Stöðugleikaskattur gæti lagst á Byr þótt að allar eignir hans lendi hjá íslenskum aðilum

17980682404_6f264aa63c_z.jpg
Auglýsing

Svo gæti farið að eignir slita­bús Byrs, sem eru 98 pró­sent í íslenskum krón­um, renni að öllu leyti til íslenskra kröfu­hafa en að stöð­ug­leika­skattur muni samt sem áður leggj­ast á eign­irn­ar. Ástæðan er sú að úti­lokað er að ágrein­ings­málum tengd slita­bú­inu ljúki fyrir ára­mót, þegar frestur slita­búa fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja til að ljúka nauða­samn­ingum lýk­ur.

Stjórn­völd kynntu for­dæma­lausar aðgerðir sína til að losa um fjár­magns­höft mánu­dag­inn 8. júní síð­ast­lið­inn. Þeim er meðal ann­ars ætlað að taka á þeim mikla vanda sem 1.200 millj­arða króna eignir í íslenskum krónum sem eru í eigu fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja valda íslensku hag­kerfi. Þorri þeirra eigna munu renna til erlendra kröfu­hafa þegar slitum á búum fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna lýkur en Ísland á ekki gjald­eyri til að skipta íslenskum krónum þeirra í gjald­eyri.

Þess vegna fela aðgerðir stjórn­valda í sér tvo val­kosti: annað hvort mæta slita­búin ákveðnum stöð­ug­leika­skil­yrðum og gefa eftir hluta eigna sinna fyrir ára­mót eða íslenska ríkið leggur á þau 39 pró­sent stöð­ug­leika­skatt. Stærstu kröfu­hafar Kaup­þings, Glitnis og Lands­bank­ans hafa allir sam­þykkt að mæta stöð­ug­leika­skil­yrðum stjórn­valda, en þessi þrjú slitabú eiga langstærstan hluta þess vanda sem þarf að leysa. Til­gang­ur­inn er að vernda efna­hags­legan stöð­ug­leika Íslands.

Auglýsing

Aðgerð­irnar ná hins vegar einnig yfir minni slita­bú, eins og bú Byrs, sem er dverg­vaxið í sam­an­burði við hin þrjú, og mögu­legt er að allar greiðslur verði í íslenskum krónum til íslenskra aðila. Í við­bót­ar­um­sögn Byrs um frum­varp um stöð­ug­leika­skatt segir enda að "and­séð er hvernig greiðslur til íslenskra aðila ógni fjár­hags­legum stöð­ug­leika".

Allar krón­urnar gætu endað hjá inn­lendum aðilumEignir slita­bús Byrs nema í dag um sjö millj­örðum króna. Um 98 pró­sent þeirra eru í íslenskum krón­um. Sam­þykktar kröfur í búið nema um 60 millj­örðum króna. Þar af eru 50 millj­ónir króna for­gangs­kröf­ur. Um 62 pró­sent krafna eru í eigu erlendra kröfu­hafa og 38 pró­sent í eigu íslenskra kröfu­hafa, sem eru að stærstum hluta eft­ir­launa- og líf­eyr­is­sjóð­ir. Til sam­an­burðar má nefna að heild­ar­eignir Kaup­þings, Glitnis og Lands­bank­ans eru um 2.200 millj­arðar króna, og þar af eru um 900 millj­arðar króna í íslenskum krium.

Hins vegar eru nokkur stór ágrein­ings­mál vegna krafna sem slita­stjórn Byr hefur hafnað enn fyrir dóm­stól­um. Á meðal þeirra er búskrafa Íslands­banka vegna kaupa bank­ans á end­ur­reistum Byr árið 2011. Íslands­banki borg­aði 6,6 millj­arða króna fyrir hinn bank­ann en vill meina að til­teknar eignir sem fylgdu með hafi verið ofmetnar í bók­haldi og að þær hefðu átt að vera afskrif­aðar að hluta eða öllu leyti. Íslands­banki lýsti kröfu upp á 8,4 millj­arða króna í bú gamla Byrs vegna þessa, sem slita­stjórn Byrs hafn­aði.

Í við­bót­ar­um­sögn slita­stjórnar Byrs um breyt­ingar á lögum fjár­mála­fyr­ir­tæki og frum­varpi til laga um stöð­ug­leika­skatt, sem skilað var inn til efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis 22. júní síð­ast­lið­inn, seg­ir: „Mál vegna þessa er nú rekið fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­víkur og er komið til­tölu­lega stutt á veg og langt er í að það klárist. Að sama skapi hefur Íslands­banki hf. stefnt íslenska rík­inu til greiðslu skaða­bóta vegna eign­hlutar rík­is­ins. Fram­an­greind máls­sókn Íslands­banka hf. hefur sett öll búskipti Byrs spari­sjóðs í upp­nám og hefur slita­stjórn enga stjórn á máls­hraða yfir­stand­andi mats­máls þar sem Íslands­banki hf. er mats­beið­and­i.“

Eva B. Helga­dótt­ir, sem situr í slita­stjórn Byrs, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að úti­lokað væri að öllum ágrein­ings­málum tengdum Byr sem rekin eru fyrir dóm­stólum ljúki fyrir ára­mót.

Nauða­samn­ingur til að kom­ast hjá stöð­ug­leika­skattiÞví er sú staða uppi að ekki er hægt að klára nauða­samn­ing Byrs fyrir ára­mót nema að hann verði skil­yrtur með ein­hverjum hætti, enda ljóst að ágrein­ings­málum sem eru fyrir dóm­stólum verður ekki lok­ið. Með öðrum orðum yrði slikur nauða­samn­ingur til mála­mynda og ein­ung­is ­gerður til að kom­ast hjá því að stöð­ug­leika­skattur yrði lagður á slitabú Byrs.

Ef nauða­samn­ingur verður ekki gerður mun 39 pró­sent stöð­ug­leika­skattur falla á á slita­bú­ið. Í við­bót­ar­um­sögn slita­stjórnar Byrs segir að fari svo að „ágrein­ings­mál þessi falli Byr í óhag þá kann að vera komin upp sú staða að for­gangs­kröfur nemi hærri fjár­hæð en eignir Byrs. Þar sem for­gangs­kröfur eru að fullu í eigu íslenskra aðila þá mun stöð­ug­leika­skatt­ur­inn ein­ungis leggj­ast á greiðslur til íslenskra aðila, en vand­séð er hvernig greiðslur til íslenskra aðila ógni fjár­hags­legum stöð­ug­leika.

Jafn­framt gerir þessi óvissa slita­stjórn Byrs spari­sjóð veru­lega erfitt um vik að gera nauða­samn­inga fyrir ára­mót þar sem hvorki eigna né skulda­staða Byrs er ljós. Slíkir samn­ingar yrðu því háðir veru­legum fyr­ir­vörum um báða þessa þætti og myndu því ekki leysa neinn vanda annan en að kom­ast hjá fullum stöð­ug­leika­skatt­i.“

Ekk­ert til­lit tekið til athuga­semda ByrsAð mati slita­stjórnar Byr vantar því til­finn­an­lega inn í frum­varpið um stöð­ug­leika­skatt ákvæði um að uppi sé ágrein­ingur þess eðlis sem Byr stendur í við Íslands­banka og að skatt­lagn­ing ætti að frest­ast þar til að því ágrein­ings­máli yrði lokið og rétt eign­ar­staða bús­ins liggi fyr­ir. Það væri til að mynda hægt að leysa slíkt með bráða­birgða­á­kvæði.

Eva segir að ekki hafi verið til­lit til athuga­semda slita­stjórnar Byrs þegar breyt­ingar á lögum um fjár­mála­fyr­ir­tæki og frum­varp um stöð­ug­leika­skatt voru sam­þykktar á Alþingi í síð­ustu viku.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None