Ný ríkisstjórn komin til valda í Grikklandi

h_51762208-1.jpg
Auglýsing

Rót­tæki vinstri­flokk­ur­inn Syr­iza og hægri­flokk­ur­inn Sjálf­stæðir Grikkir hafa ákveðið að hefja meiri­hluta­sam­starf í gríska þing­inu. Alexis Tsipras, leið­togi Syr­iza, verður for­sæt­is­ráð­herra í nýrri rík­is­stjórn og sór emb­ætt­is­eið strax í gær. Flokk­arnir hafa þegar myndað rík­is­stjórn.

Greint var frá því snemma í dag að Yanis Varoufa­kis verður fjár­mála­ráð­herra nýrrar rík­is­stjórn­ar. Hann hefur verið mjög opin­skár í gagn­rýni á aðhalds­að­gerð­ir og hefur meðal ann­ars líkt þeim við pynt­ing­ar.Nikos Pappas, nýr utan­rík­is­ráð­herra Grikk­lands, til­kynnti um ráð­herra­skipan rík­is­stjórn­ar­inn­ar í dag, en ráð­herr­arnir sóru emb­ætt­is­eið nú seinni part­inn. 39 ráð­herra­stöður eru í rík­is­stjórn­inni, konur eru í sex þeirra.

Syr­iza var ótví­ræður sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna, hlaut 36,3 pró­sent atkvæða og vant­aði aðeins tvö þing­sæti upp á að fá hreinan meiri­hluta í þing­inu. Flokk­ur­inn fékk 149 sæti af 300. Þetta ger­ist vegna þess að sam­kvæmt grískum reglum hlýtur sá flokkur sem fær stærstan hlut atkvæða 50 sæti til við­bótar á þing­inu. Sam­tals eru flokk­arnir tveir með 162 þing­sæti, en Sjálf­stæðir Grikkir fengu 4,7 pró­sent atkvæða og 13 þing­sæti.

Auglýsing

Ólíkir flokkar með eitt sam­eig­in­legt mál



Sam­starf þess­ara tveggja flokka kom mörgum á óvart, enda flokk­arnir á önd­verðum meiði í mjög mörgum mál­um. Það sem sam­einar flokk­ana tvo er and­staðan við aðhalds­að­gerðir og efna­hags­stefnu sem Grikk­land hefur þurft að gang­ast undir síð­ast­liðin ár vegna sam­komu­lags við Seðla­banka Evr­ópu, Evr­ópu­sam­bandið (ESB) og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn (AGS). Þessi þrenn­ing, eða troika eins og yfir­leitt er talað um í Grikk­landi, er ekki bein­línis vin­sæl í Grikk­landi. Flokk­arnir tveir áttu það sam­eig­in­legt í kosn­inga­bar­áttu sinni að stíla inn á reiði almenn­ings í garð þrenn­ing­ar­inn­ar.

Parliamentary elections in GreeceSyr­iza er hins vegar sós­íal­ískur vinstri­flokkur sem hefur gagn­rýnt valda­blokk­irnar í grískum stjórn­málum harð­lega, á meðan Sjálf­stæðir Grikkir er íhalds­samur hægri flokkur sem hefur verið við­rið­inn þessar valda­blokk­ir. Flokk­ur­inn aðhyllist einnig harða inn­flytj­enda­stefnu, og hefur orðið upp­vís að kyn­þátta­hatri og andúð í garð sam­kyn­hneigðra. Leið­togi flokks­ins hefur látið hafa eftir sér að Evr­ópu sé stjórnað af þýskum nýnas­ist­um, og hefur látið í veðri vaka að það séu gyð­ingar sem ekki borgi skatta, en skatt­skil eru stórt vanda­mál í grísku sam­fé­lagi.

Grátt leikið Grikk­land



Grikk­land hefur verið mjög grátt leikið allt frá því að kreppan skall á árið 2008. Verg lands­fram­leiðsla er til að mynda fjórð­ungi lægri nú en hún var árið 2008. Skuldir rík­is­ins nema um 316 millj­örðum evra, eða 176 pró­sentum af vergri lands­fram­leiðslu, en þetta er hæsta skulda­hlut­fallið á evru­svæð­inu. Ítalía er með næst hæsta hlut­fall skulda af vergri lands­fram­leiðslu, eða 132 pró­sent. Um fjórð­ungur Grikkja er án atvinnu og hlut­fallið er yfir 50 pró­sent hjá ungu fólki. Ríkið hefur fengið 240 millj­arða evra að láni frá árinu 2010 í gegnum sam­komu­lag­ið. Stærstur hluti skuld­anna er við önnur ríki evru­svæð­is­ins, eða 60 pró­sent.

Eng­inn trúir því að Grikk­land geti staðið undir þessum skuldum.

Í stað­inn fyrir þessi risa­vöxnu lán sem Grikkir fengu til að fara ekki á haus­inn þurftu þeir að gang­ast undir mjög strangar aðhalds­að­gerð­ir. Eft­ir­laun voru fryst, opin­berum starfs­mönnum sagt upp í stórum stíl og skattar hækk­að­ir, svo dæmi séu nefnd. Við­snún­ingur virð­ist hafa haf­ist í fyrsta sinn á nýliðnu ári, og á þriðja árs­fjórð­ungi 2014 var vöxt­ur­inn orð­inn 1,9 pró­sent.

Við­ur­kennt hefur verið að þessar umfangs­miklu nið­ur­skurð­ar­að­gerðir sem ráð­ist var í skil­uðu ekki allar til­ætl­uðum árangri, ekki var gert ráð fyrir að kreppan yrði eins djúp og raun bar vitni og ekki heldur að atvinnu­leysi yrði svo mik­ið. Þrenn­ingin Seðla­banki Evr­ópu, AGS og ESB hefur verið gagn­rýnd fyrir sam­komu­lag­ið, sumum þykir hafa verið ljóst frá upp­hafi að Grikk­land gæti aldrei staðið undir því.

Þessu halda for­víg­is­menn Syr­iza til dæmis fram nú. Euclid Tsaka­lotos, tals­maður flokks­ins í efna­hags­mál­um, sagði við BBC í morgun að „eng­inn trúir því að Grikk­land geti staðið undir þessum skuld­um.“ Hann hefði aldrei hitt hag­fræð­ing sem af ein­lægni héldi því fram að Grikkir muni borga til baka allar skuldir sín­ar. „Það er ekki hægt.“

„Vonin er á leið­inni“



Við þessar kring­um­stæður allar komst Syr­iza til valda. Slag­orð flokks­ins var „vonin er á leið­inni“ og í sig­ur­ræðu sinni í gær sagði Tsipras að vonin hefði kom­ist í sögu­bæk­urn­ar. Flokk­ur­inn sagð­ist vilja draga til baka upp­sagnir opin­berra starfs­manna, hætta nið­ur­skurði í opin­berri þjón­ustu og hækka laun og líf­eyri. Stærsta kosn­inga­málið var vit­an­lega and­staðan við aðhalds­að­gerð­irn­ar, og lof­orð um að losa þjóð­ina undan yfir­ráðum þess­ara alþjóð­legu stofn­ana. Syr­iza vill að stór hlut­i 240 millj­arð­anna sem fengnir hafa verið að láni verði afskrif­aðir og samið verði upp á nýtt um afgang­inn.

Tsipras og Tsaka­lotos hafa meðal ann­arra sagt nú eftir kosn­ingar að þeir séu reiðu­búnir til samn­inga og ætli sér alls ekki út úr evru­sam­starf­inu. Nýja rík­is­stjórnin sé til­búin til við­ræðna á jafn­ingja­grund­velli til þess að kom­ast að líf­væn­legri lausn á mál­inu.

„Ef Grikk­land fellur og þarf að ganga úr evru­sam­starf­inu - þá mun evru­sam­starfið falla. Það væri mín versta martröð. Við sögðum frá upp­hafi að evru­sam­starfið væri í hættu, evran er í hættu, en það er ekki Syr­iza sem er hætt­an... hættan stafar af aðhalds­stefn­unn­i,“ sagði Tsaka­lotos einnig í morg­un.

Dræm við­brögð í Evr­ópu



Kosn­inga­sigri Syr­iza var tekið mis­jafn­lega í Evr­ópu, en flestir stigu var­lega til jarð­ar. Fjár­mála­ráð­herrar evru­ríkj­anna, evru­hóp­ur­inn svo­kall­aði, hefur hingað til úti­lokað allar afskriftir af skuldum Grikkja. „Það er eng­inn ­stuðn­ingur við afskriftir í Evr­ópu,“ sagði fjár­mála­ráð­herra Hollands, Jer­oen Dijs­sel­bloem, eftir fund þeirra í gær en hann er jafn­framt í for­sæti evru­hóps­ins. Ríkin ættu að fara eftir reglum og skuld­bind­ingum svæð­is­ins. Hann sagði hins vegar að ef það yrði „nauð­syn­legt“ væri hægt að skoða skuld­irnar og end­ur­greiðslur þeirra eftir heild­ar­skoðun á núver­andi efna­hags­á­standi. Dijs­sel­bloem hefur rætt við nýja fjár­mála­ráð­herra Grikk­lands og seg­ist hafa lýst yfir miklum vilja til sam­starfs.



Steffan Seibert, tals­maður þýsku rík­is­stjórn­ar­innar sagði einnig í gær að mik­il­vægt sé að Grikk­land tryggi áfram­hald­andi efna­hags­bata. „Hluti af því er að Grikk­land standi við fyrri skuld­bind­ingar sín­ar.“ Christine Lag­ar­de, fram­kvæmda­stjóri AGS, sagði við franska blaðið Le Monde að Grikkir yrðu að virða reglur evru­svæð­is­ins og gætu ekki kraf­ist sér­með­ferðar vegna skulda sinna. Hún sagði einnig að málið snérist ekki aðeins í aðhalds­að­gerðum heldur ættu Grikkir enn eftir að ráð­ast í umfangs­miklar umbætur á kerf­inu þar, svo sem skatt­heimtu og dóms­kerf­in­u. Ráða­menn í Finn­landi og Belgíu hafa gefið í skyn að þeir væru reiðu­búnir til þess að lengja í lánum Grikk­lands og end­ur­skipu­leggja skuld­irn­ar. The Economist bendir á að það eru ekki upp­hæð­irnar sem Grikk­land skuldar sem eru stóra mál­ið, heldur það hversu nátengd hag­kerfin á evru­svæð­inu eru.

Mark­aðir virð­ast hafa trú á því að úr mál­unum leys­ist þar sem sú kata­st­rófa sem búið var að spá ef Syr­iza sigr­aði í kosn­ing­unum varð ekki. Lækkun hefur helst verið á grísku mörk­uð­un­um.

Hvað svo?



Þrátt fyrir yfir­lýs­ingar og stefnu nýju rík­is­stjórn­ar­innar er enn samn­ingur í gildi við þrenn­ing­una svoköll­uðu, og hann gildir út febr­ú­ar. Grikk­land á enn eftir að fá 7,2 millj­arða evra úr þessu sam­komu­lagi til þess að fjár­magna sig. Þess vegna þarf nýja rík­is­stjórnin að minnsta kosti fyrst um sinn að fylgja skil­yrðum sam­komu­lags­ins.

Enn er það mjög fjar­lægur mögu­leiki að Grikkir gangi úr evru­sam­starf­inu. En nú þegar búið er að skipa rík­is­stjórn reynir fyrst á. Næstu daga og vikur verður vænt­an­lega áhuga­vert að fylgj­ast með þróun mála og hvort og þá hvernig samn­inga­við­ræð­urnar verða. Stærsta spurn­ingin er hversu mikið evru­ríkin eru til­búin að koma til móts við Grikki og öfugt. Ef ekk­ert gengur verður mögu­leik­inn á því að Grikkir gangi úr sam­starf­inu aðeins meiri, og þá er hætta á ferð­um. Hingað til hefur verið gert ráð fyrir því að evru­sam­starfið sé á einn veg og ekki sé hægt að segja sig úr því. Hins vegar er ekki lengur talað á sömu nótum og gert var þegar Grikk­landi var bjarg­að, að evru­sam­starfið sé dauða­dæmt ef eitt ríki fari úr því.

Víst er að fylgst verður náið með fram­vindu mála á næst­unni. Meðal þeirra sem munu fylgj­ast spennt­ir ­með eru stjórn­mála­menn í öðrum ríkjum í svip­aðri stöðu, ekki síst á Ítalíu og Spáni, þar sem syst­ur­flokkar Syr­iza í and­stöð­unni við aðhalds­að­gerðir und­an­far­inna ára hafa aukið við sig fylgi und­an­far­ið. Nið­ur­staðan í Grikk­landi gæti haft miklar afleið­ingar fyrir Spán­verja, sem kjósa nýtt þing seinna á árinu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None