Ríkissjóður ætlar að byrja að greiða niður hallann á lífeyriskerfinu

Auglýsing

Rík­is­sjóður mun á næsta ári, árið 2016, byrja að greiða á ný inn á upp­safn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar opin­berra starfs­manna. Það verður í fyrsta sinn frá því fyrir hrun sem þetta verður gert og áform eru uppi um að greiða inn á hall­ann árlega næstu árin. Þetta segir Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við Morg­un­blaðið í dag.

Þar er haft eftir Bjarna: "Verði þetta ekki gert mun falla á rík­is­sjóð árleg gjald­færsla upp á um 20 millj­arða eftir um tíu ár. Með þess­ari greiðslu og frek­ari greiðslum á næstu árum er ætl­unin að forða þessu og ýta því lengra inn í fram­tíð­ina."

Vandi sem velt hefur verið á undanFrá og með þessu ári, 2015, verður byrjað að reikna auknar ævi­líkur Íslend­inga inn í stöðu íslenska líf­eyr­is­kerf­is­ins. Kjarn­inn greindi frá þessu í nóv­em­ber í fyrra. Þar sem Íslend­ingar eru sífellt að verða eldri aukast þar með skuld­bind­ing­arn­ar. Áætlað er að halli opin­bera kerf­is­ins, sem er með rík­is­á­byrgð og er því í raun "skuld" rík­is­ins við greið­endur iðgjalda í opin­bera líf­eyr­is­sjóði, verði vel yfir 700 millj­arða króna eftir þessa breyt­ingu.

­Á­ætlað er að halli opin­bera kerf­is­ins, sem er með rík­is­á­byrgð og er því í raun "skuld" rík­is­ins við greið­endur iðgjalda í opin­bera líf­eyr­is­sjóði, verði vel yfir 700 millj­arða króna eftir þessa breytingu. 

Auglýsing

Þessi skuld er ekki til­greind á rík­is­reikn­ingi, en hún er eitt stærsta vanda­mál sem ríkið stendur frammi fyrir þrátt fyrir það.

Langstærsti hluti þess­arrar skuldar er við B-deildir opin­berra líf­eyr­is­sjóða, að mestu leyti við Líf­eyr­is­sjóð starfs­manna rík­is­ins. Eina leiðin til að takast á við þennan vanda er að ríkið greiði háar upp­hæðir upp í skuld sína á hverju ári. Geri ríkið það ekki safn­ast skuldin ein­fald­lega upp og gerir það að verkum að ríkið þarf að greiða um 20 millj­arða króna á ári í hít­ina eftir um ára­tug. Þær skuldir myndu sem sagt lenda á fram­tíðar skatt­greið­end­um.

Á árunum fyrir hrun var reyndar byrjað að takast á við hall­ann og frá árinu 1999 fram að hruni voru nokkrir millj­arðar króna greiddir árlega til að minn­ka gat­ið. Því var snar­lega hætt eftir hrun og engin þeirra rík­is­stjórna sem setið hafa síðan þá hefur séð til­efni til að byrja á slíkum greiðslum aft­ur. Þangað til að Bjarni gaf út ofan­greinda yfir­lýs­ingu í Morg­un­blað­inu í morg­un.

Líka vanda­mál hjá A-deildum sjóð­annaVanda­mál opin­bera líf­eyr­is­kerf­is­ins ligg­ur þó ekki bara hjá B-deild­un­um, heldur líka hjá A-deildum sjóð­anna. Sá halli sem er á þeim er bein­leiðis ólög­leg­ur. Í stað þess að taka á vanda­mál­inu er hins vegar lagt fram  nýtt laga­frum­varp árlega sem heim­ilar opin­beru sjóð­unum að safna meiri halla.

Nú síð­ast var það lagt fram í sept­em­ber 2014. Sam­kvæmt lögum mátti ekki reka A-deild Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna sveit­ar­fé­laga og sömu deild innan Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna ríks­ins með meira en 11 pró­sent halla. Sveita­fé­laga­sjóð­ur­inn var rek­inn með 12,5 pró­sent halla og A-deild LSR með 11,7 pró­sent halla árið 2013.

­Sam­kvæmt lögum mátti ekki reka A-deild Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna sveit­ar­fé­laga og sömu deild innan Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna ríks­ins með meira en 11 pró­sent halla. Sveita­fé­laga­sjóð­ur­inn var rek­inn með 12,5 pró­sent halla og A-deild LSR með 11,7 pró­sent halla árið 2013.

 

Til að takast á við þessa stöðu var svig­rúmið ein­fald­lega hækkað upp í 13 pró­sent með nýju laga­frum­varpi og sá tími sem heim­ilt er að reka sjóð­ina yfir 10 pró­sent halla lengdur úr sex árum í sjö. Árið 2014 var því sjö­unda árið í röð sem A-deild sjóðs­ins er nei­kvæð. Haldi þetta áfram verður sjóð­ur­inn auð­vitað á end­anum tóm­ur.

Vandi sem taka verður áÞessu verður óhjá­kvæmi­lega mætt á ein­hverjum tíma­punkti með sömu með­ölum og þarf að beita til að vinna á halla almenna líf­eyr­is­kerf­is­ins. T.d. með því að hækka eft­ir­launa­aldur í allt að 70 ár, með því að hækka iðgjöldin sem við borgum til sjóð­anna um hver mán­að­ar­mót og með ein­hvers­konar skerð­ingu rétt­inda, til dæmis með því að dreifa töku líf­eyris á fleiri ár.

Auk þess er yfir­lýstur vilji hjá öllum innan kerf­is­ins að breyta opin­bera kerf­inu til sam­ræmis við það almenna. Erf­ið­lega hefur hins vegar gengið að ná saman um þá breyt­ingu þar sem for­svars­menn þeirra sem eru hluti af opin­bera kerf­inu vilja ekki gefa hinn góða og rík­is­á­byrgða líf­eyri eftir nema að fá eitt­hvað í stað­inn, til dæmis hærri laun.

Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None