Orka Energy: Orkuútrásarfyrirtæki sem keypti leifarnar af Reykjavik Energy Invest

haukur.og_.Fu_.Chengyu.af_.heimas..u.sinopec.20.april_.jpg
Auglýsing

Nafn Orku Energy hefur verið mikið í fjöl­miðlum und­an­farna daga vegna starfa Ill­uga Gunn­ars­son­ar, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, fyrir félagið á árinu 2011 og upp­ljóstrun ráð­herr­ans um að stærsti eig­andi Orku Energy hafi keypt af honum hús hans á árinu 2013 og leigi ráð­herr­anum það aft­ur.

Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Orka Energy og Haukur Harða­son, stjórn­ar­for­maður og stærsti eig­andi félags­ins, rata í fjöl­miðla.

Hvað er Orka Energy?Orka Energy var stofnað snemma árs 2011. Stærsti eig­andi félags­ins er Orka Energy Pte Ltd, félag með skráð heim­ils­festi í Singapúr. Kjöl­festu­fjár­festir í því félagi er Haukur Harð­ars­son.

Nokkrum mán­uðum eftir að Orka Energy var stofnað komst félagið í fréttir á Íslandi þegar það keypti Enex-Kína af fyrr­ver­andi eig­endum þess, Orku­veitu Reykja­víkur (OR) og Geysi Green Energy. Ill­ugi Gunn­ars­son, núver­andi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, vann ráð­gjafa­störf fyrir Orku Energy á árinu 2011.

Auglýsing

Kaup­verðið var ekki gefið upp en það var 1,6 millj­arðar króna miðað við það verð sem Orku­veita Reykja­víkur fékk fyrir tæp­lega fimmt­ungs­hlut sinn. Orka Energy lét ekki staðar numið þar heldur keypti líka aðrar eignir sem höfðu verið inni í Reykja­vik Energy Invest, hinum fræga útrás­ar­armi Orku­veit­unn­ar. Eign­irnar sem um er að ræða voru Iceland Amer­ica Energy og fjórð­ungs­hlutur í Envent Hold­ing, sem átti jarð­varma­fyr­ir­tæki á Fil­ipps­eyj­um.

­Kaup­verðið var ekki gefið upp en það var 1,6 millj­arðar króna miðað við það verð sem Orku­veita Reykja­víkur fékk fyrir tæp­lega fimmt­ungs­hlut sinn. Orka Energy lét ekki staðar numið þar heldur keypti líka aðrar eignir sem höfðu verið inni í Reykja­vik Energy Invest, hinum fræga útrás­ar­armi Orku­veit­unn­ar. Eign­irnar sem um er að ræða voru Iceland Amer­ica Energy og fjórð­ungs­hlutur í Envent Hold­ing, sem átti jarð­varma­fyr­ir­tæki á Filippseyjum.

Salan á Enex-Kína og Envent Hold­ing varð að miklu póli­tísku þrætu­epli vorið 2012, enda var hlutur Orku­veitu Reykja­víkur í félög­unum seldur án aug­lýs­ing­ar. Vegna umfjöll­unar um söl­una sendi Har­aldur Flosi Tryggva­son, stjórn­ar­for­maður Orku­veitu Reykja­vík­ur, frá sér yfir­lýs­ingu þar sem fram kom að Orku­veitan hafi átt engra ann­arra kosta völ en að selja hluti sína. Ástæðan var sam­komu­lag REI við Geysir Green Energy frá mars­mán­uði árið 2010 þar sem félögin skuld­bundu sig gagn­vart hvort öðru til að taka þátt sölu­ferli félag­anna þegar og ef annar aðila krefð­ist þess. „Af þessu sam­komu­lagi leiddi að stjórn og stjórn­endur REI stóðu frammi fyrir því vali í júní 2011 að gera annað tveggja; selja hlut sinn í Enex-Kína og Envent til Orku Energy (OE) sem GGE hafði sam­þykkt ellegar kaupa hlut GGE. Sem sagt fá 3-400 millj­ónir í kass­ann eða leggja út 1.800 millj­ón­ir. Allar aðstæður í rekstri REI og ekki síður OR voru með þeim hætti að valið varð næsta ein­falt,“ segir í yfir­lýs­ingu Har­aldar Flosa.

Í sam­starfi með stærsta fyr­ir­tæki KínaNafni Enex-Kína var síðar breytt í Orka Energy China ehf. Félagið á, sam­kvæmt síð­asta birta árs­reikn­ingi, 49 pró­sent hlut í kín­versku félagi sem heitir Shaanxi Green Energy Geothermal Develop­ment (SGEG), sem vinnur að þróun og rekstri jarð­varma­orku­vera í Kína. Sá hluti SGEG sem er ekki í eigu Orku Energy China, alls 51 pró­sent hlut­ur, er í eigu kín­verska orku­fyr­ir­tæk­is­ins Sin­opec, stærsta fyr­ir­tækis Kína og þriðja stærsta fyr­ir­tækis í heimi. Tekjur Sin­opec á árinu 2014 voru, sam­kvæmt lista Fortune Global 500, 457 millj­arðar dala og hagn­aður fyr­irtæð­is­ins tæp­lega níu millj­arðar dala, eða rúm­lega 1.200 millj­arðar króna. Ein­ungis Wal­mart og Royal Dutch Shell voru stærri í heim­in­um.

Hjá SGEG vinna á vel á þriðja hund­rað manns og stefna félags­ins er að hita upp 100 milljón fer­metra af íbúð­ar- og atvinnu­hús­næði fyrir árið 2020 auk þess sem það hyggur á stór­tæka raf­magns­fram­leiðslu. Fyr­ir­tækið átti eignir upp á 17,3 millj­arða króna í lok árs 2013 og eigið fé þess í lok þess árs var 8,8 millj­arðar króna.

Mark­að­ur­inn, fylgi­blað Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, greindi frá því í nóv­em­ber 2012 að Ric­hard Chandler Cor­poration (RCC) hefði keypt 33 pró­senta hlt í móð­ur­fé­lagi Orku Energy Hold­ing. Sam­kvæmt til­kynn­ingu til fyr­ir­tækja­skráar greiddi RCC tólf millj­ónir dala, um 1,6 millj­arð króna, fyrir hlut­inn. RCC, sem er stað­sett Singa­pore, var stofnað af Ric­hard F. Chandler, nýsjá­lenskum fjár­festi. Sá er væg­ast sagt vellauðgur, en eignir hans eru metnar á um 390 millj­arða króna.

Orka Energy með ráð­herra í för til KínaLíkt og áður sagði starf­aði Ill­ugi Gunn­ars­son, nú mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, að verk­efnum hjá Orku Energy á meðan að hann var í leyfi frá þing­störfum vegna rann­sóknar á starf­semi pen­inga­mark­aðs­sjóðs­ins Sjóðs 9 hjá Glitni, en Ill­ugi sat í stjórn sjóðs­ins fyrir hrun. Sam­kvæmt Face­book-­stöðu­upp­færslu Ill­uga frá því fyrr í dag þá starf­aði hann að verk­efnum fyrir Orku Energy á árinu 2011, en á því ári keypti fyr­ir­tækið eignir REI og Geysis Green Energy.

Ill­ugi varð síðan mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks eftir kosn­ing­arnar vorið 2013. Í des­em­ber sama ár var hann við­staddur þegar Orka Energy skrif­aði undir sam­starfs­samn­ing við kín­verska hér­aðið Xianyang og Sin­opec Star Petr­o­leum um þróun á jarð­varma­nýt­ingu og frek­ari útþennslu á hit­un­ar­kerfum í Xianyang. Und­ir­ritun samn­ings­ins fór fram á Íslandi. Fyrir hönd Orku Energy und­ir­rit­aði Haukur Harð­ar­son, stjórn­ar­for­maður félags­ins, sam­komu­lag­ið.

. Í desember 2012 var Illugi Gunnarsson, mennta- og menningamálaráðherra, viðstaddur þegar Orka Energy skrifaði undir samstarfssamning við kínverska héraðið Xianyang og Sinopec Star Petroleum um þróun á jarðvarmanýtingu og frekari útþennslu á hitunarkerfum í Xianyang. Undirritun samningsins fór fram á Íslandi. Fyrir hönd Orku Energy undirritaði Haukur Harðarson, stjórnarformaður félagsins, samkomulagið. Mynd: Orkaenergy.com . Í des­em­ber 2012 var Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­inga­mála­ráð­herra, við­staddur þegar Orka Energy skrif­aði undir sam­starfs­samn­ing við kín­verska hér­aðið Xianyang og Sin­opec Star Petr­o­leum um þróun á jarð­varma­nýt­ingu og frek­ari útþennslu á hit­un­ar­kerfum í Xianyang. Und­ir­ritun samn­ings­ins fór fram á Íslandi. Fyrir hönd Orku Energy und­ir­rit­aði Haukur Harð­ar­son, stjórn­ar­for­maður félags­ins, sam­komu­lag­ið. Mynd: Orka­energy.com

Ill­ugi heim­sótti svo Kína í lok mars síð­ast­lið­ins. Á meðal þeirra sem voru með í för í þess­ari ferð ráð­herr­ans til Kína voru fimm full­trúar Orka Energy. Einn þeirra var Haukur Harð­ar­son, stjórn­ar­for­maður Orku Energy. Á öðrum degi heim­sóknar sinn­ar, þann 22. mars, kynnti hann sér jarð­varma­verk­efni í Xionx­ian hér­aði, sem unnin eru af SGEG, sem Orka Energy China á 49 pró­sent hlut í.

Þann 25. mars hitti Ill­ugi Fu Chengyu, stjórn­ar­for­mann Sin­opec. Sam­kvæmt dag­skrá ferðar ráð­herr­ans, sem Hring­braut hefur birt opin­ber­lega, tóku fimm aðilar utan Ill­uga þátt í fund­inum með Fu Chengyu. Þrír þeirra voru íslenskir emb­ætt­is­menn. Hinir tveir voru frá Orku Energy. Annar þeirra var Haukur Harð­ar­son.

"Nokkur fjár­hags­leg áföll"Illugi skýrði frá því í hádeg­is­fréttum RÚV í gær, sunnu­dag, að hann hefði selt íbúð sína í Vest­urbæ Reykja­víkur til Hauks Harð­ar­son­ar. Hann setti síðan stöðu­upp­færslu inn á Face­book í dag þar sem kom fram að hann hefði selt íbúð­ina fyrir 53,5 millj­ónir króna árið 2013 og að hann leigi hana nú til baka af Hauki á 230 þús­und krónur á mán­uði. Ill­ugi var því orð­inn ráð­herra þegar hann seldi íbúð­ina. Ástæðan hafi verið „nokkur fjár­hags­leg áföll“ sem á hann og eig­in­konu hans dundu fyrir nokkrum árum.

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í dag að eitt þess­arra áfalla hafi verið gjald­þrot Sero ehf., félags sem Ill­ugi hafi átt hlut í og varð gjald­þrota í nóv­em­ber 2012. Ekk­ert fékkst upp í 65 milljón króna kröfur í bú félags­ins.

Ill­ugi hefur sagt að hann hafi sýnt frum­kvæði af því að upp­lýsa um þessi tengsl sín við Hauk. Stundin greindi hins vegar frá því í gær að fjöl­mið­ill­inn hefði árang­urs­laust reynt að fá svör frá Ill­uga um tengsl hans og Orku Energy, meðal ann­ars vegna þess að Haukur Harð­ar­son hefði keypt íbúð Ill­uga sam­kvæmt afsali frá 23. júní 2014, áður en hann skýrði frá kaup­unum í hádeg­is­fréttum RÚV í gær.

RÚV greindi síðan frá því í dag að Ill­ugi hafi látið hjá líða í rúmar tvær vik­ur, nánar til­tekið 20 daga, að upp­lýsa að stjórn­ar­for­maður Orku Energy hefði keypt íbúð hans þrátt fyrir að hafa verið ítrekað spurður af fjöl­miðlum um tengsl hans við fyr­ir­tæk­ið.

Jóhanna Sigurðardóttur og Össur Skarphéðinsson voru bæði viðstödd undirritun samninga í apríl 2012. Jóhanna Sig­urð­ar­dóttur og Össur Skarp­héð­ins­son voru bæði við­stödd und­ir­ritun samn­inga í apríl 2012.

Fleiri ráð­herrar hjálpaðIllugi hefur ítrekað bent á að aðrir ráð­herrar hafi einnig stutt við Orku Energy á erlendum vett­vangi og hefur nefnt bæði Össur Skarp­héð­ins­son, fyrrum utan­rík­is­ráð­herra og Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra, í þeim efn­um. Og það er hár­rétt hjá hon­um.

Þegar Fu Chengyu, stjórn­ar­for­maður Sin­opec, kom til Íslands í apríl 2012 skrif­aði hann undir sam­starfs­samn­ing í Þjóð­menn­ing­ar­hús­inu við Hauk Harð­ar­son hjá Orku Energy. Jóhanna og Wen Jiabao, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra Kína, voru bæði við­stödd und­ir­rit­un­ina. Það var Össur Skarp­héð­ins­son líka.

Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra var við­staddur und­ir­ritun SGEG, dótt­ur­fé­lags Orku Energy, við Zhouzhi-hverfið í Xian-­borg í Kína þann 3. júlí 2014. Hann kynnti sér líka starf­semi Orku Energy í Kína í ferð­inni.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kynnti sér lika starfsemi Orku Energy í Kína í júlí 2014. Mynd: Orkaenergy.com Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra kynnti sér lika starf­semi Orku Energy í Kína í júlí 2014. Mynd: Orka­energy.com

For­set­inn hefur stutt vel við Orku EnergyEn eng­inn stjórn­mála­maður hefur lík­ega komið meira að sam­skiptum Orku Energy við Sin­opec og kín­versk stjórn­völd en Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands. Sam­kvæmt heima­síðu for­seta­emb­ætt­is­ins hefur for­set­inn átt fjöl­marga fundi með stjórn­endum Sin­opec og íslenskum orku­fyr­ir­tækjum sem hafa verið í sam­starfi við kín­verska orkuris­ann frá árinu 2005. 16. jan­úar fund­aði hann með Wen Jiabao, for­sæt­is­ráð­herra Kína þar sem meðal ann­ars var rætt um um að efla sam­starf Orku Energy og Sin­opec. Þann 24. Febr­úar 2012 fund­aði Ólafur Ragnar með Hauki Harð­ar­syni þar sem rætt um „efl­ingu jarð­hita­nýt­ingar Kína, Fil­ipps­eyjum og víð­ar".

 

Fu Chengyu, stjórnarformaður Sinopec, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti ÍSlands, og Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orka Energy í apríl 2012. Fu Chengyu, stjórn­ar­for­maður Sin­opec, Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti ÍSlands, og Haukur Harð­ar­son, stjórn­ar­for­maður Orka Energy í apríl 2012. Mynd: Orka­energy.com

 

Þann 20. apríl 2012 birt­ist síðan önnur frétt heima­síðu emb­ætt­is­ins um jarð­hita­sam­vinnu við Kína. Þar sagði að for­set­inn hafi fundað með Fu Chengyu, stjórn­ar­for­manni Sin­opec, vegna þess að „Orka Energy og Sin­opec hafa samið um gríð­ar­legar hita­veitu­fram­kvæmdir Kína, sem m.a. felur sér stærstu hita­veitur heims [. .] Stjórn­ar­for­maður Sin­opec lýsti því yfir að fyr­ir­tæk­ið, sem er eitt af stærstu fyr­ir­tækjum heims, hefði ákveðið að gera sam­vinnu við ísland, Orku Energy og vís­inda- og tækni­sam­fé­lagið Islandi, að for­gangs­máli orku­stefnu fyr­ir­tæk­is­ins kom­andi árum og ára­tug­um".

Þann 26. Apríl 2012 átti for­set­inn fund með sendi­herra Víetnam á Íslandi þar sem meðal ann­ars var vikið að sam­koum­lagi „milli Orka Energy og Sin­opec, eins stærsta orku­fyr­ir­tækis Kína, um stór­felldar jarð­hita­fram­kvæmdir en Haukur Harð­ar­son, stjórn­andi Orka Energy, stýrir starf­semi þess í Asíu­löndum frá Víetna­m“.18. sept­em­ber 2013 átti Ólafur Ragnar síðan fund með Hauki Harð­ar­syni um jarð­hita­verk­efni í Kína, Fil­ipps­eyjum og fleiri lönd­um.

For­set­inn hefur því stutt Orku Energy mjög vel í útrás félags­ins.

Og Orka Energy hefur stutt við for­set­annOrka Energy hefur einnig stutt við Ólaf Ragn­ar. Félagið var eitt af níu félögum sem studdi fram­boð Ólafs Ragn­ars til for­seta sum­arið 2012. Félagið greiddi sam­tals 200 þús­und krónur kosn­inga­sjóð hans. Lög­fræði­stofa Gunn­ars Thorodd­sen ehf., sem er eigu Gunn­ars Thorodd­sen, fyrrum fram­kvæmda­stjóra Orku Energy, studdi einnig Ólaf með 200 þús­und króna fram­lagi. Alls námu fram­lög lög­að­ila 1.390 þús­undum króna og þessi tvö fram­lög þvi tæp­lega 30 pró­sent allra slíkra fram­laga sem Ólafur Ragnar þáði í aðdrag­anda síð­ustu for­seta­kosn­inga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None