Gallerí: Tekist á um framtíð Grikklands á Evrópuþinginu

evroputhingid.jpg
Auglýsing

Alexis Tsipras, for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands, var við­staddur fund Evr­ópu­þings­ins í Stras­burg í dag til að ræða stöð­una í heima­landi sínu og fram­hald við­ræðna um lán Evr­ópu­ríkja til Grikkja. Full­trúar evru­ríkj­anna lýstu mis­mun­andi sjón­ar­miðum sínum og voru ekki allir sam­mála um hver næstu skref eiga að vera, jafn­vel þó flestir virt­ust sam­mála um að Evr­ópu­sam­vinna væri leiðin framá við.

Jean-Claude Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB



1ep_juncker

„Í ljósi þeirra vand­ræða sem Grikk­land er í, má svarið alls ekki verið að snúa baki við nauð­syn þess að þróa hag­kerfið og pen­inga­kerfið áfram.“

Alexis Tsipras, for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands



2ep_tsipras

Tsipras gagn­rýndi það að aðgerðir ESB handa Grikkjum snér­ust um að bjarga bönk­unum en almenn­ingur fékk aldrei þá hjálp sem þurfti. „Hin ein­falda stað­reynd er sú að við verðum að horfast í augu við að meiri­hluti grísku þjóð­ar­innar telur sig ekki eiga ann­arra kosta völ en að fara fram á leið út úr þessum botn­langa,“ sagði Tsipras.

Auglýsing

Man­fred Weber, Þýska­land



3ep_weber

„Þú beitir ögrun­um, við leitum sam­komu­lags. Við þér blasa rúst­irn­ar, við leitum að vel­meg­un. Þér líkar ekki við Evr­ópu, við elskum Evr­ópu. Þú ert að tala um virð­ingu, en þú segir fólk­inu þínu ítrekað ósatt og það er ekki virð­ing­ar­vert,“ sagði Weber og beindi orðum sínum til Tsipras. Hann benti jafn­framt á að fimm lönd í ESB búa við verri lífs­við­ur­væri en Grikk­land og spurði: „Hvernig ætlar að þú að segja þessu fólki að Grikk­land þoli ekki frek­ari nið­ur­skurð?“

Gianni Pittella, Ítalía



4ep_pittella

„Ég held að nú séu réttu aðstæð­urnar til að ná sam­komu­lagi og það er undir rík­is­stjórn Grikkja komið að ákveða hvaða end­ur­bætur þarf að ráð­ast í til að skapa aðstæður fyrir atvinnu­sköp­un, berj­ast gegn spill­ingu og skattaund­anskot­um. Þetta er allt nauð­syn­legt, ekki af því að ESB mun fara fram á það, heldur vegna þess að það hagn­ast Grikkj­u­m.“

Rysz­ard Legut­ko, Pól­land



5ep_legutko

„Það er eitt­hvað rotið í Grikk­landi en það er eitt­hvað rotið í ESB lík­a.“ Legutko bætti við að ef „leik­rit­ið“ héldi áfram yrði erfitt að kom­ast að því hvað ætti að fá mesta athygli. „Hverju erum við að reyna að bjarga? Er það mynt­sam­starf­ið? Er það grískt sam­fé­lag? Er það trú­verð­ug­leiki rík­is­stjórn­ar­innar eða lán­veit­enda? Er það arf­leið Ang­elu Merkel eða traust­ara og nán­ara Evr­ópu­sam­starf?“

Guy Ver­hof­stadt, Belgía



6ep_verhofstadt

„Í fimm ár höfum við flotið sof­andi að þeim feigðar­ósi sem er útganga Grikkja úr evru­sam­starf­inu, með hjálp öfga­hægri­fólks. Og síð­ustu mán­uði höfum við aukið hrað­ann að feigðar­ósn­um. Það er ekki þú [Tsipras] eða við [ESB] sem borgum brús­ann, heldur er það gríska þjóðin sem mun borga fyrir útgöng­una úr evru­sam­starf­in­u.“

Gabriele Zimmer, Þýska­land



7ep_zimmer

„Finnum nú lausn sem er var­an­leg og heldur velli. Við skulum ekki skapa okkur til skamm­vinna frygð með því að biðja aðra um að gera hluti. Berum virð­ingu fyrir fólki og Evr­ópu og virðum nið­ur­stöð­una á sunnu­dag.“

Rebecca Harms, Þýska­land



8ep_harms

Harms sagð­ist vænta þess að Tsipras bæri á borð traustar hug­myndir um end­ur­bætur og betri fram­tíð, en ekki bara hvatn­ing­ar­ræður um að nú ættum við að binda endi á spill­ingu og önnur vanda­mál. „Allt þarf að ákveða í þess­ari viku.“

Nigel Fara­ge, Bret­land



9ep_farage

Farage gagn­rýndi inn­leið­ingu evr­unnar í ræðu sinni og sagði: „Ef þú neyðir þjóð­ir og ólík hag­kerfi til að kom­ast að sam­komu­lagi, án þess að leita sam­þykkis þjóð­anna, er ólík­legt að sam­starfið gangi upp og þessi áætlun hefur nú mis­tek­ist. Við erum ekki aðeins að ræða Grikk­land í dag, heldur öll ríkin við Mið­jarð­ar­hafið sem finn­ast þau föst með ranga mynt.“

Mar­ine Le Pen, Frakk­land



10ep_lepen

„Evran og aðhald eru síam­st­ví­bur­ar. Fólkið þitt [Grikkir] sleppur ekki við aðhald án þess að ganga úr evru­sam­starf­in­u.“

Elefther­ios Syna­d­in­os, Grikk­land



11ep_synadinos

Syna­d­in­os, óháður Evr­ópu­þing­maður Grikkja, vakti athygli á hörm­ungum seinni heim­styrj­aldar og her­setu Þjóð­verja í Grikk­landi. Þjóð­verjum var gert að borga Grikkjum him­in­háar skaða­bætur sem hafa ekki borist að öllu leyti. „Hvers vegna er þetta ekki tekið með í reikn­ing­inn þegar við ræðum skuldir Grikkja?“ spurði hann og bætti við Grikkjum væri full­fært að hætta í mynt­sam­starf­inu og lifa það af.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None