Risastór þekkingar- og iðnfyrirtæki hugsa um að flytja úr landi

forsidumynd.taska_.final_.jpg
Auglýsing

Staða íslenskra fyr­ir­tækja með alþjóð­lega starf­semi innan gild­andi fjár­magns­hafta hefur verið í kast­ljós­inu und­an­farna daga eftir að upp­lýst var rum að plast­fram­leið­and­inn Promens ætli að flytja höf­uð­stöðvar sínar úr landi. Ákvörðun fyr­ir­tæk­is­ins kem­ur, að sögn for­sæt­is­ráð­herra, í kjöl­far þess að Seðla­bank­inn neit­aði Promens um und­an­þágu frá höftum til að fjár­festa erlendis með gjald­eyri sem það vildi kaupa með afslætti. Slíkar und­an­þágur eru ekki veitt­ar, enda til­gangur hafta að halda fé innan íslensks efna­hags­kerf­is, ekki að búa til ábata­samar afslátt­ar­leiðir fyrir valda aðila.

Þótt augun bein­ist nú að Promens þá er það alls ekki eina stóra iðn­fyr­ir­tækið sem starfar hér­lendis sem er að hugsa sér til hreyf­ings. Þvert á móti.

Höft og ESB skipta miklu



Í apríl 2014 sagði Kjarn­inn frá því að stærstu iðn­fyr­ir­tæki lands­ins væru á barmi þess að fara með höf­uð­stöðvar sínar úr landi. Erlendir fjár­festar sem er uí hlut­hafa­hópi margra af helstu útflutn­ings­fyr­ir­tækja Íslands í iðn­aði, meðal ann­ars Mar­els, Öss­urar og CCP, hafa spurt sig af hverju þeir ættu að vera með fyr­ir­tækin á Íslandi?

Til þessa hafa íslensk stjórn­enda­teymi og sér­fræði­þekk­ing í rann­sóknum og þróun verið helsta hindrun þess að fyr­ir­tækin hafi farið form­lega úr landi, með til­heyr­andi skatt­tekju­missi fyrir þjóð­ar­búið og minni ávöxt­un­ar­mögu­leikum á fjármálamarkaði.

Auglýsing

Til þessa hafa íslensk stjórn­enda­teymi og sér­fræði­þekk­ing í rann­sóknum og þróun verið helsta hindrun þess að fyr­ir­tækin hafi farið form­lega úr landi, með til­heyr­andi skatt­tekju­missi fyrir þjóð­ar­búið og minni ávöxt­un­ar­mögu­leikum á fjár­mála­mark­aði.

Ástæður þess að fyr­ir­tækin eru að hugsa sér til hreyf­ings blasa við. Í fyrsta lagi gera fjár­magns­höftin sem eru við lýði öllum fyr­ir­tækjum í alþjóð­legri starf­semi afar erfitt fyrir við að starfa á eðli­legan hátt. Því lengur sem höftin eru við lýði, því lík­legra er að höf­uð­stöðvar fyr­ir­tækj­anna verði fluttar úr landi.

Hin stóra ástæð­an, sem hafði mikil áhrif á sýn sumra eig­enda fyr­ir­tækj­anna á síð­asta ári, var ein­beittur vilji stjórn­valda til að draga til baka umsókn að aðila að Evr­ópu­sam­band­inu.

Össur og Marel bæði í start­hol­unum



Á síð­asta aðal­fundi Öss­ur­ar, sem fór fram 14. mars 2014, lýsti Niels Jac­ob­sen, stjórn­ar­for­maður félags­ins, yfir miklum áhyggjum af stöðu mála á Íslandi. Áhyggjur hans voru einkum af pen­inga­málum og fjár­magns­höft­unum auk þess sem hann gagn­rýndi íslensk stjórn­völd harð­lega fyrir að vilja draga aðild­ar­um­sókn­ina að Evr­ópu­sam­band­inu til baka og sagði að aug­ljós­lega ekki hægt að reka alþjóð­legt fyr­ir­tæki á stað þar sem „gjald­mið­ill­inn væri varla til“.

Í einkasamtölum við aðra hluthafa Össurar var Jacobsen enn ákveðnari og lét í það skína að úrslitaákvarðanir varðandi framhald fyrirtækisins hérlendis væri handan við hornið. Staðan væri óviðunandi og fyrir hluthafana væri hún ekki boðleg til lengdar. Í einka­sam­tölum við aðra hlut­hafa Öss­urar var Niels Jac­ob­sen enn ákveðn­ari og lét í það skína að úrslita­á­kvarð­anir varð­andi fram­hald fyr­ir­tæk­is­ins hér­lendis væri handan við horn­ið. Staðan væri óvið­un­andi og fyrir hlut­haf­ana væri hún ekki boð­leg til lengd­ar.

Í einka­sam­tölum við aðra hlut­hafa Öss­urar var Jac­ob­sen enn ákveðn­ari og lét í það skína að úrslita­á­kvarð­anir varð­andi fram­hald fyr­ir­tæk­is­ins hér­lendis væri handan við horn­ið. Staðan væri óvið­un­andi og fyrir hlut­haf­ana væri hún ekki boð­leg til lengd­ar. Jón Sig­urðs­son, for­stjóri Öss­ur­ar, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í apríl í fyrra að ráða­leysi stjórn­vlada í efna­hags­mál­um, óút­fært plan um afnám fjár­magns­hafta og áform þeirra um að draga umsókn að Evr­ópu­sam­band­inu til baka hafi valdið félag­inu miklum áhyggj­um.

Svip­aðar raddir mátti heyra á aðal­fundi Mar­els 5. mars 2014, ekki síst frá full­trúum erlendra hlut­hafa, sem töl­uðu skýrt um það að rekstr­ar­um­hverfi félags­ins á Íslandi væri óvið­und­andi og til trafala fyrir fyr­ir­tæk­ið.

Til­finn­ingarök, ekki við­skiptarök



Á aðal­fundi CCP, sem var hald­inn 27. mars 2014, var það sama upp á ten­ingnum hvað erlenda hlut­hafa varð­ar, og raunar íslenska líka. Mikið var rætt um hvernig fyr­ir­tækið gæti haldið sam­keppn­is­hæfni gagn­vart öðrum fyr­ir­tækjum í tölvu­leikja­iðn­aði og hvort það væri verj­andi að láta „hjartað í fyr­ir­tæk­inu slá á Ísland­i“, eins og einn við­mæl­enda komst að orði.

Skömmu fyrir aðal­fund­inn, nánar til­tekið 6. mars 2014, var iðn­þing Sam­taka iðn­að­ar­ins hald­ið. Á meðal fram­sögu­manna var Hilmar Veigar Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri CCP. Ræða hans, sem hægt er að horfa á í heild sinni hér að neð­an, vakti mikla athygli.

 

htt­p://yout­u.be/jN2u­loZa75c

Í ræð­unni lýsti Hilmar hvernig það væri að stýra fyr­ir­tæki í höftum í landi þar sem íslensk króna væri gjald­mið­il­inn. Hilmar sagði einnig frá því að til­boðum um að færa CCP til útlanda hefði ringt inn og að erlend sendi­ráð hér­lendis væru mjög dug­leg að taka við fyr­ir­tæki sem „vit er í“. Staðan væri þannig að þeir sem næðu árangri á hans vett­vangi settu ekki upp fyr­ir­tæki á Íslandi. CCP hefði hins vegar ekki flutt þrátt fyrir gylli­boð og sagði Hilmar að sú ákvörðun byggði ein­ungis á til­finn­ing­um. Eftir á að hyggja hefði það ekki verið sér­stak­lega góð ákvörð­un. CCP hefði til dæmis boð­ist að fara til Kanada með höf­uð­stöðvar sínar en þar bauðst fyr­ir­tæk­inu að borga enga skatta fyrstu fimm árin eftir flutn­ing.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var mik­ill vilji hjá erlendum hlut­höfum CCP að færa höf­uð­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins úr landi. Þeir ræddu þá afstöðu sína við aðra hlut­hafa í kringum síð­asta aðal­fund CCP, sem var hald­inn fyrir tæpu ári.

Und­ir­bún­ingur hafin hjá Credit­info



Kjarn­inn greindi einni frá því í apríl í fyrra að fjár­hags- og við­skipta­upp­lýs­inga­fyr­ir­tækið Credit­info hafi hafið und­ir­bún­ing að því að flytja höf­uð­stöðvar sínar úr landi. Reynir Grét­ars­son, stærsti eig­andi Credit­info og einn stofn­enda, stað­festa þessi áform við Kjarn­ann.

Hann hafði skömmu áður, í kjöl­far fram­lagn­ingar á þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að slíta aðild­ar­við­ræðum við Evr­ópu­sam­bandið og draga umsókn að því til baka, sent tölvu­bréf á Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra, Bjarna Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og Ragn­heiði Elínu Árna­dóttur iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra.

„Ég tel að það eigi að vera for­gangs­verk­efni [stjórn­valda] að hlúa að rekstr­ar­um­hverfi sér­hæfðra þekk­ing­ar­fyr­ir­tækja. Það verður best gert með að finna lausnir sem ógna ekki íslensku hag­kerfi heldur þvert á móti styðja auk­inn hag­vöxt. Ég leyfi mér að leggja til að stjórn­völd bregð­ist fljótt við og finni leiðir sem eru til þess fallnar að bæta enn rekstr­ar­skil­yrði íslenskra fyr­ir­tækja. Ég er auð­vitað til­bú­inn að koma með frek­ari upp­lýs­ingar eða á annan hátt aðstoða við að finna lausn á vand­an­um.“

Reynir fékk engin við­brögð við tölvu­bréf­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None