Seinni hálfleikur kjörtímabilsins gæti breytt stjórnmálunum varanlega - Fyrri hluti

piratar-2.jpg
Auglýsing

Það stytt­ist í seinni hálf­leik kjör­tíma­bils­ins. Fyrri hálf­leik­ur­inn þró­að­ist á annan hátt en flestir áttu von á. Rík­is­stjórn sem naut gríð­ar­legs stuðn­ings þeg­ar hún tók við hefur náð að koma nokkrum af sínum helstu stefnu­málum í gegn, en er samt sem áður að mæl­ast með afar lít­inn stuðn­ing. Minnsti flokk­ur­inn á þingi mælist hins vegar langstærsti flokkur lands­ins þrátt fyrir að stefna hans sé fyrst og síð­ast að breyta stjórn­mála­kerf­inu. Frjáls­lyndu miðju­flokk­arnir eru í sárum og upp hafa blossað blóðug inn­an­flokksá­tök innan þeirra. Við þess­ari stöðu þurfa þeir allir að bregðast, með mis­mund­andi hætti.

Þetta er búinn að vera mjög áhuga­verður fyrri hálf­leik­ur. En sá síð­ari verður lík­lega enn áhuga­verð­ari. Og loka­staðan gæti leitt til þess að íslensk stjórn­mál breyt­ist umtals­vert og var­an­lega.

Hér að neðan verður rýnt í stöðu nýju flokk­anna, Pírata og Bjartrar fram­tíð­ar, á þessum tíma­mótum en þeir hafa báðir verið mikið til umfjöll­unar í fjöl­miðlum að und­an­förnu. Annar flokk­ur­inn vegna skyndi­legrar fylg­is­aukn­ingar en hinn vegna þess að fylgi hans er að mestu horf­ið. Síðar í dag mun svo birt­ast grein­ing á stöðu hinna stjórn­mála­flokk­anna.

Auglýsing

Gagn­rýni fyrir að vera ekki eins og hinirStaða Pírata sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum er farin að valda því að önnur póli­tísk öfl reyna að grafa undan þeim. Þegar fylgið mælist yfir 30 pró­sent í fjóra mán­uði í röð og engin teikn virð­ast á lofti um að það sé að fara að minnka þá er ljóst að það þarf að taka stöð­una alvar­lega.

Vanda­málið sem öfl gamla flokka­kerf­is­ins standa frammi fyrir vegna þessa er hins vegar það að þau vita ekki almenni­lega hvernig þau eiga að tækla afl eins og Pírata, sem stendur ekki bara fyrir aðrar skoð­anir heldur vill ger­breytt póli­tískt kerfi. Gagn­rýn­in, sem hefur að mestu verið sett fram á síðum Morg­un­blaðs­ins, hefur því fyrst og síð­ast snú­ist um að benda á mæt­ingu Pírata á nefnd­ar­fundi, skort á fast­mót­uðum stefnu­málum í ýmsum mála­flokkum og upp á síðkastið um „veru­leg átök“ vegna „al­var­legs inn­an­meins“ í röðum flokks­manna. Þau átök eiga sér stað, sam­kvæmt Morg­un­blað­inu, á lok­aðri Face­book-­síðu Pírata.

Gagn­rýnin er þó miðuð út frá póli­tískum veru­leika sem Píratar standa ekki fyr­ir. Þ.e. þeir gefa sig ekki út fyrir að vera hópur sem vill móta sam­fé­lagið eftir sínu höfði og stefnu né fyrir að vera hópur fólks sem gengur að öllu leyti í takt. Í stefnu Pírata kemur til að mynda fram að þeir noti kosn­inga­kerfi á net­inu til að greiða úr ágrein­ings­málum og kom­ast að nið­ur­stöðu „sam­hliða reglu­legum mál­efna­fundum og fram­kvæmda­fundum í kjöt­heim­um.“ Þetta er, að sögn Pírata, helsti örygg­is­ventill­inn á að allir geti haft aðkomu að Pírata­mál­um. Það er því bein­leiðis inn­byggt í stefnu flokks­ins að þar sé tek­ist á um ýmis­legt og að nið­ur­staða þeirra „átaka“ móti síðan afstöðu til mál­efna. Lyk­il­at­riðið er að flokk­ur­inn sé með lýð­ræð­is­legar leiðir til að kom­ast að nið­ur­stöðu.

Hvernig færðu fólk sem er ósam­mála til að vinna sam­an?

Þetta fyr­ir­komu­lag er þó þess eðlis að það gæti bakað Pírötum tölu­verð vand­ræði í raun­veru­leik­an­um, þótt hug­mynda­fræðin á bak­við það sé fal­leg. Píratar ræða það ekki mikið opin­ber­lega en það yrði gríð­ar­lega vanda­samt verk að búa til starf­hæfan þing­flokk ef flokk­ur­inn myndi fá það nálægt því fylgi sem hann er að mæl­ast með í könn­unum í næstu kosn­ing­um. Veru­leik­inn er sá að þó innan Píratahteyf­ing­ar­innar sé fólk að störfum sem er sam­mála um nokkur grund­vall­ar­at­riði (t.d. aukið gagn­sæi, beinna lýð­ræði og varð­staða um tján­ing­ar­frelsi) þá er það fólk ósam­mála um margt annað sem stór þing­flokkur þyrfti að taka afstöðu til. Sér­stak­lega ef hann ætti aðkomu að rík­is­stjórn.

Það yrði því mjög áhuga­vert, að minnsta kosti fyrir óflokks­bundna áhuga­menn um stjórn­mál, að sjá hvernig unnið yrði úr þeim ágrein­ings­málum ef Píratar sætu uppi með yfir 20 þing­menn eftir næstu kosn­ing­ar, líkt og kann­anir gefa til kynna að flokk­ur­inn myndi fá ef kosið væri í dag.

Morgunblaðið hefur fjallað töluvert um meintar deilur innan raða Pírata og gagnrýnt þá harðlega í ritstjórnargreinum. Morg­un­blaðið hefur fjallað tölu­vert um meintar deilur innan raða Pírata og gagn­rýnt þá harð­lega í rit­stjórn­ar­grein­um.

 

Vilja vera umbóta­afl en "leika leik­inn"

Annað nýlegt stjórn­mála­afl sem hefur verið mikið í sviðs­ljós­inu und­an­farna daga, en af allt öðrum og nei­kvæð­ari ástæðum en Pírat­ar, er Björt fram­tíð. Upp­leggið þegar sá flokkur var stofn­aður er ekki fjarri því sem Píratar standa fyrir og eru að njóta góðs af í skoð­ana­könn­un­um. Tvær af lyk­ilá­herslum Bjartrar fram­tíðar eru „minna ves­en“ og „meiri sátt“. Þótt létt­úð­legur og hip­stera­legur fram­setn­ing­ar­máti áhersln­anna fari í taug­arnar á mörgum þá er inni­hald þeirra mjög í takt við það sem fjöl­margir kjós­endur eru að kalla eft­ir.

Í þeim felst vilji til að gera umbætur á stjórn­sýsl­unni, ein­falda aðgengi að allri stjórn­sýslu á net­inu, efla aðgengi að upp­lýs­ing­um, nýta beint lýð­ræði og þátt­töku almenn­ings bet­ur, setja þjóð­inni nýja stjórn­ar­skrá á grund­velli til­lagna Stjórn­laga­ráðs, standa vörð um frelsi ein­stak­linga og gera fjár­laga­gerð gagn­særri og skyn­sam­legri. Með annarri hend­inni er Björt fram­tíð að gefa sig út fyrir að standa fyrir þau nýju stjórn­mál sem svo mikið ákall virð­ist vera eft­ir.

Það sem virkar frá­hrind­andi fyrir marga kjós­end­ur, og hefur spilað inn í að fylgi flokks­ins hefur nán­ast horfið á örfáum mán­uð­um, er að Björt fram­tíð virð­ist með hinni hend­inni vera að „leika leik­inn“. Þ.e. haga sér eins og gam­al­dags stjórn­mála­afl og aðlaga sig að þeim ramma sem um þau ligg­ur, í stað þess að vera að ýta á hann. Ugg­laust spilar þar inn í að í for­ystu flokks­ins eru for­maður og þing­flokks­for­mað­ur, Guð­mundur Stein­gríms­son og Róbert Mars­hall, sem hafa setið á þingi fyrir ann­ars vegar Fram­sókn­ar­flokk­inn og hins vegar Sam­fylk­ing­una. Það er því mjög auð­velt fyrir gagn­rýnendur flokks­ins að mála þá upp sem póli­tíska tæki­fær­is­sinna sem hafi séð betra tæki­færi á nýjum vett­vangi til að tryggja þing­setu sína en á gömlu stjórn­mála­heim­ilum sín­um. Þess vegna hefur Björt fram­tíð fengið þá ímynd á sig að vera fjór­flokks­af­sprengi í dul­bún­ingi umbreyt­ing­ar­stjórn­mála­afls.

Guðmundur Steingrímsson er formaður Bjartrar framtíðar og annar stofnanda flokksins. Atlaga hefur verið gerð að stöðu hans undanfarna viku. Guð­mundur Stein­gríms­son er for­maður Bjartrar fram­tíðar og annar stofn­anda flokks­ins. Atlaga hefur verið gerð að stöðu hans und­an­farna viku.

 

Öll dýrin í skóg­inum eru ekki alltaf vinir

Ein helsta áhersla Bjartrar fram­tíðar hefur líka verið á sam­ræðu­stjórn­mál. Að vel gefið og skyn­samt fólk geti sest niður og rætt sig niður á nið­ur­stöðu fremur en að agn­ú­ast út í hvort annað á opin­berum vett­vangi. Þegar flokk­ur­inn var form­lega stofn­aður í febr­úar 2012 sagði m.a. í frétta­til­kynn­ingu frá honum að „á meðal nýbreytni í skipu­lagi má nefna, að flokk­­ur­inn mun reka mál­efn­a­starf sitt á net­­síðu, all­an sól­­­ar­hring­inn, all­an árs­ins hring, og í for­ystu flokks­ins eru tveir for­­menn, sem skulu starfa sam­an og vera sam­­mála um stór­ar ákv­arð­an­ir.“

Heima­síðan sem mál­efna­starfið átti að rekast á, heimasi­d­an.is, hefur verið lok­að, að minnsta kosti tíma­bund­ið. Þegar farið er inn á hana blasa við skila­boð um að mál­efna­starfið fari nú fram á Face­book og í mál­efna­hópum innan flokks­ins. Aðkoma almenn­ings að mál­efna­starfi flokks­ins hefur því verið þrengd og það fer nú fyrst og fremst fram á vett­vangi sem iðn­ustu flokks­menn koma að.

Það hefur síðan vart farið fram­hjá neinum und­an­farið að sam­starf upp­haf­legu for­manna Bjartrar fram­tíðar hefur ber­sýni­lega ekki verið neitt sér­stak­lega gott né hafi þeir verið sam­mála um stórar ákvarð­an­ir.

Atlaga að for­mann­inum

Heiða Kristín Helga­dótt­ir, annar stofn­andi flokks­ins sem var stjórn­ar­for­maður hans þangað til í lok síð­asta árs, steig fram í vik­unni og gagn­rýndi for­mann flokks­ins harka­lega. Í við­tali við Kjarn­ann fyrir sex dögum sagði hún: „Mér finnst vandi Bjartrar fram­tíðar vera inni í Bjartri fram­tíð, hann er ekki vandi kjós­enda. Vand­inn er ekki til­kom­inn vegna þess að kjós­endur skilja ekki flokk­inn heldur er hann vandi for­manns­ins [Guð­mundar Stein­gríms­son­ar] og þeirra sem starfa í Bjartri fram­tíð“.

Nokkrum dögum síðar var hún gest­ur í þætt­inum Viku­lok­unum á Rás 1 og sagð­ist treysta sér full­kom­lega til að verða for­maður Bjartrar fram­tíð­ar. Þar sagði hún Guð­mund hafa fengið ágætis tæki­færi til að sanna sig en að for­ysta hans væri aug­ljós­lega ekki að virka.

Það þarf ekki að vera mjög sam­sær­is­kenn­inga­lega sinn­aður til að álykta að ummæli Heiðu Krist­ínar í vik­unni sem leið hafi verið ágæt­lega und­ir­bú­inn póli­tískur leik­ur. Hún er að þreifa fyrir sér hvort það sé áhugi á sér sem nýjum for­ystu­manni Bjartrar fram­tíð­ar, bæði hjá almennum flokks­mönnum og almenn­ingi, án þess að taka afger­andi af skarið og segj­ast ætla gegn Guð­mundi. Það verður hún hins vegar að gera á næstu vikum því að árs­fundur Bjartrar fram­tíðar fer fram 5. sept­em­ber næst­kom­andi, eftir tæpan mán­uð, og þar mun for­manns­slag­ur­inn fara fram ef af honum verð­ur.

Heiða Kristín Helgadóttir, fyrrum stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, hefur sagt að hún sé tilbúin að verða foramður flokksins, sé vilji fyrir því á meðal flokksmanna. Heiða Kristín Helga­dótt­ir, fyrrum stjórn­ar­for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, hefur sagt að hún sé til­búin að verða foramður flokks­ins, sé vilji fyrir því á meðal flokks­manna.

Ljóst er á fyrstu við­brögð­um, eða skorti á þeim, að útspil Heiðu Krist­ínar hefur komið mörgum þeirra á óvart. Eng­inn þeirra vildi taka afger­andi afstöðu til þess fyrr en Róbert Mars­hall gerði það í dag. Hann sagð­ist í sam­tali við Bylgj­una ekki skilja gagn­rýni Heiðu Krist­ínar og að fylgis­tapið væri ekki á ábyrgð Guð­mundar fremur en ann­arra í for­ystu flokks­ins. Það væri barna­skapur að halda að einn maður geti híft fylgi flokka upp og  nið­ur.

Grein­ing Róberts er að ein­hverju leyti alveg rétt. Vanda­mál Bjartrar fram­tíðar er skortur á trú­verð­ug­leika sem stjórn­mála­afl, ekki bara lítið per­sónu­fylgi for­manns­ins. Sá skortur á trú­verð­ug­leika hefur verið hægt og bít­andi að aukast. Mik­il­væg­asta „eign­in“ sem lögð var inn í Bjarta fram­tíð á sínum tíma var Besti flokk­ur­inn og sú gríð­ar­lega vel­vild sem hann naut. Eftir að Jón Gnarr, hold­gerv­ingur Besta flokks­ins, afneit­aði Bjartri fram­tíð í mars síð­ast­liðnum og sagð­ist ekki einu sinni vera í flokknum þá hefur molnað undan þeirri „eign“ og hún færst að mestu yfir til Pírata.

Þótt Heiða Kristín hafi spilað lyk­il­hlut­verk í stofnun og árangri Besta flokks­ins þá er alls óljóst hvort henni tak­ist að mynda þessa „eign“ á ný sem for­maður Bjartrar fram­tíð­ar.

Guð­mundur bregst við

Síð­degis í dag brást Guð­mundur Stein­gríms­son við þess­ari stöðu sem komin er upp. Í stöðu­upp­færslu á Face­book sagð­ist hann ekki hafa neinn áhuga á taka þátt í for­manns­slag. Slík átök væru mein­semd. Þess í stað styðji hann til­lögu, sem likast til verður lögð fram á árs­fund­inum í sept­em­ber, um að öll emb­ætti innan flokks­ins yrðu látin róter­ast á milli fólks. Það þýddi að hann myndi ekki lengur verða for­mað­ur, nema þegar röðin kæmi aftur að hon­um.

Staða Bjartrar fram­tíðar hefur verið mér og fleirum til­efni til mik­illa og djúpra heila­brota um nokk­urt skeið. Ég hef ...

Posted by Guð­mundur Stein­gríms­son on Monday, Aug­ust 10, 2015Það á eftir að koma í ljós hvort þetta útspil verði til þess að skapa sátt og róa öldur innan flokks­ins. Og það sem mestu skipt­ir, hvort hann nái aftur eyrum kjós­enda.Síð­ari hluti grein­ingar Kjarn­ans á lands­lagi íslenskra stjórn­mála eins og það blasir við á miðju kjör­tíma­bili mun birt­ast síð­ast í dag.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtök atvinnulífsins „slegin“ yfir Samherjamálinu
Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að velta við hverjum steini vegna Samherjamálsins sem tengist starfsemi félagsins í Namibíu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Vilja þjóðarátak í landgræðslu
Sjö þingmenn hafa lagt til að að komið verði á fót vettvangi fyrir samstarfi stjórnvalda, Landgræðslunnar, bænda, atvinnulífs og almennings sem miði að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með landgræðslu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Brynjar Níelsson
Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None