Norðurslóðastefna Bandaríkjanna og hvernig hún kemur við Ísland

arctic.139396_1920.jpg
Auglýsing

Banda­ríkja­menn taka um þessar mundir við for­mennsku í Norð­ur­skauts­ráð­inu en leið­toga­fundur ráðs­ins stendur nú yfir í Iqaluit í Kanada. Það er skipað ríkj­unum átta sem liggja að norð­ur­slóð­um, Banda­ríkj­un­um, Dan­mörku, Finn­landi, Íslandi, Nor­egi, Kana­da, Rúss­landi og Sví­þjóð—en auk þess eiga sam­tök frum­byggja á svæð­inu fasta aðild. Of snemmt er að meta hvort órói vegna fram­ferðis Rússa und­an­farið muni hafa langvar­andi áhrif á sam­starfið á vett­vangi ráðs­ins. Sergei Lavrov utan­rík­is­ráð­herra Rúss­lands mætti ekki til fund­ar­ins nú, sem er við­snún­ingur frá fyrri tíð – auk þess sem Dmi­try Rogozin að­stoð­ar­-­for­sæt­is­ráð­herra hefur verið með ögrandi yfir­lýs­ing­ar.

Íslend­ingar eiga mikið undir því að Norð­ur­skauts­ráðið eflist og því er mik­il­vægt að skoða stefnu Banda­ríkja­manna í mál­efnum norð­ur­slóða og afstöðu þeirra til ráðs­ins. Banda­ríkja­menn eiga umtals­verðra beinna hags­muna að gæta á norð­ur­slóðum – þeir eiga meira en 1500 kíló­metra langa strand­lengju sem liggur að norð­ur­skauts­svæð­inu – en talið er að einn þriðji vinn­an­legrar olíu á svæð­inu liggi í jarð­lögum undan ströndum Ala­ska-­fylk­is. Banda­ríkja­menn hafa sýnt vilja til að efla Norð­ur­skauts­ráðið sem nær­vera utan­rík­is­ráð­herranna, John Kerry og Hill­ary Clint­on, á síð­ustu fundum ráðs­ins sýnir glögg­lega.

John Kerry John Kerry, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, stillir sér upp fyrir svo­kall­aða „selfie“ ljós­mynd á síð­asta fundi Norð­ur­skauts­ráðs­ins. Mynd: EPA

Auglýsing

 

Innan banda­ríska stjórn­kerf­is­ins eru lofts­lags­breyt­ingar og afleið­ingar þeirra að verða við­ur­kennt vanda­mál. Stofn­anir eins og varn­ar­mála­ráðu­neytið eru farnar að setja þjóðar­ör­yggi í sam­hengi við alþjóð­legt öryggi og Obama-­stjórnin hefur lagt fram ítar­lega stefnu um norð­ur­skauts­svæð­ið. Þar vekur athygli að und­ir­strikað er mik­il­vægi Haf­rétt­ar­sátt­mál­ans, að Banda­ríkja­menn muni virða ákvæði hans og vinna að full­gild­ingu. Ein­hver kynni að spyrja hvers vegna áhersla sé lögð á Haf­rétt­ar­sátt­mál­ann þar sem Banda­ríkja­menn hafi ekki enn full­gilt hann – en hafa verður í huga að nærri algilt er um alþjóða­lög að ríki leit­ast við virða þau hvað sem full­gild­ingu líð­ur.

Snemma árs 2014 var kynnt skýrsla um hvernig hinni nýju stefnu skuli fram­fylgt. Þar eru áréttuð þrjú meg­in­hags­muna­mál Banda­ríkj­anna hvað varðar norð­ur­slóð­ir; að tekið sé til­lit til þjóðar­ör­ygg­is; að gætt sé að ábyrgri umgengni og umsjón með svæð­inu; og að stuðlað sé að alþjóð­legri sam­vinnu. Þar er enn­fremur til­greint hvernig koma skuli upp örygg­is­kerfum hvað varðar fjar­skipti og veð­ur­at­hug­an­ir, og að safnað skuli saman og gerð aðgengi­leg þekk­ing á þróun líf­ríkis og nátt­úru vegna þeirra breyt­inga sem eru að verða—allt í góðri sam­vinnu við inn­fædda á svæð­inu. Þó hefur stefnan verið gagn­rýnd, að það skorti að tekið sé af skarið með raun­veru­lega fram­kvæmd. Banda­ríkja­menn séu um það bil ­tíu árum á eftir því sem mætti kalla ásætt­an­lega áætlun í norð­ur­slóða­málum hvað varðar upp­bygg­ingu inn­viða sem snúa að sam­göng­um, hafn­ar­mann­virkjum og fjar­skipt­um.

Þegar lesið er á milli lín­anna í orða­lagi stefn­unn­ar, sést að þar er talað um þjóðir en ekki ríki, mögu­lega til að skír­skota frekar til inn­fæddra íbúa svæð­is­ins sem hafa átt undir högg að sækja gagn­vart hinum full­valda ríkj­um. Einnig eru ríkin átta sem eru burða­rás­inn í Norð­ur­skauts­ráð­inu talin sér­stak­lega upp, því Banda­ríkja­menn hafa lagt áherslu á óskorað vægi ráðs­ins. Skemmst er að minn­ast þess er Hill­ary Clint­on, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra, setti ofan í við Kanada­menn fyrir að hafa boðað til fundar og und­an­skilið Íslend­inga, Finna, Svía og inn­fædda íbúa svæð­is­ins – hins svo­kall­aða fimm ríkja-­sam­starfs – sem reyndar hefur ekki verið áber­andi eða náð að skyggja á Norð­ur­skauts­ráðið sjálft.

Blikur á lofti?



Svo virð­ist sem Banda­ríkja­menn ein­setji sér að við­halda frið­sam­legu ástandi á norð­ur­slóðum og hafi þar ekki uppi hern­að­ar­legar áætl­an­ir. Banda­ríski flot­inn gaf nýlega út áætlun um norð­ur­slóðir til árs­ins 2030 og þar er talin lítil hætta á átökum á svæð­inu í fyr­ir­sján­legri fram­tíð. Þó getur brugðið til beggja vona og hugs­an­legt að deilur við Rússa vegna ógn­andi hegð­unar þeirra gætu breytt stöð­unni. Má þar nefna auk­inn hern­arð­ar­legan við­búnað Rússa á norð­ur­skauts­svæð­inu og nýlega atburði á Krím­skaga sem hafa sett sam­starf NATO við Rússa í bið. Mik­il­vægt er þó að hafa í huga að Rússar taka enn virkan þátt í starfi Norð­ur­skauts­ráðs­ins.

Hér er ekki gert lítið úr ógn­andi til­burðum Rússa á alþjóða­vett­vangi und­an­farin miss­eri. Þó er vara­samt að túlka aukna hern­að­ar­lega upp­bygg­ingu þeirra á svæð­inu norður af Rúss­landi sem beina hern­að­ar­lega ógn. Þetta styðja ummæli Roberts J. Papp, fyrrum aðmíráls og sér­staks full­trúa Hvíta húss­ins í mál­efnum norð­ur­slóða, sem telur Rússa ekki vera að hern­að­ar­væða norð­ur­slóð­ir. Þeir eiga þar þrátt fyrir allt um 17.500 kíló­metra langa strand­lengju og hafa lagt í tals­verðar fjár­fest­ingar í höfnum og annarri nauð­syn­legri þjón­ustu vegna norð­ur­-­sigl­inga­leið­ar­innar. Í því sam­hengi hefur verið bent á að öll starf­semi sem snýr að leit og björgun verði að miklu leyti á hern­að­ar­legum grunn­i ­vegna þess hversu svæðið er víð­femt og aðstæður erf­ið­ar.

Papp bendir einnig á að hvað sem atburðum í öðrum heims­hlutum líð­ur, meðal ann­ars í Úkra­ínu, sé mik­il­vægt að kynda ekki undir tor­tryggni og halda tengslum við Rússa. Þannig megi tryggja áfram frið­sam­legt sam­starf um norð­ur­slóðir og þau brýnu mál sem þar bíða úrlausna, eins og umhverf­is­mál. John Kerry utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna tók í sama streng í ræðu sinni á leið­toga­fund­inum í gær. Hann hvað aukin hern­að­ar­um­svif myndu ekki hafa áhrif á starf­semi Norð­ur­skauts­ráðs­ins – þau mál mætti ræða ann­ars­staðar – en lagði áherslu á mik­il­vægi sam­starfs svo bregð­ast mætti við lofts­lags­breyt­ingum og áhrifum þeirra á líf­ríki svæð­is­ins.

Rússaher, undir stjórn Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, hefur verið með ógnandi tilburði á alþjóðavettvangi undanfarin misseri. Mynd: EPA Vla­dimir Pútin - Rússar hafa þótt sýna ógn­andi fram­komu á alþjóða­vett­vangi und­an­farin miss­eri. Mynd: EPA

Hvernig snertir stefnan Ísland?



Þegar norð­ur­slóða­stefna Banda­ríkj­anna er skoðuð er ekki að merkja að Ísland komi þar mikið við sögu. Ekki þarf þó að vera að opin­ber stefnu­mótun afhjúpi allar áætl­anir sem á borð­inu eru, en athygli vekur þó að Ísland er aldrei nefnt í skýrslu um stefnu­mótun banda­ríska varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins, um fram­tíð­ar­á­form á norð­ur­slóð­um. Þar er hins vegar m.a. vísað í sam­starf um björg­unar og her­æf­ingar við Kanada­menn, Græn­lend­inga og Norð­menn.

Því má ekki gleyma að þrátt fyrir að Banda­ríkja­menn hafi lokað Kefla­vík­ur­stöð­inni hafa þeir enn öfl­uga fót­festu í Thule á Græn­landi, sem var og hefur verið mik­il­vægur hlekkur í varn­ar­keðj­unni á norð­ur­slóð­um. Hugs­an­leg umskipti á Græn­landi með meiri ítökum Kín­verja, og jafn­vel Rússa, gætu sett þrýst­ing á Banda­ríkja­menn um að skerpa á stöðu sinni þar. Ef Græn­lend­ingar settu Banda­ríkja­mönnum stól­inn fyrir dyrnar með auk­inni sam­vinnu við Kína eða Rússa myndi það hugs­an­lega færa áherslur Banda­ríkj­anna að Íslandi. Hafa ber í huga að í gildi er varn­ar­samn­ingur milli ríkj­anna og not­hæf aðstaða á Kefla­vík­ur­flug­velli, svo hægt væri að koma upp starf­semi á Íslandi með til­tölu­lega skömmum fyr­ir­vara.

Reynsla smá­ríkja sýnir að efl­ing alþjóð­legs sam­starfs er þeim í hag. Á það við um form­lega samn­inga og sátt­mála sem meðal ann­ars lúta að auð­linda­nýt­ingu, umhverf­is­vernd og örygg­is­mál­um. Á vef utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, þar sem fjallað er um auð­linda- og umhverf­is­mál, er áréttað að nýt­ing tæki­færa á norð­ur­slóðum krefj­ist virkrar milli­ríkja­sam­vinnu á grund­velli þjóða­rétt­ar. Sú stefna sem Banda­ríkja­menn hafa boð­að, með frek­ari efl­ingu Norð­ur­skauts­ráðs­ins og áherslu á umhverf­is­mál, verður að telj­ast Íslend­ingum til hags­bóta og gefa jafn­framt vonir um áfram­hald­andi frið­sam­legt ástand á norð­ur­slóð­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None