Seinni hálfleikur kjörtímabilsins gæti breytt stjórnmálunum varanlega - Seinni hluti

15997269815_43426fc31c_z.jpg
Auglýsing

Það stytt­ist í seinni hálf­leik kjör­tíma­bils­ins. Fyrri hálf­leik­ur­inn þró­að­ist á annan hátt en flestir áttu von á. Rík­is­stjórn sem naut gríð­ar­legs stuðn­ings í kjöl­far þess að hún tók við hefur náð að koma nokkrum af sínum helstu stefnu­málum í gegn, en er samt sem áður að mæl­ast með afar lít­inn stuðn­ing. Minnsti flokk­ur­inn á þingi mælist hins vegar langstærsti flokkur lands­ins þrátt fyrir að stefna hans sé fyrst og síð­ast að breyta stjórn­mála­kerf­inu. Frjáls­lyndu miðju­flokk­arnir eru í sárum og upp hafa blossað blóðug inn­an­flokksá­tök. Við þess­ari stöðu þurfa þeir allir að bregðast, með mis­mund­andi hætti.

Þetta er búinn að vera mjög áhuga­verður fyrri hálf­leik­ur.  En sá síð­ari verður lík­lega enn áhuga­verð­ari. Og loka­staðan gæti leitt til þess að íslensk stjórn­mál breyt­ist umtals­vert og var­an­lega.

Hér að neðan verður rýnt í stöðu fjór­flokks­ins, sem glímir við mikla til­vist­ar­kreppu þótt eðli hennar sé mis­mun­andi á milli flokk­anna.

Auglýsing

Per­sónu­fylgi sem skilar sér ekki til fólks­insHin mikla athygli sem verið hefur á Bjartri fram­tíð og Pírötum að und­an­förnu hefur dregið athygl­ina að ein­hverju leyti frá þeirri stöðu sem er uppi hjá fjór­flokkn­um, hefð­bundnu stjórn­mála­flokk­unum á Íslandi. Sá eini þeirra sem siglir nokkuð lygnan sjó í kringum það sem mætti telj­ast eðli­legt fylgi í sögu­legu sam­hengi eru Vinstri græn­ir.

Þar skiptir lyk­il­máli mikið per­sónu­fylgi Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns flokks­ins. Ljóst má vera að þrýst­ingur á hana um að taka slag­inn í for­seta­kosn­ing­unum á næsta ári mun aukast umtals­vert á næstu miss­er­um. Nýleg könnun Gallup sýndi að 17 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu til þess hvern þeir vildu sem næsta for­seta nefndu Katrínu, þrátt fyrir að hún hafi gefið það út að hún sækt­ist ekki eftir starf­inu. Það gæti orðið mikið áfall fyrir Vinstri græna ef Katrín myndi skipta um skoðun og láta slag standa. Lík­ast til myndi fylgið dala í kjöl­farið og mögu­legur eft­ir­maður hennar í starfi er ekki aug­ljós. Vinstri græn nutu þess framan af líf­tíma sínum að vera með mjög öfl­uga, unga og rót­tæka gras­rót. Minna hefur sést til hennar að und­an­förnu og svo virð­ist sem nokkur þreyta sé komin í flokks­starf­ið. Svo má vel færa rök fyrir því að áfram­hald­andi þing­seta hinna mjög reyndu, en afar umdeildu, Stein­gríms J. Sig­fús­sonar og Ögmundar Jón­as­son­ar, séu að standa flokknum fyrir þrif­um.

Katrín Jakobsdóttir mælist með mikið persónufylgi og margir vilja sjá hana sem næsta forseta Íslands. Það fylgi skilar sér ekki til flokksins sem hún leiðir, Vinstri grænna. Katrín Jak­obs­dóttir mælist með mikið per­sónu­fylgi og margir vilja sjá hana sem næsta for­seta Íslands. Það fylgi skilar sér ekki til flokks­ins sem hún leið­ir, Vinstri grænna.

Sam­fylk­ingin gæti logn­ast út af sem stjórn­mála­aflSú klemma Vinstri grænna er hins vegar eins og fyrsta heims vanda­mál við hlið­ina á þeirri til­vist­ar­kreppu sem Sam­fylk­ingin stendur frammi fyr­ir. Síð­ustu ár hafa verið ein sam­felld sorg­ar­saga hjá flokknum á lands­vísu, þótt að betur hafi gengið í borg­inni, og margir lyk­il­menn innan hans ótt­ast raun­veru­lega um að Sam­fylk­ingin gæti logn­ast út af sem stjórn­mála­afl. Eftir erf­iða stjórn­ar­setu á síð­asta kjör­tíma­bili beið flokk­ur­inn sögu­legt afhroð í þing­kosn­ing­unum vorið 2013, þegar hann fékk 12,9 pró­sent atkvæða. Aldrei nokkru sinni í sögu íslenskra stjórn­mála hefur einn flokkur tapað jafn miklu fylgi á milli kosn­inga og Sam­fylk­ingin gerði á milli áranna 2009 og 2013. Og honum hefur gengið mjög illa að koma erindi sínu á fram­færi við kjós­endur það sem af er þessu kjör­tíma­bili.

Ótrú­legur lands­fundur flokks­ins í mars síð­ast­liðn­um, þar sem Árni Páll Árna­son for­maður hélt emb­ætti sínu með því að sigra Sig­ríði Ingi­björgu Inga­dóttur með einu atkvæði í for­manns­kjöri, veikti stöðu Sam­fylk­ing­ar­innar enn frek­ar. Hið skyndi­lega mót­fram­boð Sig­ríðar Ingi­bjargar opin­ber­aði ber­sýni­lega inn­an­flokksá­tök um hvert flokk­ur­inn eigi að stefna og fyrir hvað hann eigi að standa. Á þessu hefur ekki verið tekið og það end­ur­speglar stöðu Sam­fylk­ing­ar­innar í skoð­ana­könn­un­um, þar sem fylgið mælist minna en það var í síð­ustu kosn­ing­um.

Lítið per­sónu­fylgi Árna Páls hlýtur einnig að vera mikið áhyggju­efni fyrir flokks­menn. Í könnun MMR sem birt var í lok apríl sögðu til dæmis þrjú pró­sent aðspurðra að hann væri fæddur leið­togi. Engin stjórn­málafor­ingi mæld­ist lægri í þeim flokki. Svo virð­ist sem ákvörðun Árna Páls, skömmu eftir að hann tók við sem for­maður í mars 2013, að fresta afgreiðslu á nýrri stjórn­ar­skrá fram yfir kosn­ingar hafi verið afdrifa­rík­ari fyrir hann en haldið var. Auð­velt er að álykta að sú ákvörðun hafi skipt meira máli í fylg­is­flótt­anum frá Sam­fylk­ing­unni og yfir til Pírata, sem vilja nýja stjórn­ar­skrá sem end­ur­speglar betur þær breyt­ingar á til­færslu valds frá vald­höfum til almenn­ings sem flokk­ur­inn seg­ist standa fyr­ir.

Árni Páll Árnason stóð af sér atlögu að formennsku hans í flokknum. Hann sigraði formannskjör í mars með einu atkvæði. Árni Páll Árna­son stóð af sér atlögu að for­mennsku hans í flokkn­um. Hann sigr­aði for­manns­kjör í mars með einu atkvæð­i.

Helstu málin komin í gegn en samt óvin­sæl

Vel­gengni Pírata og til­vist­ar­kreppa Sam­fylk­ingar og Bjartrar fram­tíðar hafa að ein­hverju leyti dempað umræðu um hversu döpur staða stjórn­ar­flokk­anna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, er sam­kvæmt könn­un­um. Sér­stak­lega í ljósi þess að íslenskt hag­kerfi hefur heldur betur tekið við sér frá því að rík­is­stjórnin tók við völd­um, þótt vel megi færa hald­bær rök fyrir að aðgerðir þeirra tveggja rík­is­stjórna sem sátu á undan henni eigi þar líka stóran hlut að máli.

Til við­bótar hefur rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar komið sínum helstu áherslu­málum í gegn. Það er búið að ráð­ast í höf­uð­stólslækkun verð­tryggðra skulda hluta lands­manna, skattar og gjöld hafa verið lækk­aðir og áætlun um losun hafta og enda­lok þrota­búa gömlu bank­ana verið sett fram og ýtt í fram­kvæmd.Samt mælist rík­is­stjórnin að jafn­aði með um þriðj­ungs fylgi. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist með minna fylgi en hann fékk í verstu útreið sinni í kosn­ingum í sög­unni og Fram­sókn mælist með tæpan helm­ing kjör­fylgis síns á góðum degi. Á vondum degi mælist fylgið lægra en það hefur nokkru sinni mælst síðan að Sig­mundur Davíð tók við flokkn­um.

Ástæður þessa eru fjöl­marg­ar. Erf­iðar kjara­við­ræð­ur, leka­mál­ið, varð­staða um skipt­ingu ágóða af nýt­ingu sjáv­ar­auð­lind­ar­inn­ar, aukin mis­skipt­ing og ákaf­lega erfið staða á hús­næð­is­mark­aði spila þar ugg­laust stóra rullu. Fram­koma og ummæli sumra ráð­herra í og um fjöl­miðla gera það líka og þá virð­ist blasa við að hluti kjós­enda telji flokk­anna tvo mun frekar ganga erinda sér­hags­muna en almanna­hags­muna. En lík­ast til eru valda­flokkar eins þeir, sem hafa getað gengið að völdum og áhrifum nokkuð vís­um, orðnir barn síns tíma. Ekki ósvipað og dag­blöð í heimi sem gengið hefur í gegnum upp­lýs­inga- og tækni­bylt­ingu.

Nóg eftir af leiknumNæstu tvö ár, síð­ari hluti kjör­tíma­bils­ins, verða því mjög áhuga­verð. Píratar þurfa að finna leiðir til að halda í það aðdrátt­ar­afl sem þeir hafa komið sér upp og finna leiðir til að láta mód­elið sitt virka í stærri hópi ef ske kynni að fylgið hald­ist fram að næstu kosn­ing­um. Frjáls­lyndu miðju­flokk­arn­ir, Sam­fylk­ing og Björt fram­tíð, eru í raun­veru­legri hættu á að logn­ast út af og þurfa að horfa gaum­gæfi­lega í eigin barm til að greina hvað það sé við þau sem gerir það að verkum að kjós­endur vilja ekki kjósa þá. Því kjós­endur ráða alltaf á end­an­um. Það er ekki mik­ill tíma fyrir þessa tvo flokka að ná vopnum sín­um.

Ríkisstjórnin stendur frammi fyrir vandasömu verki á síðari hluta kjörtímabilsins. Það er oft mun erfiðara að stýra í uppsveiflu en í kreppu. Rík­is­stjórnin stendur frammi fyrir vanda­sömu verki á síð­ari hluta kjör­tíma­bils­ins. Það er oft mun erf­ið­ara að stýra í upp­sveiflu en í kreppu.

Stjórn­ar­flokk­arnir eru auð­vitað í þeirri stöðu að geta ein­fald­lega keypt sér auknar vin­sæld­ir, líkt og ráð­andi vald­hafar eru alltaf í aðdrag­anda kosn­ing­ar. Það yrði þvert á ráð­legg­ingar nán­ast allra sér­fræð­inga sem hafa bent á að ríkið eigi að halda að sér höndum í opin­berum fram­kvæmdum næstu árin vegna þenslu í hag­kerf­inu. Slíkar ráð­legg­ingar eru þó fljótar að verða auka­at­riði í aðdrag­anda kosn­inga ef fylg­is­staða flokka er léleg.

Það má færa sterk rök fyrir því að mun auð­veld­ara hafi verið að stýra Íslandi á fyrri helm­ingi kjör­tíma­bils­ins en það verður á þeim síð­ari. Þá var Ísland í höftum og að jafna sig eftir kreppu. Á næstu tveimur árum verða höft losuð og rík­is­stjórnin þarf að stunda þá vanda­sömu jafn­væg­is­list að halda aftur að verð­bólgu í upp­gangi á Íslandi. Það hefur engum tek­ist til lengri tíma áður. Hafta­los­unin mun einnig gera það að verkum að hávaxta­landið Ísland verður ber­skjald­aðri fyrir spá­kaup­mennsku­há­körlum heims­ins sem renna á blóð­lykt hvar sem hana er að finna, sér­stak­lega í ljósi þess að það er ekki mikið spenn­andi æti fyrir þá á öðrum mörk­uðum sem stend­ur.

Píratar unnu fyrri hálf­leik­inn. En það er nóg eftir af leikn­um.

 

Þetta er síð­ari hluti grein­ingar Kjarn­ans á lands­lagi íslenskra stjórn­mála eins og það blasir við á miðju kjör­tíma­bili. Fyrri hlut­inn birt­ist í dag. Hann má lesa hér.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None