2569944241_657059696b_o.jpg
Auglýsing

Árið 1995 héldu átta menn fund í Kaup­manna­höfn. Í fund­ar­boð­inu stóð að ræða ætti þá hug­mynd að koma á í Dan­mörku sam­ræmdu far­gjalda­kerfi fyrir lest­ir, stræt­is­vagna og ferj­ur. Fund­ar­boð­andi kall­aði hug­mynd­ina Rej­sekort, Far­kort. Fund­ar­mönnum leist vel á hug­mynd­ina og nafn­ið. Lík­lega hefur það ekki hvarflað að átt­menn­ing­unum að tutt­ugu árum síðar yrði þessi, að þeim fann­st, bráð­snjalla hug­mynd kölluð heims­met í klúðri í dönskum fjöl­miðl­um.

Áður­nefndan fund sátu stjórn­endur dönsku járn­braut­anna og ann­arra stærstu sam­göngu­fyr­ir­tækja lands­ins, auk full­trúa danska sam­göngu­ráðu­neyt­is­ins. Á þessum tíma voru í gangi tutt­ugu og sex mis­mun­andi far­gjalda­kerfi í land­inu og lítil sem engin sam­ræm­ing og tak­mörkuð sam­vinna. Fram kom á þessum fundi að maður sem ætl­aði sér að ferð­ast frá Kaup­manna­höfn til Ála­borgar þyrfti að kaupa að minnsta kosti fimm, jafn­vel sex, mis­mun­andi miða til að kom­ast á leið­ar­enda. Þar að auki þyrfti þessi sami maður að hafa mikið fyrir að finna út hvað ferða­lagið myndi kosta, hvort væri hag­stæð­ara að leggja í hann að morgni eða síð­deg­is, um helgi eða á virkum degi og svo fram­veg­is. Far­gjalda­kerfið væri sem sé algjör frum­skógur þar sem erfitt var að rata. Far­kort væri lausn­in.

Fundir og kaffiÞótt átt­menn­ing­arnir á fund­inum 1995 hafi verið sam­mála um að Far­kortið væri ákjós­an­leg leið út úr far­gjalda­frum­skóg­inum gerð­ist fátt. Stjórn­endur sam­göngu­fyr­ir­tækj­anna ræddu málið og fóru sér að engu óðs­lega, málið var rætt innan ráðu­neyta sam­göngu, við­skipta og fjár­mála. Form­lega og óform­lega „hund­ruð funda, þús­undir kaffi­bolla,“ sagði yfir­maður hjá Dönsku járn­braut­un­um.

Járnbrautalest í Danmörku. Mynd: Wikipedia Járn­brauta­lest í Dan­mörku. Mynd: Wikipedi­a

Auglýsing

Svo var tekin ákvörðunEftir átta ár, árið 2003, var loks tekin ákvörðun um að láta til skarar skríða, breyta orðum í athafn­ir, eins og þáver­andi sam­göngu­ráð­herra orð­aði það. Sér­stakt fyr­ir­tæki, Rej­sekort A/S var stofn­að, að því stóðu sjö stærstu sam­göngu­fyr­ir­tæki lands­ins. Tvö ár liðu hins­vegar þangað til málið var afgreitt í þing­inu.

Þegar sam­þykki þings­ins var í höfn var efnt til sam­keppni um að hrinda verk­inu í fram­kvæmd. Ýmsir gagn­rýndu að fyr­ir­tækið sem varð fyrir val­inu, East-West Dan­mark (EWD) væri í eigu vopna­fram­leið­anda, en fyr­ir­tækið samdi síðan við IBM um hina tækni­legu útfærslu varð­andi ferða- og greiðslu­skrán­ingu og fleira þess hátt­ar. Sá samn­ingur var und­ir­rit­aður haustið 2005 og sam­kvæmt honum átti Far­kortið að kom­ast í gagnið árið 2009.

Ekki ein­falt málRóm var ekki byggð á einum degi segir mál­tæk­ið. Líkt reynd­ist það með danska Far­kort­ið, það var svo sann­ar­lega ekki hrist fram úr erminni. Það varð semsé fljótt ljóst að áætl­unin um að kortið yrði komið í notkun árið 2009 var algjör­lega óraun­hæf. For­svars­menn EWD til­kynntu strax árið 2006 að verk­efnið væri bæði mun tíma­frekara og flókn­ara en þeir, og allir aðr­ir, hefðu gert sér grein fyr­ir. „Það er ekki bara ljón á veg­inum heldur heil ljóna­hjörð,“ sagði fjöl­miðla­full­trúi fyr­ir­tæk­is­ins.

Öllum var líka ljóst að tæp­lega yrði aftur snúið og gerðir voru við­bót­ar­samn­ing­ar, bæði um tíma­mörk og fjár­veit­ingar til verks­ins. Árið 2007 byrj­aði hópur lestafar­þega, sjálf­boða­lið­ar, að „prufu­keyra“ kerfið á leið­inni frá Hró­arskeldu til Tølløse á Sjá­landi, um 30 kíló­metra leið. Ári seinna var for­stjóri Far­korts­fé­lags­ins rek­inn og einn af stjórn­endum Dönsku járn­braut­anna tók við. Það breytti litlu.

Stjórn­mála­menn ókyrr­astÞegar kom fram á árið 2009 var deg­inum ljós­ara að Far­kortið yrði ekki komið í gagnið áður en árið yrði á enda runn­ið. Nú fóru stjórn­mála­menn að ókyrrast, kosn­ingar nálg­uð­ust og ekki bein­línis heppi­legt að „vera með þetta Far­kortslík í lest­inn­i,“ eins og einn ráð­herra orð­aði það.

Rík­is­stjórn Ven­stre og Íhalds­flokks­ins hafði setið að völdum frá árinu 2001 og hafði tekið ákvörðun um að gera Far­kortið að veru­leika. Um mitt ár 2010 til­kynnti EWD að setja yrði meira fé í verkið og Far­kortið yrði ekki komið í gagnið fyrr en 2013. Sam­göngu­ráð­herr­ann tromp­að­ist og 1. des­em­ber veitti hann fyr­ir­tæk­inu hálfs mán­aðar frest til að gera grein fyrir því hvort þetta Far­kort yrði yfir­leitt að veru­leika. Svör EWD voru loð­in.

Þann 17. des­em­ber sama ár krafð­ist stjórn Rej­sekort A/S þess að EWD ábyrgð­ist að Far­kortið yrði komið í notkun um allt land árið 2012. Ann­ars yrði ein­fald­lega hætt við allt sam­an. Þegar þarna var komið var kostn­að­ur­inn orðin rúmur millj­arður danskra króna (tæpir tutt­ugu millj­arðar íslenskir) og aug­ljóst að hann ætti eftir að aukast umtals­vert ef takast ætti að gera Far­korts­draum­inn að veru­leika.

Hætt við að hætta en loks hættTil­gang­ur­inn með Far­kort­inu átti að vera sá að kerfið yrði ein­falt, not­and­inn þyrfti ekki að vera að stúss­ast í miða­kaupum sí og æ, kaupa marga miða til að ferð­ast inn­an­lands og svo fram­veg­is. Far­kortið er hægt að hafa í síma eða hafa kort (eins og greiðslu­kort) sem svo er borið upp að sér­stökum skynjara í upp­hafi og lok ferð­ar. Not­and­inn verður sér úti um kortið í upp­hafi og kaupir til­tekna inn­eign. Þegar komið er á áfanga­stað og „stimplað út“ sést hvað far­gjaldið kostar og jafn­framt sést inn­eign­in. Boðið er uppá „sjálf­virka áfyll­ing­u,“ þegar inn­eignin er komin í lág­mark, þá færir bank­inn umsamda upp­hæð inn á kort­ið.

20150425_102814 (1) Hið sögu­fræga danska klippikort sem brátt verður aflagt með öllu. Mynd: Borg­þór Arn­gríms­son.

Þetta hljómar allt mjög vel, og ein­falt, en ljónin á veg­inum hafa verið fleiri og stærri en nokkurn grun­aði. Meðal þess sem Far­kortið átti að leysa af hólmi var hið svo­kall­aða klippikort sem margir nota. Klippikortið var selt í sjoppum og versl­un­um, mjög ein­falt og vin­sælt, ekki síst meðal ferða­manna. Til­kynnt var að sölu klippikorts­ins yrði hætt 1. apríl 2011. Þegar ljóst var að Far­kortið yrði ekki komið í gagn­ið, og ekk­ert kæmi í stað klippikorts­ins, kröfð­ust stjórn­mála­menn þess að það yrði áfram í boði. Til að gera langa sögu stutta var sölu klippikorts­ins end­an­lega hætt 8. febr­úar í ár, tæpum fjórum árum seinna en til stóð. Hægt verður að nota kortin til 30. júní næst­kom­andi. Fólk kvartar hástöfum en það breytir engu, dagar klippikorts­ins eru tald­ir.

Not­endur Far­korts­ins eru nú um það bil millj­ón. Það eru langtum færri en gert var ráð fyrir og færri not­endur þýðir minni tekj­ur. Nýlega kom fram í fjöl­miðlum að kostn­að­ur­inn vegna korts­ins væri kom­inn í rúma tvo millj­arða danskra króna (tæpa fjöru­tíu íslenska). Og á eftir að aukast er full­yrt.

Ann­ríki í kvört­un­ar­deild­inniÞað er mikið ann­ríki í kvört­un­ar­deild Far­korts­ins. Um þessar mundir ber­ast um það bil 18 þús­und kvart­anir á mán­uði. Þær eru margs kon­ar: fólk skilur ekki hvernig kortið virkar, þarf að stimpla sig út og aftur inn ef farið er úr lest yfir í strætó og svo fram­vegis og svo fram­veg­is.

Í upp­hafi var mikið kvartað yfir háum sektum ef fólk gleymdi að stimpla sig út í lok ferðar (slík til­felli voru 800 þús­und í fyrra). Ráð­herra greip þá í taumana og nú telst sektin mjög hóf­leg. Í upp­hafi átti einnig að tryggja að far­gjald keypt með Far­korti yrði aldrei dýr­ara en hefð­bundnir miðar eða mánaða­kort. Þetta hefur ekki stað­ist í öllum til­vik­um.

Fram­tíðinDanski sam­göngu­ráð­herr­ann sagði fyrir nokkru í við­tali að fæð­ing­ar­hríðir Far­korts­ins hefðu bæði verið langar og strang­ar. Engan hefði grunað hversu flókið þetta verk­efni væri þegar upp var lagt og að aug­ljóst væri að tím­inn sem áætl­aður var til að koma þessu kerfi á hefði verið allt of skamm­ur. En það væri auð­velt að vera vitur eftir á. Ráð­herr­ann sagði sömu­leiðis að þetta verk­efni (sem ekki væri lok­ið) væri mjög metn­að­ar­fullt og ætti sér vart eða ekki hlið­stæðu í ver­öld­inni.

Hér gefur að líta Magnus Heunicke, samgöngumálaráðherra Danmerkur (fyrir miðju) á blaðamannafundi fyrir skemmstu. Mynd: EPA Hér gefur að líta Magnus Heun­icke, sam­göngu­mála­ráð­herra Dan­merkur (fyrir miðju), á blaða­manna­fundi fyrir skemmstu. Mynd: EPA

Heims­met sem eng­inn kærir sig um að eigaAgnúum Far­korts­ins fækkar eftir því sem meiri reynsla kemur á notkun þess, not­end­unum fjölgar og draum­ur­inn um ein­falt far­gjalda­kerfi er í dag miklu nær því að ræt­ast en hann var fyrir ein­ungis tveimur árum síð­an. Flestir eru sam­mála um þetta. Fjöl­miðl­arn­ir, sem taka ekki á stjórn­mála­mönnum með silki­hönskum heldur draga þá óhikað yfir nagla­brett­ið, segja að Far­kort­sæv­in­týrið endi örugg­lega vel en það breyti ekki því að það hafi ein­kennst af vand­ræða­gangi, óheyri­legum kostn­aði og alls kyns ves­eni. Málið sé ótví­rætt heims­met í klúðri.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None