Stöðugleikaskattur gæti lagst á Byr þótt að allar eignir hans lendi hjá íslenskum aðilum

17980682404_6f264aa63c_z.jpg
Auglýsing

Svo gæti farið að eignir slita­bús Byrs, sem eru 98 pró­sent í íslenskum krón­um, renni að öllu leyti til íslenskra kröfu­hafa en að stöð­ug­leika­skattur muni samt sem áður leggj­ast á eign­irn­ar. Ástæðan er sú að úti­lokað er að ágrein­ings­málum tengd slita­bú­inu ljúki fyrir ára­mót, þegar frestur slita­búa fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja til að ljúka nauða­samn­ingum lýk­ur.

Stjórn­völd kynntu for­dæma­lausar aðgerðir sína til að losa um fjár­magns­höft mánu­dag­inn 8. júní síð­ast­lið­inn. Þeim er meðal ann­ars ætlað að taka á þeim mikla vanda sem 1.200 millj­arða króna eignir í íslenskum krónum sem eru í eigu fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja valda íslensku hag­kerfi. Þorri þeirra eigna munu renna til erlendra kröfu­hafa þegar slitum á búum fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna lýkur en Ísland á ekki gjald­eyri til að skipta íslenskum krónum þeirra í gjald­eyri.

Þess vegna fela aðgerðir stjórn­valda í sér tvo val­kosti: annað hvort mæta slita­búin ákveðnum stöð­ug­leika­skil­yrðum og gefa eftir hluta eigna sinna fyrir ára­mót eða íslenska ríkið leggur á þau 39 pró­sent stöð­ug­leika­skatt. Stærstu kröfu­hafar Kaup­þings, Glitnis og Lands­bank­ans hafa allir sam­þykkt að mæta stöð­ug­leika­skil­yrðum stjórn­valda, en þessi þrjú slitabú eiga langstærstan hluta þess vanda sem þarf að leysa. Til­gang­ur­inn er að vernda efna­hags­legan stöð­ug­leika Íslands.

Auglýsing

Aðgerð­irnar ná hins vegar einnig yfir minni slita­bú, eins og bú Byrs, sem er dverg­vaxið í sam­an­burði við hin þrjú, og mögu­legt er að allar greiðslur verði í íslenskum krónum til íslenskra aðila. Í við­bót­ar­um­sögn Byrs um frum­varp um stöð­ug­leika­skatt segir enda að "and­séð er hvernig greiðslur til íslenskra aðila ógni fjár­hags­legum stöð­ug­leika".

Allar krón­urnar gætu endað hjá inn­lendum aðilum



Eignir slita­bús Byrs nema í dag um sjö millj­örðum króna. Um 98 pró­sent þeirra eru í íslenskum krón­um. Sam­þykktar kröfur í búið nema um 60 millj­örðum króna. Þar af eru 50 millj­ónir króna for­gangs­kröf­ur. Um 62 pró­sent krafna eru í eigu erlendra kröfu­hafa og 38 pró­sent í eigu íslenskra kröfu­hafa, sem eru að stærstum hluta eft­ir­launa- og líf­eyr­is­sjóð­ir. Til sam­an­burðar má nefna að heild­ar­eignir Kaup­þings, Glitnis og Lands­bank­ans eru um 2.200 millj­arðar króna, og þar af eru um 900 millj­arðar króna í íslenskum krium.

Hins vegar eru nokkur stór ágrein­ings­mál vegna krafna sem slita­stjórn Byr hefur hafnað enn fyrir dóm­stól­um. Á meðal þeirra er búskrafa Íslands­banka vegna kaupa bank­ans á end­ur­reistum Byr árið 2011. Íslands­banki borg­aði 6,6 millj­arða króna fyrir hinn bank­ann en vill meina að til­teknar eignir sem fylgdu með hafi verið ofmetnar í bók­haldi og að þær hefðu átt að vera afskrif­aðar að hluta eða öllu leyti. Íslands­banki lýsti kröfu upp á 8,4 millj­arða króna í bú gamla Byrs vegna þessa, sem slita­stjórn Byrs hafn­aði.

Í við­bót­ar­um­sögn slita­stjórnar Byrs um breyt­ingar á lögum fjár­mála­fyr­ir­tæki og frum­varpi til laga um stöð­ug­leika­skatt, sem skilað var inn til efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis 22. júní síð­ast­lið­inn, seg­ir: „Mál vegna þessa er nú rekið fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­víkur og er komið til­tölu­lega stutt á veg og langt er í að það klárist. Að sama skapi hefur Íslands­banki hf. stefnt íslenska rík­inu til greiðslu skaða­bóta vegna eign­hlutar rík­is­ins. Fram­an­greind máls­sókn Íslands­banka hf. hefur sett öll búskipti Byrs spari­sjóðs í upp­nám og hefur slita­stjórn enga stjórn á máls­hraða yfir­stand­andi mats­máls þar sem Íslands­banki hf. er mats­beið­and­i.“

Eva B. Helga­dótt­ir, sem situr í slita­stjórn Byrs, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að úti­lokað væri að öllum ágrein­ings­málum tengdum Byr sem rekin eru fyrir dóm­stólum ljúki fyrir ára­mót.

Nauða­samn­ingur til að kom­ast hjá stöð­ug­leika­skatti



Því er sú staða uppi að ekki er hægt að klára nauða­samn­ing Byrs fyrir ára­mót nema að hann verði skil­yrtur með ein­hverjum hætti, enda ljóst að ágrein­ings­málum sem eru fyrir dóm­stólum verður ekki lok­ið. Með öðrum orðum yrði slikur nauða­samn­ingur til mála­mynda og ein­ung­is ­gerður til að kom­ast hjá því að stöð­ug­leika­skattur yrði lagður á slitabú Byrs.

Ef nauða­samn­ingur verður ekki gerður mun 39 pró­sent stöð­ug­leika­skattur falla á á slita­bú­ið. Í við­bót­ar­um­sögn slita­stjórnar Byrs segir að fari svo að „ágrein­ings­mál þessi falli Byr í óhag þá kann að vera komin upp sú staða að for­gangs­kröfur nemi hærri fjár­hæð en eignir Byrs. Þar sem for­gangs­kröfur eru að fullu í eigu íslenskra aðila þá mun stöð­ug­leika­skatt­ur­inn ein­ungis leggj­ast á greiðslur til íslenskra aðila, en vand­séð er hvernig greiðslur til íslenskra aðila ógni fjár­hags­legum stöð­ug­leika.

Jafn­framt gerir þessi óvissa slita­stjórn Byrs spari­sjóð veru­lega erfitt um vik að gera nauða­samn­inga fyrir ára­mót þar sem hvorki eigna né skulda­staða Byrs er ljós. Slíkir samn­ingar yrðu því háðir veru­legum fyr­ir­vörum um báða þessa þætti og myndu því ekki leysa neinn vanda annan en að kom­ast hjá fullum stöð­ug­leika­skatt­i.“

Ekk­ert til­lit tekið til athuga­semda Byrs



Að mati slita­stjórnar Byr vantar því til­finn­an­lega inn í frum­varpið um stöð­ug­leika­skatt ákvæði um að uppi sé ágrein­ingur þess eðlis sem Byr stendur í við Íslands­banka og að skatt­lagn­ing ætti að frest­ast þar til að því ágrein­ings­máli yrði lokið og rétt eign­ar­staða bús­ins liggi fyr­ir. Það væri til að mynda hægt að leysa slíkt með bráða­birgða­á­kvæði.

Eva segir að ekki hafi verið til­lit til athuga­semda slita­stjórnar Byrs þegar breyt­ingar á lögum um fjár­mála­fyr­ir­tæki og frum­varp um stöð­ug­leika­skatt voru sam­þykktar á Alþingi í síð­ustu viku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None