Mynd: Landhelgisgæslan gæslanþyrla1231231.jpg
Á meðal þess sem Ríkisendurskoðun gagnrýnir í úttekt sinni er það að fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi fengið að fljóta með þyrlu Gæslunnar til starfa í Reykjavík eftir að hafa verið í hestaferð úti á landi.
Mynd: Landhelgisgæslan

Olíukaup í Færeyjum, flugferðir ráðamanna og flugvél sem er sjaldnast heima

Ríkisendurskoðun finnur að ýmsum atriðum í rekstri Landhelgisgæslu Íslands í nýrri úttekt sem Alþingi bað um og kynnt var fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í vikunni. Flogið var með ráðamenn þjóðarinnar tíu sinnum í loftförum LHG á árunum 2018-2020.

Olíu­kaup Land­helg­is­gæsl­unnar á varð­skip sín í Fær­eyj­um, sem hafa átt sér stað allt frá alda­mót­um, eru á meðal þess sem gagn­rýnt er í nýrri úttekt Rík­is­end­ur­skoð­unar á verk­efnum og fjár­reiðum Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Dóms­mála­ráðu­neytið fær gagn­rýni fyrir að láta olíu­kaupin óátal­in.

Í skýrslu um úttekt­ina, sem kynnt var stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis á mið­viku­dag kemur fram að Land­helg­is­gæslan hafi fyllt ell­efu sinum á tanka tveggja varð­skipa í Fær­eyj­um, þar sem eng­inn virð­is­auka­skattur er greiddur af skipa­ol­íu, á árunum 2018-2020. Alls hafi um þrjár millj­ónir lítra verið keyptar á skipin fyrir 208,3 millj­ónir króna.

Land­helg­is­gæslan er sögð hafa sagt Rík­is­end­ur­skoðun í svari við fyr­ir­spurn að í flestum til­fellum væri hag­kvæmara að kaupa elds­neyti á Íslandi, ef ekki væri fyrir þann mun sem væri fólg­inn í virð­is­auka­skatti við­skipt­anna.

Rík­is­end­ur­skoðun segir mik­il­vægt að hafa í huga að virð­is­auka­skatt­ur­inn sem „stjórn­endur Land­helg­is­gæsl­unnar vísa til að skeri úr um hvar borgi sig að kaupa

elds­neyti rennur allur til rík­is­sjóðs.“ Ekki fæst því séð, sam­kvæmt Rík­is­end­ur­skoð­un, að þarna sé um hald­bær rök sé að ræða.

Aðili sem fer með lög­gæslu­vald forð­ist opin­ber gjöld

„Einnig verður að horfa til þess að við­bragðs­tími varð­skipa innan efna­hags­lög­sög­unnar leng­ist sem nemur sigl­inga­tíma frá mið­línu til Fær­eyja og aftur til baka. Þá er ekki unnt að halda því fram að eng­inn auka­kostn­aður fylgi því að taka olíu í Fær­eyjum enda kostar að sigla varð­skipum frá mið­línu til Fær­eyja og aftur til baka bæði í beinum sigl­inga­kostn­aði, olíu­notk­un, sliti á tækjum og launum áhafn­ar. Einnig má benda á þá óþörfu kolefn­islosun sem þessar sigl­ingar hafa í för með sér,“ segir um þetta í úttekt Rík­is­end­ur­skoð­un­ar.

„Það er umhugs­un­ar­vert að yfir­stjórn dóms­mála­ráðu­neytis hafi látið það óátalið að Land­helg­is­gæslan, sem fer með lög­reglu­vald á haf­svæð­inu í kringum Ísland, skuli ganga jafn langt og raun ber vitni til að kom­ast hjá greiðslu lög­boð­inna opin­berra gjalda í rík­is­sjóð,“ segir þar einnig.

Í svörum Land­helg­is­gæsl­unnar við þessum aðfinnslum er gerð athuga­semd við þessa fram­setn­ingu Rík­is­end­ur­skoð­unar og vísar Gæslan til umsagnar Toll­stjóra, sem hafi stað­fest að olíu­taka í Fær­eyjum sé fylli­lega til sam­ræmis við gild­andi lög og regl­ur.

Dóms­mála­ráðu­neytið gerir hins vegar í svari sínu engar athuga­semdir við ábend­ingu Rík­is­end­ur­skoð­unar um að rétt væri að hætta að taka skipa­olíu á varð­skipin í Fær­eyj­um.

Margra ára aðgerða­leysi varð­andi Ægi vekji „undr­un“

Í úttekt Rík­is­end­ur­skoð­unar er, í kafla sem fjallar um nýt­ingu og rekstur sjó­fara Land­helg­is­gæsl­unn­ar, athygli vakin á því fé sem veitt var til rekst­urs á varð­skip­inu Ægi hafi verið illa nýtt á und­an­förnum árum.

„Skipið hefur ekki verið haf­fært síðan í febr­úar 2016 en var fyrst aug­lýst til sölu í nóv­em­ber 2020. Hafn­ar­gjöld og annar kostn­aður nam á árunum 2018‒20 um 37 m.kr. Að sögn Land­helg­is­gæsl­unnar stóðu vonir til þess að fé feng­ist til að gera skipið haf­fært á ný en þegar sú reynd­ist ekki vera raunin var óskað eftir sölu­heim­ild á skip­inu. Rík­is­end­ur­skoðun telur ein­sýnt að dóms­mála­ráðu­neyti og Land­helg­is­gæslan hefðu þurft að taka skýra ákvörðun um fram­tíð skips­ins miklu fyrr. Margra ára aðgerða­leysi í mál­efnum varð­skips­ins Ægis vekur undr­un,“ segir í úttekt­inni.

Því er bætt við að skortur á raun­særri áætl­ana­gerð er kemur að rekstri og fjár­fest­ingum í skipa­kosti Land­helg­is­gæsl­unnar hafi reynst vera „al­var­legur veik­leiki“ og gagn­rýnt er að und­ir­bún­ingur þeirrar ákvörð­unar að kaupa notað varð­skip í stað­inn fyrir Tý og Ægi hafi verið tak­mark­að­ur.

TF-SIF flogið meira að heiman en hér heima

Rík­is­end­ur­skoðun gagn­rýnir einnig í skýrslu sinni hve mikið flug­vél Gæsl­unn­ar, TF-SIF, er notuð í leigu­verk­efnum erlend­is, en fram kemur að 62 pró­sent heild­ar­flug­stunda­vél­ar­innar hafi verið í leigu­verk­efnum á erlendri grundu.

TF-SIF hefur verið mikið í útleigu í tekjuskapandi verkefnum erlendis. Landhelgisgæslan segist sammála því að þetta sé ekki gott, en bendir á að auka þurfi fjárframlög til stofnunarinnar á móti því að flugvélin verði nýtt heima í auknum mæli.
Úr skýrslu Ríkisendurskoðunar

„Leigu­tekjur vegna Frontex-verk­efna hafa komið til móts við kröfu sem gerð hefur verið um öflun rekstr­ar­tekna en jafn­framt verður að horfa til þess fórn­ar­kostn­aðar sem er fólg­inn í skertri getu stofn­un­ar­innar til að sinna lög­bundnum verk­efnum sín­um. Rík­is­end­ur­skoðun telur mik­il­vægt að TF-SIF verði fyrst og fremst notuð til eft­ir­lits og ann­arra verk­efna hér­lendis enda er meg­in­hlut­verk Land­helg­is­gæsl­unnar að sinna örygg­is­gæslu, björgun og lög­gæslu á haf­inu við Ísland. Til slíkra starfa var TF-SIF keypt og var það for­sendan með fjár­heim­ild Alþing­is. Útleiga vél­ar­innar í svo miklu mæli getur ekki gengið til lengri tíma,“ segir í úttekt­inni.

Ráða­menn með­ferðis í tíu flug­verk­efnum 2018-2020

Það vakti mikla athygli í ágúst árið 2020 er þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-EIR, var notuð til þess að flytja Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, þáver­andi dóms­mála­ráð­herra, frá Reyn­is­fjöru á Mýr­dals­sandi. Þar var ráð­herr­ann staddur í hesta­ferð og var hún til flutt til Reykja­víkur til þess að taka þátt í sam­ráðs- og blaða­manna­fundi vegna kór­ónu­veirunn­ar.

Rík­is­end­ur­skoðun spurði Gæsl­una um það hversu oft ráð­herra, ráðu­neyt­is­stjórar eða aðrir aðilar á vegum stjórn­sýsl­unnar hefðu verið með­ferðis í flug­verk­efnum á árunum 2018-2020 og svarið var að það hefði gerst alls tíu sinn­um.

Fyrrverandi dómsmálaráðherra sagði að það hefðu verið mistök af sér að þiggja boð Landhelgisgæslunnar um skutl til Reykjavíkur, en Landhelgisgæslan ítrekar í svari sínu til Ríkisendurskoðunar að ekki hafi verið flogið með neinn ráðherra í einkaerindum.
Af vef stjórnarráðsins

Í úttekt Rík­is­end­ur­skoð­unar er bent á að þegar flogið var með dóms­mála­ráð­herra hafi TF-EIR verið eina til­tæka þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar, sökum við­halds á þyrl­unni TF-GRO, en um þetta var fjallað í fjöl­miðlum á sínum tíma. Þá sagði Land­helg­is­gæslan í til­kynn­ingu að ekki hefði verið um óeðli­lega til­högun að ræða og við­bragðs­geta stofn­un­ar­innar hefði ekki verið skert.

Ráð­herra við­ur­kenndi þó að það hefðu verið mis­tök að nýta þyrl­una með þessum hætti og sagði koma til greina að end­ur­skoða með hvaða hætti staðið væri að flugi Gæsl­unnar í þágu ráða­manna.

Rík­is­end­ur­skoðun spurði dóms­mála­ráðu­neytið hvort end­ur­skoðun á verk­lagi hefði átt sér stað, líkt og ráð­herra hefði talið til­efni til, og fékk í hendur drög að verk­lags­reglum sem eiga sam­kvæmt því sem segir í úttekt­inni að koma í veg fyrir að vafi leiki á rétt­mætri nýt­ingu loft- og sjó­fara stofn­un­ar­inn­ar.

Rík­is­end­ur­skoðun er ansi harð­orð í þessum kafla skýrsl­unnar og segir að ferðir „ráð­herra eða ann­arra ein­stak­linga með flug­vél­um, þyrlum eða skipum sem Land­helg­is­gæslan hefur til umráða, í einka­er­ind­um“ séu „al­var­lega athug­un­ar­verð­ar“.

„Tæki stofn­un­ar­innar eru örygg­is­bún­aður sem keyptur er eða leigður sem tæki til lög­gæslu og björg­un­ar­starfa til hags­bóta fyrir almenn­ing en ekki til einka­er­inda. Rík­is­end­ur­skoðun telur eðli­legt að settar verði við­mið­un­ar­reglur um afnot æðstu stjórnar rík­is­ins af loft­förum í eigu og leigu stofn­ana rík­is­ins, þar á meðal Land­helg­is­gæslu Íslands. Eðli­legt er að slíkt verði með aðkomu for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins. Yrðu regl­urnar einkum látnar taka til flutn­inga vegna óvæntra atburða eða form­legra athafna á vegum æðstu stjórnar rík­is­ins en öll einka­not verði óheim­il,“ segir í úttekt­inni.

Land­helg­is­gæslan segir í svari sínu við þessum athuga­semdum Rík­is­end­ur­skoð­unar að það sé sjálf­sagt og eðli­legt að setja reglur vegna nýt­ingu loft­fara í verk­efnum óvið­kom­andi eft­ir­lits- og björg­un­ar­störf­um. Land­helg­is­gæslan ítrekar þó að „engin dæmi eru um að loft­för stofn­un­ar­innar hafi verið nýtt í einka­er­ind­um.“

For­sæt­is­ráðu­neytið veitti einnig svar við þessum lið og sagði að farið yrði yfir fyr­ir­hug­aðar verk­lags­reglur um notkun loft­fara Gæsl­unnar í sam­starfi við dóms­mála­ráðu­neyt­ið.

Þá kemur einnig fram í svari ráðu­neyt­is­ins að fyr­ir­hugað sé, við end­ur­skoðun siða­reglna ráð­herra sem á sér nú stað við upp­haf kjör­tíma­bils, „að hnykkja á þeirri meg­in­reglu að ráð­herrar hafi ekki einka­not af gæðum starfs­ins. Meðal ann­ars verður skoðað hvort þar megi nefna dæmi um afnot af sam­göngu­tækj­u­m.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar