Buffett heldur áfram að einblína á innviði

h_51879025-1.jpg
Auglýsing

Fjá­fest­inga­fé­lagið Berks­hire Hat­haway, sem War­ren Buf­fett stýrir enn sem stjórn­ar­for­maður og for­stjóri, er við það að kaupa Precisi­on Cast­parts (PC) fyr­ir um það bil 37,2 millj­arða ­Banda­ríkja­dala, sem jafn­­­gild­ir um 4.800 millj­örðum króna.Fyr­ir­tækið er risi á heims­vísu í fram­leiðslu á ýmsum bún­aði sem snýr að olíu-, gas- og flug­iðn­aði, þar á meðal er fram­leiðsla á pípum sem not­aðar eru til olíu­flutn­inga.

Stærstu kaupin í sög­unni

Þessi kaup verða þau stærstu í sögu Berks­hire Hat­haway en upp­hæðin sem greidd er fyrir félagið jafn­gildir meira en tvö­faldri árlegri lands­fram­leiðslu Íslands. Á und­an­förnum tveimur mán­uður hefur mark­aðsvirði PC lækkað um 19,7 pró­sent. Lækk­unin er meðal ann­ars rakin til erf­iðra mark­aðs­að­stæðna á olíu­mörk­uðum en heims­mark­aðs­verð á olíu hefur lækkað um tæp­lega 60 pró­sent á innan við ári, með til­heyr­andi hlið­ar­verk­unum á ýmsan iðnað sem á allt sitt undir olíu­vinnslu og olíu­sölu. Í þessum aðstæðum sér Buf­fett tæki­færi og lætur til skarar skríða í kjöl­far skarprar lækk­unar á mark­aðsvirð­inu.

Auglýsing

Hvað býr að baki?En hvað eru for­svars­menn Berks­hire að hugsa, með Buf­fett í broddi fylk­ing­ar, þegar kemur að þessum kaupum og raunar fleirum þar sem fjár­fest er í innviðum sam­fé­laga? Sam­kvæmt frá­sögn Wall Street Journal horfir Buf­fett til þess að fjár­fest­ingar í traustum innvið­um, sem hafa langan líf­tíma, sem trausta fjár­fest­ingu fyrir stóran hluta þeirra lang­tíma­fjár­festa sem eru hlut­hafar í Berks­hire. Þó Buf­fett stjórni því sem hann vill hjá félag­inu, sem hann fjár­festi fyrst í árið 1962, sjö árum eftir stofnun þess, þá verður fjár­fest­inga­stefna félags­ins að taka mið af þörfum hlut­haf­anna.

Eftir hrunið á fjár­mála­mörk­uðum frá 2007 til 2009 og fall á fast­eigna­mark­aði hefur Buf­fett horft í meira mæli til fjár­fest­inga sem telj­ast til inn­viða. Næst­stærsta fjár­fest­ingin í sögu félags­ins voru kaup á lestar- og lestar­teina­frama­leið­and­an­um Burlington Northern fyrir 26 millj­arða Banda­ríkja­dala árið 2009. Hugs­unin að baki þeirri fjár­fest­ingu var svipuð og nú, sam­kvæmt frá­sögnum fjöl­miðla: kaupa traustar lang­tíma­eign­ir, sem hafa traustan rekstur og mögu­leika til þess að auka mark­aðsvirði á grunni hans.

Sterk vöru­merkiEn þrátt fyrir að lang­tíma­sýnin hafi verið á inn­viða­fjár­fest­ingar þá hefur Berks­hire einnig horft til þess að eiga eign­ar­hluti í þekktum alþjóð­legum fyr­ir­tækjum sem hafa sterk vöru­merki, sem geta staðið af sér skamm­tíma storma á mörk­uð­um. Þannig á félagið stóra eign­ar­hluti í Coca Cola, IBM, Wells Far­go, Heinz og Amer­ican Express, svo eitt­hvað sé nefnt.

Í fullu fjöri á níræð­is­aldriBuf­fett, oft nefndur spá­mað­ur­inn frá Oma­ha, er fæddur í Nebr­aska þar sem höf­uð­stöðvar Berks­hire Hat­haway eru. Hann er 84 ára gam­all en slær hvergi af þegar kemur að ákvörð­unum um fjár­fest­inga­stefnu og lyk­il­fjár­fest­ing­ar. Hann hefur minnkað dag­lega vinnu­skyldu sína tölu­vert en leggur þeim mun meira upp úr því að fylgj­ast vel með og hafa yfir­sýn á mörk­uðum og í rekstri Berks­hire. Heild­ar­eignir Buf­fetts eru metnar á 66,7 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur 8.870 millj­örðum króna, sem gerir hann að einum af fimm rík­ustu ein­stak­lingum heims. Hann hyggst ráð­stafa þeim að stærstum hluta í þágu góð­gerð­ar­mála, en stærstur hluti eigna hans er þó bund­inn í hlutafé Berks­hire Hat­haway.

Efna­hags­reikn­ingur þess félags er risa­vax­inn, en heild­ar­tekjur félags­ins námu tæp­lega 200 millj­örðum Banda­ríkja­dala í fyrra eða sem nemur tæp­lega 27 þús­und millj­örðum króna. Í ljósi stærðar félags­ins þarf það reglu­lega að fjár­festa til að koma pen­ingum sínum í arð­sama ávöxt­un, og þar mun Buf­fett vafa­lítið halda áfram að láta til sín taka.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None