Sannleikurinn um stöðu fjármála RÚV, Kjarninn birtir trúnaðargögn

15997511475-d225463e7d-z.jpg
Auglýsing

Mikið hefur verið rif­ist um fjár­mál RÚV und­an­farin miss­eri. Núver­andi stjórn­endur og stjórn segja stjórn­völd vera að skera það mikið niður í rekstri RÚV að ógern­ingur sé að halda úti þeirri starf­semi sem lög kveða á um að félagið eigi að sinna.

Fyrr­ver­andi stjórn­endur skrifa greinar í blöð, nú síð­ast fyrrum útvarps­stjór­inn Páll Magn­ússon, og gagn­rýna nýju stjórn­end­urna harð­lega og full­yrða að rekst­ur­inn væri í jafn­vægi ef farið hefði verið eftir þeirra til­lög­um. Stjórn­ar­liðar segja að fram­lög til RÚV hafi aldrei verið hærri á meðan að stjórn­ar­and­stæð­ingar saka þá um aðför að félag­inu. Hvað er rétt og hvað er rangt í þessu? Kjarn­inn hefur undir höndum ýmis trún­að­ar­gögn sem skýra stöð­una.

Minn­is­blað unnið á þremur vikumÞann 17. des­em­ber 2013 til­kynnti Páll Magn­ús­son, sem hafði verið útvarps­stjóri frá árinu 2005, að hann myndi hætta. Ástæðan var sú að ný stjórn RÚV ákvað að aug­lýsa starf hans og Páll taldi sig ekki njóta nægi­legs trausts til að halda áfram. Þann 10. mars 2014 tók Magnús Geir Þórð­ar­son við starf­inu. Eitt af hans fyrstu verkum var að segja upp öllum fram­kvæmda­stjórum félags­ins og aug­lýsa stöður þeirra.

Viku síð­ar, 17. mars 2014, sendi ný stjórn RÚV til­kynn­ingu til Kaup­hallar um að tap af rekstri félags­ins yrði umtals­vert meira en áætl­anir stjórn­enda höfðu gert ráð fyr­ir. Þar sagði orð­rétt: „Nið­ur­staða upp­færðrar rekstr­ar­á­ætl­unar er stjórn Rík­is­út­varps­ins mikil von­brigði og hefur hún óskað eftir að fram fari óháð úttekt á fjár­málum þess“.

Auglýsing

Það er ekk­ert gam­an­mál að senda til­kynn­ingu um að fjár­mál félags­ins séu í ólestri til Kaup­hallar og því gaf til­kynn­ingin sterk­lega til kynna að RÚV væri að glíma við gríð­ar­lega og aðkallandi vanda.

Þann 10. júní 2014 var PwC beðið um að fram­kvæma mat á til­teknum atriðum varð­andi fjár­hag RÚV. Á meðal þeirra atriða voru fjár­mögnun félags­ins, fram­tíð­ar­horfur í þeim efn­um, samn­ingur RÚV við Voda­fone um upp­setn­ingu nýs staf­ræns dreifi­kerfis  og lána­kjör og mat á fram­setn­ingu rekstr­ar­á­ætl­ana gagn­vart stjórn og eft­ir­fylgni með áætl­un­um. Þetta var hin óháða úttekt sem boðuð var í til­kynn­ing­unni til Kaup­hall­ar­inn­ar.

Kjarn­inn hefur undir höndum nið­ur­stöðu þess­arrar úttektar. Hún er í formi minn­is­blaðs sem dag­sett er 1. júlí 2014. Úttektin virð­ist því hafa verið unnin á mjög skömmum tíma, eða tæpum þremur vik­um. Í minn­is­blað­inu sem Kjarn­inn er með er búið að fjar­lægja allar upp­lýs­ingar um Voda­fo­ne-­samn­ing­inn en allar aðrar upp­lýs­ingar þess eru til stað­ar.

Hægt er að lesa úttekt­ina sem Kjarn­inn hefur undir höndum í heild sinni hér.

Yfir­skuld­sett, en hefur verið það frá upp­hafiNið­ur­stöður PwC eru, í stuttu máli, að RÚV sé yfir­skuld­sett félag og hafi „ekki burði til að standa við skuld­bind­ingar sínar gagn­vart lána­stofn­un­um“. Í minn­is­blað­inu stendur enn fremur að frjálst fjár­flæði síð­asta fjár­hags­árs dugi „ekki til að standa undir greiðslum næsta árs afborg­ana auk vaxta­nið­ur­greiðslna. PwC fram­kvæmdi frek­ari grein­ingu á áhættu tengdri greiðslu­getu félags­ins og nið­ur­staða þeirrar grein­ingar stað­festir enn frekar að RÚV muni eiga í erf­ið­leikum með að standa undir fjár­hags­legum skuld­bind­ingum sín­um. Félagið þarf því að treysta á frek­ari fjár­mögnun sem mun leiða til enn frek­ari skuld­setn­ing­ar“.

Páll Magnússon, fyrrum útvarpsstjóri, skrifaði grein í vikunni þar sem hann gagnrýndi nýja stjórnendur RÚV harðlega. Páll Magn­ús­son, fyrrum útvarps­stjóri, skrif­aði grein í vik­unni þar sem hann gagn­rýndi nýja stjórn­endur RÚV harð­lega.

Það er ekk­ert nýtt í þess­ari grein­ingu. RÚV var í raun yfir­skuld­sett þegar því var breytt úr stofnun í opin­bert hluta­fé­lag árið 2007. Þá voru háar skuld­ir, aðal­lega vegna líf­eyr­is­skuld­bind­inga, látnar fylgja með inn. Þar sem rík­is­fram­lagið til RÚV er ætlað til dag­skrár­gerðar hefur greiðsla líf­eyr­is­skuld­bind­inga verið fjár­mögnuð með lán­tök­um. RÚV ohf. hefur því verið yfir­skuld­sett frá stofn­un.

PwC segir líka að láns­kjör RÚV séu að mestu fín og í sam­ræmi við mark­aðsvexti. Það sé því ekk­ert svig­rúm til að end­ur­semja um lán til að minnka fjár­magns­kostn­að.  Þar er einnig minnst á að vaxta­á­hætta sé til staðar í útgefnu skulda­bréfi RÚV sem beri verð­tryggða vexti og er ekki með upp­greiðslu­heim­ild. Umrætt skulda­bréf er þó, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans, mjög gömul synd. Lánið var tekið um alda­mótin af RÚV þegar félagið var enn stofnun sem heyrði beint undir ráðu­neyti og var flutt yfir í RÚV ohf. þegar það var stofnað árið 2007.

Gagn­rýna fram­setn­ingu rekstr­ar­á­ætl­anaHöf­undar minn­is­blaðs­ins gagn­rýna fram­setn­ingu rekstr­ar­á­ætl­ana hjá RÚV og segja að sam­kvæmt fund­ar­gerðum hafi „ekki verið fjallað um rekstur félags­ins með reglu­bundnum hætti en þegar það er gert er gerð grein fyrir helstu breyt­ingum miðað við áætl­un[...]­Á­ætlun félags­ins byggir á þjón­ustu­tekjum fyrra árs og áætl­aður rekstr­ar­kostn­aður mið­aður út frá þeim tekj­um. Ef þjón­ustu­tekjur eru lægri en áætlað þarf að taka upp áætl­un­ina og lækka kostn­að. Þar sem þjón­ustu­tekj­urnar geta tekið miklum breyt­ingum á milli ára er afar óheppi­legt að gera rekstr­ar­á­ætlun áður en þær liggja fyr­ir. Félagið mun alltaf þurfa að end­ur­skoða áætl­un­ina þegar þjón­ustu­tekj­urnar liggja fyrir og gera breyt­ingar sam­hliða nýjum upp­lýs­ing­um“.

Þjón­ustu­tekj­urnar sem PwC segir frá eru rík­is­fram­lagið sem rennur til RÚV. Rekst­arár RÚV hefst 1. sept­em­ber á hverju ári. Rík­is­fram­lag til RÚV er hins vegar ekki ákveðið fyrr en í fjár­lögum hvers árs. Þau eru vana­lega ekki afgreidd fyrr en síð­ari hluta des­em­ber­mán­að­ar. Það verður því að telj­ast frekar erfitt fyrir RÚV að byggja áætl­anir sínar á öðru en því sem útvarps­gjaldið skil­aði félag­in­u árið áður, enda liggur ekki fyrir hvað það verður þegar rekstr­ar­árið hefst.

Selja eignir og aðlag­astÞegar síð­asta árs­reikn­ingur RÚV var birt­ur, í lok nóv­em­ber 2014, var sér­stak­lega vísað í hina sjálf­stæðu úttekt sem PwC hafði unnið fyrir stjórn félags­ins og sagt að hún stað­festi að fjár­hags­staða RÚV sé erf­ið. Við lestur úttekt­ar­innar sést hins vegar fljótt að hún sýnir lítið annað en það sem var vit­að.

RÚV tap­aði 271,3 millj­ónum króna í fyrra. Fjár­magns­gjöld, það sem félagið borgar af lán­um, voru 347,3 millj­ónir króna þannig að það er aug­ljóst hvar vanda­málið ligg­ur. Og hvað þarf að gera til að takast á við það.

RÚV þarf ann­ars­vegar að selja eignir til að borga skuldir og lækka þar með fjár­magns­kostn­að, og hins vegar að annað hvort að aðlaga starf­semi sína að þeim tekjum sem ríkið skammtar henni eða fá meira fé frá rík­inu.

Sú eign sem þarf að selja til að leysa fyrra vanda­málið er Útvarps­húsið við Efsta­leiti. Ljóst er að hægt yrði að hreinsa upp tölu­vert af skuldum félags­ins með sölu þess og í raun ger­bylta efna­hag RÚV frá því sem birt­ist í árs­reikn­ingi félags­ins. Þar er húsið metið á 3,2 millj­arða króna en heim­ildir herma að búist sé við því að það selj­ist á allt að fimm millj­arða króna. Með þeim pen­ingum væri hægt að hreinsa upp allar lang­tíma­skuldir RÚV (um 4,5 millj­arðar króna) og eiga afgang.

Mikillar óánægju hefur gætt víða í samfélaginu með skerðingu á tekjum RÚV og áhrifa þess á þjónustu félagsins. Mik­illar óánægju hefur gætt víða í sam­fé­lag­inu með skerð­ingu á tekjum RÚV og áhrifa þess á þjón­ustu félags­ins.

Stór leik­andi á aug­lýs­inga­mark­aðiRekstr­ar­gjöld RÚV á síð­asta rekstr­ar­ári voru 5,4 millj­arðar króna og búist er við því að þau verði lægri í ár þegar áhrif hag­ræð­ing­ar­að­gerða taka að fullu gildi. Þá kost­aði það skild­ing­inn að skipta út allri yfir­stjórn­inni og sá ein­skiptis­kostn­aður sem fylgir því að borga alla gömlu stjórn­end­urna út fellur ekki aftur til á næsta ári.

Sam­kvæmt fjár­lögum fær RÚV um 3,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði á þessu ári. Það er umtals­vert meira en þeir 3,3 millj­arðar króna sem félag­inu var skammtað í þjón­ustu­tekjur á síð­asta rekstr­ar­ári. Auk þess voru tekjur RÚV af aug­lýs­ingum og öðru tæp­lega 2,1 millj­arður króna á síð­asta rekstr­ar­ári. Tekjur af aug­lýs­ingum lækk­uðu reyndar um 4,7 pró­sent á milli ára. Ástæð­urnar eru tvær. Önnur er sú að sam­dráttur var á aug­lýs­inga­mark­aði á síð­ari hluta rekstr­ar­árs. Hin er að ný lög sem sett voru um starf­semi RÚV, og tóku gildi í upp­hafi árs í fyrra, tak­mörk­uðu mögu­leika RÚV á sölu aug­lýs­inga og kost­unar enn frek­ar. Samt tekur RÚV rúm­lega 20 pró­sent af öllum aug­lýs­inga­tekjum allra fjöl­miðla til sín.

Ef aug­lýs­inga­tekjur árs­ins í ár verða þær sömu og í fyrra og rekstr­ar­gjöld RÚV verða lægri en þá, líkt og boðað hefur ver­ið, þá ættu tekjur RÚV því að duga vel fyrir sam­bæri­legum rekstri á þessu ári án fjár­magns­kostn­að­ar. Ef Útvarps­húsið verður selt og skuldir greiddar niður fyrir afrakst­ur­inn ætti félagið að losna við fjár­magns­kostnað að mestu.

Hafa hækkað í krónum en lækkað að raun­virðiÞað er því alveg ljóst að fram­lög til RÚV hafa hækkað að krónu­tölu og aldrei verið hærri en nú í krónum talið. En við búum á Íslandi og það verður að taka verð­bólgu inn í reikn­ing­inn.

Í grein sem Magnús Geir Þórð­ar­son útvarps­stjóri skrif­aði á Þor­láks­messu bendir hann á að frá því að RÚV var gert að opin­beru hluta­fé­lagi hafi verð­lag hækkað um 57 pró­sent.  Á sama tíma hafi fram­lag til RÚV hækkað um tæp 34 pró­sent. Því hafi fram­lög til RÚV lækkað að raun­virði um 18 pró­sent á tíma­bil­inu. Því segir Magnús Geir að „op­in­bert fé til RÚV, sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi fyrir árið 2015, er meira en 600 millj­ónum króna lægra að raun­virði en árið 2007, þegar RÚV var gert að opin­beru hluta­fé­lag­i“.

Magnús Geir Þórðarson tók við sem útvarpsstjóri í mars 2014. Magnús Geir Þórð­ar­son tók við sem útvarps­stjóri í mars 2014.

Fá tæpa sex millj­arða á ári til að spila úrMagnús Geir og stjórn­endur hans sögð­ust geta rekið RÚV og sinnt lög­bundnu hlut­verki félags­ins með því að selja eignir upp í skuldir og fá útvarps­gjaldið óskert, en ríkið hefur und­an­farin ár notað hluta þessa mark­aða tekju­stofns í önnur verk­efni og borið fyrir sig þá klass­ísku skýr­ingu: „hér varð hrun“. Nú mun útvarps­gjaldið hins vegar renna óskert til RÚV, en það verður lækk­að. Í fyrra var það 19.400 krónur á hvern greið­anda en verður 17.800 krónur í ár. Á næsta ári lækkar það síðan enn frekar og verður 16.400 krón­ur.

Það er þessi lækkun sem gerir það að verkum að stjórn­endur RÚV segj­ast ekki geta staðið undir þeirra þjón­ustu sem lög gera ráð fyr­ir. Því þurfi að skera niður og á fundi fjár­laga­nefndar Alþingis í des­em­ber með helstu stjórn­endum RÚV kom fram að lækkun útvarps­gjalds­ins myndi leiða til nauð­syn­legs nið­ur­skurðar í rekstri félags­ins upp á mörg hund­ruð millj­ónir króna.

Sá nið­ur­skurður verður að öllum lík­indum til­kynntur í mars næst­kom­andi.

Hverjir hafa rétt fyrir sér?

Í raun má segja að allir hafi rétt fyrir sér í þessu máli. Það er rétt hjá nýjum stjórn­endum RÚV að þeir muni þurfa að skera nið­ur, en það er afar mats­kennt hvort sá nið­ur­skurður ógni lög­bundnu hlut­verki RÚV. Það er rétt hjá fyrrum stjórn­endum að þeir ráku félagið nán­ast á núlli utan fjár­magns­gjalda árum saman en ómögu­legt að segja til um hvort nið­ur­skurð­ar­að­gerðir þeirra frá því í nóv­em­ber 2013 hefðu skilað þeirri hag­ræð­ingu sem hún átti, þar sem þeir fengu aldrei að fylgja þeim almenni­lega úr hlaði.

Það er rétt hjá stjórn­ar­liðum að fram­lög til RÚV hafi aldrei verið hærri í krónum talið og það er rétt hjá gagn­rýnendum þeirra að þau hafa dreg­ist saman að raun­gildi frá árinu 2007.

Það er þó ljóst að það verður alveg hægt að reka RÚV áfram, þótt að skera verði tölu­vert nið­ur. Félagið mun fá tæpa sex millj­arða króna, að með­töldum aug­lýs­inga­tekj­um, á þessu rekstr­ar­ári til að spila úr. Fæstir fjöl­miðlar myndu slá hend­inni á móti slíkri summu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None