Misheppnuð einkarekin öldrunarþjónusta

h_51859878-1.jpg
Auglýsing

Fyrir tveimur árum tóku gildi í Dan­mörku lög sem heim­ila einka­fyr­ir­tækjum að ann­ast heima­að­stoð við aldr­aða, og rekstur hjúkr­un­ar- og dval­ar­heim­ila, með ódýr­ari hætti en áður. Fram til þess tíma var í gildi sér­stök gjald­skrá sem gilti fyrir sveit­ar­fé­lögin og fyr­ir­tæki sem önn­uð­ust starf­sem­ina með þjón­ustu­samn­ingi. Einka­fyr­ir­tæki sem buðu í og fengu verkin fara nú hvert af öðru í þrot og sveit­ar­fé­lögin sitja uppi með vand­ann og auk­inn kostn­að.

Töldu sig geta boðið það sama fyrir minna féÍ Dan­mörku, eins og mörgum öðrum lönd­um, fjölgar öldruðum ört. Það þýðir jafn­framt aukin útgjöld ríkis og sveit­ar­fé­laga. Mörg dönsk sveit­ar­fé­lög berj­ast í bökkum og þurfa að horfa í hverja krónu. Þau gripu því feg­ins hendi tæki­færið þegar skyndi­lega varð heim­ilt að bjóða aðstoð við aldr­aða og öryrkja út, lögin tóku til heima­að­stoðar og rekstur heim­ila fyrir aldr­aða ásamt svo­nefndri dagdvöl.

Sveit­ar­fé­lögin efndu til útboða og allt benti til að þeir sem höfðu haldið því fram að einka­fyr­ir­tæki gætu sinnt þess­ari þjón­ustu með ódýr­ari hætti hefðu rétt fyrir sér. Til­boðin sem bár­ust virt­ust hag­stæð, fjöl­miðlar töl­uðu um umtals­verðan sparn­að. Sumir stjórn­mála­menn hrósuðu þessu nýja fyr­ir­komu­lagi og sögðu það gott dæmi um rekstur sem sveit­ar­fé­lögin ættu ekki að vera að vasast í, aðrir höfðu efa­semd­ir.

Margir vildu grípa gæs­ina  Margir sótt­ust eftir verk­efn­un­um, þar var bæði um að ræða fyr­ir­tæki sem þegar sinntu slíku og ný fyr­ir­tæki sem hugð­ust hasla sér völl á þessum vett­vangi. Sum þeirra fyr­ir­tækja sem buðu í þjón­ust­una ætl­uðu sér stóra hluti, buðu í mörg verk og réðu tugi fólks til starfa. Mörg minni fyr­ir­tæki voru líka meðal til­boðs­gjafanna, jafn­vel með örfáa starfs­menn.

Allir gerðu sér vonir um að hagn­ast á þessu nýja fyr­ir­komu­lagi, bæði sveit­ar­fé­lögin og þjón­ustu­fyr­ir­tæk­in. Fyr­ir­tækin réðu til sín margt af því fólki sem áður hafði unnið hjá sveit­ar­fé­lög­unum og kunni því vel til verka. Laun fylgdu kjara­samn­ing­um.

Auglýsing

Ætlað að hlaupa hraðarEfa­semd­ar­menn sögðu að ef fyr­ir­tækin gætu ann­ast þessa þjón­ustu við aldr­aða og sjúka á ódýr­ari hátt en sveit­ar­fé­lögin hlyti það að þýða að starfs­fólk­inu væri ætlað að hlaupa hraðar en áður, ekki væri hægt að lækka kostn­að­inn með öðrum hætti. Færra fólki en áður yrði ætlað að inna af hendi störf­in, það hlyti að vera eina leiðin til að láta dæmið ganga upp. Tals­menn nokk­urra stórra fyr­ir­tækja í þessum rekstri sögðu að það væri hægt að beita margs konar hag­ræð­ingu og menn skyldu anda rólega: þetta gengi allt saman upp.

Fljót­lega kom í ljós, eins og ýmsa hafði grun­að, að starfs­fólk­inu var ætlað að sinna mun fleiri verk­efnum en áður. Hlaupa hraðar eins og það er gjarna kall­að. En það að reima betur á sig hlaupa­skóna hrökk ekki til.

Gjald­þrota­skýin hrann­ast uppÁrið 2013 var ekki á enda runnið þegar fyrstu fyr­ir­tækin í heima­þjón­ust­unni lögðu upp laupana. Þá var komið í ljós að tekj­urnar af rekstr­inum dugðu ekki fyrir útgjöld­un­um. Til­boðs­sér­fræð­ingar fyr­ir­tækj­anna höfðu ein­fald­lega ekki reiknað rétt og hug­myndir um hag­ræð­ingu og hag­kvæmara vinnu­lag stóð­ust ekki.

Tæp­lega tutt­ugu fyr­ir­tæki hafa orðið gjald­þrota síðan þetta nýja fyr­ir­komu­lag var tekið upp og mörg til við­bótar standa mjög tæpt. Gjald­þrotin snerta tug­þús­undir fólks.

Þetta er ekki eins og að reka bíla­verk­stæðiÞannig komst stjórn­ar­maður í Sam­tökum eldri borg­ara að orði í blaða­við­tali. „Ef þú ætlar að láta smyrja bíl­inn og verk­stæðið er lokað ferðu bara á næsta verk­stæði, þar er örugg­lega opið og nóg til af smur­ol­íu. Heima­að­stoð er ann­ars eðl­is,“ bætti hann við. Hann sagði jafn­framt að öryggi og festa sé það sem aldr­aðir og sjúkir óski framar öllu og fréttir af gjald­þrotum og rekstr­ar­erf­ið­leikum valdi þeim ugg.

Sveit­ar­fé­lögin eiga engra kosta völ þegar umönn­un­ar­fyr­ir­tækin kom­ast í þrot, þau verða að bjarga mál­um. Skyndi­lausnin er oft sú að fá fyr­ir­tæki og ein­stak­linga til að hlaupa í skarð­ið, slík lausn kostar pen­inga og dugir ekki til fram­búð­ar. Sum sveit­ar­fé­lög hafa aftur tekið upp gamla fyr­ir­komu­lagið „óþörf og dýr kennslu­stund að baki,“ sagði einn bæj­ar­stjóri í við­tali við dag­blaðið Politi­ken.

Vilja skýrar reglur um útboðMargir hafa lýst áhyggjum vegna ástands­ins, þar á meðal Sam­tök Iðn­að­ar­ins, Dansk Industri. Þar á bæ vilja menn að settar verði skýrar reglur um allt sem varðar útboð á þess­ari starf­semi. Sveit­ar­fé­lögin skuli ein­blína að lægsta til­boðið heldur taka til­lit til og skoða fjár­hags­stöðu þeirra sem vilja taka umönn­un­ina að sér. Stjórn Danska Alþýðu­sam­bands­ins hefur tekið i sama streng og fleiri stór sam­tök hafa lýst sömu skoð­un.

Getur einka­væð­ing alltaf borgað sig?Of­an­greind setn­ing var yfir­skrift fyr­ir­lestrar sem Bent Greve pró­fessor við Háskól­ann í Hró­arskeldu hélt fyrir nokkrum dög­um. Til­efni fyr­ir­lestr­ar­ins var sú staða sem sveit­ar­fé­lög víða í Dan­mörku standa frammi fyrir varð­andi heima­að­stoð og rekstur dval­ar­heim­ila. Nið­ur­staða pró­fess­ors­ins var sú að margt væri betur komið í höndum einka­að­ila en hins opin­bera, hvort sem það væri ríki eða sveit­ar­fé­lög. Ann­að, eins og til dæmis rekstur sjúkra­húsa, hjúkr­un­ar­heim­ila og líkra stofn­ana væri best komið í höndum hins opin­bera.

Pró­fess­or­inn sagði líka að það væri athygl­is­vert að ekki hefði farið fram nein athugun á hag­kvæmni þess að að sú starf­semi sem hér hefur verið rætt um sé í höndum einka­að­ila. „Það er eins og þeir sem ráða hafi gengið út frá því sem vísu að ákvarð­anir um útboð og einka­rekstur væru hinar einu réttu. Við vitum mörg dæmi þess að einka­rekstur gangi vel og það er gott. Hin dæmin eru líka mörg, of mörg, og þetta með heima­þjón­ust­una og dval­ar­heim­ilin er sorg­legt dæmi um mál sem ekki var hugsað til enda,“ sagði pró­fess­or­inn að lok­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Olína vill verða útvarpsstjóri
Magnús Geir Þórðarson tók nýverið við hlutverki Þjóðleikhússtjóra og því bíður það stjórnar RÚV að ráða nýjan útvarpsstjóra.
Kjarninn 6. desember 2019
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None