstoð­ar­mann inn­an­rík­is­ráð­herra, sem þeir hafi allir neitað.“

Þá hefur Katrín Odds­dótt­ir, lög­maður áður­nefndrar konu sem nafn­greind er í minn­is­blað­inu, óskað eftir upp­lýs­ing­um um á hvaða upp­lýs­ingum full­yrð­ingar Gísla voru byggð­ar. Full­yrð­ing­arnar eru að mati Katrínar þess eðlis að þær hljóti að hafa verið byggðar á rann­sókn lög­regl­unnar á Suð­ur­nesj­un­um. Hún vill því fá upp­lýs­ingar um hvort og hvernig þær upp­lýs­ingar hafi borist aðstoð­ar­manni inn­an­rík­is­ráð­herra.

Full­yrð­ingar sem ekki gát­u ­byggt á gögnum frá Útlend­inga­stofnun



Í sam­tali við Kjarn­ann full­yrðir Kristín Völ­und­ar­dótt­ir, for­stjóri Útlend­inga­stofn­un­ar, að Gísli Freyr hafi ekki getað byggt áður­nefndar full­yrð­ingar á gögnum sem stofn­unin sendi inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu. Upp­lýs­ingar um umrædda þungun hafi ekki litið dags­ins ljós fyrr en málum Tony Omos og kon­unnar sem nefnd er í minn­is­blað­in­u hafi verið lokið hjá stofn­un­inni.

Tony Omos kærði ákvörðun Útlend­inga­stofn­un­ar, um að meina honum um hæli hér á landi, til inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins í lok maí árið 2012, og meint barns­móðir hans kærði sam­bæri­lega ákvörðun stofn­un­ar­innar í byrjun febr­úar í fyrra. Konan í minn­is­blað­inu fæddi barn í byrjun mars á þessu ári. Þá hafi stofn­un­inn ekki verið kunn­ugt um að kon­an væri beitt þrýst­ingi til að halda því fram að Tony Omos ætti barn­ið.

Þá full­yrð­ir ­for­stjóri Útlend­inga­stofn­unar að hún hafi aldrei átt í sam­skiptum við Gísla Frey. Þá hafi hún spurt núver­andi starfs­menn Útlend­inga­stofn­unar hvort þeir hafi átt í sam­skiptum við fyrr­ver­andi aðstoð­ar­mann inn­an­rík­is­ráð­herra, sem þeir hafi allir neit­að. Það hefur hins vegar ekki verið sann­reynt við rann­sókn lög­reglu, enda snérist rann­sókn hennar fyrst og síð­ast um að upp­lýsa hver lak áður­nefndu minn­is­blaði frá inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu til fjöl­miðla, eins og áður seg­ir.

Í sam­tali við Kjarn­ann full­yrðir Guð­rún Jóns­dótt­ir, tals­kona Stíga­móta, að engar upp­lýs­ingar hafi farið frá sam­tök­unum sem hafi gefið til­efni til full­yrð­inga Gísla Freys undir lok minn­is­blaðs­ins. Sam­tökin veiti aldrei inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu per­sónu­legar upp­lýs­ingar um skjól­stæð­inga sína, heldur ein­vörð­ungu lög­reglu.

Böndin ber­ast að lög­regl­unni á Suð­ur­nesjum



Í ljósi ofan­greinds vakna upp spurn­ingar um hvort Gísli Freyr hafi ein­fald­lega aflað sér upp­lýs­inga innan inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins um mál­efni Tony Omos, sem full­yrð­ingar hans hafa byggt á. Þá ber að hafa í huga að Gísli var póli­tískt ráð­inn aðstoð­ar­maður Hönnu Birnu, en ekki emb­ætt­is­maður innan ráðu­neyt­is­ins sem fjallar mál­efni hæl­is­leit­enda. Hann hefur þá þurft að afla sér þess­ara til­teknu upp­lýs­inga að eigin frum­kvæði, eða sam­kvæmt beiðni inn­an­rík­is­ráð­herra.

Þá ber að hafa í huga að ein af þeim vörnum sem Hanna Birna Krist­jáns­dóttir inn­an­rík­is­ráð­herra hefur haldið uppi í mál­inu, sem hún hefur ítrekað gert, var að ekk­ert sam­bæri­legt gagn og umrætt minn­is­blað væri að finna í ráðu­neyt­inu. Það er auð­vitað í besta falli orð­heng­ils­hátt­ur, þar sem minn­is­blað­ið, fyrir utan við­bót Gísla Freys, var sann­ar­lega til í ráðu­neyt­inu eins og rann­sókn lög­reglu hefur leitt í ljós. Spurð út í ummæl­in, þegar minn­is­blaðið fannst í tölvum starfs­manna ráðu­neyt­is­ins, hefur Hanna Birna sagst vera að vísa í „breytta“ minn­is­blaðið þar sem áður­nefndri við­bót Gísla Freys hafði verið bætt við.

Ef Gísli byggði full­yrð­ingar sínar á gögnum sem ekki voru til í ráðu­neyt­inu, vakna upp spurn­ingar hvaðan upp­lýs­ing­arnar sem full­yrð­ing­arnar byggðu á séu komn­ar. Miðað við ofan­greint ber­ast óum­flýj­an­lega böndin að lög­reglu­stjór­anum á Suð­ur­nesj­un­um.

Ráðn­ing ­Sig­ríðar Bjark­ar vakti athygli innan lög­regl­unnar



Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri. Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir lög­reglu­stjóri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Starfs­fólki hjá emb­ætti lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesjum var til­kynnt um ráðn­ingu Sig­ríðar Bjarkar Guð­jóns­dóttur í stöðu lög­reglu­stjóra, nán­ast sam­dæg­urs og Stefán Eiríks­son sagði upp störf­um. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans vakti ráðn­ing hennar athygli innan lög­regl­unn­ar, ekki síst á meðal þeirra rann­sókn­ar­lög­reglu­manna sem önn­uð­ust rann­sókn­ina á leka­mál­inu. Þeir vissu nefni­lega um sím­töl hennar og Gísla Freys við upp­haf leka­máls­ins.

Þá vakti ráðn­ing Sig­ríðar Bjarkar ekki síður athygli fyrir þær sakir að staða lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins var ekki aug­lýst laus til umsókn­ar. Um er að ræða eft­ir­sókn­ar­verð­ustu stöðu innan lög­regl­unn­ar, og eflaust margir núver­andi lög­reglu­stjórar sem hefðu haft áhuga á að sækja um stöð­una. Við nýlegar ráðn­ingar í stöður lög­reglu­stjóra í tveimur minnstu lög­reglu­um­dæm­un­um, það er á Vest­fjörðum og Vest­manna­eyj­um, voru stöð­urnar ræki­lega aug­lýstar, sem og hæfn­is­kröf­ur. Við skip­anir í þessi emb­ætti var skipuð sér­stök val­nefnd af ráð­herra til að meta hæfi umsækj­enda. Sama fyr­ir­komu­lag hefur meðal ann­ars verið við lýði við skipun rík­is­sak­sókn­ara og vara­rík­is­sak­sókn­ara.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÆgir Þór Eysteinsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None