Sannleikurinn um stöðu fjármála RÚV, Kjarninn birtir trúnaðargögn

15997511475-d225463e7d-z.jpg
Auglýsing

Mikið hefur verið rif­ist um fjár­mál RÚV und­an­farin miss­eri. Núver­andi stjórn­endur og stjórn segja stjórn­völd vera að skera það mikið niður í rekstri RÚV að ógern­ingur sé að halda úti þeirri starf­semi sem lög kveða á um að félagið eigi að sinna.

Fyrr­ver­andi stjórn­endur skrifa greinar í blöð, nú síð­ast fyrrum útvarps­stjór­inn Páll Magn­ússon, og gagn­rýna nýju stjórn­end­urna harð­lega og full­yrða að rekst­ur­inn væri í jafn­vægi ef farið hefði verið eftir þeirra til­lög­um. Stjórn­ar­liðar segja að fram­lög til RÚV hafi aldrei verið hærri á meðan að stjórn­ar­and­stæð­ingar saka þá um aðför að félag­inu. Hvað er rétt og hvað er rangt í þessu? Kjarn­inn hefur undir höndum ýmis trún­að­ar­gögn sem skýra stöð­una.

Minn­is­blað unnið á þremur vikumÞann 17. des­em­ber 2013 til­kynnti Páll Magn­ús­son, sem hafði verið útvarps­stjóri frá árinu 2005, að hann myndi hætta. Ástæðan var sú að ný stjórn RÚV ákvað að aug­lýsa starf hans og Páll taldi sig ekki njóta nægi­legs trausts til að halda áfram. Þann 10. mars 2014 tók Magnús Geir Þórð­ar­son við starf­inu. Eitt af hans fyrstu verkum var að segja upp öllum fram­kvæmda­stjórum félags­ins og aug­lýsa stöður þeirra.

Viku síð­ar, 17. mars 2014, sendi ný stjórn RÚV til­kynn­ingu til Kaup­hallar um að tap af rekstri félags­ins yrði umtals­vert meira en áætl­anir stjórn­enda höfðu gert ráð fyr­ir. Þar sagði orð­rétt: „Nið­ur­staða upp­færðrar rekstr­ar­á­ætl­unar er stjórn Rík­is­út­varps­ins mikil von­brigði og hefur hún óskað eftir að fram fari óháð úttekt á fjár­málum þess“.

Auglýsing

Það er ekk­ert gam­an­mál að senda til­kynn­ingu um að fjár­mál félags­ins séu í ólestri til Kaup­hallar og því gaf til­kynn­ingin sterk­lega til kynna að RÚV væri að glíma við gríð­ar­lega og aðkallandi vanda.

Þann 10. júní 2014 var PwC beðið um að fram­kvæma mat á til­teknum atriðum varð­andi fjár­hag RÚV. Á meðal þeirra atriða voru fjár­mögnun félags­ins, fram­tíð­ar­horfur í þeim efn­um, samn­ingur RÚV við Voda­fone um upp­setn­ingu nýs staf­ræns dreifi­kerfis  og lána­kjör og mat á fram­setn­ingu rekstr­ar­á­ætl­ana gagn­vart stjórn og eft­ir­fylgni með áætl­un­um. Þetta var hin óháða úttekt sem boðuð var í til­kynn­ing­unni til Kaup­hall­ar­inn­ar.

Kjarn­inn hefur undir höndum nið­ur­stöðu þess­arrar úttektar. Hún er í formi minn­is­blaðs sem dag­sett er 1. júlí 2014. Úttektin virð­ist því hafa verið unnin á mjög skömmum tíma, eða tæpum þremur vik­um. Í minn­is­blað­inu sem Kjarn­inn er með er búið að fjar­lægja allar upp­lýs­ingar um Voda­fo­ne-­samn­ing­inn en allar aðrar upp­lýs­ingar þess eru til stað­ar.

Hægt er að lesa úttekt­ina sem Kjarn­inn hefur undir höndum í heild sinni hér.

Yfir­skuld­sett, en hefur verið það frá upp­hafiNið­ur­stöður PwC eru, í stuttu máli, að RÚV sé yfir­skuld­sett félag og hafi „ekki burði til að standa við skuld­bind­ingar sínar gagn­vart lána­stofn­un­um“. Í minn­is­blað­inu stendur enn fremur að frjálst fjár­flæði síð­asta fjár­hags­árs dugi „ekki til að standa undir greiðslum næsta árs afborg­ana auk vaxta­nið­ur­greiðslna. PwC fram­kvæmdi frek­ari grein­ingu á áhættu tengdri greiðslu­getu félags­ins og nið­ur­staða þeirrar grein­ingar stað­festir enn frekar að RÚV muni eiga í erf­ið­leikum með að standa undir fjár­hags­legum skuld­bind­ingum sín­um. Félagið þarf því að treysta á frek­ari fjár­mögnun sem mun leiða til enn frek­ari skuld­setn­ing­ar“.

Páll Magnússon, fyrrum útvarpsstjóri, skrifaði grein í vikunni þar sem hann gagnrýndi nýja stjórnendur RÚV harðlega. Páll Magn­ús­son, fyrrum útvarps­stjóri, skrif­aði grein í vik­unni þar sem hann gagn­rýndi nýja stjórn­endur RÚV harð­lega.

Það er ekk­ert nýtt í þess­ari grein­ingu. RÚV var í raun yfir­skuld­sett þegar því var breytt úr stofnun í opin­bert hluta­fé­lag árið 2007. Þá voru háar skuld­ir, aðal­lega vegna líf­eyr­is­skuld­bind­inga, látnar fylgja með inn. Þar sem rík­is­fram­lagið til RÚV er ætlað til dag­skrár­gerðar hefur greiðsla líf­eyr­is­skuld­bind­inga verið fjár­mögnuð með lán­tök­um. RÚV ohf. hefur því verið yfir­skuld­sett frá stofn­un.

PwC segir líka að láns­kjör RÚV séu að mestu fín og í sam­ræmi við mark­aðsvexti. Það sé því ekk­ert svig­rúm til að end­ur­semja um lán til að minnka fjár­magns­kostn­að.  Þar er einnig minnst á að vaxta­á­hætta sé til staðar í útgefnu skulda­bréfi RÚV sem beri verð­tryggða vexti og er ekki með upp­greiðslu­heim­ild. Umrætt skulda­bréf er þó, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans, mjög gömul synd. Lánið var tekið um alda­mótin af RÚV þegar félagið var enn stofnun sem heyrði beint undir ráðu­neyti og var flutt yfir í RÚV ohf. þegar það var stofnað árið 2007.

Gagn­rýna fram­setn­ingu rekstr­ar­á­ætl­anaHöf­undar minn­is­blaðs­ins gagn­rýna fram­setn­ingu rekstr­ar­á­ætl­ana hjá RÚV og segja að sam­kvæmt fund­ar­gerðum hafi „ekki verið fjallað um rekstur félags­ins með reglu­bundnum hætti en þegar það er gert er gerð grein fyrir helstu breyt­ingum miðað við áætl­un[...]­Á­ætlun félags­ins byggir á þjón­ustu­tekjum fyrra árs og áætl­aður rekstr­ar­kostn­aður mið­aður út frá þeim tekj­um. Ef þjón­ustu­tekjur eru lægri en áætlað þarf að taka upp áætl­un­ina og lækka kostn­að. Þar sem þjón­ustu­tekj­urnar geta tekið miklum breyt­ingum á milli ára er afar óheppi­legt að gera rekstr­ar­á­ætlun áður en þær liggja fyr­ir. Félagið mun alltaf þurfa að end­ur­skoða áætl­un­ina þegar þjón­ustu­tekj­urnar liggja fyrir og gera breyt­ingar sam­hliða nýjum upp­lýs­ing­um“.

Þjón­ustu­tekj­urnar sem PwC segir frá eru rík­is­fram­lagið sem rennur til RÚV. Rekst­arár RÚV hefst 1. sept­em­ber á hverju ári. Rík­is­fram­lag til RÚV er hins vegar ekki ákveðið fyrr en í fjár­lögum hvers árs. Þau eru vana­lega ekki afgreidd fyrr en síð­ari hluta des­em­ber­mán­að­ar. Það verður því að telj­ast frekar erfitt fyrir RÚV að byggja áætl­anir sínar á öðru en því sem útvarps­gjaldið skil­aði félag­in­u árið áður, enda liggur ekki fyrir hvað það verður þegar rekstr­ar­árið hefst.

Selja eignir og aðlag­astÞegar síð­asta árs­reikn­ingur RÚV var birt­ur, í lok nóv­em­ber 2014, var sér­stak­lega vísað í hina sjálf­stæðu úttekt sem PwC hafði unnið fyrir stjórn félags­ins og sagt að hún stað­festi að fjár­hags­staða RÚV sé erf­ið. Við lestur úttekt­ar­innar sést hins vegar fljótt að hún sýnir lítið annað en það sem var vit­að.

RÚV tap­aði 271,3 millj­ónum króna í fyrra. Fjár­magns­gjöld, það sem félagið borgar af lán­um, voru 347,3 millj­ónir króna þannig að það er aug­ljóst hvar vanda­málið ligg­ur. Og hvað þarf að gera til að takast á við það.

RÚV þarf ann­ars­vegar að selja eignir til að borga skuldir og lækka þar með fjár­magns­kostn­að, og hins vegar að annað hvort að aðlaga starf­semi sína að þeim tekjum sem ríkið skammtar henni eða fá meira fé frá rík­inu.

Sú eign sem þarf að selja til að leysa fyrra vanda­málið er Útvarps­húsið við Efsta­leiti. Ljóst er að hægt yrði að hreinsa upp tölu­vert af skuldum félags­ins með sölu þess og í raun ger­bylta efna­hag RÚV frá því sem birt­ist í árs­reikn­ingi félags­ins. Þar er húsið metið á 3,2 millj­arða króna en heim­ildir herma að búist sé við því að það selj­ist á allt að fimm millj­arða króna. Með þeim pen­ingum væri hægt að hreinsa upp allar lang­tíma­skuldir RÚV (um 4,5 millj­arðar króna) og eiga afgang.

Mikillar óánægju hefur gætt víða í samfélaginu með skerðingu á tekjum RÚV og áhrifa þess á þjónustu félagsins. Mik­illar óánægju hefur gætt víða í sam­fé­lag­inu með skerð­ingu á tekjum RÚV og áhrifa þess á þjón­ustu félags­ins.

Stór leik­andi á aug­lýs­inga­mark­aðiRekstr­ar­gjöld RÚV á síð­asta rekstr­ar­ári voru 5,4 millj­arðar króna og búist er við því að þau verði lægri í ár þegar áhrif hag­ræð­ing­ar­að­gerða taka að fullu gildi. Þá kost­aði það skild­ing­inn að skipta út allri yfir­stjórn­inni og sá ein­skiptis­kostn­aður sem fylgir því að borga alla gömlu stjórn­end­urna út fellur ekki aftur til á næsta ári.

Sam­kvæmt fjár­lögum fær RÚV um 3,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði á þessu ári. Það er umtals­vert meira en þeir 3,3 millj­arðar króna sem félag­inu var skammtað í þjón­ustu­tekjur á síð­asta rekstr­ar­ári. Auk þess voru tekjur RÚV af aug­lýs­ingum og öðru tæp­lega 2,1 millj­arður króna á síð­asta rekstr­ar­ári. Tekjur af aug­lýs­ingum lækk­uðu reyndar um 4,7 pró­sent á milli ára. Ástæð­urnar eru tvær. Önnur er sú að sam­dráttur var á aug­lýs­inga­mark­aði á síð­ari hluta rekstr­ar­árs. Hin er að ný lög sem sett voru um starf­semi RÚV, og tóku gildi í upp­hafi árs í fyrra, tak­mörk­uðu mögu­leika RÚV á sölu aug­lýs­inga og kost­unar enn frek­ar. Samt tekur RÚV rúm­lega 20 pró­sent af öllum aug­lýs­inga­tekjum allra fjöl­miðla til sín.

Ef aug­lýs­inga­tekjur árs­ins í ár verða þær sömu og í fyrra og rekstr­ar­gjöld RÚV verða lægri en þá, líkt og boðað hefur ver­ið, þá ættu tekjur RÚV því að duga vel fyrir sam­bæri­legum rekstri á þessu ári án fjár­magns­kostn­að­ar. Ef Útvarps­húsið verður selt og skuldir greiddar niður fyrir afrakst­ur­inn ætti félagið að losna við fjár­magns­kostnað að mestu.

Hafa hækkað í krónum en lækkað að raun­virðiÞað er því alveg ljóst að fram­lög til RÚV hafa hækkað að krónu­tölu og aldrei verið hærri en nú í krónum talið. En við búum á Íslandi og það verður að taka verð­bólgu inn í reikn­ing­inn.

Í grein sem Magnús Geir Þórð­ar­son útvarps­stjóri skrif­aði á Þor­láks­messu bendir hann á að frá því að RÚV var gert að opin­beru hluta­fé­lagi hafi verð­lag hækkað um 57 pró­sent.  Á sama tíma hafi fram­lag til RÚV hækkað um tæp 34 pró­sent. Því hafi fram­lög til RÚV lækkað að raun­virði um 18 pró­sent á tíma­bil­inu. Því segir Magnús Geir að „op­in­bert fé til RÚV, sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi fyrir árið 2015, er meira en 600 millj­ónum króna lægra að raun­virði en árið 2007, þegar RÚV var gert að opin­beru hluta­fé­lag­i“.

Magnús Geir Þórðarson tók við sem útvarpsstjóri í mars 2014. Magnús Geir Þórð­ar­son tók við sem útvarps­stjóri í mars 2014.

Fá tæpa sex millj­arða á ári til að spila úrMagnús Geir og stjórn­endur hans sögð­ust geta rekið RÚV og sinnt lög­bundnu hlut­verki félags­ins með því að selja eignir upp í skuldir og fá útvarps­gjaldið óskert, en ríkið hefur und­an­farin ár notað hluta þessa mark­aða tekju­stofns í önnur verk­efni og borið fyrir sig þá klass­ísku skýr­ingu: „hér varð hrun“. Nú mun útvarps­gjaldið hins vegar renna óskert til RÚV, en það verður lækk­að. Í fyrra var það 19.400 krónur á hvern greið­anda en verður 17.800 krónur í ár. Á næsta ári lækkar það síðan enn frekar og verður 16.400 krón­ur.

Það er þessi lækkun sem gerir það að verkum að stjórn­endur RÚV segj­ast ekki geta staðið undir þeirra þjón­ustu sem lög gera ráð fyr­ir. Því þurfi að skera niður og á fundi fjár­laga­nefndar Alþingis í des­em­ber með helstu stjórn­endum RÚV kom fram að lækkun útvarps­gjalds­ins myndi leiða til nauð­syn­legs nið­ur­skurðar í rekstri félags­ins upp á mörg hund­ruð millj­ónir króna.

Sá nið­ur­skurður verður að öllum lík­indum til­kynntur í mars næst­kom­andi.

Hverjir hafa rétt fyrir sér?

Í raun má segja að allir hafi rétt fyrir sér í þessu máli. Það er rétt hjá nýjum stjórn­endum RÚV að þeir muni þurfa að skera nið­ur, en það er afar mats­kennt hvort sá nið­ur­skurður ógni lög­bundnu hlut­verki RÚV. Það er rétt hjá fyrrum stjórn­endum að þeir ráku félagið nán­ast á núlli utan fjár­magns­gjalda árum saman en ómögu­legt að segja til um hvort nið­ur­skurð­ar­að­gerðir þeirra frá því í nóv­em­ber 2013 hefðu skilað þeirri hag­ræð­ingu sem hún átti, þar sem þeir fengu aldrei að fylgja þeim almenni­lega úr hlaði.

Það er rétt hjá stjórn­ar­liðum að fram­lög til RÚV hafi aldrei verið hærri í krónum talið og það er rétt hjá gagn­rýnendum þeirra að þau hafa dreg­ist saman að raun­gildi frá árinu 2007.

Það er þó ljóst að það verður alveg hægt að reka RÚV áfram, þótt að skera verði tölu­vert nið­ur. Félagið mun fá tæpa sex millj­arða króna, að með­töldum aug­lýs­inga­tekj­um, á þessu rekstr­ar­ári til að spila úr. Fæstir fjöl­miðlar myndu slá hend­inni á móti slíkri summu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None