Mynd: RÚV/Skjáskot

Ríkið hefur mánuð til að leggja fram fé í þjóðarhöll, annars byggir borgin íþróttahús á bílastæði

Árum saman hefur aðstöðuleysi barna og ungmenna sem æfa hjá Þrótti eða Ármann verið tengt við uppbyggingu nýjum þjóðarleikvöngum fyrir knattspyrnu og inniíþróttir. Sameiginlegur kostnaður hefur verið áætlaður allt að 24 milljarðar króna. Nú sér fyrir endann á því þrátefli. Borgarstjóri hefur gefið ríkinu rúman mánuð til að kynna fjármagnaðar tillögur að nýjum þjóðarleikvangi fyrir inniíþróttir. Gerist það ekki mun borgin byggja nýtt íþróttahús fyrir iðkendur í Laugardal. Og þar með taka engan þátt í kostnaði við uppbyggingu þjóðarleikvangsins.

Þjóð­ar­leik­vang­ar. Heim­ili lands­liða þar sem þjóð sam­ein­ast um að hvetja áfram hóp­í­þróttalið sem fóðra þjóð­ar­sjálfið á hátt sem erfitt er að útskýra, og enn erf­ið­ara að toppa. Góður árangur knatt­spyrn­u-, hand­bolta- og körfu­boltalands­liða Íslands hefur getu til að láta þjóð sem er oft ekki sam­mála um neitt nema að vera ósam­mála um flest leggja niður vopn­in, fall­ast í faðma og toga svo að öllu afli í sömu átt.

Í nokkur ár hefur hins vegar blasað við sú staða að þessi heim­ili lands­lið­anna eru úr sér geng­in. Þau upp­fylla ekki alþjóð­legar kröfur og eru annað hvort á und­an­þágum eða geta ekki hýst heima­leiki lands­liða. Getur þjóð sem tengir þjóð­ar­sjálfið jafn sterkt við lands­liðin sín spilað heima­leiki sína … að heiman?

Svarið hefur verið nei. Það sé ekki hægt. Ráð­ast þurfi í upp­bygg­ingu á nýjum þjóð­ar­leik­vangi í knatt­spyrnu og nýrri þjóð­ar­höll fyrir inni­í­þrótt­ir. 

Málið hefur hins vegar orðið að póli­tísku bit­beini milli rík­is­ins, sem vill byggja upp nýja leik­vanga í Laug­ar­dalnum þar sem hinir gömlu eru, og Reykja­vík­ur­borg­ar, sem vill fyrst og síð­ast hafa hags­muni iðk­enda tveggja hverf­is­fé­laga í Laug­ar­dalnum í fyr­ir­rúmi þegar kemur að upp­bygg­ingu mann­virkja þar. 

Úr hefur orðið reip­tog sem nú sér mögu­lega fyrir end­ann á. Í vik­unni var spilað út spili sem mun mögu­lega höggva á þennan hnút, en með þeim hætti að mikil óvissa verður um upp­bygg­ingu þjóð­ar­leik­vanga í Laug­ar­daln­um. 

Hvort það verði raunin mun ráð­ast innan mán­að­ar. 

Risa­stór íþrótta­fé­lög án íþrótta­húss

Íþrótta­fé­lögin Þróttur og Ármann reka fjöl­mennar íþrótta­deild­ir, sam­eig­in­lega einar þær fjöl­menn­ustu í Reykja­vík. Íþrótta­grein­arnar sem félögin bjóða upp á skar­ast ekki og því má líta á iðk­enda­hóp þeirra sem eina hverf­is­heild. Þannig rekur Þróttur til dæmis afar öfl­uga knatt­spyrnu­deild en Ármann hefur byggt upp risa­stóra körfuknatt­leiks­deild af mik­illi elju, á skömmum tíma. Félögin tvö þjón­usta þrjú rót­gróin hverfi í Laug­ar­daln­um: Laug­ar­nes-, Lang­holts- og Voga­hverfi. Auk þess var nýverið greint frá því að þau yrðu sam­eig­in­lega hverfa­fé­lög nýrrar Voga­byggð­ar. 

Aðstöðu­mál íþrótta­fé­laga og skóla í Laug­ar­dalnum hafa þó lengi verið í lama­sessi. Eini gervi­gras­völl­ur­inn í hverf­inu er ónýtur vegna ofnotk­unar og eina íþrótta­húsið sem upp­fyllir nútíma­kröfur um æfinga­að­stöðu, Laug­ar­dals­höll­inn, hefur oft verið tekin undir aðra notkun eins og tón­leika­hald og ráð­stefn­ur. Íþrótta­æf­ingar barna og ung­linga hafa þá verið látnar víkja fyrir öðrum tekju­ber­andi við­burð­um. Þess utan hefur Laug­ar­dals­höll­inn ekki verið í notkun í tvö ár vegna leka, og vand­ræða vegna útboðs­mála sem fylgdu við­gerð á henn­i. 

Í þarfa­grein­ingu sem Reykja­vík lét gera á aðstöðu íþrótta­fé­laga innan borg­ar­markanna fyrir nokkru lentu mál Þróttar og Ármanns í tveimur efstu sæt­un­um. Úrbætur á þeim voru þær brýn­ust­u. 

Árum saman hefur verið mik­ill þrýst­ingur frá þeim sem standa að rekstri íþrótta­fé­lag­anna, að uppi­stöðu sjálf­boða­liðum sem gefa tíma sinn til stjórn­ar­setu eða í önnur þörf verk­efni sem þarf að ráð­ast í til að vinna að fram­gangi þeirra, að unnin verði braga­bót á þessu ástand­i. 

Tími til að „grípa skófl­una“

Þessi aðstöðu­mál hafa svo bland­ast saman við boð­aða upp­bygg­ingu á nýjum þjóð­ar­leik­vöngum fyrir knatt­spyrnu og inni­í­þrótt­ir. Núver­andi þjóð­ar­leik­vangar eru enda báðir í Laug­ar­dalnum og upp­fylla, líkt og áður sagði, ekki lengur alþjóð­legar kröf­ur. Þá þarf að end­ur­nýja ef íslensk lands­lið ætla sér að spila heima­leiki sína á Íslandi í fram­tíð­inn­i. 

Lilja Alfreðsdóttir var ráðherra þjóðarleikvanga á síðasta kjörtímabili.
Mynd: Bára Huld Beck

Vegna þess­arar stöðu hafa átt sér stað við­ræður milli rík­is­ins ann­ars vegar og Reykja­vík­ur­borgar hins vegar um upp­bygg­ingu þjóð­ar­leik­vanga og hvort þeir gætu líka nýst til að besta æfinga­að­stöðu barna og ung­linga í Þrótti og Ármann sam­hliða.  

Haustið 2020, ári fyrir síð­ustu þing­kosn­ing­ar, skall á með yfir­lýs­ingum um þessi mál. Þann 22. sept­­em­ber það ár var birt til­­kynn­ing á vef stjórn­­­ar­ráðs­ins um að starfs­hópur um þjóð­­ar­­leik­vang fyrir inn­i­í­­þróttir hefði skilað skýrslu um helstu val­­kosti er snúa að upp­­­bygg­ingu slíks íþrótta­­mann­­virk­­is. Lilja Alfreðs­dótt­ir, þáver­andi mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra, hafði skipað starfs­hóp­inn til þess að afla upp­­lýs­inga um kröfur sem gerðar voru til mann­­virkja sem hýsa alþjóð­­lega leiki og mót auk þess að greina þarfir fyrir slíkt mann­­virki hér­­­lend­­is. 

Helstu nið­­ur­­stöður hóps­ins voru þær að engin mann­­virki á Íslandi upp­­­fylltu þær kröfur sem gerðar eru til sér­­­sam­­banda vegna alþjóð­­legra keppna eða land­s­­leikja í hand­knatt­­leik og körfuknatt­­leik.

Til að upp­­­fylla alþjóð­­legar kröfur yrði að byggja nýtt mann­­virki. Ver­kís verk­fræð­i­­stofa var fengin til þess að gera kostn­að­­ar­­mat á bygg­ingu mann­­virkis ásamt því að leggja mat á rekstr­­ar­­kostn­að. Heild­­ar­­kostn­aður við bygg­ingu þjóð­­ar­­leik­vangs fyrir inn­i­í­­þróttir var áætl­­að­ur á bil­inu 7,9 til 8,7 millj­­arðar króna. Mun­­ur­inn fólst í því hvort húsið eigi að taka fimm þús­und eða 8.600 áhorf­end­­ur. 

Laugardalshöllin er rekin á undanþágu þar sem hún uppfyllir ekki alþjóðlega staðla. Hún hefur auk þess ekki verið í notkun í tvö ár vegna leka.
Mynd: RÚV/Skjáskot

Í til­­kynn­ing­unni var haft eftir mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra að fram undan væri að tryggja fjár­­­mögnun og sam­vinnu við helstu sam­­starfs­að­ila. Síðar þyrfti að „ráð­­ast í hönnun og grípa skófl­una og byggja fram­­tíð­­ar­­leik­vanga fyrir lands­lið Íslend­inga, íþróttaunn­endur og iðk­endur á öllum aldri.“

Bókað í þverpóli­tískri sátt

Í sama mán­uði, sept­em­ber 2020, skil­aði breska ráð­gjafa­fyr­ir­tækið AFL val­kosta­grein­ingu um end­ur­nýjun þjóð­ar­leik­vangs í knatt­spyrnu. Nið­­ur­­staða hennar var að hag­­­kvæm­­­asti kost­­­ur­inn varð­andi bygg­ingu nýs þjóð­­­ar­­­leik­vangs í knatt­­­spyrnu væri að byggja nýjan fót­­­bolta­­­völl með sætum fyrir 15 þús­und áhorf­endur og að ekki væri fýsi­­­legt til langs tíma að ráð­­­ast í end­­­ur­bætur á Laug­­­ar­dals­velli. Kostn­aður við hann var áætl­aður 10-15 millj­arðar króna. 

Þann 10. nóv­em­ber 2020 mark­aði Reykja­vík­ur­borg sér þá stefnu, í tengslum við for­gangs­röðun fjár­fest­inga í íþrótta­mál­um, að hún væri til­búin til að koma að fjár­mögnun þjóð­ar­leik­vanga í knatt­spyrnu og frjálsum íþróttum (síð­ar­nefndi yrði nauð­syn­legur þar sem færa þarf frjáls­í­þrótta­að­stöðu frá Laug­ar­dals­velli til að upp­fylla alþjóða­kröf­ur) ef aðstaða á þeim myndi nýt­ast börnum og ung­l­ingum til æfinga og keppn­i. 

Borg­ar­ráð sam­þykkti bókun þess efnis þennan dag sem full­trúar allra flokka sem þar sátu sam­þykktu. Þar stóð meðal ann­ars: „Reykja­vík­ur­borg lýsir sig til­búna til að leggja núver­andi knatt­spyrnu­völl og mann­virki, og núver­andi fram­lög vegna rekstrar vall­ar­ins eða jafn­gildi þeirra inn í verk­efn­ið. Aðkoma borg­ar­innar að þjóð­ar­leik­vangi í knatt­spyrnu byggir að öðru leyti á þeirri for­sendu að frek­ari fjár­mögn­un, fram­kvæmda­á­hætta og rekstr­ar­á­hætta vegna leik­vangs­ins verði ekki á hendi Reykja­vík­ur­borgar heldur ann­arra aðila að verk­efn­in­u.“

Þennan sama dag, 10. nóv­em­ber 2020, sendi mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráðu­­neytið frá sér til­­kynn­ingu þar sem greint var frá því að rík­­is­­stjórnin hefði sam­­þykkt á fundi sínum þann dag að hefja við­ræður við Reykja­vík­­­­­ur­­­borg um næstu skref vegna bygg­ingu nýs þjóð­­­ar­­­leik­vangs, að til­­­lögu þáver­andi mennta- og menn­ing­­­ar­­­mála­ráð­herra og Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra. 

Í til­­kynn­ing­unni var meðal ann­­ars haft eftir Lilju Alfreðs­dótt­ur að það væri löngu tíma­­bært að ráð­­ast í bygg­ingu nýs þjóð­­ar­­leik­vangs og að hún væri „von­­góð um að hann muni rísa á næstu fimm árum.“

„Ég er er fullur bjart­­­sýni um að lend­ing náist í því og að nýr þjóð­­­ar­­­leik­vangur rísi sem allra fyrst,“ sagði Bjarni Bene­dikts­­son á sama stað.

Þol­in­mæðin á þrotum

Þegar fjár­­­mála­á­ætlun síð­ustu rík­­is­­stjórn­­­ar­ fyrir árin 2022-2026 var birt í mars 2021, rúmum fjórum mán­uðum síð­­­ar, kom hins vegar í ljós að ekki var gert ráð fyrir því í áformum stjórn­­­valda að fjár­­­magni yrði veitt í verk­efnin út árið 2026.

Þol­in­mæði íþrótta­fé­lag­anna í Laug­ar­dal brast end­an­lega og þau settu auk­inn kraft í kröfur sínar um úrbæt­ur.  

Þann 24. mars 2021 und­ir­rit­uðu Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, og full­trúar íþrótta­fé­lag­anna í Laug­ar­dal sam­eig­in­lega vilja­yf­ir­lýs­ingu um upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja fyrir börn og ung­menni í Laug­ar­dal. Þar sagði meðal ann­ars að aðilar væru „sam­mála um að lokið verði við þarfa­grein­ingu vegna nýs íþrótta­húss fyrir félögin og að strax hefj­ist und­ir­bún­ingur við gerð nýs deiliskipu­lags byggt á hug­myndum félag­anna um íþrótta­mann­virki í Laug­ar­dal“.

Sum­arið 2021 var sam­þykkt nýtt deiliskipu­lag sem gerði ráð fyrir að tveir nýir gervi­gras­vellir yrðu lagðir á gamla Val­bjarn­ar­vell­ingum í Laug­ar­dal sem myndu þjóna knatt­spyrnu­deild Þrótt­ar. Fram­kvæmdir við lagn­ingu þeirra töfð­ust vegna kæru­mála í tengslum við útboð en hófust lokst í mars og á að ljúka í sum­ar. 

Teikning af því íþróttahúsi sem gæti risið við félagssvæði Þróttar og Ármanns.
Mynd: Skjáskot

Þá stóð eftir inn­an­hús­að­staða íþrótta­fé­lag­anna í Laug­ar­dal. Af hverju var eig­in­lega verið að þvæla þjóð­ar­leik­vöngum saman við aðstöðu fyrir börn og ung­linga í Laug­ar­dal? 

Ástæðan er sú að gólf­flötur í nýrri þjóð­ar­höll er slíkur að hann rúmar fjóra fulla keppn­is­velli í hand­bolta. Þegar þeim yrði bætt við þá tvo velli sem eru í Laug­ar­dals­höll gæti þjóð­ar­hall­ar­lausnin skilað iðk­endum í Laug­ar­dal alls sex æfinga­völlum í fullri stærð, sem þyrfti að deila með lands­liðum þegar þannig bæri und­ir.

Mynd úr glærukynningu borgarstjóra 2. mars 2022.
Mynd: Skjáskot.

Nýtt íþrótta­hús á bíla­stæð­inu við hlið Þrótta­heim­il­is­ins myndi skila tveimur nýjum völlum í fullri stærð og því var ávinn­ing­ur­inn að þjóð­ar­hall­ar­leið­irn­ir, mjög ein­fald­lega, fleiri vell­ir. Meira pláss.

„Komið að því að bretta upp ermarnar og klára þetta mál“

Kosið var í sept­em­ber 2021 og flokk­arnir þrír, Vinstri græn, Fram­sókn­ar­flokkur og Sjálf­stæð­is­flokk­ur, sem stýrðu land­inu á síð­asta kjör­tíma­bili end­ur­nýj­uðu sam­starf sitt. Sá sem vann mesta kosn­inga­sig­ur­inn, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, gerði þjóð­ar­leik­vanga að kosn­inga­máli. Í mál­efna­á­herslum hans fyrir kosn­ingar sagði að flokk­ur­inn vildi „byggja nýja þjóð­ar­leik­vanga á næsta kjör­tíma­bili í sam­starfi við íþrótta­hreyf­ing­una.“ 

Þremur dögum fyrir kosn­ing­arnar skrif­uðu þrír for­víg­is­menn flokks­ins: Lilja Alfreðs­dótt­ir, Willum Þór Þórs­son og Ásmundur Einar Daða­son grein sem birt­ist á Vísi og bar fyr­ir­sögn­ina „Þjóð­ar­höllin rísi“. Þar sagði meðal ann­ars: „Ef við ætlum áfram að eiga íþrótta­fólk í fremstu röð á heims­vísu verðum við að bæta úr aðstöðu­mál­um, ann­ars er raun­veru­leg hætta á að við drög­umst aftur úr öðrum þjóð­um. Nú er komið að því að bretta upp ermarnar og klára þetta mál sem hefur allt of lengi fengið að mara í hálfu kafi.“

Málið rataði inn í nýjan stjórn­ar­sátt­mála en orða­lagið þar var afar loð­ið. Þar stóð ein­fald­­lega: Unnið verður áfram að upp­­­bygg­ingu þjóð­­ar­hallar inn­i­í­­þrótta og þjóð­­ar­­leik­vanga.

Þjóð­ar­leik­vangur „á þessu kjör­tíma­bili“

Eftir kosn­ing­arnar voru mál­efni þjóð­ar­leik­vanga flutt undir í nýtt mennta- og barna­mála­ráðu­neyti Ásmundar Ein­ars Daða­son­ar. 

Hann sagði í umræð­u­þætt­inum Pall­­borð­inu á Vísi þann 9. des­em­ber 2021 að upp­­­bygg­ing þjóð­­ar­­leik­vanga, fyrir knatt­spyrnu og inni­í­þrótt­ir, væru eitt af þeim verk­efnum sem væru efst á hans lista á þessu kjör­­tíma­bili. „Ég reikna með því að mitt fyrsta mál sem ég fer með inn í rík­­is­­stjórn varði þetta mál. Fyrsti fund­­ur­inn sem ég tók sem ráð­herra var með ÍSÍ og sér­­­sam­­bönd­unum í gær. Það er líka til að und­ir­­strika mik­il­vægi þessa mál­efna­­flokks." 

Þar sagði Ásmundur Einar einnig að dregið gæti til tíð­inda í mál­inu í des­em­ber 2021. „Minn hugur stendur nú til þess að á þessu kjör­­tíma­bili geti maður farið á heima­­leiki á nýjum þjóð­­ar­­leik­vang­i.“

Ekk­ert breyst á 30 árum

Nokkrum vikum áður hafði einn fremsti körfuknatt­leiks­leik­maður Íslands­sög­unn­ar, Jón Arnór Stef­áns­son, mætt í við­tal við Stöð 2 þar sem hann fór yfir að aðstöðu­leysið sem blasti við börnum og ung­mennum í Laug­ar­dal til inni­í­þrótta. Jón Arn­ór, sem er íbúi í hverf­inu og á börn sem stunda þar íþrótt­ir, sagði stöð­una þá sömu og hann hefði staðið frammi fyrir 30 árum áður, þegar Jón Arnór var að alast upp í hverf­inu.

Þá leiddi aðstöðu­leysið í Laug­ar­dal til þess að Jón Arn­ór, og margir aðrir leik­menn sem skip­uðu lyk­il­hlut­verk í gull­ald­ar­liði KR í körfu­bolta fyrr á þess­ari öld, leit­uðu í Vest­ur­bæ­inn til æfinga.

Jón Arnór fylgdi því eftir með grein sem birt­ist á Vísi 1. mars sem bar heitið „Er Degi alveg sama?“. „Enn á ný virð­ist stra­tegían vera sú að þvæla umræðu um þjóð­ar­höll inn í málið og forð­ast þannig að gefa skýr svör.

Jón Arnór Stefánsson í leik með íslenska körfuboltalandsliðinu í Laugardalshöll.
Mynd: Skjáskot/RÚV

Mig langar því að spyrja aft­ur. Stendur til að byggja fjöl­nota íþrótta­hús fyrir íþrótta­fé­lögin í hverf­inu, eða er Degi og félögum alveg sama um íþrótta­iðk­endur hverf­is­fé­laga Laug­ar­dals­ins?“

Dagur gaf lof­orð

Birt­ing grein­ar­innar var ekki til­vilj­un. Dag­inn eft­ir, 2. mars, hélt Dagur opinn íbúa­fund í Laug­ar­nes­skóla þar sem meðal ann­ars var rætt ítar­lega um aðstöðu­mál íþrótta­fé­lag­anna. Þar sagði Dagur að Reykja­vík­ur­borg hefði tekið frá fjár­muni í upp­bygg­ingu íþrótta­húss og að hún héldi því enn opnu hvort þeim yrði best varið í þjóð­ar­höll eða í sér­stakt íþrótta­hús. Skil­yrðið væri að pen­ing­arn­ir, um tveir millj­arðar króna, myndu nýt­ast fyrir börn og ung­menni í Laug­ar­dal. 

Borg­ar­stjór­inn sagði á fund­inum að því yrði gefin mjög skammur tími að láta á þetta reyna. „Við erum búin að taka frá pen­inga fyrir öðrum hvorum kost­in­um. Þannig að það verður að skýr­ast á þessu vori, og ég hef rætt það síð­ast í gær við fleiri en einn ráð­herra í rík­is­stjórn Íslands, að ríkið ætli sér raun­veru­lega að fara í þetta og setji pen­ing á borð­ið. Ef að það ger­ist ekki þá förum við í sér­stakt hús fyrir Þrótt og Ármann,“ ­sagði Dagur á fund­in­um.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, á íbúafundi í Laugardal 2. mars síðastliðinn.
Mynd: Skjáskot/reykjavik.is

Hann fékk spurn­ingu úr sal um hversu skammur tími yrði gefin og sagði að slaki yrði gef­inn fram að birt­ingu nýrrar fjár­mála­á­ætl­unar rík­is­stjórn­ar­innar fyrir árin 2023-2028.  „Ég segi að ef það verða ekki pen­ingar í þetta þar þá meina þau ekk­ert með þessu. Þannig að fyrir 1. maí þarf þetta að liggja fyr­ir. Ann­ars legg ég til­lögu fyrir borg­ar­ráð 5. maí.“

Ekk­ert í nýrri fjár­mála­á­ætlun og Dagur stendur við dag­setn­ing­una

Fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar var birt í fyrra­dag. Þar er ekki gert ráð fyrir fjár­munum í upp­bygg­ingu þjóð­ar­leik­vanga út árið 2028. For­menn KSÍ og KKÍ, Vanda Sig­ur­geirs­dóttir og Hannes S. Jóns­son, voru sam­mála í sam­tali við Frétta­blaðið að áætl­unin væri ekki með neinum hætti í takti við það sem ráða­menn hefðu sagt. „Þetta er bara eins og að vera sleg­inn niður að fá svona kaldar kveðj­ur,“ sagði Hann­es.

KSÍ hefur átt í óform­legum sam­skiptum við verk­efna­hóp sem þróar hug­­mynd­ir um að reisa nýj­an þjóð­ar­leik­vang fyr­ir knatt­­spyrnu á fé­lags­­svæði Breiða­bliks í Kópa­vogi, og fjár­­­magna hann með svo­­kall­aðri grænni inn­viða­fjár­­­fest­ingu þar sem fast­­eigna­­fé­lag kæmi að fjár­­­mögn­un og rekstri, með aðkomu líf­eyr­is­­sjóða.

Í ljósi nýj­ustu tíð­inda um að ekk­ert fjár­magn hafi verið tekið sér­tækt frá í bygg­ingu nýs þjóð­ar­leiksvangs í knatt­spyrnu gæti það sam­tal þró­ast áfram. 

Dagur B. Egg­erts­son segir í sam­tali við Kjarn­ann að ekk­ert hafi breyst að hans hálfu. Allt standi sem sagt var á íbúa­fund­inum og hann mun leita skýr­inga á stöð­unni frá rík­is­stjórn­inni. „Það hefur legið fyrir að ef Þjóð­ar­höll­inn er ekki að fara strax í bygg­ingu þá telji borgin ekki hægt að bíða með úrbætur á aðstöðu í Laug­ar­daln­um. Borgin lagði þá línu að áform um Þjóð­ar­höll þyrftu að vera föst í hend­i.“ 

Að óbreyttu verður því lögð til­laga fyrir borg­ar­ráð Reykja­víkur 5. maí næst­kom­andi, níu dögum fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, um að byggja íþrótta­hús fyrir Þrótt og Ármann á bíla­stæð­inu við Þrótt­ara­heim­ilið í Laug­ar­dal.

Óskil­greint fjár­fest­inga­svig­rúm

Ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar sem bera ábyrgð á ann­ars vegar fjár­mála­á­ætlun og hins vegar þjóð­ar­leik­vöngum brugð­ust báðir við í vik­unni. Ásmundur Einar sagði við RÚV að það ætti ekki að lesa of mikið í það að fjár­magn í þjóð­ar­leik­vanga væri ekki á fimm ára áætlun rík­is­sjóð. „Fyrsta mál mitt í rík­is­stjórn var skipun sér­staks stýri­hóps sem hefur verið að halda utan um verk­efn­ið. Hann er að skila af sér núna svona milli­-­til­lögu, skulum við segja, öðru hvoru megin við helg­ina og er þar af leið­andi að marka þá verk­efnið áfram.“

Þegar Ásmundur Einar var spurður út í málið í þing­sal í gær sagð­ist hann „reikna með því að öðrum hvorum megin við þessa helgi munum við kynna hvernig við sjáum fyrir okkur skrefin stigin á þessu kjör­­tíma­bili hvað það snert­­ir. Í fram­hald­inu gæti farið fram áfram­hald­andi sam­­tal við borg­ina.“

Bjarni birti stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann kenndi því um að ekki hefði náðst sam­komu­lag milli ríkis og borgar um „fjár­hags­legt fram­lag og aðra þætt­i“. Það ásamt heims­far­aldri hefði leitt til þess að áætl­anir hefðu raskast. „Varð­andi fjár­mála­á­ætlun er því til að svara að það er rangt sem ég les í fjöl­miðlum að ekki sé minnst á þjóð­ar­leik­vanga. Á bls. 330 segir bein­línis að gert sé ráð fyrir að á næstu árum rísi þjóð­ar­leik­vangar og á bls. 90 kemur fram að óráð­stafað fjár­fest­inga­svig­rúm fari vax­andi eftir því sem líður á áætl­un­ar­tíma­bil­ið. Slíkt svig­rúm getur einmitt nýst til þess að klára fjár­mögn­un  mann­virkja eins og þjóð­ar­leik­vanga, sem á þessum tíma­punkti liggur reyndar ekki end­an­lega fyrir hvar eiga að rísa og að hvaða marki borgin eða aðrir ætli að taka þátt í að fjár­magna.“

Ég tek eftir því að borg­ar­stjóri segir þjóð­ar­leik­vanga hvergi getið í fjár­mála­á­ætlun og hann ætli þá mögu­lega að...

Posted by Bjarni Bene­dikts­son on Tues­day, March 29, 2022

Því er staðan sú að íslenska ríkið hefur til 1. maí að leggja fram fjár­magn­aða til­lögu um upp­bygg­ingu á þjóð­ar­leik­vangi fyrir inni­í­þróttir í Laug­ar­dal. Kostn­aður við nýjan Laug­ar­dals­völl og nýja þjóð­ar­höll er sam­eig­in­lega áætl­að­ur, sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi gögn­um, allt að 23,7 millj­arðar króna. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar