Ríkissjóður ætlar að byrja að greiða niður hallann á lífeyriskerfinu

Auglýsing

Rík­is­sjóður mun á næsta ári, árið 2016, byrja að greiða á ný inn á upp­safn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar opin­berra starfs­manna. Það verður í fyrsta sinn frá því fyrir hrun sem þetta verður gert og áform eru uppi um að greiða inn á hall­ann árlega næstu árin. Þetta segir Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við Morg­un­blaðið í dag.

Þar er haft eftir Bjarna: "Verði þetta ekki gert mun falla á rík­is­sjóð árleg gjald­færsla upp á um 20 millj­arða eftir um tíu ár. Með þess­ari greiðslu og frek­ari greiðslum á næstu árum er ætl­unin að forða þessu og ýta því lengra inn í fram­tíð­ina."

Vandi sem velt hefur verið á undanFrá og með þessu ári, 2015, verður byrjað að reikna auknar ævi­líkur Íslend­inga inn í stöðu íslenska líf­eyr­is­kerf­is­ins. Kjarn­inn greindi frá þessu í nóv­em­ber í fyrra. Þar sem Íslend­ingar eru sífellt að verða eldri aukast þar með skuld­bind­ing­arn­ar. Áætlað er að halli opin­bera kerf­is­ins, sem er með rík­is­á­byrgð og er því í raun "skuld" rík­is­ins við greið­endur iðgjalda í opin­bera líf­eyr­is­sjóði, verði vel yfir 700 millj­arða króna eftir þessa breyt­ingu.

­Á­ætlað er að halli opin­bera kerf­is­ins, sem er með rík­is­á­byrgð og er því í raun "skuld" rík­is­ins við greið­endur iðgjalda í opin­bera líf­eyr­is­sjóði, verði vel yfir 700 millj­arða króna eftir þessa breytingu. 

Auglýsing

Þessi skuld er ekki til­greind á rík­is­reikn­ingi, en hún er eitt stærsta vanda­mál sem ríkið stendur frammi fyrir þrátt fyrir það.

Langstærsti hluti þess­arrar skuldar er við B-deildir opin­berra líf­eyr­is­sjóða, að mestu leyti við Líf­eyr­is­sjóð starfs­manna rík­is­ins. Eina leiðin til að takast á við þennan vanda er að ríkið greiði háar upp­hæðir upp í skuld sína á hverju ári. Geri ríkið það ekki safn­ast skuldin ein­fald­lega upp og gerir það að verkum að ríkið þarf að greiða um 20 millj­arða króna á ári í hít­ina eftir um ára­tug. Þær skuldir myndu sem sagt lenda á fram­tíðar skatt­greið­end­um.

Á árunum fyrir hrun var reyndar byrjað að takast á við hall­ann og frá árinu 1999 fram að hruni voru nokkrir millj­arðar króna greiddir árlega til að minn­ka gat­ið. Því var snar­lega hætt eftir hrun og engin þeirra rík­is­stjórna sem setið hafa síðan þá hefur séð til­efni til að byrja á slíkum greiðslum aft­ur. Þangað til að Bjarni gaf út ofan­greinda yfir­lýs­ingu í Morg­un­blað­inu í morg­un.

Líka vanda­mál hjá A-deildum sjóð­annaVanda­mál opin­bera líf­eyr­is­kerf­is­ins ligg­ur þó ekki bara hjá B-deild­un­um, heldur líka hjá A-deildum sjóð­anna. Sá halli sem er á þeim er bein­leiðis ólög­leg­ur. Í stað þess að taka á vanda­mál­inu er hins vegar lagt fram  nýtt laga­frum­varp árlega sem heim­ilar opin­beru sjóð­unum að safna meiri halla.

Nú síð­ast var það lagt fram í sept­em­ber 2014. Sam­kvæmt lögum mátti ekki reka A-deild Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna sveit­ar­fé­laga og sömu deild innan Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna ríks­ins með meira en 11 pró­sent halla. Sveita­fé­laga­sjóð­ur­inn var rek­inn með 12,5 pró­sent halla og A-deild LSR með 11,7 pró­sent halla árið 2013.

­Sam­kvæmt lögum mátti ekki reka A-deild Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna sveit­ar­fé­laga og sömu deild innan Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna ríks­ins með meira en 11 pró­sent halla. Sveita­fé­laga­sjóð­ur­inn var rek­inn með 12,5 pró­sent halla og A-deild LSR með 11,7 pró­sent halla árið 2013.

 

Til að takast á við þessa stöðu var svig­rúmið ein­fald­lega hækkað upp í 13 pró­sent með nýju laga­frum­varpi og sá tími sem heim­ilt er að reka sjóð­ina yfir 10 pró­sent halla lengdur úr sex árum í sjö. Árið 2014 var því sjö­unda árið í röð sem A-deild sjóðs­ins er nei­kvæð. Haldi þetta áfram verður sjóð­ur­inn auð­vitað á end­anum tóm­ur.

Vandi sem taka verður áÞessu verður óhjá­kvæmi­lega mætt á ein­hverjum tíma­punkti með sömu með­ölum og þarf að beita til að vinna á halla almenna líf­eyr­is­kerf­is­ins. T.d. með því að hækka eft­ir­launa­aldur í allt að 70 ár, með því að hækka iðgjöldin sem við borgum til sjóð­anna um hver mán­að­ar­mót og með ein­hvers­konar skerð­ingu rétt­inda, til dæmis með því að dreifa töku líf­eyris á fleiri ár.

Auk þess er yfir­lýstur vilji hjá öllum innan kerf­is­ins að breyta opin­bera kerf­inu til sam­ræmis við það almenna. Erf­ið­lega hefur hins vegar gengið að ná saman um þá breyt­ingu þar sem for­svars­menn þeirra sem eru hluti af opin­bera kerf­inu vilja ekki gefa hinn góða og rík­is­á­byrgða líf­eyri eftir nema að fá eitt­hvað í stað­inn, til dæmis hærri laun.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None