Stuðningur við ríkisstjórnina jafn lítill og hjá síðustu ríkisstjórn eftir hálft kjörtímabil

rikisstjorn.4des2014.jpg
Auglýsing

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar er aðeins minni eftir að kjör­tíma­bil hennar er hálfnað en stuðn­ingur við rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, sem sat frá 2009 til 2013, var eftir að stjórn­ar­tími hennar var hálfn­að­ur. Mun­ur­inn er þó ekki mik­ill, ein­ungis skeikar einu pró­sentu­stigi. Alls sögð­ust 36 pró­sent lands­manna styðja rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs í júní 2015 en 37 pró­sent sögð­ust styðja rík­is­stjórn Jóhönnu í sama mán­uði árið 2011, þegar hún hafði setið í rúm tvö ár. Þetta kemur fram í tölum Gallup um stuðn­ing við rík­is­stjórn­ir.Mik­ill stuðn­ingur við rík­is­stjórnir Dav­íðsÞegar horft er lengra aftur í tím­ann er ljóst að vatna­skil urðu við stuðn­ing við rík­is­stjórnir þegar hrunið skall á haustið 2008. Þegar rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks undir for­ystu Dav­íðs Odds­son­ar, sem kosin var til valda árið 1995, hafði setið í tvö ár naut hún stuðn­ings 65 pró­sent lands­manna. Næsta rík­is­stjórn, sem var skipuð sömu flokkum og með sama for­sæt­is­ráð­herra, naut stuðn­ings 57 pró­sent kjós­enda sum­arið 2001, þegar kjör­tíma­bil hennar var hálfnað sum­arið 2001. Þriðja sam­steypu­stjórn þess­arra flokka, sem Davíð veitti for­ystu fyrsta eina og hálfa árið en en Hall­dór Ásgríms­son það sem eftir lifði kjör­tíma­bils­ins, var ekki jafn vin­sæl en naut samt stuðn­ings 50 pró­sent lands­manna þegar stjórn­ar­tíð hennar var hálfn­uð.

Í raun var eina skiptið sem stuðn­ingur við rík­is­stjórn fór niður fyrir rétt tæp­lega 50 pró­sent sum­arið 2004, þegar átök um fjöl­miðla­frum­varpið svo­kall­aða, stóðu sem hæst. Þau átök náðu hámarki þegar Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, beitti neit­un­ar­valdi for­seta í fyrsta sinn í sög­unni og synj­aði lög­unum und­ir­skrift.

Auglýsing

Kúvend­ing við hruniðAl­gjör kúvend­ing varð í langvar­andi stuðn­ingi við rík­is­stjórnir lands­ins við banka­hrun­ið. Sú sem sat að völdum þegar hrunið átti sér stað, sam­steypu­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Sam­fylk­ingar undir for­sæti Geirs  H. Haar­de, naut prýði­legs stuðn­ings sum­arið 2008. Í júní það ár, rúmu ári eftir að stjórnin tók við völd­um, naut hún stuðn­ings 52 pró­sent kjós­enda. Sá stuðn­ingur hrundi með bönk­un­um. Í nóv­em­ber var hann kom­inn niður í 32 pró­sent og í jan­úar 2009, þegar bús­á­hald­ar­bylt­ingin svo­kall­aða stóð sem hæst, mæld­ist stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina ein­ungis 26 pró­sent. Það er minnsti stuðn­ingur sem nokkru sinni hefur mælst við rík­is­stjórn á Íslandi sam­kvæmt tölum Gallup, enda fór hún frá og minni­hluta­stjórn undir for­sæti Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ir, varin af Fram­sókn­ar­flokknum tók við stjórn­ar­taumunum 1. febr­úar það ár.

Í apríl var svo kosið að nýju og í fyrsta sinn í Íslands­sög­unni var hægt að mynda hreina vinstri­st­jórn þegar Sam­fylk­ing og Vinstri grænir fengu meiri­hluta þing­manna. Vin­sældir þeirrar rík­is­stjórnar mæld­ust geysi­miklar í byrj­un, en í maí 2009 mæld­ist stuðn­ingur við hana 61 pró­sent. Þær vin­sældir voru þó fljótar að hverfa þegar hvert risa­málið á fætur klauf þjóð­ina, þingið og stjórn­ar­flokk­anna í herðar nið­ur. Ber þar helst að nefna Ices­a­ve-­deil­urn­ar, end­ur­reisn fjár­mála­kerf­is­ins, skulda­mál heim­ila, umsókn um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, ný stjórn­ar­skrá og breyt­ingar á fisk­veiði­kerf­inu.

Stjórnartími ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur einkenndist af miklum átökum. Stjórn­ar­tími rík­is­stjórnar Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur ein­kennd­ist af miklum átök­um.

Þegar rík­is­stjórnin hafði setið helm­ing kjör­tíma­bils­ins var stuðn­ingur við störf hennar hrun­inn. Ein­ungis 37 pró­sent þjóð­ar­innar stóð með henni henni í júní 2011. Botn­inum náði rík­is­stjórn Jóhönnu þó í mars 2012 þegar ein­ungis rúm­lega 28 pró­sent þjóð­ar­innar studdu hana. Í aðdrag­anda alþing­is­kosn­ing­anna vorið 2013, þegar rík­is­stjórnin var í raun orðin minni­hluta­stjórn og veru­lega veð­ur­barin eftir átök kjör­tíma­bils­ins, jafn innan flokka og þings sem og úti i sam­fé­lag­in­u,hafði stuðn­ing­ur­inn bragg­ast eilítið og einn af hverjum þremur sagð­ist styðja hana. Sá stuðn­ingur skil­aði sér alls ekki í kosn­ing­un­unum og flokk­arnir tveir töp­uðu báðir gríð­ar­legu fylgi.

Fengi minna fylgi en hin óvin­sæla vinstri­st­jórnVið tók sam­steypu­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks, með Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son í stóli for­sæt­is­ráð­herra, enda flokkur hans óum­deil­an­lega sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna þar sem hann fékk 24,4 pró­sent atkvæða og 19 þing­menn. Í fyrstu stuðn­ings­mæl­ingu Gallup mæld­ist stuðn­ingur við nýju rikis­stjórn­ina heil 62,4 pró­sent.

Sá mikli stuðn­ingur ent­ist ekki lengi enda óhætt að full­yrða að átakapóli­tíkin sem var í aðal­hlut­verki á síð­asta kjör­tíma­bili hafi alls ekki verið lögð til hliðar á því sem nú stendur yfir. Í maí síð­ast­liðn­um, þegar nákvæm­lega tvö ár voru frá því að rík­is­stjórnin tók við mæld­ist stuðn­ingur við hana 30,9 pró­sent, eða litlu meiri en þegar rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur var sem óvin­sælust.

Kynn­ing á áætlun rík­is­stjórn­ar­innar um losun hafta í síð­asta mán­uði virð­ist þó hafa aukið stuðn­ingin við rík­is­stjórn­ina lít­il­lega því hann óx á milli mán­aða í 36 pró­sent. Það er aðeins minni stuðn­ingur en síð­asta rík­is­stjórn naut þegar hún var hálfnuð með sitt kjör­tíma­bil.

Sam­an­lagt fylgi stjórn­ar­flokk­anna er þó langt frá því sem þeir fengu í kosn­ing­unum vorið 2013, þegar þeir fengu sam­tals 51,1 pró­sent atkvæða. Í júní mæld­ist fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins 24,5 pró­sent og fylgi Fram­sóknar 11,3 pró­sent. Sam­tals yrði fylgi stjórn­ar­flokk­anna, ef kosið yrði í dag, 35,8 pró­sent.

Þegar hreina vinstri­st­jórnin hafði setið hálft kjör­tíma­bil mæld­ist fylgi Sam­fylk­ingar 21,5 pró­sent en Vinstri grænna 16,4 pró­sent. Sam­an­lagt sögð­ust því 37,9 pró­sent kjós­enda ætla að kjósa þá flokka á þeim tíma, eða 2,1 pró­sentu­stigum fleiri en þeir sem myndu kjósa sitj­andi rík­is­stjórn­ar­flokka í dag.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None