Týnda stríðið í Suður-Súdan

sudan1.jpg
Auglýsing

Í dag heldur yngsta sjálf­stæða ríki heims, Suð­ur­-Súd­an, upp á fjög­urra ára sjálf­stæði sitt. Því miður er þó lítið til­efni til hátíð­ar­halda þar í landi um þessar mundir vegna borg­ara­styrj­ald­ar, sem fangar athygli vest­rænna fjöl­miðla af afar tak­mörk­uðu leyti. Þrátt fyrir að margt sé á upp­leið í Afr­íku sunnan Sahara, eins og bent hefur verið á á þessum vett­vangi, er saga Suð­ur­-Súdan síð­ast­liðin ár og ára­tugi blóði drifin og sorg­leg.

Árið 2011 fékk Suð­ur­-Súdan sjálf­stæði frá Súd­an, en það liðu ekki nema tvö ár þar til borg­ara­styrj­öld braust út árið 2013 og þeim átökum er í dag hvergi nærri lok­ið. Hug­takið „harm­leik­ur“ er oft notað í dag­legu tali, en það er sjaldan jafn við­eig­andi og í til­felli Suð­ur­-Súd­an. Það þarf því vart að taka fram að landið er í dag eitt allra fátæk­asta og van­þró­að­asta ríki heims.

Sam­felld sorg­ar­sagaSúd­an, sem Suð­ur­-Súdan til­heyrði áður, fékk sjálf­stæði frá Bretum árið 1956. Íbú­arnir í suðri fengu þó ekki sjálf­stæði að kalla því þeim var ráðið frá Kar­túm í norðr­inu. Íbúar Suð­ur­-Súdan eru flestir af niló­tískum upp­runa (e. Nilotic peop­le), en í norð­ur­hluta lands­ins búa Arabar og skyldir þjóð­flokk­ar. Súdan hafði ekki verið sjálf­stætt lengi þegar fór að bera á kúgun og mis­skipt­ingu auðs og valds, sem hall­aði mjög á suð­ur­hluta lands­ins. Því braust út borg­ar­styrj­öld milli lands­hlut­anna nán­ast á sama tíma og landið fékk sjálf­stæði. Sú styrj­öld stóð allt fram til árs­ins 1972 og lauk með vopna­hléi þegar um hálf milljón manna lág í valn­um.

Árið 1978 fund­ust miklar ólíu­lindir í Suð­ur­-Súdan og ekki leið að löngu þar til bar­átta um yfir­ráð yfir þeim leiddi til ann­arrar borg­ara­styrj­ald­ar. Önnur borg­ara­styrj­öld Súdan hófst árið 1983 og henni lauk ekki fyrr en árið 2005. Í stríð­inu féllu á milli 1 og 2 millj­ónir manna og 4 millj­ónir í Suð­ur­-Súdan neydd­ust til að flýja heim­ili sín. Stríðið er ein lengsta borg­ar­styrj­öld allra tíma og ekki hafa jafn margir óbreyttir borg­arar fallið í stríði frá lokum Síð­ari heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Þá er ekki með­talin annar hryll­ingur sem birt­ist í stríð­inu eins og þús­undir barna­her­manna og þræla­hald.

Auglýsing

Friðargæsluliðar frá Suður-Kóreu leika við börn í borginni Bor fyrr í þessum mánuði. Mynd:EPA Frið­ar­gæslu­liðar frá Suð­ur­-Kóreu leika við börn í borg­inni Bor fyrr í þessum mán­uði. Mynd:EPA

Sjálf­stæði og þriðja borg­ara­styrj­öldinÞað var loks árið 2011 sem haldin var þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um sjálf­stæði Suð­ur­-Súdan og kusu 99% kjós­enda með sjálf­stæði. Átökum í land­inu var þó hvergi nærri lokið þegar landið fékk form­lega sjálf­stæði og Salva Kiir May­ar­dit varð fyrsti for­seti lands­ins 9. júlí 2011, ekki síst vegna deilna um yfir­ráð yfir olíu­lindum lands­ins. Í lok árs­ins 2011 brut­ust t.d. út mikil átök á milli Lou Nuer og Murle ætt­bálkanna.

Það var svo í des­em­ber 2013 sem yfir­stand­andi borg­ara­styrj­öld braust út þegar for­set­inn, sem til­heyrir Dinka ætt­bálknum sak­aði  fyrr­ver­andi vara­for­set­ann Rieck Machar, sem til­heyrir Nuer ætt­bálkn­um, um valda­rán. Við það hófust bar­dagar á milli Nuer og Dinka her­manna. Fljót­lega blönd­uð­ust ýmsir skæru­liða­hópar og úganski her­inn inn í átökin og fólk tók að flýja landið í stórum stíl.

Þegar þetta er ritað standa átökin enn yfir, þó að sára­fáar fréttir um stríðið rati á síður íslenskra fjöl­miðla. Eng­inn veit hversu margir hafa fallið í stríð­inu, en í nóv­em­ber í fyrra var talið að a.m.k. 50,000 manns hafi fallið - hugs­an­lega tvö­falt fleiri.

Fórn­ar­lömbin eru mun fleiriFólk sem fellur fyrir vopnum eru þó langt í frá einu fórn­ar­lömb stríðs­ins því meira en tvær millj­ónir manna hafa þurft að flýja heim­ili sín frá því að átökin hófust. Það, ásamt átök­un­um, hefur leitt til þess að bændur geta ekki upp­skorið svo að óhætt er að segja að landið hafi verið á barmi hungusneyðar frá upp­hafði stríðs­ins. Vegna neyð­ar­á­stands­ins færir Mat­væla­á­ætlun Sam­ein­uðu þjóð­anna (WFP) fólki á átaka­svæð­unum hund­ruði tonna af mat á dag.

Á athygl­is­verðu bloggi, sem Stefán Ingi Stef­áns­son fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri UNICEF á Íslandi hélt úti þegar hann starf­aði í Suð­ur­-Súdan fyrir ári síð­an, sést þetta glögg­lega. Ein færslan nefn­ist The F-word og vísar til þess að alvar­legar umræður áttu sér stað meðal hjálp­ar­stofn­anna í Júba, höf­uð­borg Suð­ur­-Súd­an, um hvort kalla mætti aðstæð­urnar í land­inu „hung­ursneyð“ (e. famine). Skil­grein­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna á hungusneyð er þegar 30% mann­fjöld­ans er vannærð­ur, 20% heim­ila búa við alvar­legan mat­ar­skort og a.m.k. tveir af af hverjum 10.000 deyja úr hungri á dag. Til að setja það í sam­hengi er það eins og ef um 70 manns myndu deyja á úr hungri á Íslandi dag­lega.

Stríðið hefur ekki ein­ungis valdið vannær­ingu, upp­skeru­bresti, lam­andi óör­yggi og því að líf  fjöl­skyldna er hér um bil lagt í rúst. Kyn­bundið ofbeldi og hópnauðg­anir eru dag­legt brauð og reglu­lega ber­ast fregnir um fjöldamorð og morð erlendum frið­ar­gæslu­lið­um. Stríð­andi fylk­ingar hafa jafn­framt þús­undir barna­her­manna á sínu bandi, bæði drengi og stúlk­ur, sem ganga til liðs við vopn­aða hópa í örvænt­ingu. UNICEF telur að sum þeirra séu ekki nema 9 ára göm­ul. Þá er heil­brigð­is­kerfi land­ins í molum og mennta­kerfið sömu­leiðis, en aðeins 27% þjóð­ar­innar er læs.

Hvernig er staðan í dag?Það stóð til að kosn­ingar færu fram í júní síð­ast­liðnum en þeim var frestað um óákveð­inn tíma vegna stríðs­ins. Lítið hefur orðið ágengt í til­raunum til að enda átökin og frið­ar­um­leit­unum sem hófust í Addis Ababa í Eþíópíu í ágúst á síð­asta ári lauk án árang­urs fyrr á árinu. Átökin halda áfram og lítið bendir til þess að það muni breyt­ast á næst­unni.

Hag­kerfi lands­ins er mjög djúpri kreppu og ofan á miklar olíu­verðs­lækk­anir und­an­farna mán­uði hefur olíu­fram­leiðsla í land­inu fallið um 70%, en olía er nán­ast eina útflutn­ings­vara lands­ins. Þá braust nýlega út kól­eru­far­aldur sem hefur fellt 70 manns og sýkt 3.200 manns þegar þetta er ritað og væg­ast sagt ógeðs­legar fregnir af ofbeldi ber­ast reglu­lega.

Það er enn von„Það virð­ist alltaf ómögu­legt þar til það er búið.“ sagði Nel­son Mand­ela eitt sinn. Þó að staðan í Suð­ur­-Súdan sé hörmu­leg er ennþá von. Ekki þarf að fara lengra aftur en til þjóð­ar­morð­anna í Rúanda árið 1994 til að sjá það. Síðan þá hefur verið friður og nokkur upp­gangur þar í landi - t.a.m. hefur lands­fram­leiðsla Rúanda fimm­fald­ast á 20 árum. Fáir hefðu getað ímyndað sér það á meðan þjóð­ar­morð­unum stóð. Alþjóð­sam­fé­lagið getur einnig beitt sér í meira mæli og hefur það skilað árangri að því leyti að nýlega voru hund­ruðir barna leyst undan vopnum vegna þrýst­ings frá UNICEF. En betur má ef duga skal.

Auð­velt er fyrir ein­stak­linga að hugsa með sér að þeir geti ekk­ert gert. Það er rangt. Til dæmis er hægt að styrkja ýmsar hjálp­ar­stofn­anir og mann­rétt­inda­sam­tök sem starfa í Suð­ur­-Súd­an. Einnig gætu íslensk stjórn­völd lagt alþjóð­legum stofn­unum betur lið til að koma á friði í land­inu. Fáar þjóðir eiga jafn mikið skilið að fá loks­ins að búa við öryggi í frið­sælu landi.

Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas Jóhannsson lögmann og fyrrverandi héraðsdómara hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Þórarinn Hjaltason
Áhrif Borgarlínu og breyttra ferðavenja á bílaumferð
Kjarninn 17. september 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín: Kynjamisrétti er eitt stærsta og þrálátasta böl okkar tíma
Alþjóðleg #Metoo ráðstefna hefst í Hörpu í dag og hafa yfir 800 manns skráð sig á hana. Forsætisráðherra telur að löggjöf og forvarnarstarf sé ekki nóg heldur þurfi róttækar, menningarlegar breytingar.
Kjarninn 17. september 2019
Efling vísar kjaradeilu við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara
Efling hefur vísað kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara. „Okkur þykir miður að hafa ekki skynjað raunverulegan samningsvilja frá borginni í þessum viðræðum,“ segir formaður Eflingar.
Kjarninn 17. september 2019
Kvikan
Kvikan
Farsi í lögreglunni, doði í stjórnmálunum og meint glimrandi góð lífskjör
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None