Verðbólgudraugurinn í felum – Gjörólík sýn á sama vandamálið

verkamenn.jpg
Auglýsing

Í fyrsta skipti frá því að 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark var tekið upp í núver­andi mynd, 27. mars 2001, fór verð­bólga niður fyrir neðri frá­viks­mörk, það er niður fyrir eitt pró­sent, í lok síð­asta árs. Ekki er hægt að segja annað en að hag­kerfið hafi farið í gegnum mikla rús­sí­ban­areið á þessum tæp­lega fjórtán árum, með miklu risi og falli gengis krón­unn­ar, auk alls­herj­ar­hruns banka­kerf­is­ins og setn­ingu strangra fjár­magns­hafta, sem þverpóli­tísk sátt var um eftir hrun banka­kerf­is­ins haustið 2008. Í rúm­lega sex ár hefur gangur efna­hags­mála ein­kennst af hafta­bú­skap sem bund­inn er í lög en Seðla­banki Íslands fram­kvæm­ir. Í skjóli hafta hefur hag­kerfið náð vopnum sín­um. Nú eru ákveðin tíma­mót í þessum efn­um.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Komandi kjarasamningar fela í sér mikla efnahagslega áhættu fyrir hagkerið. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri. Kom­andi kjara­samn­ingar fela í sér mikla efna­hags­lega áhættu fyrir hag­ker­ið.

Ein­stök staða uppi



Þessa dag­ana er unnið að rýmkun eða afnámi þeirra, eins og kunn­ugt er, en alls óvíst er hvenær þeirri vinnu lýkur eða hvaða skref verða stigin í þessum efn­um.

Verð­bólgu­mæl­ing í síð­ustu viku stað­festir síðan að verð­bólga und­an­farna tólf mán­uði mælist nú 0,8 pró­sent, sem er minnsta verð­bólga sem mælst hefur frá því verð­bólgu­mark­miðið var tekið upp. Án hús­næð­islið­ar­ins er verð­bólga nú nei­kvæð um 0,6 pró­sent, sem er svipað og mælist nú á evru­svæð­inu. Hús­næð­islið­ur­inn heldur verð­bólg­unni jákvæðri, ef svo má að orði kom­ast.

Auglýsing

En er þetta gott eða slæmt fyrir hag­kerf­ið? Hag­fræð­ingar geta vafa­lítið komið fram með sínar skýr­ingar á hvoru tveggja, en nokkur óvissa er í kort­unum í þessum efn­um. Ástæðan sem er aug­ljósust er sú, að þessar aðstæður hafa aldrei mynd­ast áður frá því að verð­bólgu­mark­miðið var tekið upp. Því fylgir eðli­lega óvissa um hvað getur gerst. Verð­bólga hefur verið meg­in­vand­inn á Íslandi hingað til, að mati margra, en nú er spurn­ingin hvert verð­bólgu­draug­ur­inn fór og hvort hann láti á sér kræla á næst­unni ef til til­tek­inna ákvarð­ana kem­ur.

„Hættu­leg“ staða í Evr­ópu



Verð­hjöðnun getur líka verið alvar­leg. Ávöxtun á verð­tryggðan sparnað verður nei­kvæð í slíkum aðstæð­um. Almenn­ingur hér á landi á mik­inn sparnað á verð­tryggðum reikn­ing­um, og langvar­andi verð­hjöðnun hefur bein nei­kvæð áhrif á ávöxtun hans. Ekki er þó hægt að segja að saga íslenska hag­kerf­is­ins sýni að mikil hætta geti skap­ast á því að verð­hjöðnun leiki hag­kerfið grátt, fjarri lagi. Áhættan er miklu fremur á hinn veg­inn.

Sem sagt; til lengdar brennur sparn­að­ur­inn upp í verð­hjöðn­un, þó of snemmt sé að tala um slíkt hér á landi í augna­blik­inu. Verð­hjöðn­unin hefur ekki verið stað­fest hér líkt og á evru­svæð­inu. Seðla­banki Evr­ópu hefur gripið til umfangs­mik­illa aðgerða til þess að vinna gegn nei­kvæðum áhrifum verð­hjöðn­unar í álf­unni og slaka í hag­kerfum evru­ríkja, meðal ann­ars með 60 millj­arða evra mán­að­ar­legum kaupum á skulda­bréfum fjár­mála­stofn­anna og rík­is­sjóða, út árið 2016. Með þessu móti er þess freistað að hjólin snú­ist hrað­ar, sem ýti undir eft­ir­spurn og hag­vöxt. Mario Drag­hi, for­seti banka­stjórnar Seðla­banka Evr­ópu, hefur sagt aðgerð­irnar nauð­syn­legar og að það geti mynd­ast „hættu­leg“ staða ef hag­vöxtur tekur ekki við sér og eft­ir­spurn eykst – sem ýtir verð­lags­þróun upp á við.

https://www.youtu­be.com/watch?v=3aGqvDfgP80

Miklar áhyggjur af kjara­samn­ingum



Seðla­banki Íslands hefur miklar áhyggjur af kom­andi kjara­samn­ingum og má lesa úr þær út úr bréf­inu sem bank­inn sendi stjórn­völdum 30. des­em­ber í fyrra. Þar kemur fram að verð­bólga hafi stigið upp í 6,5 pró­sent árið 2012, eftir að samið var um launa­hækk­anir sem ekki voru sam­rým­an­leg verð­bólgu­mark­mið­inu, það er meiri en hag­kerfið réði við. „Hins vegar kom fram í yfir­lýs­ingu nefnd­ar­innar að for­sendur gætu skap­ast fyrir frek­ari lækkun vaxta verði verð­bólga áfram undir mark­miði og launa­hækk­anir í kom­andi kjara­samn­ingum í sam­ræmi við verð­bólgu­mark­mið­ið. Á hinn bóg­inn gætu óhóf­legar launa­hækk­anir og vöxtur eft­ir­spurnar grafið undan nýfengnum verð­stöð­ug­leika og valdið því að hækka þurfi vexti á ný,“ segir í bréf­inu. Búist er við því að stýri­vextir lækki næst­kom­andi mið­viku­dag, en þeir eru nú fimm pró­sent eftir 0,5 pró­sentu­stiga lækkun við síð­ustu vaxta­á­kvörð­un.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er undir pressu félagsmanna sinna fyrir komandi kjarasamninga. Þeir vilja fá myndarlega launahækkun, í takt við það sem stjórnvöld hafa samið um að undanförnu. Meðal annars ríflega 20 prósent hækkun launa hjá læknum. Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, er undir pressu félags­manna sinna fyrir kom­andi kjara­samn­inga. Þeir vilja fá mynd­ar­lega launa­hækk­un, í takt við það sem stjórn­völd hafa samið um að und­an­förnu. Meðal ann­ars ríf­lega 20 pró­sent hækkun launa hjá lækn­um.

Sjálf­bær þró­un?



Áhyggj­urnar af kom­andi kjara­samn­ingum eru tölu­vert miklar, og nefndu við­mæl­endur Kjarn­ans úr verka­lýðs­hreyf­ing­unni og hjá atvinnu­rek­end­um, að ekki yrði auð­velt að ná saman um kaup og kjör. Það væri enn fremur til þess að bæta gráu ofan á svart, að stjórn­völd virt­ust líta svo á að mikið svig­rúm væri til launa­hækk­ana, ef mið væri tekið af samn­ingum við lækna. Laun þeirra voru hækkuð um meira en 20 pró­sent. Spurn­ingin er; telja stjórn­völd að slíkar hækk­anir geti gengið yfir allan vinnu­mark­að­inn? Atvinnu­rek­endur segja nei við því, og hefur Þor­steinn Víglunds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, gengið enn lengra og sagt að slíkar hækk­anir myndu grafa undan hag­kerf­inu og skapa óða­verð­bólgu. Verka­lýðs­hreyf­ingin horfir öðrum augum á mál­ið, eins og greina má í kröfu­gerð Starfs­greina­sam­bands­ins. Þar eru settar fram kröfur um að lægstu laun hækki úr 214 þús­und í 300 þús­und á mán­uði, auk fleiri atriða. Sam­tök atvinnu­lífs­ins neita að setj­ast niður og hefja samn­inga­við­ræður meðan þessar kröfur eru uppi. Þar á bæ er frekar horft til þess að svig­rúm til hækk­ana sé á bil­inu 3 til 5 pró­sent.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur sagt að svigrúm sé fyrir hendi til þess að lækka laun þeirra sem lægstu launin hafa. En hversu mikið? Það er spurningin. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hefur sagt að svig­rúm sé fyrir hendi til þess að lækka laun þeirra sem lægstu launin hafa. En hversu mik­ið? Það er spurn­ing­in.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur rík­is­stjórnin áhyggjur af stöðu mála og hafa þær verið ræddar á vett­vangi hennar að und­an­förnu. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hefur þó opin­ber­lega sagt, að svig­rúm sé til þess að hækka laun þeirra sem lægstu laun hafa. Stóra spurn­ingin er; hvar verður lína dregin og hvað þarf til þess að binda verð­bólgu­draug­inn betur nið­ur? Undir hvaða kjörum getur fram­leiðni í hag­kerf­inu stað­ið? Fólkið sem sest við samn­inga­borðið í kom­andi kjara­samn­ingum glímir við það vanda­sama verk­efni að svara þessum spurn­ing­um, og koma sér saman um sam­eig­in­lega nið­ur­stöðu á vanda­máli sem það hefur gjör­ó­líka sýn á í augna­blik­inu.

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None