Samkomulag þar sem allir telja sig sigurvegara

17980682404_6f264aa63c_z.jpg
Auglýsing

Búið er að semja við kröfu­hafa Glitn­is, Kaup­þings og gamla Lands­bank­ans um lausn á þeim risa­stóra vanda sem slitabú þeirra valda íslensku hag­kerfi. Í lausn­inni felst að kröfu­haf­arnir mæta ákveðnum skil­yrðum sem íslensk stjórn­völd settu til að verja greiðslu­jöfnuð þjóð­ar­bús­ins og íslenska hags­muni. Sam­kvæmt útreikn­ingum Kjarn­ans, sem sér­fræð­ingar hafa farið yfir, er búist við að þessir samn­ingar geti skilað rík­is­sjóði á bil­inu 300 til 400 millj­örðum króna sem not­aðir verða til að greiða niður skuldir hins opin­bera. Í haust verður síðan ráð­ist í upp­boð á um 300 millj­arða króna aflandskrón­u­snjó­hengju sem mun skila enn fleiri krónum í kass­ann.

Fyrir Ísland mun þessi sátt við kröfu­haf­ana hafa miklar af­leið­ing­ar. Höft verða losuð með þeim afleið­ingum að Íslend­ingar þurfa ekki lengur að taka far­seðil með sér í bank­ann til að kaupa gjald­eyri, geta keypt sér bíl, sum­ar­hús eða hluta­bréf í öðru landi og mega geyma sparnað í öðrum gjald­eyri en íslensku krón­unni, svo fátt eitt sé nefnt. Þá er fast­lega búist við því að losun hafta muni hafa jákvæð áhrif á erlenda fjár­fest­ingu á Íslandi.

Auk þess mun árlegur vaxta­kostn­aður íslenska rík­is­ins, sem í ár er áætl­aður um 77 millj­arðar króna, lækka um allt að þriðj­ung. Þeim pen­ingum getur ríkið eytt í eitt­hvað ann­að.

Auglýsing

En það eru ekki bara Íslend­ingar sem eru glaðir með nið­ur­stöð­una. Það eru kröfu­hafar föllnu bank­anna líka. Raunar er hún mjög í takt við það sem þeir hafa lengi áætlað að þyrfti til svo hægt væri að loka mál­inu og greiða út úr hinum risa­stóru slita­búum Glitn­is, Kaup­þings og gamla Lands­bank­ans.

Af hverju var samið núna?



Allt frá árinu 2012, þegar slitabú Gitnis og Kaup­þings sóttu um und­an­þágu frá fjár­magns­höftum til að klára nauða­samn­inga sína, hafa kröfu­hafar þeirra verið til­búnir að semja um lausn á mál­in­u. Ýmsir þætt­ir, sem verða betur raktir síðar í þess­ari grein, hafa hins vegar orðið þess vald­andi að það hefur ekki verið mögu­legt fram til þessa.

Undir lok síð­asta árs dró til tíð­inda í ferl­inu þegar sam­þykkt var að lengja í hinu svo­kall­aða Lands­banka­bréfi milli nýja Lands­bank­ans og slita­bús þess gamla. Sam­komu­lagið snérist um leng­ingu á 228 millj­arða króna skuld nýja Lands­bank­ans við búið og fékk slita­búið und­an­þágu frá fjár­magns­höftum til að greiða útistand­andi for­gangs­kröfur í kjöl­far­ið. Upp­haf­lega átti bréfið að vera greitt fyrir árið 2018. Með leng­ing­unni lag­að­ist áætl­aður gjald­eyr­is­jöfn­uður á næstu árum og við það varð auð­veld­ara að stíga skref í átt að frek­ari losun hafta. Það kom líka fljótt í ljós að nú átti að gefa veru­lega í.

Skrifað var undir nýtt samkomulag milli nýja og gamla Landsbankans í maí 2014. Seðlabankinn samþykkti í desember að veita slitabúi Landsbankans undanþágu frá fjármagnshöftum. Skrifað var undir nýtt sam­komu­lag milli nýja og gamla Lands­bank­ans í maí 2014. Seðla­bank­inn sam­þykkti í des­em­ber að veita slita­búi Lands­bank­ans und­an­þágu frá fjár­magns­höft­u­m.

Við­ræður milli kröfu­hafa föllnu bank­anna og full­trúa stjórn­valda um mögu­leg skref í átt að upp­gjöri búanna hófust síðan í des­em­ber 2014. Sig­urður Hann­es­son og Bene­dikt Gísla­son, vara­for­menn fram­kvæmda­hóps um losun hafta, sem leiddu þær við­ræð­ur, hafa í við­tölum lagt á það áherslu að þetta hafi verið upp­lýs­inga­fundir þar sem ekki hafi verið til umræðu að semja um þau skil­yrði sem stjórn­völd settu fyrir því að hægt yrði að ljúka gerð nauða­samn­inga föllnu bank­anna.

Það er í sjálfu sér rétt í þeim skiln­ingi að skil­yrðin voru ófrá­víkj­an­leg. Samn­ings­nið­ur­staða mátti ekki ógna greiðslu­jöfn­uði og umfang þeirra inn­lendu eigna sem slita­búin þurftu að gefa eftir var því end­an­legt ef sam­komu­lag átti að nást.

Hvernig skil­yrð­unum yrði mætt var hins vegar í höndum kröfu­haf­anna. Þeir lögðu fram til­lögur þess efn­is, full­trúar stjórn­valda brugð­ust við og til­lög­urnar vor­u­lag­aðar að þeim við­brögð­um. Í við­tali við Kjarn­ann á fimmtu­dag sagði Lee Buchheit, ráð­gjafi fram­kvæmda­hóps­ins sem var lyk­il­maður í þeirri nið­ur­stöðu sem kynnt var fyrir viku síð­an, að hlut­verk fram­kvæmda­hóps­ins í við­ræð­unum við kröfu­haf­ana hafi verið að koma á fram­færi sýn stjórn­valda á vand­ann og hvernig fram­lag kröfu­hafa til lausnar á vand­anum þyrfti að verða. „Það leiddi til þess að kröfu­haf­arnir lögðu fram ýmsar til­lögur um lausn sem fram­kvæmda­hóp­ur­inn bar síðan saman við þá kríteríu sem hann hafði sett sem skil­yrði að yrði að upp­fylla til að hann gæti sam­þykkt til­lögur þeirra. Þeim nið­ur­stöðum var síðan komið aftur til kröfu­haf­anna sem gerðu slikt hið sama og þannig gekk þetta fram og til baka. Á end­anum þá lögðu kröfu­haf­arnir fram til­lögu sem fram­kvæmda­hóp­ur­inn taldi að hann gæti mælt með við stýrinefnd­ina að yrði sam­þykkt.“

Hverjir tóku þátt í við­ræð­un­um?



Fyrir hönd Íslands voru þær í höndum fram­kvæmda­hóps um losun hafta, undir for­mennsku Glenn Kim og vara­for­mann­anna Sig­urðar Hann­es­sonar og Bene­dikts Gísla­son­ar, og ráð­gjafa þeirra. Þar var, líkt og fyrr seg­ir, hlut­verk Lee Buchheit stórt.

Hópur stærstu kröfu­hafa föllnu bank­anna var val­inn til að taka þátt í þessum við­ræð­um. Í lyk­il­hlut­verki var Barry Russell, frá lög­manns­stof­unni Akin Gump. Russell starfar fyrir skulda­bréfa­eig­endur allra bank­anna, og þar af leið­andi alla stærstu kröfu­haf­ana í hópi vog­un­ar- og fjár­fest­inga­sjóða. Hann hefur verið við­loð­andi slitabú Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans nán­ast frá hruni og þekkir því ferlið betur en lík­ast til flestir aðr­ir.

Í við­tali við Við­skipta­blaðið í síð­ustu viku sagði Bene­dikt Gísla­son að Russell hafi unnið nauð­syn­legt starf í sam­skiptum fram­kvæmda­hóps og kröfu­hafa. „Þeir voru allir með sama lög­fræði­lega ráð­gjafann. Ég held að sá ráð­gjafi hafi staðið sig vel í að reyna að koma sínum umbjóð­endum í skiln­ing um það að mark­miðin væru ekki til umræðu, en ólíkar leiðir að sama mark­miði gætu gengið [...] Þetta sam­tal var upp­byggi­legt og að mínu mati átti Barry Russell þátt í því að gera það þannig.“

Auk Russell tók Matt Hinds, frá ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­inu Tal­bot Hug­hes&McK­ill­op, mik­inn þátt en hann hefur árum saman starfað sem ráð­gjafi slita­stjórnar Glitn­is. Sömu sögu er að segja af ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­inu Black­sto­ne, sem vinnur fyrir Kaup­þing, og erlenda fjár­mála­ráð­gjafa gamla Lands­bank­ans.

Auk þess voru full­trúar þriggja til fjög­urra stærstu kröfu­hafa hvers banka fyrir sig þátt­tak­endur í við­ræð­un­um. Þeirra á meðal er langstærsti kröfu­hafi fall­inna íslenskra fjár­mála­fyr­ir­tækja, Dav­id­son Kempner Capi­tal Mana­gement. Kröfur vog­un­ar­sjóðs­ins eru að mestu í gegnum írska sjóð­inn Burlington Loan Mana­gement. Sá sem hefur séð um mál sjóðs­ins á Íslandi heitir Jer­emy Lowe, og hefur oft gengið undir nafn­inu "Herra Ísland" á meðal þeirra sem þurfa að eiga sam­skipti við hann, í ljósi umfangs þeirra krafna sem hann sýslar með­. Þá áttu sjóð­irnir Taconic Capi­tal Advis­ors LP, Sil­ver Point Capi­tal og Solus Alt­ernative Asset Mana­gement full­trúa við borð­ið.

Lee Buchheit er bjartsýnn á að þeir kröfuhafar sem hafa ekki tekið þátt í viðræðunum undanfarna mánuði muni spila með og samþykkja nauðasamningstillögur í haust. Lee Buchheit er bjart­sýnn á að þeir kröfu­hafar sem hafa ekki tekið þátt í við­ræð­unum und­an­farna mán­uði muni spila með og sam­þykkja nauða­samn­ings­til­lögur í haust.

Þegar við­ræður hófust af alvöru í byrjun mars til­kynnti Lee Buchheit full­trúum kröfu­haf­anna að íslensk stjórn­völd hefðu fundið leið sem tryggði hags­muni Íslands og að sú leið væri lög­leg. Hún héti stöð­ug­leika­skatt­ur. Í við­ræð­unum í kjöl­farið hljóp umfang hans á 35 til 39 pró­sent­um. Á end­anum varð nið­ur­staðan 39 pró­sent og sú tala var kynnt á fund­inum í Hörpu á mánu­dag fyrir viku.

Í kjöl­farið sagði hann að íslensk stjórn­völd myndu hins vegar einnig vera reiðu­búin að end­ur­skoða lög um nauða­samn­inga til að flýta fyrir ferl­inu, ef ákveðnum skil­yrðum yrði mætt.

Ríkti trún­aður milli aðila?



Þegar þetta lá fyrir voru allir sem að við­ræð­unum komu, en það var fámennur hópur báðum meg­in, látn­ir und­ir­rita trún­að­ar­yf­ir­lýs­ing­ar. Trún­að­ur­inn var mjög mik­il­væg­ur, meðal ann­ars vegna þess að kröfur á föllnu bank­anna ganga kaupum og söl­um. Þær upp­lýs­ingar sem voru undir í við­ræð­unum voru aug­ljós­lega verð­mynd­andi. Þeir sem tóku þátt í við­ræð­unum skuld­bundu sig einnig til að eiga ekki í neinum við­skiptum með kröfur á búin á meðan að þær stóðu yfir. Einn við­mæl­anda Kjarn­ans segir að leyndin hafi verið svo mikil að þeir sem tóku þátt „máttu ekki einu sinni segja frá því að sam­töl væru að eiga sér stað.“

Íslands­megin var líka lögð mikil áhersla á trún­að­inn. Ef þeir sér­fræð­ing­ar, innan og utan stjórn­ar­ráðs­ins, sem komu að vinn­unni brutu gegn inn­herja­reglum sem tóku gildi 1. nóv­em­ber 2014 gátu þeir átt yfir höfði sér fang­els­is­vist.

Ljóst er á sam­tölum við aðila beggja vegna borðs­ins að tölu­verðar áhyggjur voru af því að upp­lýs­ingar um ferlið væru að leka út til fjöl­miðla, og jafn­vel til valdra aðila á fjár­mála­mark­aði sem gætu mögu­lega nýtt sér þær inn­herj­a­upp­lýs­ingar til að hagn­ast. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sagði til að mynda að trún­að­ar­brestur eftir fund í sam­ráðs­nefnd um losun hafta í des­em­ber, sem í sitja full­trúar allra stjórn­mála­flokka sem eiga full­trúa á Alþingi, hefði leitt til þess að upp­lýs­inga­gjöf hafi verið breytt þannig að flæði upp­lýs­inga var tak­mark­að.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði  að trúnaðarbrestur eftir fund í samráðsnefnd um losun hafta í desember, sem í sitja fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi, hefði leitt til þess að upplýsingagjöf hafi verið breytt þannig að flæði upplýsinga var takmarkað. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sagði að trún­að­ar­brestur eftir fund í sam­ráðs­nefnd um losun hafta í des­em­ber, sem í sitja full­trúar allra stjórn­mála­flokka sem eiga full­trúa á Alþingi, hefði leitt til þess að upp­lýs­inga­gjöf hafi verið breytt þannig að flæði upp­lýs­inga var tak­mark­að.

Þá hefur fram­kvæmda­hópur um losun hafta legið undir ámæli víða, meðal ann­ars á meðal þing­manna og innan fjár­mála­geirans, fyrir að leka upp­lýs­ingum um fram­gang áætl­un­ar­innar og helsta inn­tak henn­ar, til val­inna fjöl­miðla. Undir þetta hafa full­trúar kröfu­hafa, sem Kjarn­inn hefur rætt við, tek­ið. Þeir segja að það hafi blasað við að Íslands­megin hafi allt míg­lek­ið. Það hafi hins vegar hætt eftir að trún­að­ar­yf­ir­lýs­ing­arnar voru lagðar fram. Sá hópur sem hafi séð um loka­sprett­inn fyrir Íslands hönd hafi ekki lekið neinu. Þ.e. þar til meg­in­at­riði áætl­unar stjórn­valda birt­ust í DV föstu­dag­inn áður en áætl­unin var kynnt í Hörpu.

Í við­tali við Kjarn­ann í síð­ustu viku sagð­ist Lee Buchheit kann­ast við umræð­una um leka úr starf­inu. „Lekar voru smá­vægi­legt vanda­mál í fyrstu skref­unum eftir að ég kom inn, en ekki alvar­legt vanda­mál. Það voru engir alvar­legir lekar eftir að trún­að­ar­yf­ir­lýs­ing­arnar voru und­ir­rit­aðar snemma á þessu ári. En fyrir þann tíma voru nokkrir lek­ar.“

Var kylfu og gul­rót beitt?



Svo virð­ist sem ekki sé almenni­legur sam­hljómur milli aðila máls­ins hvort samið hafi verið um nið­ur­stöðu. Lee Buchheit segir að samið hafi verið við kröfu­hafa hvernig þeir mættu þeim stöð­ug­leika­skil­yrðum sem Ísland setti. Bene­dikt Gísla­son og Sig­urður Hann­es­son, sem voru vara­for­menn hóps­ins sem Buchheit var að vinna fyr­ir, segja hins vegar í við­tal­inu við Við­skipta­blaðið að þeir hafi ekki staðið í neinum samn­inga­við­ræð­um. „Við stóðum ekki í neinum samn­inga­við­ræð­um. Ein­hverjir aðrir kunna að hafa haldið á ein­hverjum tíma­punkti að slíkt stæði til boða, en þeim varð mjög fljótt ljóst að sú væri ekki raun­in. Þannig að upp­lýs­inga­skiptin sneru af okkar hálfu meira um það að leggja mat á það hvort þeirra hug­myndir og aðferða­fræði féllu að okkar skil­yrðum eða ekki, og að reyna að leiða þá að nið­ur­stöðu sem sam­rým­ist hags­munum Íslands.“

Þarna er hins vegar um ákveðin orð­heng­ils­hátt að ræða. Það liggur fyrir að þau skil­yrði sem stjórn­völd settu slita­bú­unum til að ljúka nauða­samn­ingum voru óum­semj­an­leg, enda voru þau samin til að vernda íslenskan stöð­ug­leika og gjald­eyr­is­jöfn­uð. Það var hins vegar nauð­syn­legt að semja um hvernig kröfu­haf­arnir mættu skil­yrð­un­um. Þeim til­lögum var síðan kastað fram og til baka og því kasti lauk með að þær lausnir sem lagðar voru fram sunnu­dag­inn 7. júní og mánu­dag­inn 8. júní þóttu upp­fylla skil­yrð­in.

Benedikt Gíslason og Sigurður Hannesson (á mynd) segja í viðtalinu við Viðskiptablaðið að þeir hafi ekki staðið í neinum samningsviðræðum við kröfuhafa. Bene­dikt Gísla­son og Sig­urður Hann­es­son (á mynd) segja í við­tal­inu við Við­skipta­blaðið að þeir hafi ekki staðið í neinum samn­ings­við­ræðum við kröfu­hafa.

Yfir vofði auð­vitað álagn­ing stöð­ug­leika­skatts um næstu ára­mót, sem hefði höggvið mun stærra skarð í eignir kröfu­haf­anna en sam­komu­lag um lausn við stjórn­völd. Álagn­ing er loka­úr­ræði sem ágætt var að hafa til að ýta á eftir nið­ur­stöð­um, en eng­inn vildi sér­stak­lega beita því ljóst var að kröfu­hafar myndu alltaf láta reyna á lög­mæti hans fyrir dóm­stól­um. Það hefði getað tafið losun hafta umtals­vert.

Raunar höfðu kröfu­haf­arnir kallað eftir því að stjórn­völd legðu fram skil­yrði fyrir þá til að mæta allt frá því að þeir ósk­uðu eftir und­an­þágum frá höftum til að ljúka nauða­samn­ingum haustið 2012. Síðan þá hafa þeir sent inn nokkur til­boð sem oft­ast var ekki svar­að. Það hafði því aldrei verið dregin nein lína í sand­inn.

Hvað segja kröfu­haf­arn­ir?



Þegar línan var loks dregin þá var hún mjög í takt við það sem kröfu­haf­arnir bjugg­ust við. Þeir höfðu sjálfir greint greiðslu­jöfnuð Íslands og mögu­leika sína til að taka út íslenskar eignir í gegnum gjald­eyr­is­markað strax á árinu 2012. Frá þeim tíma hafa flestir lyk­il­menn í kröfu­hafa­hópnum gert sér grein fyrir að það yrði alltaf mjög erfitt að koma íslensku eign­unum út. Þær yrði að gefa eft­ir, að minnsta kosti að stóru leyti.

Miðað við þessa sýn þeirra hefði verið hægt að klára nauða­samn­ing fyrir nokkrum árum síð­an. Það hafi hins vegar verið ljóst að íslensk stjórn­völd hafi ekki verið til­búin með sínar grein­ingar á stöð­unni þá. Á fyrri hluta þessa kjör­tíma­bils hafi einnig vantað traust á milli lyk­il­stofn­anna, nefni­lega fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins og Seðla­banka Íslands. Van­traust for­ystu­manna á Má Guð­munds­son hafi end­ur­spegl­ast í ummælum þeirra á opin­berum vett­vangi, í gagn­rýni banka­ráðs­manna Fram­sókn­ar- og Sjálf­stæð­is­flokks á störf hans og óviss­unni sem skap­að­ist sum­arið 2013 um hvort Már yrði end­ur­skip­aður í emb­ætti seðla­banka­stjóra. Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, eigi stóran hlut í því að þessu van­trausti var eytt og nægi­leg sam­staða skap­að­ist til að fara af fullri alvöru í hafta­los­un.

Vantraust forystumanna á Má Guðmundsson hafi endurspeglast í ummælum þeirra á opinberum vettvangi, í gagnrýni bankaráðsmanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á störf hans og óvissunni sem skapaðist sumarið 2013 um hvort Már yrði endurskipaður í embætti seðlabankastjóra. Van­traust for­ystu­manna á Má Guð­munds­son hafi end­ur­spegl­ast í ummælum þeirra á opin­berum vett­vangi, í gagn­rýni banka­ráðs­manna Fram­sókn­ar- og Sjálf­stæð­is­flokks á störf hans og óviss­unni sem skap­að­ist sum­arið 2013 um hvort Már yrði end­ur­skip­aður í emb­ætti seðla­banka­stjóra.

Hvaða leið var far­in?



Í ein­földu máli var því samið um að kröfu­hafar mættu ákveðnum skil­yrðum sem stjórn­völd settu þeim. Þeir munu gefa eftir nokkur hund­ruð millj­arða króna af inn­lendum eignum sínum og fá erlendu eign­irnar í stað­inn. Til­lögum þess efnis var skilað inn til fram­kvæmda­hóps um losun hafta sunnu­dag­inn 7. júní og mánu­dag­inn 8. júní, rétt áður en blaða­manna­fundur um hafta­á­ætl­un­ina var haldin í Hörpu. Fram­kvæmda­hóp­ur­inn og stýrinefnd sem situr yfir honum (í henni eru Már Guð­munds­son seðla­bank­stjóri, Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og full­trúar for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins) hafa sam­þykkt að til­lög­urnar upp­fylli stöð­ug­leika­skil­yrðin og munu mæla með því að und­an­þága fáist frá höftum á grund­velli þeirra.

Því vakti það tölu­verða furðu margra, í ljósi þess að sam­komu­lag við öll þrjú stóru slita­búin lá fyr­ir, að öll kynn­ingin í Hörpu fór í að útskýra stöð­ug­leika­skatt, sem að öllum lík­indum verður aldrei lagður á. Engin kynn­ing hefur verið haldin á inni­haldi þeirra sam­komu­laga sem gerð hafa verið til að hjálpa almenn­ingi við að skilja þau. Raunar var enskri útgáfu af þeim bara hent inn á enska hluta vef fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins nokkrum klukku­tímum eftir að kynn­ing­unni í Hörpu lauk. Lélegri þýð­ingu á sam­an­tekt til­lagn­anna var síðan bætt við dag­inn eft­ir.

Það vakti töluverða furðu margra, í ljósi þess að samkomulag við öll þrjú stóru slitabúin lá fyrir, að öll kynningin í Hörpu fór í að útskýra stöðugleikaskatt, sem að öllum líkindum verður aldrei lagður á. Það vakti tölu­verða furðu margra, í ljósi þess að sam­komu­lag við öll þrjú stóru slita­búin lá fyr­ir, að öll kynn­ingin í Hörpu fór í að útskýra stöð­ug­leika­skatt, sem að öllum lík­indum verður aldrei lagður á.

Það er vert að taka það fram að þótt stærstu kröfu­hafar Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans hafi allir skilað til­lögum sem stýrinefnd um losun hafta hefur sam­þykkt að upp­fylli stöð­ug­leika­skil­yrðin sem þarf til að klára nauð­samn­inga slita­búa föllnu bank­anna er enn eftir tölu­verð vinna við að klára mál­ið. Slita­stjórn­irnar þurfa að leggja til­lög­urnar fyrir kröfu­hafa­fund og þar þarf auk­inn meiri­hluti allra kröfu­hafa að sam­þykkja þær svo nauða­samn­ing­arnir klárist.

Hver „á“ leið­ina?



Það er tölu­vert sleg­ist um eign­ar­rétt­inn á þeirri lausn sem varð ofan á í hafta­los­un­ar­ferl­inu. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn leggur eðli­lega mikla áherslu á að hann eigi mesta heið­ur­inn að þessu. Hann hafi bjargað þjóð­inni frá Ices­a­ve, bjargað heim­il­unum með stóru skulda­nið­ur­fell­ing­unni og sé nú að berja hrægamma­sjóð­ina til að gefa eftir stór­kost­legar fjár­hæð­ir. Skila­boðin eru ein­föld: Fram­sókn stendur við það sem flokk­ur­inn seg­ir.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Bjarni Bene­dikts­son virð­ast hóg­vær­ari í því að berja sér á brjóst vegna hinnar góðu nið­ur­stöðu í mál­inu, þótt Bjarni hafi leikið lyk­il­hlut­verk í að ná henni.

­For­svars­menn fyrri rík­is­stjórnar Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna reynir af veikum mætti að segja að þetta sé nið­ur­staðan sem alltaf hafi verið unnið að í hennar tíð, samn­ingar við kröfuhafa.

For­svars­menn fyrri rík­is­stjórnar Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna reyna af veikum mætti að segja að þetta sé nið­ur­staðan sem alltaf hafi verið unnið að í þeirra ­tíð, samn­ingar við kröfu­hafa. Sú leið sem unnið var að í stýrinefnd um afnám gjald­eyr­is­hafta, sem leidd var af Katrínu Júl­í­us­dóttur þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, á fyrstu mán­uðum árs­ins 2013 var að ríkið myndi kaupa bank­anna báða til baka á því sem er ekki hægt að kalla annað en sví­virði­lega lágu verði.

Með því er átt við að greitt yrði 20-30 pró­sent af bók­færðu innra virði bank­anna fyrir þá. Heilla­væn­leg­ast var talið að fá líf­eyr­is­sjóði lands­ins með í þetta sam­komu­lag, þeir myndu kaupa hluta af bönk­unum á móti rík­inu gegn því að þeir flyttu hluta af erlendum eignum sínum heim til að greiða fyrir þann hluta. Í kjöl­farið var hug­myndin sú að gera upp­gjörs­samn­ing milli rík­is­ins og líf­eyr­is­sjóð­anna og skipta á milli þeirra ágóð­an­um. Aðrar krónu­eignir Glitnis og Kaup­þings áttu síðan að kaup­ast upp af rík­inu eftir samn­inga sem áttu að tryggja tug­pró­senta afslátt af þeim. Þeim ávinn­ingi ætl­aði ríkið ekki að deila með líf­eyr­is­sjóðum eða neinum öðr­um. Ljóst er hins vegar að allt of seint var farið af stað til að raun­hæft væri að ljúka mál­inu fyrir kosn­ing­um. Rík­is­stjórn­ina skorti ein­fald­lega póli­tískt umboð, og styrk­leika, til að klára mál af þess­ari stærð­argráðu á þeim fáu mán­uðum sem voru til kosn­inga. Þegar vinstri stjórnin fór frá í maí 2013 var þessi leið þó enn sú sem þótti æski­leg­ast að fara.

Innan Seðla­bank­ans vilja menn síðan meina að í grunn­inn sé lausnin sem nú hefur verið samið um byggð á áætlun hans um losun hafta frá árinu 2011, og sér­stak­lega upp­færðri áætlun frá árinu 2013 sem fékk hið skemmti­lega nafn „Project Bingó“.

Góður "díll" fyrir kröfu­hafa



Miðað við ork­una sem er sett í að selja þá hug­mynd að kröfu­hafar hafi verið kné­settir af hörku íslenskra stjórn­mála­manna mætti ætla að í hópi þeirra væru mikil von­brigði ríkj­andi. Það er þó alls ekki þannig.

Bloomberg sagði í síð­ustu viku frá því að grein­endur telji sam­komu­lagið sem kröfu­hafar hafi gert við íslensk stjórn­völd vera gott. Þar var haft eftir Ant­hony Liu, grein­anda hjá Exotix Partners LLP, miðl­ara­fyr­ir­tæki í London, að það hafi komið honum á óvart að sam­komu­lagið hafi ekki verið ósann­gjarn­ara.

Verð á skulda­bréfum á föllnu íslensku bank­anna er einnig talið lík­legt til að hækka í kjöl­far aðgerða við losun hafta sem rík­is­stjórnin kynnti á mánu­dag þar sem kröfu­höfum var boðið að semja í stað þess að lagður væri á þá stöð­ug­leika­skatt­ur. Þau urðu því verð­mæt­ari eftir sam­komu­lagið en þau voru fyr­ir.

Í frétt Bloomberg sagði að greiðslur kröfu­hafa sem byggja á þeim sam­komu­lögum sem náðst hafa um að mæta stöð­ug­leika­skil­yrðum stjórn­valda geti kostað slita­búin allt niður í 2,75 millj­arða dala, um 365 millj­arða króna, í sam­an­burði við þá 5,1 millj­arði dala, um 676 millj­arða króna, sem þeir hefðu þurft að greiða ef stöð­ug­leika­skatt­ur­inn hefði verið lagður á.

Liu sagði að slitabú Glitn­is, sem borgar mest allra slita­búa til rík­is­ins miðað við fyr­ir­liggj­andi sam­komu­lög, sé að fá „besta díl­inn“. Væntar end­ur­heimtur í bú bank­ans hafa vana­lega verið um 30 pró­sent af nafn­virði en Liu telur að þær muni nú hækka í um 35 pró­sent.

Hafa lengi vitað hver mörkin voru



Kröfu­haf­arnir vissu flestir fyrir nokkuð löngu síðan að nákvæm­lega sú staða sem var uppi á síð­asta ári og fyrri hluta þessa árs myndi verða. Í grein­ingu frá ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­inu Birwood Limited, sem var gefin út í apríl 2013, er meðal ann­ars fjallað sér­stak­lega um mögu­lega áhrif síð­ustu alþing­is­kosn­inga á upp­gjör slita­bú­anna. Sú grein­ing er mjög nálægt þeirri lausn sem kynnt var með við­höfn í Hörpu á mánu­dag.

Þar segir að þorri íslenskra stjórn­mála­flokka hafi tekið hóf­sama eða rót­tæka and-­kröfu­hafa­stöðu í aðdrag­anda þeirra. Fyrir hafi legið að upp­gjör þrota­búa bank­anna yrði samn­ings­at­riði að kosn­ingum lokn­um. Sam­kvæmt grein­ing­unni voru allar líkur á því að Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur mynd­uðu rík­is­stjórn að loknum kosn­ing­um, sem varð raun­in, og því miðar grein­ingin við að helstu stefnu­mál þeirra verði ráð­andi.

Þar stendur orð­rétt: „leið­togar beggja flokka hafa skrifað og talað um plan til að fjár­magna áform rík­is­stjórnar við að leysa mál sem tengj­ast auk­inni skuld­setn­ingu almenn­ings með því að minnka krónu­eignir gömlu bank­anna hlut­falls­lega og hafa gefið í skyn að blönduð aðferð af „kylfum og gul­rót­um“ sé nauð­syn­leg þegar samið er við kröfu­hafa gömlu bank­anna. [...] Sú aðferð sem lík­leg­ast verður notuð af íslenskum stjórn­völdum mun fela í sér að gömlu bank­arnir gefi eftir hluta af eignum sínum í íslenskum krón­um. Í stað­inn munu gömlu bank­arnir fá und­an­þágu frá fjár­magns­höft­unum fyrir erlendar eignir og mögu­lega þær krónu­eignir sem verða eft­ir. Slík áætlun mun draga úr end­ur­heimtum kröfu­hafa en gæti verið eina leiðin fyrir slita­stjórn til að klára nauða­samn­ings­gerð og í kjöl­farið greiða út innan skyn­sam­legs tímara­mma. Að okkar mati verður í fyrsta lagi hægt að ná þeim nauða­samn­ingi um sum­arið 2014.

Upp­hæð­irnar sem hafa verið nefndar í þessu sam­hengi eru á milli 300-400 millj­arðar króna".

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None