Orka Energy: Orkuútrásarfyrirtæki sem keypti leifarnar af Reykjavik Energy Invest

haukur.og_.Fu_.Chengyu.af_.heimas..u.sinopec.20.april_.jpg
Auglýsing

Nafn Orku Energy hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarna daga vegna starfa Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, fyrir félagið á árinu 2011 og uppljóstrun ráðherrans um að stærsti eigandi Orku Energy hafi keypt af honum hús hans á árinu 2013 og leigi ráðherranum það aftur.

Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Orka Energy og Haukur Harðason, stjórnarformaður og stærsti eigandi félagsins, rata í fjölmiðla.

Hvað er Orka Energy?


Orka Energy var stofnað snemma árs 2011. Stærsti eigandi félagsins er Orka Energy Pte Ltd, félag með skráð heimilsfesti í Singapúr. Kjölfestufjárfestir í því félagi er Haukur Harðarsson.

Nokkrum mánuðum eftir að Orka Energy var stofnað komst félagið í fréttir á Íslandi þegar það keypti Enex-Kína af fyrrverandi eigendum þess, Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Geysi Green Energy. Illugi Gunnarsson, núverandi mennta- og menningarmálaráðherra, vann ráðgjafastörf fyrir Orku Energy á árinu 2011.

Auglýsing

Kaupverðið var ekki gefið upp en það var 1,6 milljarðar króna miðað við það verð sem Orkuveita Reykjavíkur fékk fyrir tæplega fimmtungshlut sinn. Orka Energy lét ekki staðar numið þar heldur keypti líka aðrar eignir sem höfðu verið inni í Reykjavik Energy Invest, hinum fræga útrásararmi Orkuveitunnar. Eignirnar sem um er að ræða voru Iceland America Energy og fjórðungshlutur í Envent Holding, sem átti jarðvarmafyrirtæki á Filippseyjum.

Kaupverðið var ekki gefið upp en það var 1,6 milljarðar króna miðað við það verð sem Orkuveita Reykjavíkur fékk fyrir tæplega fimmtungshlut sinn. Orka Energy lét ekki staðar numið þar heldur keypti líka aðrar eignir sem höfðu verið inni í Reykjavik Energy Invest, hinum fræga útrásararmi Orkuveitunnar. Eignirnar sem um er að ræða voru Iceland America Energy og fjórðungshlutur í Envent Holding, sem átti jarðvarmafyrirtæki á Filippseyjum.

Salan á Enex-Kína og Envent Holding varð að miklu pólitísku þrætuepli vorið 2012, enda var hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í félögunum seldur án auglýsingar. Vegna umfjöllunar um söluna sendi Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að Orkuveitan hafi átt engra annarra kosta völ en að selja hluti sína. Ástæðan var samkomulag REI við Geysir Green Energy frá marsmánuði árið 2010 þar sem félögin skuldbundu sig gagnvart hvort öðru til að taka þátt söluferli félaganna þegar og ef annar aðila krefðist þess. „Af þessu samkomulagi leiddi að stjórn og stjórnendur REI stóðu frammi fyrir því vali í júní 2011 að gera annað tveggja; selja hlut sinn í Enex-Kína og Envent til Orku Energy (OE) sem GGE hafði samþykkt ellegar kaupa hlut GGE. Sem sagt fá 3-400 milljónir í kassann eða leggja út 1.800 milljónir. Allar aðstæður í rekstri REI og ekki síður OR voru með þeim hætti að valið varð næsta einfalt,“ segir í yfirlýsingu Haraldar Flosa.

Í samstarfi með stærsta fyrirtæki Kína


Nafni Enex-Kína var síðar breytt í Orka Energy China ehf. Félagið á, samkvæmt síðasta birta ársreikningi, 49 prósent hlut í kínversku félagi sem heitir Shaanxi Green Energy Geothermal Development (SGEG), sem vinnur að þróun og rekstri jarðvarmaorkuvera í Kína. Sá hluti SGEG sem er ekki í eigu Orku Energy China, alls 51 prósent hlutur, er í eigu kínverska orkufyrirtækisins Sinopec, stærsta fyrirtækis Kína og þriðja stærsta fyrirtækis í heimi. Tekjur Sinopec á árinu 2014 voru, samkvæmt lista Fortune Global 500, 457 milljarðar dala og hagnaður fyrirtæðisins tæplega níu milljarðar dala, eða rúmlega 1.200 milljarðar króna. Einungis Walmart og Royal Dutch Shell voru stærri í heiminum.

Hjá SGEG vinna á vel á þriðja hundrað manns og stefna félagsins er að hita upp 100 milljón fermetra af íbúðar- og atvinnuhúsnæði fyrir árið 2020 auk þess sem það hyggur á stórtæka rafmagnsframleiðslu. Fyrirtækið átti eignir upp á 17,3 milljarða króna í lok árs 2013 og eigið fé þess í lok þess árs var 8,8 milljarðar króna.

Markaðurinn, fylgiblað Fréttablaðsins um efnahagsmál og viðskipti, greindi frá því í nóvember 2012 að Richard Chandler Corporation (RCC) hefði keypt 33 prósenta hlt í móðurfélagi Orku Energy Holding. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar greiddi RCC tólf milljónir dala, um 1,6 milljarð króna, fyrir hlutinn. RCC, sem er staðsett Singapore, var stofnað af Richard F. Chandler, nýsjálenskum fjárfesti. Sá er vægast sagt vellauðgur, en eignir hans eru metnar á um 390 milljarða króna.

Orka Energy með ráðherra í för til Kína


Líkt og áður sagði starfaði Illugi Gunnarsson, nú mennta- og menningarmálaráðherra, að verkefnum hjá Orku Energy á meðan að hann var í leyfi frá þingstörfum vegna rannsóknar á starfsemi peningamarkaðssjóðsins Sjóðs 9 hjá Glitni, en Illugi sat í stjórn sjóðsins fyrir hrun. Samkvæmt Facebook-stöðuuppfærslu Illuga frá því fyrr í dag þá starfaði hann að verkefnum fyrir Orku Energy á árinu 2011, en á því ári keypti fyrirtækið eignir REI og Geysis Green Energy.

Illugi varð síðan mennta- og menningarmálaráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eftir kosningarnar vorið 2013. Í desember sama ár var hann viðstaddur þegar Orka Energy skrifaði undir samstarfssamning við kínverska héraðið Xianyang og Sinopec Star Petroleum um þróun á jarðvarmanýtingu og frekari útþennslu á hitunarkerfum í Xianyang. Undirritun samningsins fór fram á Íslandi. Fyrir hönd Orku Energy undirritaði Haukur Harðarson, stjórnarformaður félagsins, samkomulagið.

. Í desember 2012 var Illugi Gunnarsson, mennta- og menningamálaráðherra, viðstaddur þegar Orka Energy skrifaði undir samstarfssamning við kínverska héraðið Xianyang og Sinopec Star Petroleum um þróun á jarðvarmanýtingu og frekari útþennslu á hitunarkerfum í Xianyang. Undirritun samningsins fór fram á Íslandi. Fyrir hönd Orku Energy undirritaði Haukur Harðarson, stjórnarformaður félagsins, samkomulagið. Mynd: Orkaenergy.com . Í desember 2012 var Illugi Gunnarsson, mennta- og menningamálaráðherra, viðstaddur þegar Orka Energy skrifaði undir samstarfssamning við kínverska héraðið Xianyang og Sinopec Star Petroleum um þróun á jarðvarmanýtingu og frekari útþennslu á hitunarkerfum í Xianyang. Undirritun samningsins fór fram á Íslandi. Fyrir hönd Orku Energy undirritaði Haukur Harðarson, stjórnarformaður félagsins, samkomulagið. Mynd: Orkaenergy.com

Illugi heimsótti svo Kína í lok mars síðastliðins. Á meðal þeirra sem voru með í för í þessari ferð ráðherrans til Kína voru fimm fulltrúar Orka Energy. Einn þeirra var Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orku Energy. Á öðrum degi heimsóknar sinnar, þann 22. mars, kynnti hann sér jarðvarmaverkefni í Xionxian héraði, sem unnin eru af SGEG, sem Orka Energy China á 49 prósent hlut í.

Þann 25. mars hitti Illugi Fu Chengyu, stjórnarformann Sinopec. Samkvæmt dagskrá ferðar ráðherrans, sem Hringbraut hefur birt opinberlega, tóku fimm aðilar utan Illuga þátt í fundinum með Fu Chengyu. Þrír þeirra voru íslenskir embættismenn. Hinir tveir voru frá Orku Energy. Annar þeirra var Haukur Harðarson.

"Nokkur fjárhagsleg áföll"


Illugi skýrði frá því í hádegisfréttum RÚV í gær, sunnudag, að hann hefði selt íbúð sína í Vesturbæ Reykjavíkur til Hauks Harðarsonar. Hann setti síðan stöðuuppfærslu inn á Facebook í dag þar sem kom fram að hann hefði selt íbúðina fyrir 53,5 milljónir króna árið 2013 og að hann leigi hana nú til baka af Hauki á 230 þúsund krónur á mánuði. Illugi var því orðinn ráðherra þegar hann seldi íbúðina. Ástæðan hafi verið „nokkur fjárhagsleg áföll“ sem á hann og eiginkonu hans dundu fyrir nokkrum árum.

Kjarninn greindi frá því fyrr í dag að eitt þessarra áfalla hafi verið gjaldþrot Sero ehf., félags sem Illugi hafi átt hlut í og varð gjaldþrota í nóvember 2012. Ekkert fékkst upp í 65 milljón króna kröfur í bú félagsins.

Illugi hefur sagt að hann hafi sýnt frumkvæði af því að upplýsa um þessi tengsl sín við Hauk. Stundin greindi hins vegar frá því í gær að fjölmiðillinn hefði árangurslaust reynt að fá svör frá Illuga um tengsl hans og Orku Energy, meðal annars vegna þess að Haukur Harðarson hefði keypt íbúð Illuga samkvæmt afsali frá 23. júní 2014, áður en hann skýrði frá kaupunum í hádegisfréttum RÚV í gær.

RÚV greindi síðan frá því í dag að Illugi hafi látið hjá líða í rúmar tvær vikur, nánar tiltekið 20 daga, að upplýsa að stjórnarformaður Orku Energy hefði keypt íbúð hans þrátt fyrir að hafa verið ítrekað spurður af fjölmiðlum um tengsl hans við fyrirtækið.

Jóhanna Sigurðardóttur og Össur Skarphéðinsson voru bæði viðstödd undirritun samninga í apríl 2012. Jóhanna Sigurðardóttur og Össur Skarphéðinsson voru bæði viðstödd undirritun samninga í apríl 2012.

Fleiri ráðherrar hjálpað


Illugi hefur ítrekað bent á að aðrir ráðherrar hafi einnig stutt við Orku Energy á erlendum vettvangi og hefur nefnt bæði Össur Skarphéðinsson, fyrrum utanríkisráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrum forsætisráðherra, í þeim efnum. Og það er hárrétt hjá honum.

Þegar Fu Chengyu, stjórnarformaður Sinopec, kom til Íslands í apríl 2012 skrifaði hann undir samstarfssamning í Þjóðmenningarhúsinu við Hauk Harðarson hjá Orku Energy. Jóhanna og Wen Jiabao, þáverandi forsætisráðherra Kína, voru bæði viðstödd undirritunina. Það var Össur Skarphéðinsson líka.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var viðstaddur undirritun SGEG, dótturfélags Orku Energy, við Zhouzhi-hverfið í Xian-borg í Kína þann 3. júlí 2014. Hann kynnti sér líka starfsemi Orku Energy í Kína í ferðinni.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kynnti sér lika starfsemi Orku Energy í Kína í júlí 2014. Mynd: Orkaenergy.com Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kynnti sér lika starfsemi Orku Energy í Kína í júlí 2014. Mynd: Orkaenergy.com

Forsetinn hefur stutt vel við Orku Energy


En enginn stjórnmálamaður hefur líkega komið meira að samskiptum Orku Energy við Sinopec og kínversk stjórnvöld en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Samkvæmt heimasíðu forsetaembættisins hefur forsetinn átt fjölmarga fundi með stjórnendum Sinopec og íslenskum orkufyrirtækjum sem hafa verið í samstarfi við kínverska orkurisann frá árinu 2005. 16. janúar fundaði hann með Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína þar sem meðal annars var rætt um um að efla samstarf Orku Energy og Sinopec. Þann 24. Febrúar 2012 fundaði Ólafur Ragnar með Hauki Harðarsyni þar sem rætt um „eflingu jarðhitanýtingar Kína, Filippseyjum og víðar".

 

Fu Chengyu, stjórnarformaður Sinopec, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti ÍSlands, og Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orka Energy í apríl 2012. Fu Chengyu, stjórnarformaður Sinopec, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti ÍSlands, og Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orka Energy í apríl 2012. Mynd: Orkaenergy.com

 

Þann 20. apríl 2012 birtist síðan önnur frétt heimasíðu embættisins um jarðhitasamvinnu við Kína. Þar sagði að forsetinn hafi fundað með Fu Chengyu, stjórnarformanni Sinopec, vegna þess að „Orka Energy og Sinopec hafa samið um gríðarlegar hitaveituframkvæmdir Kína, sem m.a. felur sér stærstu hitaveitur heims [. .] Stjórnarformaður Sinopec lýsti því yfir að fyrirtækið, sem er eitt af stærstu fyrirtækjum heims, hefði ákveðið að gera samvinnu við ísland, Orku Energy og vísinda- og tæknisamfélagið Islandi, að forgangsmáli orkustefnu fyrirtækisins komandi árum og áratugum".

Þann 26. Apríl 2012 átti forsetinn fund með sendiherra Víetnam á Íslandi þar sem meðal annars var vikið að samkoumlagi „milli Orka Energy og Sinopec, eins stærsta orkufyrirtækis Kína, um stórfelldar jarðhitaframkvæmdir en Haukur Harðarson, stjórnandi Orka Energy, stýrir starfsemi þess í Asíulöndum frá Víetnam“.18. september 2013 átti Ólafur Ragnar síðan fund með Hauki Harðarsyni um jarðhitaverkefni í Kína, Filippseyjum og fleiri löndum.

Forsetinn hefur því stutt Orku Energy mjög vel í útrás félagsins.

Og Orka Energy hefur stutt við forsetann


Orka Energy hefur einnig stutt við Ólaf Ragnar. Félagið var eitt af níu félögum sem studdi framboð Ólafs Ragnars til forseta sumarið 2012. Félagið greiddi samtals 200 þúsund krónur kosningasjóð hans. Lögfræðistofa Gunnars Thoroddsen ehf., sem er eigu Gunnars Thoroddsen, fyrrum framkvæmdastjóra Orku Energy, studdi einnig Ólaf með 200 þúsund króna framlagi. Alls námu framlög lögaðila 1.390 þúsundum króna og þessi tvö framlög þvi tæplega 30 prósent allra slíkra framlaga sem Ólafur Ragnar þáði í aðdraganda síðustu forsetakosninga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None