Það hefur vart farið framhjá neinum að læknar eru í verkfalli. Ýmislegt hefur verið fullyrt um kröfur þeirra og þær ástæður sem liggja fyrir þvi að þeir séu í verkfalli. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði til dæmis á Alþingi nýverið að læknar væru að krefjast 50 prósent launahækkanna og að almennur læknir á Landsspítalanum sé með um 1,1 milljón króna á mánuði í heildarlaun og yfirlæknar með um 1.350 þúsund krónur í heildarlaun.
Ef þetta er rétt, yfir hverju eru læknar þá að kvarta? Fyrr í vikunni var sent út skjal til fjölmiðla frá félagsskap sem kallar sig „Raddir íslenskra lækna“. Skjalið, sem er nokkurs konar spurt og svarað um stöðu lækna á Íslandi og ástæður þess að þeir eru í verkfalli. Hér að neðan er rakið það helsta sem fram kemur í skjalinu og varpar skýrara ljósi á það sem læknar eru að fara fram á.
Vaxandi fjöldi lækna yfir 55 ára aldri og sífellt verri endurnýjun ungra sérfræðinga er að skapa svarthol sem er ekki fyrirsjáanlegt að verði leyst.
Laun, álag og aðbúnaður
Samkvæmt launatöflu lækna eru grunnlaun þeirra, frá kandidötum til sérfræðinga, frá 340.734 krónum (kandidat í 1. launaþrepi) til 750.788 þúsund krónur (sérfræðingur í 5. launaþrepi).
Til viðbótar taka allir læknar undir 55 ára aldri á sig töluvert magn af vöktum sem unnin er til viðbótar við venjulega dagvinnu, sem er líkt og hjá öðrum 40 klukkutímar á viku. Yfirvinnutaxti þeirra er frá 3.279 krónum á tímann (kandidatar) til 5.062 krónur á tímann (sérfræðingar).
Engin opinber samatekt hefur verið gerð á því hversu margar vaktir læknar vinna utan vinnutíma á mánuði en í skjalinu er vísað í dæmisögur einstakra lækna.Þar kemur fram að taugalæknir nýkominn úr sérnámi vinni um 175 klukkustundir, hjartalæknir nýkominn úr sérnámi um 100 klukkustundir, heila- og taugaskurðlæknir yfir 200 klukkustundir (enda eru einungis þrír starfandi sérfræðingar sem skipta með sér öllum vöktum ársins), almennir læknar um 50-80 klukkustundir og heilsugæslulæknar taka bakvaktir utan þéttbýlis utan hefðbundins dagvinnutíma.
Læknar vilja meina að þetta vaktaálag sé í andstöðu við Evróputilskipun um hvíldartíma og frítökurétt.
Í skjalinu segir að „með síversnandi mönnun dreifast vaktir á færri hópa lækna og margir læknar bera því meiri vaktabyrði en þeir kæra sig um. Vaxanda fjöldi lækna >55 ára og sífellt verri endurnýjun ungra sérfræðinga er a skapa svarthol sem ekki er fyrirsjáanlegt hvernig verður leyst. Augljóslega getur þessi þróun ekki haldið áfram öðruvísi en að færri læknar hlaupi hraðar og vinni meira. Í því liggur meginástæða verkfalls læknastéttarinnar“.
að 303 læknar eru að fara á eftirlaun næsta áratuginn. Alls verða 27 prósent allra starfandi lækna 65 ára eða eldri á næstu fimm árum og 41 prósent þeirra verður eldri en 55 ára.
Fjöldi núna
Á Íslandi eru 1.101 læknar starfandi. Alls hafa 330 læknar með lækningaleyfi flutt af landi brott á síðustu fimm árum en 140 flutt aftur heim á sama tímabili. Um 230 læknar bættust við lækna flóruna á þessu tímabili en 90 þeirra hafa þegar flutt af landi brott.
Því eru 110 færri starfandi læknar á Íslandi árið 2014 en voru árið 2009. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað úr 319 þúsund í tæplega 326 þúsund.
Auk fullgildra lækna starfa 49 kandidatar og 292 læknanemar á landsspítalanum.
Auk þess sýndi óformleg könnun sem gerð var í október 2014 að 52 prósent séfræðilækna hérlendis vilji flytja, eða íhugi að flytja, af landi brott.
Fjórir af hverjum tíu íslenskum læknum eru sem stendur erlendis,eða 731 læknir. Auk þess sýndi óformleg könnun sem gerð var í október 2014 að 52 prósent séfræðilækna hérlendis vilji flytja, eða íhugi að flytja, af landi brott. Sama könnun sýndi að það virðist lítill vilji hjá þeim Íslendingum sem eru í sérfræðinámi erlendis að snúa heim. Einungis 25 prósent þeirra hefur ákveðið að snúa heim, en fæstir þeirra ætla að gera það á næstu árum.
Fjöldi í framtíðinni
Í skjalinu er birt spá sem sýnir að miðað við áframhaldandi þróun muni verða 390 Íslendingar per lækni árið 2023. Í dag eru 295 Íslendingar per lækni. Á hinum Norðurlöndunum eru 240 íbúar á hvern lækni.
Hluti af þessari þróun er sú staðreynd að 303 læknar eru að fara á eftirlaun næsta áratuginn. Alls verða 27 prósent allra starfandi lækna 65 ára eða eldri á næstu fimm árum og 41 prósent þeirra verður eldri en 55 ára. Þá þurfa þeir ekki lengur að taka vaktir.
Í skjalinu er einnig bent á að læknanám er oft 12-15 ár og að læknar taki námslán að minnsta kosti hluta þess. Mjög lítill hluti kostnaðar við menntun lækna lendir á Íslenska ríkinu.
Oft er gripið til þeirra raka að Íslendingar eigi að ráða erlenda lækna frá minna þróuðum löndum til að ganga í störf þeirra sem yfirgefi landið. Íslensk tungumálakunnátta er hins vegar algjört skilyrði fyrir varanlegu lækningaleyfi hérlendis. Auk þess eru nú þegar nokkrir erlendir sérfræðingar að störfum hérlendis.