Samningar um aðgöngumiðann að innri markaðnum lausir í fjórtán mánuði

Fors----a1-7_crop.jpg
Auglýsing

Við­ræður Íslands, Nor­egs og Liect­hen­stein  ríkj­anna þriggja sem eru aðilar að samn­ingnum um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES), við Evr­ópu­sam­bandið um greiðslur í þró­un­ar­sjóð EFTA hafa enn hafa enn ekki borið ávöxt. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans er verið að reyna að mjaka mál­inu áfram en fátt frétt­næmt hefur gerst unda­farna mán­uði.

Greiðslur í sjóð­inn eru oft kall­aðar aðgangs­mið­inn að innri mark­aði Evr­ópu, gjaldið sem ríkin þrjú greiða fyrir aukað­ild sína að þessumstærsta útflutn­ings­mark­aði sínum án þess að vera full­gildir með­limir Evr­ópu­sam­bands­ins.

Frá árinu 1994, þegar EES-­samn­ing­ur­inn gekk í gildi, hefur þurft að end­ur­semja um þennan aðgöngu­miða á fimm ára fresti. Samn­ingar um greiðslur í sjóð­inn hafa nú verið lausir frá 30. apríl 2014, eða í rúma fjórtán mán­uði. Ástæða þess að illa hefur gengið að semja nú er sú að Evr­ópu­sam­bandið hefur farið fram á allt að þriðj­ungs­hækkun á fram­lögum í sjóð­inn, sem EES-löndin þrjú hafa ekki viljað sætta sig við.

Auglýsing

Ef gengið yrði að upp­haf­legum kröfum Evr­ópu­sam­bands­ins myndi Ísland þurfa að greiða um 6,5 millj­arða króna í sjóð­inn vegna tíma­bils­ins 2014-2019. Fyrir síð­asta samn­ings­tíma­bil, sem stóð frá 2009-2014, greiddum við 4,9 millj­arða króna. Því yrði um hækkun upp á 1,6 millj­arða króna að ræða. Ekk­ert EFTA-­ríkj­anna þriggja sem greiða í sjóð­inn eru til­búin til að ganga að þessum kröfum og taka á sig hækk­anir af þess­ari stærð­argráðu.

Vinnur gegn mis­munun í ríkjum ESB



Þró­un­ar­sjóður EFTA var settur upp sem hluti af EES-­samn­ingn­um, sem gekk í gildi 1. jan­úar 1994. EFTA-­ríkin Ísland, Nor­egur og Liect­hen­stein greiða í hann eftir stærð og lands­fram­leiðslu hvers þeirra. Yfir­lýstur til­gangur hans er að vinna gegn efna­hags­legri- og félags­legri mis­munum í þeim ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins sem þiggja aðstoð úr sjóðn­um.

Styrkir eru greiddir út á grund­velli áætl­anna sem styrkt­ar­löndin gera. Á síð­asta samn­ings­tíma­bili runnu greiðslur úr sjóðnum til 15 Evr­ópu­sam­bands­landa sem upp­fylltu skil­yrði til að þiggja þær. Stærstu heild­ar­styrkirnir fóru til Pól­lands (267 millj­ónir evra) og Rúm­eníu (191 milljón evr­a). Önnur ríki sem fengu greiðslur eru Bulgar­ía, Kýp­ur, Tékk­land, Eist­land, Grikk­land, Ung­verja­land, Lett­land, Lit­há­en, Malta, Portú­gal, Slóvakía, Sló­venía og Spánn.

Ekki í fyrsta sinn sem illa gengur að semja



Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem við­ræður um end­ur­nýjun á sam­komu­lag­inu ganga illa. Þegar sam­komu­lagið rann út árið 2009 tók tæpt ár að semja um nýja lausn, en hún lá ekki fyrir fyrr en á fyrri hluta árs­ins 2010. Sá tími sem nú er lið­inn síðan að sam­komu­lagið rann út er því orð­inn tölu­vert lengri en sá sem leið síð­ast.

Í það skiptið var samið um að fram­lög Íslands, Nor­egs og Liect­hen­stein myndu hækka um 33 pró­sent á milli tíma­bila en að tvö síð­ar­nefndu ríkin myndu taka meiri hluta hækk­un­ar­innar á sínar herðar vegna þeirrar stöðu sem var uppi í íslensku efna­hags­lífi eftir banka­hrunið haustið 2008. Heim­ildir Kjarn­ans herma að kröfur Evr­ópu­sam­bands­ins um hækkun nú hafi verið að sam­bæri­legri stærð­argráðu og um samd­ist síð­ast.

Sam­kvæmt síð­asta sam­komu­lagi greiddu EES-­ríkin tæpan millj­arð evra, tæp­lega 150 millj­arða króna á verð­lagi dags­ins í dag, í sjóð­inn. Þar af greiddu­Norð­menn tæp­lega 95 pró­sent upp­hæð­ar­inn­ar. Til við­bótar felur sam­komu­lagið um greiðslur EES-­ríkj­anna til Evr­ópu­sam­bands­ins í sér að Norð­menn greiða til hliðar í sér­stakan Þró­un­ar­sjóð Nor­egs. Alls borg­uðu Norð­menn tæpa 125 millj­arða króna í hann á tíma­bil­inu. Þeir greiddu því um 260 millj­arða króna fyrir aðgöngu sína að innri mark­aðn­um. Ljóst er að þorri þeirrar fjár­hags­legu byrðar sem greiðsl­urnar orsaka lenda á Norð­mönn­um.

Ástæður þessa eru ein­fald­ar. Þegar upp­haf­lega var samið um greiðsl­urnar þá var ákveðið að fram­lag hverrar þjóðar fyrir sig myndi reikn­ast út frá lands­fram­leiðslu og höfða­tölu. Norð­menn eru lang­rík­asta og lang­fjöl­menn­asta EFTA-­ríkið sem á aðild að EES-­samn­ingnum og borgar þar af leið­andi lang mest.

1. maí Mögu­leg aðild að Evr­ópu­sam­band­inu hefur verið mikið hita­mál á Íslandi um ára­langt skeið. Sitj­andi rík­is­stjórn er and­víg aðild og hefur lagt mikið á sig til að Ísland sé ekki lengur talið umsókn­ar­ríki að sam­band­in­u.

 

Greiðslur Íslands auk­ist um 70 pró­sent



Greiðslur Íslands voru mun lægri, þótt þær hafi farið ört hækk­and­i.  Frá árinu 1994, þegar EES-­samn­ing­ur­inn gekk í gildi, og fram til 1. maí 2009 greiddum við sam­tals 2,9 millj­arða króna á verð­lagi árs­ins 2010. Þrátt fyrir að Íslandi hafi verið sýnt skiln­ingur í síð­asta samn­ingi þá juk­ust greiðslur lands­ins samt sem áður gríð­ar­lega og voru 4,9 millj­arðar króna á árunum 2009-2014. Þar af er áætlað að við greiddum um 1,4 millj­arða króna í sjóð­inn í fyrra, á árinu 2014. Aðgöngu­mið­inn að innri mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins er því að hækka mjög hratt í verði. Greiðslur Íslands á síð­ustu fimm árum eru 70 pró­sent hærri en greitt var í sjóð­inn fimmtán árin þar áður.

Við­ræður um nýtt sam­komu­lag hófust snemma á síð­asta ári. Fyrsti form­legi fundur EFTA-­ríkj­anna og full­trúa Evr­ópu­sam­bands­ins vegna þess var 22. jan­úar síð­ast­lið­inn. Við­ræður um nýtt sam­komu­lag hófust snemma á síð­asta ári. Fyrsti form­legi fundur EFTA-­ríkj­anna og full­trúa Evr­ópu­sam­bands­ins vegna þess var 22. jan­úar síð­ast­lið­inn.

Mik­il­væg­asti við­skipta­samn­ingur Íslands



EES-­samn­ing­ur­inn er mik­il­væg­asti við­skipta­samn­ingur sem Ísland hefur gert. Hann veitir Íslandi nokk­urs­konar auka­að­ild að innir mark­aði Evr­ópu án tolla og gjalda á flestar vör­ur. Um 80 pró­sent af útflutn­ingi okkar fer til Evr­ópu, að lang­mestu leyti til landa sem til­heyra innri mark­að­in­um, og um 60 pró­sent af því sem við flytjum inn koma það­an.

Van­kost­irnir við EES-­samn­ing­inn eru síðan þeir að Ísland und­ir­gekkst að taka upp stóran hluta af reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins án þess að geta haft nokkur áhrif á mótun þess. Í Evr­ópu­stefnu sitj­andi rík­is­stjórnar er lögð áhersla á að efla hags­muna­gæslu Íslands innan EES og stór­efldu sam­starfi við Norð­menn á þeim vett­vangi. Þess­ari stefnu eigi að fram­fylgja meðal ann­ars með því að koma sjón­ar­miðum Íslands á fram í lög­gjaf­ar­starfi Evr­ópu­sam­bands­ins strax á fyrstu stigum mála. Það er ljóst að slík hags­muna­gæsla mun kosta tölu­vert fé, enda nauð­syn­legt að fjölga veru­lega starfs­fólki í Brus­sel, aðal­bæki­stöð Evr­ópu­sam­bands­ins, til að fram­fylgja henni.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None