Gallerí: Tekist á um framtíð Grikklands á Evrópuþinginu

evroputhingid.jpg
Auglýsing

Alexis Tsipras, for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands, var við­staddur fund Evr­ópu­þings­ins í Stras­burg í dag til að ræða stöð­una í heima­landi sínu og fram­hald við­ræðna um lán Evr­ópu­ríkja til Grikkja. Full­trúar evru­ríkj­anna lýstu mis­mun­andi sjón­ar­miðum sínum og voru ekki allir sam­mála um hver næstu skref eiga að vera, jafn­vel þó flestir virt­ust sam­mála um að Evr­ópu­sam­vinna væri leiðin framá við.

Jean-Claude Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB1ep_juncker

„Í ljósi þeirra vand­ræða sem Grikk­land er í, má svarið alls ekki verið að snúa baki við nauð­syn þess að þróa hag­kerfið og pen­inga­kerfið áfram.“

Alexis Tsipras, for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands2ep_tsipras

Tsipras gagn­rýndi það að aðgerðir ESB handa Grikkjum snér­ust um að bjarga bönk­unum en almenn­ingur fékk aldrei þá hjálp sem þurfti. „Hin ein­falda stað­reynd er sú að við verðum að horfast í augu við að meiri­hluti grísku þjóð­ar­innar telur sig ekki eiga ann­arra kosta völ en að fara fram á leið út úr þessum botn­langa,“ sagði Tsipras.

Auglýsing

Man­fred Weber, Þýska­land3ep_weber

„Þú beitir ögrun­um, við leitum sam­komu­lags. Við þér blasa rúst­irn­ar, við leitum að vel­meg­un. Þér líkar ekki við Evr­ópu, við elskum Evr­ópu. Þú ert að tala um virð­ingu, en þú segir fólk­inu þínu ítrekað ósatt og það er ekki virð­ing­ar­vert,“ sagði Weber og beindi orðum sínum til Tsipras. Hann benti jafn­framt á að fimm lönd í ESB búa við verri lífs­við­ur­væri en Grikk­land og spurði: „Hvernig ætlar að þú að segja þessu fólki að Grikk­land þoli ekki frek­ari nið­ur­skurð?“

Gianni Pittella, Ítalía4ep_pittella

„Ég held að nú séu réttu aðstæð­urnar til að ná sam­komu­lagi og það er undir rík­is­stjórn Grikkja komið að ákveða hvaða end­ur­bætur þarf að ráð­ast í til að skapa aðstæður fyrir atvinnu­sköp­un, berj­ast gegn spill­ingu og skattaund­anskot­um. Þetta er allt nauð­syn­legt, ekki af því að ESB mun fara fram á það, heldur vegna þess að það hagn­ast Grikkj­u­m.“

Rysz­ard Legut­ko, Pól­land5ep_legutko

„Það er eitt­hvað rotið í Grikk­landi en það er eitt­hvað rotið í ESB lík­a.“ Legutko bætti við að ef „leik­rit­ið“ héldi áfram yrði erfitt að kom­ast að því hvað ætti að fá mesta athygli. „Hverju erum við að reyna að bjarga? Er það mynt­sam­starf­ið? Er það grískt sam­fé­lag? Er það trú­verð­ug­leiki rík­is­stjórn­ar­innar eða lán­veit­enda? Er það arf­leið Ang­elu Merkel eða traust­ara og nán­ara Evr­ópu­sam­starf?“

Guy Ver­hof­stadt, Belgía6ep_verhofstadt

„Í fimm ár höfum við flotið sof­andi að þeim feigðar­ósi sem er útganga Grikkja úr evru­sam­starf­inu, með hjálp öfga­hægri­fólks. Og síð­ustu mán­uði höfum við aukið hrað­ann að feigðar­ósn­um. Það er ekki þú [Tsipras] eða við [ESB] sem borgum brús­ann, heldur er það gríska þjóðin sem mun borga fyrir útgöng­una úr evru­sam­starf­in­u.“

Gabriele Zimmer, Þýska­land7ep_zimmer

„Finnum nú lausn sem er var­an­leg og heldur velli. Við skulum ekki skapa okkur til skamm­vinna frygð með því að biðja aðra um að gera hluti. Berum virð­ingu fyrir fólki og Evr­ópu og virðum nið­ur­stöð­una á sunnu­dag.“

Rebecca Harms, Þýska­land8ep_harms

Harms sagð­ist vænta þess að Tsipras bæri á borð traustar hug­myndir um end­ur­bætur og betri fram­tíð, en ekki bara hvatn­ing­ar­ræður um að nú ættum við að binda endi á spill­ingu og önnur vanda­mál. „Allt þarf að ákveða í þess­ari viku.“

Nigel Fara­ge, Bret­land9ep_farage

Farage gagn­rýndi inn­leið­ingu evr­unnar í ræðu sinni og sagði: „Ef þú neyðir þjóð­ir og ólík hag­kerfi til að kom­ast að sam­komu­lagi, án þess að leita sam­þykkis þjóð­anna, er ólík­legt að sam­starfið gangi upp og þessi áætlun hefur nú mis­tek­ist. Við erum ekki aðeins að ræða Grikk­land í dag, heldur öll ríkin við Mið­jarð­ar­hafið sem finn­ast þau föst með ranga mynt.“

Mar­ine Le Pen, Frakk­land10ep_lepen

„Evran og aðhald eru síam­st­ví­bur­ar. Fólkið þitt [Grikkir] sleppur ekki við aðhald án þess að ganga úr evru­sam­starf­in­u.“

Elefther­ios Syna­d­in­os, Grikk­land11ep_synadinos

Syna­d­in­os, óháður Evr­ópu­þing­maður Grikkja, vakti athygli á hörm­ungum seinni heim­styrj­aldar og her­setu Þjóð­verja í Grikk­landi. Þjóð­verjum var gert að borga Grikkjum him­in­háar skaða­bætur sem hafa ekki borist að öllu leyti. „Hvers vegna er þetta ekki tekið með í reikn­ing­inn þegar við ræðum skuldir Grikkja?“ spurði hann og bætti við Grikkjum væri full­fært að hætta í mynt­sam­starf­inu og lifa það af.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None