Of lág grunnlaun, of fáir læknar og of margir þeirra á leið á eftirlaun

16034614341-afe7dc1ff2-z.jpg
Auglýsing

Það hefur vart farið fram­hjá neinum að læknar eru í verk­falli. Ýmis­legt hefur verið full­yrt um kröfur þeirra og þær ástæður sem liggja fyrir þvi að þeir séu í verk­falli. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði til dæmis á Alþingi nýverið að læknar væru að krefj­ast 50 pró­sent launa­hækk­anna og að almennur læknir á Lands­spít­al­anum sé með um 1,1 milljón króna á mán­uði í heild­ar­laun og yfir­læknar með um 1.350 þús­und krónur í heild­ar­laun.

Ef þetta er rétt, yfir hverju eru læknar þá að kvarta? Fyrr í vik­unni var sent út skjal til fjöl­miðla frá félags­skap sem kallar sig „Raddir íslenskra lækna“. Skjal­ið, sem er nokk­urs konar spurt og svarað um stöðu lækna á Íslandi og ástæður þess að þeir eru í verk­falli. Hér að neðan er rakið það helsta sem fram kemur í skjal­inu og varpar skýr­ara ljósi á það sem læknar eru að fara fram á.

Vaxandi fjöldi lækna yfir 55 ára aldri og sífellt verri endurnýjun unfra sérfræðiga er að skapa svarthol sem er ekki fyrirsjáanlegt að verði leyst. Vax­andi fjöldi lækna yfir 55 ára aldri og sífellt verri end­ur­nýjun ungra sér­fræð­inga er að skapa svart­hol sem er ekki fyr­ir­sjá­an­legt að verði leyst.

Auglýsing

Laun, álag og aðbún­aður



Sam­kvæmt launa­töflu lækna eru grunn­laun þeirra, frá kandidötum til sér­fræð­inga, frá 340.734 krónum (kandi­dat í 1. launa­þrepi) til 750.788 þús­und krónur (sér­fræð­ingur í 5. launa­þrep­i).

Til við­bótar taka allir læknar undir 55 ára aldri á sig tölu­vert magn af vöktum sem unnin er til við­bótar við venju­lega dag­vinnu, sem er líkt og hjá öðrum 40 klukku­tímar á viku. Yfir­vinnu­taxti þeirra er frá 3.279 krónum á tím­ann (kandi­datar) til 5.062 krónur á tím­ann (sér­fræð­ing­ar).

Engin opin­ber sama­tekt hefur verið gerð á því hversu margar vaktir læknar vinna utan vinnu­tíma á mán­uði en í skjal­inu er vísað í dæmisögur ein­stakra lækna.Þar kemur fram að tauga­læknir nýkom­inn úr sér­námi vinni um 175 klukku­stund­ir, hjarta­læknir nýkom­inn úr sér­námi um 100 klukku­stund­ir, heila- og tauga­skurð­læknir yfir 200 klukku­stundir (enda eru ein­ungis þrír starf­andi sér­fræð­ingar sem skipta með sér öllum vöktum árs­ins), almennir læknar um 50-80 klukku­stundir og heilsu­gæslu­læknar taka bak­vaktir utan þétt­býlis utan hefð­bund­ins dag­vinnu­tíma.

Læknar vilja meina að þetta vakta­á­lag sé í and­stöðu við Evr­óputil­skipun um hvíld­ar­tíma og frí­töku­rétt.

Í skjal­inu segir að „með síversn­andi mönnun dreifast vaktir á færri hópa lækna og margir læknar bera því meiri vakta­byrði en þeir kæra sig um. Vax­anda fjöldi lækna >55 ára og sífellt verri end­ur­nýjun ungra sér­fræð­inga er a skapa svart­hol sem ekki er fyr­ir­sjá­an­legt hvernig verður leyst. Aug­ljós­lega getur þessi þróun ekki haldið áfram öðru­vísi en að færri læknar hlaupi hraðar og vinni meira. Í því liggur meg­in­á­stæða verk­falls lækna­stétt­ar­inn­ar“.

að 303 læknar eru að fara á eftirlaun næsta áratuginn. Alls verða 27 prósent allra starfandi lækna 65 ára eða eldri á næstu fimm árum og 41 prósent þeirra verður eldri en 55 ára. að 303 læknar eru að fara á eft­ir­laun næsta ára­tug­inn. Alls verða 27 pró­sent allra starf­andi lækna 65 ára eða eldri á næstu fimm árum og 41 pró­sent þeirra verður eldri en 55 ára.

Fjöldi núna



Á Íslandi eru 1.101 læknar starf­andi. Alls hafa 330 læknar með lækn­inga­leyfi flutt af landi brott á síð­ustu fimm árum en 140 flutt aftur heim á sama tíma­bili. Um 230 læknar bætt­ust við lækna flór­una á þessu tíma­bili en 90 þeirra hafa þegar flutt af landi brott.

Því eru 110 færri starf­andi læknar á Íslandi árið 2014 en voru árið 2009. Á sama tíma hefur Íslend­ingum fjölgað úr 319 þús­und í tæp­lega 326 þús­und.

Auk full­gildra lækna starfa 49 kandi­datar og 292 lækna­nemar á lands­spít­al­an­um.

Auk þess sýndi óform­leg könnun sem gerð var í októ­ber 2014 að 52 pró­sent séfræði­lækna hér­lendis vilji flytja, eða íhugi að flytja, af landi brott.

Fjórir af hverjum tíu íslenskum læknum eru sem stendur erlend­is,eða 731 lækn­ir.  Auk þess sýndi óform­leg könnun sem gerð var í októ­ber 2014 að 52 pró­sent séfræði­lækna hér­lendis vilji flytja, eða íhugi að flytja, af landi brott. Sama könnun sýndi að það virð­ist lít­ill vilji hjá þeim Íslend­ingum sem eru í sér­fræði­námi erlendis að snúa heim. Ein­ungis 25 pró­sent þeirra hefur ákveðið að snúa heim, en fæstir þeirra ætla að gera það á næstu árum.

Fjöldi í fram­tíð­inni



Í skjal­inu er birt spá sem sýnir að miðað við áfram­hald­andi þróun  muni verða 390 Íslend­ingar per lækni árið 2023. Í dag eru 295 Íslend­ingar per lækni. Á hinum Norð­ur­lönd­unum eru 240 íbúar á hvern lækni.

Hluti af þess­ari þróun er sú stað­reynd að 303 læknar eru að fara á eft­ir­laun næsta ára­tug­inn. Alls verða 27 pró­sent allra starf­andi lækna 65 ára eða eldri á næstu fimm árum og 41 pró­sent þeirra verður eldri en 55 ára. Þá þurfa þeir ekki lengur að taka vakt­ir.

Í skjal­inu er einnig bent á að lækna­nám er oft 12-15 ár og að læknar taki náms­lán að minnsta kosti hluta þess. Mjög lít­ill hluti kostn­aðar við menntun lækna lendir á Íslenska rík­inu.

Oft er gripið til þeirra raka að Íslend­ingar eigi að ráða erlenda lækna frá minna þró­uðum löndum til að ganga í störf þeirra sem yfir­gefi land­ið. Íslensk tungu­mála­kunn­átta er hins vegar algjört skil­yrði fyrir var­an­legu lækn­inga­leyfi hér­lend­is. Auk þess eru nú þegar nokkrir erlendir sér­fræð­ingar að störfum hér­lend­is.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None