Gallerí: Tekist á um framtíð Grikklands á Evrópuþinginu

evroputhingid.jpg
Auglýsing

Alexis Tsipras, for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands, var við­staddur fund Evr­ópu­þings­ins í Stras­burg í dag til að ræða stöð­una í heima­landi sínu og fram­hald við­ræðna um lán Evr­ópu­ríkja til Grikkja. Full­trúar evru­ríkj­anna lýstu mis­mun­andi sjón­ar­miðum sínum og voru ekki allir sam­mála um hver næstu skref eiga að vera, jafn­vel þó flestir virt­ust sam­mála um að Evr­ópu­sam­vinna væri leiðin framá við.

Jean-Claude Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB1ep_juncker

„Í ljósi þeirra vand­ræða sem Grikk­land er í, má svarið alls ekki verið að snúa baki við nauð­syn þess að þróa hag­kerfið og pen­inga­kerfið áfram.“

Alexis Tsipras, for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands2ep_tsipras

Tsipras gagn­rýndi það að aðgerðir ESB handa Grikkjum snér­ust um að bjarga bönk­unum en almenn­ingur fékk aldrei þá hjálp sem þurfti. „Hin ein­falda stað­reynd er sú að við verðum að horfast í augu við að meiri­hluti grísku þjóð­ar­innar telur sig ekki eiga ann­arra kosta völ en að fara fram á leið út úr þessum botn­langa,“ sagði Tsipras.

Auglýsing

Man­fred Weber, Þýska­land3ep_weber

„Þú beitir ögrun­um, við leitum sam­komu­lags. Við þér blasa rúst­irn­ar, við leitum að vel­meg­un. Þér líkar ekki við Evr­ópu, við elskum Evr­ópu. Þú ert að tala um virð­ingu, en þú segir fólk­inu þínu ítrekað ósatt og það er ekki virð­ing­ar­vert,“ sagði Weber og beindi orðum sínum til Tsipras. Hann benti jafn­framt á að fimm lönd í ESB búa við verri lífs­við­ur­væri en Grikk­land og spurði: „Hvernig ætlar að þú að segja þessu fólki að Grikk­land þoli ekki frek­ari nið­ur­skurð?“

Gianni Pittella, Ítalía4ep_pittella

„Ég held að nú séu réttu aðstæð­urnar til að ná sam­komu­lagi og það er undir rík­is­stjórn Grikkja komið að ákveða hvaða end­ur­bætur þarf að ráð­ast í til að skapa aðstæður fyrir atvinnu­sköp­un, berj­ast gegn spill­ingu og skattaund­anskot­um. Þetta er allt nauð­syn­legt, ekki af því að ESB mun fara fram á það, heldur vegna þess að það hagn­ast Grikkj­u­m.“

Rysz­ard Legut­ko, Pól­land5ep_legutko

„Það er eitt­hvað rotið í Grikk­landi en það er eitt­hvað rotið í ESB lík­a.“ Legutko bætti við að ef „leik­rit­ið“ héldi áfram yrði erfitt að kom­ast að því hvað ætti að fá mesta athygli. „Hverju erum við að reyna að bjarga? Er það mynt­sam­starf­ið? Er það grískt sam­fé­lag? Er það trú­verð­ug­leiki rík­is­stjórn­ar­innar eða lán­veit­enda? Er það arf­leið Ang­elu Merkel eða traust­ara og nán­ara Evr­ópu­sam­starf?“

Guy Ver­hof­stadt, Belgía6ep_verhofstadt

„Í fimm ár höfum við flotið sof­andi að þeim feigðar­ósi sem er útganga Grikkja úr evru­sam­starf­inu, með hjálp öfga­hægri­fólks. Og síð­ustu mán­uði höfum við aukið hrað­ann að feigðar­ósn­um. Það er ekki þú [Tsipras] eða við [ESB] sem borgum brús­ann, heldur er það gríska þjóðin sem mun borga fyrir útgöng­una úr evru­sam­starf­in­u.“

Gabriele Zimmer, Þýska­land7ep_zimmer

„Finnum nú lausn sem er var­an­leg og heldur velli. Við skulum ekki skapa okkur til skamm­vinna frygð með því að biðja aðra um að gera hluti. Berum virð­ingu fyrir fólki og Evr­ópu og virðum nið­ur­stöð­una á sunnu­dag.“

Rebecca Harms, Þýska­land8ep_harms

Harms sagð­ist vænta þess að Tsipras bæri á borð traustar hug­myndir um end­ur­bætur og betri fram­tíð, en ekki bara hvatn­ing­ar­ræður um að nú ættum við að binda endi á spill­ingu og önnur vanda­mál. „Allt þarf að ákveða í þess­ari viku.“

Nigel Fara­ge, Bret­land9ep_farage

Farage gagn­rýndi inn­leið­ingu evr­unnar í ræðu sinni og sagði: „Ef þú neyðir þjóð­ir og ólík hag­kerfi til að kom­ast að sam­komu­lagi, án þess að leita sam­þykkis þjóð­anna, er ólík­legt að sam­starfið gangi upp og þessi áætlun hefur nú mis­tek­ist. Við erum ekki aðeins að ræða Grikk­land í dag, heldur öll ríkin við Mið­jarð­ar­hafið sem finn­ast þau föst með ranga mynt.“

Mar­ine Le Pen, Frakk­land10ep_lepen

„Evran og aðhald eru síam­st­ví­bur­ar. Fólkið þitt [Grikkir] sleppur ekki við aðhald án þess að ganga úr evru­sam­starf­in­u.“

Elefther­ios Syna­d­in­os, Grikk­land11ep_synadinos

Syna­d­in­os, óháður Evr­ópu­þing­maður Grikkja, vakti athygli á hörm­ungum seinni heim­styrj­aldar og her­setu Þjóð­verja í Grikk­landi. Þjóð­verjum var gert að borga Grikkjum him­in­háar skaða­bætur sem hafa ekki borist að öllu leyti. „Hvers vegna er þetta ekki tekið með í reikn­ing­inn þegar við ræðum skuldir Grikkja?“ spurði hann og bætti við Grikkjum væri full­fært að hætta í mynt­sam­starf­inu og lifa það af.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None