Misheppnuð einkarekin öldrunarþjónusta

h_51859878-1.jpg
Auglýsing

Fyrir tveimur árum tóku gildi í Danmörku lög sem heimila einkafyrirtækjum að annast heimaaðstoð við aldraða, og rekstur hjúkrunar- og dvalarheimila, með ódýrari hætti en áður. Fram til þess tíma var í gildi sérstök gjaldskrá sem gilti fyrir sveitarfélögin og fyrirtæki sem önnuðust starfsemina með þjónustusamningi. Einkafyrirtæki sem buðu í og fengu verkin fara nú hvert af öðru í þrot og sveitarfélögin sitja uppi með vandann og aukinn kostnað.

Töldu sig geta boðið það sama fyrir minna fé


Í Danmörku, eins og mörgum öðrum löndum, fjölgar öldruðum ört. Það þýðir jafnframt aukin útgjöld ríkis og sveitarfélaga. Mörg dönsk sveitarfélög berjast í bökkum og þurfa að horfa í hverja krónu. Þau gripu því fegins hendi tækifærið þegar skyndilega varð heimilt að bjóða aðstoð við aldraða og öryrkja út, lögin tóku til heimaaðstoðar og rekstur heimila fyrir aldraða ásamt svonefndri dagdvöl.

Sveitarfélögin efndu til útboða og allt benti til að þeir sem höfðu haldið því fram að einkafyrirtæki gætu sinnt þessari þjónustu með ódýrari hætti hefðu rétt fyrir sér. Tilboðin sem bárust virtust hagstæð, fjölmiðlar töluðu um umtalsverðan sparnað. Sumir stjórnmálamenn hrósuðu þessu nýja fyrirkomulagi og sögðu það gott dæmi um rekstur sem sveitarfélögin ættu ekki að vera að vasast í, aðrir höfðu efasemdir.

Margir vildu grípa gæsina  


Margir sóttust eftir verkefnunum, þar var bæði um að ræða fyrirtæki sem þegar sinntu slíku og ný fyrirtæki sem hugðust hasla sér völl á þessum vettvangi. Sum þeirra fyrirtækja sem buðu í þjónustuna ætluðu sér stóra hluti, buðu í mörg verk og réðu tugi fólks til starfa. Mörg minni fyrirtæki voru líka meðal tilboðsgjafanna, jafnvel með örfáa starfsmenn.

Allir gerðu sér vonir um að hagnast á þessu nýja fyrirkomulagi, bæði sveitarfélögin og þjónustufyrirtækin. Fyrirtækin réðu til sín margt af því fólki sem áður hafði unnið hjá sveitarfélögunum og kunni því vel til verka. Laun fylgdu kjarasamningum.

Ætlað að hlaupa hraðar


Efasemdarmenn sögðu að ef fyrirtækin gætu annast þessa þjónustu við aldraða og sjúka á ódýrari hátt en sveitarfélögin hlyti það að þýða að starfsfólkinu væri ætlað að hlaupa hraðar en áður, ekki væri hægt að lækka kostnaðinn með öðrum hætti. Færra fólki en áður yrði ætlað að inna af hendi störfin, það hlyti að vera eina leiðin til að láta dæmið ganga upp. Talsmenn nokkurra stórra fyrirtækja í þessum rekstri sögðu að það væri hægt að beita margs konar hagræðingu og menn skyldu anda rólega: þetta gengi allt saman upp.

Auglýsing

Fljótlega kom í ljós, eins og ýmsa hafði grunað, að starfsfólkinu var ætlað að sinna mun fleiri verkefnum en áður. Hlaupa hraðar eins og það er gjarna kallað. En það að reima betur á sig hlaupaskóna hrökk ekki til.

Gjaldþrotaskýin hrannast upp


Árið 2013 var ekki á enda runnið þegar fyrstu fyrirtækin í heimaþjónustunni lögðu upp laupana. Þá var komið í ljós að tekjurnar af rekstrinum dugðu ekki fyrir útgjöldunum. Tilboðssérfræðingar fyrirtækjanna höfðu einfaldlega ekki reiknað rétt og hugmyndir um hagræðingu og hagkvæmara vinnulag stóðust ekki.

Tæplega tuttugu fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota síðan þetta nýja fyrirkomulag var tekið upp og mörg til viðbótar standa mjög tæpt. Gjaldþrotin snerta tugþúsundir fólks.

Þetta er ekki eins og að reka bílaverkstæði


Þannig komst stjórnarmaður í Samtökum eldri borgara að orði í blaðaviðtali. „Ef þú ætlar að láta smyrja bílinn og verkstæðið er lokað ferðu bara á næsta verkstæði, þar er örugglega opið og nóg til af smurolíu. Heimaaðstoð er annars eðlis,“ bætti hann við. Hann sagði jafnframt að öryggi og festa sé það sem aldraðir og sjúkir óski framar öllu og fréttir af gjaldþrotum og rekstrarerfiðleikum valdi þeim ugg.

Sveitarfélögin eiga engra kosta völ þegar umönnunarfyrirtækin komast í þrot, þau verða að bjarga málum. Skyndilausnin er oft sú að fá fyrirtæki og einstaklinga til að hlaupa í skarðið, slík lausn kostar peninga og dugir ekki til frambúðar. Sum sveitarfélög hafa aftur tekið upp gamla fyrirkomulagið „óþörf og dýr kennslustund að baki,“ sagði einn bæjarstjóri í viðtali við dagblaðið Politiken.

Vilja skýrar reglur um útboð


Margir hafa lýst áhyggjum vegna ástandsins, þar á meðal Samtök Iðnaðarins, Dansk Industri. Þar á bæ vilja menn að settar verði skýrar reglur um allt sem varðar útboð á þessari starfsemi. Sveitarfélögin skuli einblína að lægsta tilboðið heldur taka tillit til og skoða fjárhagsstöðu þeirra sem vilja taka umönnunina að sér. Stjórn Danska Alþýðusambandsins hefur tekið i sama streng og fleiri stór samtök hafa lýst sömu skoðun.

Getur einkavæðing alltaf borgað sig?


Ofangreind setning var yfirskrift fyrirlestrar sem Bent Greve prófessor við Háskólann í Hróarskeldu hélt fyrir nokkrum dögum. Tilefni fyrirlestrarins var sú staða sem sveitarfélög víða í Danmörku standa frammi fyrir varðandi heimaaðstoð og rekstur dvalarheimila. Niðurstaða prófessorsins var sú að margt væri betur komið í höndum einkaaðila en hins opinbera, hvort sem það væri ríki eða sveitarfélög. Annað, eins og til dæmis rekstur sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og líkra stofnana væri best komið í höndum hins opinbera.

Prófessorinn sagði líka að það væri athyglisvert að ekki hefði farið fram nein athugun á hagkvæmni þess að að sú starfsemi sem hér hefur verið rætt um sé í höndum einkaaðila. „Það er eins og þeir sem ráða hafi gengið út frá því sem vísu að ákvarðanir um útboð og einkarekstur væru hinar einu réttu. Við vitum mörg dæmi þess að einkarekstur gangi vel og það er gott. Hin dæmin eru líka mörg, of mörg, og þetta með heimaþjónustuna og dvalarheimilin er sorglegt dæmi um mál sem ekki var hugsað til enda,“ sagði prófessorinn að lokum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tibor starfar á Kaffibrennslunni á Laugavegi í Reykjavík.
„Ég get ekki grátið fyrir innan afgreiðsluborðið“
„Ég upplifi þessar bætur sem áverka ofan á áfallið sem við, þau sem lifðum af, vorum þegar að ganga í gegnum,“ segir Vasile Tibor Andor sem lifði eldsvoðann á Bræðraborgarstíg af. „Flest okkar misstu allt sem við eigum og heilsu okkar, von og framtíð.“
Kjarninn 19. júní 2021
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None