Samningar um aðgöngumiðann að innri markaðnum lausir í fjórtán mánuði

Fors----a1-7_crop.jpg
Auglýsing

Við­ræður Íslands, Nor­egs og Liect­hen­stein  ríkj­anna þriggja sem eru aðilar að samn­ingnum um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES), við Evr­ópu­sam­bandið um greiðslur í þró­un­ar­sjóð EFTA hafa enn hafa enn ekki borið ávöxt. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans er verið að reyna að mjaka mál­inu áfram en fátt frétt­næmt hefur gerst unda­farna mán­uði.

Greiðslur í sjóð­inn eru oft kall­aðar aðgangs­mið­inn að innri mark­aði Evr­ópu, gjaldið sem ríkin þrjú greiða fyrir aukað­ild sína að þessumstærsta útflutn­ings­mark­aði sínum án þess að vera full­gildir með­limir Evr­ópu­sam­bands­ins.

Frá árinu 1994, þegar EES-­samn­ing­ur­inn gekk í gildi, hefur þurft að end­ur­semja um þennan aðgöngu­miða á fimm ára fresti. Samn­ingar um greiðslur í sjóð­inn hafa nú verið lausir frá 30. apríl 2014, eða í rúma fjórtán mán­uði. Ástæða þess að illa hefur gengið að semja nú er sú að Evr­ópu­sam­bandið hefur farið fram á allt að þriðj­ungs­hækkun á fram­lögum í sjóð­inn, sem EES-löndin þrjú hafa ekki viljað sætta sig við.

Auglýsing

Ef gengið yrði að upp­haf­legum kröfum Evr­ópu­sam­bands­ins myndi Ísland þurfa að greiða um 6,5 millj­arða króna í sjóð­inn vegna tíma­bils­ins 2014-2019. Fyrir síð­asta samn­ings­tíma­bil, sem stóð frá 2009-2014, greiddum við 4,9 millj­arða króna. Því yrði um hækkun upp á 1,6 millj­arða króna að ræða. Ekk­ert EFTA-­ríkj­anna þriggja sem greiða í sjóð­inn eru til­búin til að ganga að þessum kröfum og taka á sig hækk­anir af þess­ari stærð­argráðu.

Vinnur gegn mis­munun í ríkjum ESB



Þró­un­ar­sjóður EFTA var settur upp sem hluti af EES-­samn­ingn­um, sem gekk í gildi 1. jan­úar 1994. EFTA-­ríkin Ísland, Nor­egur og Liect­hen­stein greiða í hann eftir stærð og lands­fram­leiðslu hvers þeirra. Yfir­lýstur til­gangur hans er að vinna gegn efna­hags­legri- og félags­legri mis­munum í þeim ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins sem þiggja aðstoð úr sjóðn­um.

Styrkir eru greiddir út á grund­velli áætl­anna sem styrkt­ar­löndin gera. Á síð­asta samn­ings­tíma­bili runnu greiðslur úr sjóðnum til 15 Evr­ópu­sam­bands­landa sem upp­fylltu skil­yrði til að þiggja þær. Stærstu heild­ar­styrkirnir fóru til Pól­lands (267 millj­ónir evra) og Rúm­eníu (191 milljón evr­a). Önnur ríki sem fengu greiðslur eru Bulgar­ía, Kýp­ur, Tékk­land, Eist­land, Grikk­land, Ung­verja­land, Lett­land, Lit­há­en, Malta, Portú­gal, Slóvakía, Sló­venía og Spánn.

Ekki í fyrsta sinn sem illa gengur að semja



Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem við­ræður um end­ur­nýjun á sam­komu­lag­inu ganga illa. Þegar sam­komu­lagið rann út árið 2009 tók tæpt ár að semja um nýja lausn, en hún lá ekki fyrir fyrr en á fyrri hluta árs­ins 2010. Sá tími sem nú er lið­inn síðan að sam­komu­lagið rann út er því orð­inn tölu­vert lengri en sá sem leið síð­ast.

Í það skiptið var samið um að fram­lög Íslands, Nor­egs og Liect­hen­stein myndu hækka um 33 pró­sent á milli tíma­bila en að tvö síð­ar­nefndu ríkin myndu taka meiri hluta hækk­un­ar­innar á sínar herðar vegna þeirrar stöðu sem var uppi í íslensku efna­hags­lífi eftir banka­hrunið haustið 2008. Heim­ildir Kjarn­ans herma að kröfur Evr­ópu­sam­bands­ins um hækkun nú hafi verið að sam­bæri­legri stærð­argráðu og um samd­ist síð­ast.

Sam­kvæmt síð­asta sam­komu­lagi greiddu EES-­ríkin tæpan millj­arð evra, tæp­lega 150 millj­arða króna á verð­lagi dags­ins í dag, í sjóð­inn. Þar af greiddu­Norð­menn tæp­lega 95 pró­sent upp­hæð­ar­inn­ar. Til við­bótar felur sam­komu­lagið um greiðslur EES-­ríkj­anna til Evr­ópu­sam­bands­ins í sér að Norð­menn greiða til hliðar í sér­stakan Þró­un­ar­sjóð Nor­egs. Alls borg­uðu Norð­menn tæpa 125 millj­arða króna í hann á tíma­bil­inu. Þeir greiddu því um 260 millj­arða króna fyrir aðgöngu sína að innri mark­aðn­um. Ljóst er að þorri þeirrar fjár­hags­legu byrðar sem greiðsl­urnar orsaka lenda á Norð­mönn­um.

Ástæður þessa eru ein­fald­ar. Þegar upp­haf­lega var samið um greiðsl­urnar þá var ákveðið að fram­lag hverrar þjóðar fyrir sig myndi reikn­ast út frá lands­fram­leiðslu og höfða­tölu. Norð­menn eru lang­rík­asta og lang­fjöl­menn­asta EFTA-­ríkið sem á aðild að EES-­samn­ingnum og borgar þar af leið­andi lang mest.

1. maí Mögu­leg aðild að Evr­ópu­sam­band­inu hefur verið mikið hita­mál á Íslandi um ára­langt skeið. Sitj­andi rík­is­stjórn er and­víg aðild og hefur lagt mikið á sig til að Ísland sé ekki lengur talið umsókn­ar­ríki að sam­band­in­u.

 

Greiðslur Íslands auk­ist um 70 pró­sent



Greiðslur Íslands voru mun lægri, þótt þær hafi farið ört hækk­and­i.  Frá árinu 1994, þegar EES-­samn­ing­ur­inn gekk í gildi, og fram til 1. maí 2009 greiddum við sam­tals 2,9 millj­arða króna á verð­lagi árs­ins 2010. Þrátt fyrir að Íslandi hafi verið sýnt skiln­ingur í síð­asta samn­ingi þá juk­ust greiðslur lands­ins samt sem áður gríð­ar­lega og voru 4,9 millj­arðar króna á árunum 2009-2014. Þar af er áætlað að við greiddum um 1,4 millj­arða króna í sjóð­inn í fyrra, á árinu 2014. Aðgöngu­mið­inn að innri mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins er því að hækka mjög hratt í verði. Greiðslur Íslands á síð­ustu fimm árum eru 70 pró­sent hærri en greitt var í sjóð­inn fimmtán árin þar áður.

Við­ræður um nýtt sam­komu­lag hófust snemma á síð­asta ári. Fyrsti form­legi fundur EFTA-­ríkj­anna og full­trúa Evr­ópu­sam­bands­ins vegna þess var 22. jan­úar síð­ast­lið­inn. Við­ræður um nýtt sam­komu­lag hófust snemma á síð­asta ári. Fyrsti form­legi fundur EFTA-­ríkj­anna og full­trúa Evr­ópu­sam­bands­ins vegna þess var 22. jan­úar síð­ast­lið­inn.

Mik­il­væg­asti við­skipta­samn­ingur Íslands



EES-­samn­ing­ur­inn er mik­il­væg­asti við­skipta­samn­ingur sem Ísland hefur gert. Hann veitir Íslandi nokk­urs­konar auka­að­ild að innir mark­aði Evr­ópu án tolla og gjalda á flestar vör­ur. Um 80 pró­sent af útflutn­ingi okkar fer til Evr­ópu, að lang­mestu leyti til landa sem til­heyra innri mark­að­in­um, og um 60 pró­sent af því sem við flytjum inn koma það­an.

Van­kost­irnir við EES-­samn­ing­inn eru síðan þeir að Ísland und­ir­gekkst að taka upp stóran hluta af reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins án þess að geta haft nokkur áhrif á mótun þess. Í Evr­ópu­stefnu sitj­andi rík­is­stjórnar er lögð áhersla á að efla hags­muna­gæslu Íslands innan EES og stór­efldu sam­starfi við Norð­menn á þeim vett­vangi. Þess­ari stefnu eigi að fram­fylgja meðal ann­ars með því að koma sjón­ar­miðum Íslands á fram í lög­gjaf­ar­starfi Evr­ópu­sam­bands­ins strax á fyrstu stigum mála. Það er ljóst að slík hags­muna­gæsla mun kosta tölu­vert fé, enda nauð­syn­legt að fjölga veru­lega starfs­fólki í Brus­sel, aðal­bæki­stöð Evr­ópu­sam­bands­ins, til að fram­fylgja henni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None