Ríkið, olíurisinn, Polska Press og umboðsmaðurinn

Á mánudag frysti dómstóll í Varsjá kaup olíufélagsins Orlen á einni stærstu fjölmiðlasamsteypu landsins. Sjálfstæður umboðsmaður þingsins kærði ákvörðun samkeppnisyfirvalda um viðskiptin og telur þau vega að fjölmiðlafrelsi í landinu. Það telja fleiri.

Orlen er stærsta fyrirtæki Póllands og lýtur stjórn ríkisins, sem á í því 27,5 prósent hlut.
Orlen er stærsta fyrirtæki Póllands og lýtur stjórn ríkisins, sem á í því 27,5 prósent hlut.
Auglýsing

Í Póllandi standa nú yfir athyglisverðar deilur, en á mánudag frysti dómstóll í höfuðborginni Varsjá kaup olíufélagsins PKN Orlen á útgáfufélaginu Polska Press Group, sem er eitt stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtæki landsins. Það gefur út 20 staðbundin dagblöð, fjölmörg vikurit af ýmsu tagi og er einnig með umsvifamikla útgáfu á netinu.

Olíufélagið er stærsta fyrirtæki Póllands. Það er í 27,5 prósent eigu ríkis og með sterk tengsl við stjórnvöld. Stjórnarandstæðingar hafa horft á kaup þess á Polska Press sem enn eina aðgerðina sem miðar að því að sölsa stofnanir í landinu undir hæl ráðandi afla, stjórnarflokksins Laga og réttlætis (PiS). Orlen hefur neitað þessu og segir kaupin eingöngu fara fram á viðskiptalegum forsendum.

Polska Press Group gefur út um 20 staðbundin dagblöð í héruðum landsins og er fyrirferðamikið í annarri útgáfu sömuleiðis. Mynd: Polska Press.

Daniel Obajtek, forstjóri Orlen, er þó með sterk tengsl við ráðandi öfl í landinu. Vefritið Visegrád Post lýsir risi hans frá því að PiS komst til valda árið 2015 sem allt að því stjarnfræðilegu. Í nýlegri umfjöllun segir að álitsgjafar lýsi honum sem einum nánasta trúnaðarmanni Jaroslaws Kaczynski, leiðtoga PiS. Hann sé jafnvel talinn hafa meira vald en almennir ráðherrar í ríkisstjórn landsins og nýlega hafi verið á kreiki sögusagnir (sem var neitað) um að hann væri við það að taka við sem forsætisráðherra landsins af Mateusz Morawiecki.

Stjórnvöld vilja koma pólskum miðlum í pólska eigu

Kaup Orlen á Polska Press voru undirrituð með fyrirvara um samþykki pólsku samkeppnis- og neytendamálastofnunarinnar (UOKiK) í desembermánuði, en Polska Press var áður í eigu þýska útgáfufélagsins Verlagsgruppe Passau.

Stjórnvöld í Póllandi hafa verið opinská með að þau vilji að fjölmiðlar í landinu séu í pólskri eigu. Hafa ráðamenn farið fram með kenningar þess efnis að miðlar í eigu útlendinga, sem séu allt of margir, stundi andpólskan áróður. Ákveðnir miðlar, sem hafa verið gagnrýnir á þróun mála og stefnu ríkisstjórnarinnar í Póllandi undanfarin ár, séu að ganga erinda Evrópusambandsins eða Bandaríkjanna.

Á sama tíma hafa ráðandi öfl í Póllandi hert mjög tök sín á ríkisreknum fjölmiðlum undanfarin ár, raunar svo mjög að fyrir löngu hafa fréttamenn þar sjálfir ljáð máls á því að þeim líði eins og þeir séu að starfa fyrir áróðursvél PiS. Margir blaða- og fréttamenn hafa hætt á ríkismiðlunum vegna óboðlegra starfsaðstæðna, eða verið látnir fara fyrir að láta illa að stjórn.

Frá árinu 2015 hefur Pólland fallið úr 18. sæti niður í 62. sæti á fjölmiðlafrelsismælikvarða Blaðamanna án landamæra, World Press Freedom Index.

Umboðsmaður kærði ákvörðun samkeppnisstofnunarinnar

Ekki leit út fyrir annað en að kaupin á Polska Press væru að ganga í gegn í febrúarmánuði, en þá kom grænt ljós frá samkeppnismálastofnuninni. Adam Bodnar, sem gegnir embætti umboðsmanns mannréttinda og er skipaður í það embætti af þinginu, greip þá til sinna ráða.

Adam Bodnar er umboðsmaður mannréttinda í Póllandi. Mynd: Adrian Grycuk

Hann kærði ákvörðun samkeppnisstofnunarinnar og sagði stofnunina ekki hafa skoðað hvort kaup Orlen á Polska Press myndu hafa skaðleg áhrif á fjölmiðlafrelsi í Póllandi. Dómstóllinn í Varsjá féllst á að frysta kaupin af þessum sökum og ógilti ákvörðun UOKiK.

Í umfjöllun Politico um málið segir að samkeppnisstofnunin hafi svarað þessari niðurstöðu með því að gagnrýna dómstólinn, sem hefði með þessari ákvörðun sinni sett vafasamt fordæmi. Í yfirlýsingu stofnunarinnar hefði komið fram að það væri utan hennar hæfnisviðs að meta hvort viðskipti hefðu skaðleg áhrif á fjölmiðlafrelsi.

Óljóst er hvert framhaldið á þessari sögu verður – en Obajtek, forstjóri Orlen, sagði dómstólinn hreinlega ekki hafa vald til þess að stöðva kaup félagsins á Polska Press, þar sem þau hafi formlega gengið í geng þegar í upphafi marsmánaðar. Á Twitter-reikningi sínum lýsti Obajtek því yfir að ákvörðun dómstólsins skipti í rauninni engu máli.

Síðasta verk umboðsmannsins?

Það gæti orðið síðasta verk Bodnar sem umboðsmanns mannréttinda í Póllandi að leggja stein í götu þessara viðskipta, þó ef til vill verði það bara tímabundið. Fimm ára skipan hans rann formlega út í septembermánuði og mikið þrátefli hefur verið í pólska þinginu um hver skuli taka við af honum, allar götur síðan.

Samþykkja þarf nýjan umboðsmann í báðum deildum þingsins. Stjórnarandstaðan, sem er með nauman meirihluta í efri deildinni, hefur neitað að samþykkja fulltrúa sem neðri deild þingsins, þar sem stjórnarliðar hafa meirihluta, tilnefnir.

Auglýsing

Bodnar hefur ákveðið að halda áfram að sinna sínum störfum á meðan ekki er búið að útkljá málin, en lög segja til um að þannig eigi hlutirnir að ganga fyrir sig.

Það er hins vegar umdeilt á sviði stjórnmálanna. Stjórnlagadómstóll Póllands mun á morgun, fimmtudag, kveða upp úrskurð um það hvort Bodnar megi starfa áfram þar til eftirmaður hans er fundinn. Stjórnarliðar eru að láta reyna á lögin sem heimila Bodnar að starfa eftir skipunartíma sinn.

Feneyjanefndin, ráðgjafahópur Evrópuráðsins um stjórnarskrártengd málefni, lýsti yfir þungum áhyggjum af stöðu mála skömmu eftir að skipan Bodnar rann út síðasta haust og sagði það vega að réttindum pólskra borgara og annara íbúa landsins ef embætti umboðsmanns fengi ekki að starfa eðlilega.

Í frétt AP-fréttastofunnar um afstöðu Feneyjanefndarinnar segir að embætti umboðsmannsins hafi verið nánast eina stofnun pólska ríkisins sem staðið hafi sjálfstæð í gegnum stjórnartíð Laga og réttlætis, þar sem jafnvel dómsvaldið hefur færst undir hæl framkvæmdavaldsins.

Stjórnarliðar hafa hins vegar sumir sakað Bodnar um að vera málpípa stjórnarandstöðunnar – jafnvel flugumaður erlendra ríkja.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiErlent