Ríkið, olíurisinn, Polska Press og umboðsmaðurinn

Á mánudag frysti dómstóll í Varsjá kaup olíufélagsins Orlen á einni stærstu fjölmiðlasamsteypu landsins. Sjálfstæður umboðsmaður þingsins kærði ákvörðun samkeppnisyfirvalda um viðskiptin og telur þau vega að fjölmiðlafrelsi í landinu. Það telja fleiri.

Orlen er stærsta fyrirtæki Póllands og lýtur stjórn ríkisins, sem á í því 27,5 prósent hlut.
Orlen er stærsta fyrirtæki Póllands og lýtur stjórn ríkisins, sem á í því 27,5 prósent hlut.
Auglýsing

Í Pól­landi standa nú yfir athygl­is­verðar deil­ur, en á mánu­dag frysti dóm­stóll í höf­uð­borg­inni Var­sjá kaup olíu­fé­lags­ins PKN Orlen á útgáfu­fé­lag­inu Pol­ska Press Group, sem er eitt stærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins. Það gefur út 20 stað­bundin dag­blöð, fjöl­mörg viku­rit af ýmsu tagi og er einnig með umsvifa­mikla útgáfu á net­inu.

Olíu­fé­lagið er stærsta fyr­ir­tæki Pól­lands. Það er í 27,5 pró­sent eigu ríkis og með sterk tengsl við stjórn­völd. Stjórn­ar­and­stæð­ingar hafa horft á kaup þess á Pol­ska Press sem enn eina aðgerð­ina sem miðar að því að sölsa stofn­anir í land­inu undir hæl ráð­andi afla, stjórn­ar­flokks­ins Laga og rétt­lætis (PiS). Orlen hefur neitað þessu og segir kaupin ein­göngu fara fram á við­skipta­legum for­send­um.

Polska Press Group gefur út um 20 staðbundin dagblöð í héruðum landsins og er fyrirferðamikið í annarri útgáfu sömuleiðis. Mynd: Polska Press.

Daniel Obajtek, for­stjóri Orlen, er þó með sterk tengsl við ráð­andi öfl í land­inu. Vefritið Visegrád Post lýsir risi hans frá því að PiS komst til valda árið 2015 sem allt að því stjarn­fræði­legu. Í nýlegri umfjöllun segir að álits­gjafar lýsi honum sem einum nán­asta trún­að­ar­manni Jaros­laws Kaczynski, leið­toga PiS. Hann sé jafn­vel tal­inn hafa meira vald en almennir ráð­herrar í rík­is­stjórn lands­ins og nýlega hafi verið á kreiki sögu­sagnir (sem var neit­að) um að hann væri við það að taka við sem for­sæt­is­ráð­herra lands­ins af Mateusz Morawi­ecki.

Stjórn­völd vilja koma pólskum miðlum í pólska eigu

Kaup Orlen á Pol­ska Press voru und­ir­rituð með fyr­ir­vara um sam­þykki pólsku sam­keppn­is- og neyt­enda­mála­stofn­un­ar­innar (UOKiK) í des­em­ber­mán­uði, en Pol­ska Press var áður í eigu þýska útgáfu­fé­lags­ins Verlags­gruppe Passau.

Stjórn­völd í Pól­landi hafa verið opin­ská með að þau vilji að fjöl­miðlar í land­inu séu í pól­skri eigu. Hafa ráða­menn farið fram með kenn­ingar þess efnis að miðlar í eigu útlend­inga, sem séu allt of margir, stundi and­pólskan áróð­ur. Ákveðnir miðl­ar, sem hafa verið gagn­rýnir á þróun mála og stefnu rík­is­stjórn­ar­innar í Pól­landi und­an­farin ár, séu að ganga erinda Evr­ópu­sam­bands­ins eða Banda­ríkj­anna.

Á sama tíma hafa ráð­andi öfl í Pól­landi hert mjög tök sín á rík­is­reknum fjöl­miðlum und­an­farin ár, raunar svo mjög að fyrir löngu hafa frétta­menn þar sjálfir ljáð máls á því að þeim líði eins og þeir séu að starfa fyrir áróð­urs­vél PiS. Margir blaða- og frétta­menn hafa hætt á rík­is­miðl­unum vegna óboð­legra starfs­að­stæðna, eða verið látnir fara fyrir að láta illa að stjórn.

Frá árinu 2015 hefur Pól­land fallið úr 18. sæti niður í 62. sæti á fjöl­miðla­frels­is­mæli­kvarða Blaða­manna án landamæra, World Press Freedom Index.

Umboðs­maður kærði ákvörðun sam­keppn­is­stofn­un­ar­innar

Ekki leit út fyrir annað en að kaupin á Pol­ska Press væru að ganga í gegn í febr­ú­ar­mán­uði, en þá kom grænt ljós frá sam­keppn­is­mála­stofn­un­inni. Adam Bodn­ar, sem gegnir emb­ætti umboðs­manns mann­rétt­inda og er skip­aður í það emb­ætti af þing­inu, greip þá til sinna ráða.

Adam Bodnar er umboðsmaður mannréttinda í Póllandi. Mynd: Adrian Grycuk

Hann kærði ákvörðun sam­keppn­is­stofn­un­ar­innar og sagði stofn­un­ina ekki hafa skoðað hvort kaup Orlen á Pol­ska Press myndu hafa skað­leg áhrif á fjöl­miðla­frelsi í Pól­landi. Dóm­stóll­inn í Var­sjá féllst á að frysta kaupin af þessum sökum og ógilti ákvörðun UOKiK.

Í umfjöllun Polit­ico um málið segir að sam­keppn­is­stofn­unin hafi svarað þess­ari nið­ur­stöðu með því að gagn­rýna dóm­stól­inn, sem hefði með þess­ari ákvörðun sinni sett vafa­samt for­dæmi. Í yfir­lýs­ingu stofn­un­ar­innar hefði komið fram að það væri utan hennar hæfn­is­viðs að meta hvort við­skipti hefðu skað­leg áhrif á fjöl­miðla­frelsi.

Óljóst er hvert fram­haldið á þess­ari sögu verður – en Obajtek, for­stjóri Orlen, sagði dóm­stól­inn hrein­lega ekki hafa vald til þess að stöðva kaup félags­ins á Pol­ska Press, þar sem þau hafi form­lega gengið í geng þegar í upp­hafi mars­mán­að­ar. Á Twitt­er-­reikn­ingi sínum lýsti Obajtek því yfir að ákvörðun dóm­stóls­ins skipti í raun­inni engu máli.

Síð­asta verk umboðs­manns­ins?

Það gæti orðið síð­asta verk Bodnar sem umboðs­manns mann­rétt­inda í Pól­landi að leggja stein í götu þess­ara við­skipta, þó ef til vill verði það bara tíma­bund­ið. Fimm ára skipan hans rann form­lega út í sept­em­ber­mán­uði og mikið þrá­tefli hefur verið í pólska þing­inu um hver skuli taka við af hon­um, allar götur síð­an.

Sam­þykkja þarf nýjan umboðs­mann í báðum deildum þings­ins. Stjórn­ar­and­stað­an, sem er með nauman meiri­hluta í efri deild­inni, hefur neitað að sam­þykkja full­trúa sem neðri deild þings­ins, þar sem stjórn­ar­liðar hafa meiri­hluta, til­nefn­ir.

Auglýsing

Bodnar hefur ákveðið að halda áfram að sinna sínum störfum á meðan ekki er búið að útkljá mál­in, en lög segja til um að þannig eigi hlut­irnir að ganga fyrir sig.

Það er hins vegar umdeilt á sviði stjórn­mál­anna. Stjórn­laga­dóm­stóll Pól­lands mun á morg­un, fimmtu­dag, kveða upp úrskurð um það hvort Bodnar megi starfa áfram þar til eft­ir­maður hans er fund­inn. Stjórn­ar­liðar eru að láta reyna á lögin sem heim­ila Bodnar að starfa eftir skip­un­ar­tíma sinn.

Fen­eyja­nefnd­in, ráð­gjafa­hópur Evr­ópu­ráðs­ins um stjórn­ar­skrár­tengd mál­efni, lýsti yfir þungum áhyggjum af stöðu mála skömmu eftir að skipan Bodnar rann út síð­asta haust og sagði það vega að rétt­indum pól­skra borg­ara og ann­ara íbúa lands­ins ef emb­ætti umboðs­manns fengi ekki að starfa eðli­lega.

Í frétt AP-frétta­stof­unnar um afstöðu Fen­eyja­nefnd­ar­innar segir að emb­ætti umboðs­manns­ins hafi verið nán­ast eina stofnun pólska rík­is­ins sem staðið hafi sjálf­stæð í gegnum stjórn­ar­tíð Laga og rétt­læt­is, þar sem jafn­vel dóms­valdið hefur færst undir hæl fram­kvæmda­valds­ins.

Stjórn­ar­liðar hafa hins vegar sumir sakað Bodnar um að vera mál­pípa stjórn­ar­and­stöð­unnar – jafn­vel flugu­maður erlendra ríkja.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiErlent