Buffett heldur áfram að einblína á innviði

h_51879025-1.jpg
Auglýsing

Fjá­fest­inga­fé­lagið Berks­hire Hat­haway, sem War­ren Buf­fett stýrir enn sem stjórn­ar­for­maður og for­stjóri, er við það að kaupa Precisi­on Cast­parts (PC) fyr­ir um það bil 37,2 millj­arða ­Banda­ríkja­dala, sem jafn­­­gild­ir um 4.800 millj­örðum króna.Fyr­ir­tækið er risi á heims­vísu í fram­leiðslu á ýmsum bún­aði sem snýr að olíu-, gas- og flug­iðn­aði, þar á meðal er fram­leiðsla á pípum sem not­aðar eru til olíu­flutn­inga.

Stærstu kaupin í sög­unni

Þessi kaup verða þau stærstu í sögu Berks­hire Hat­haway en upp­hæðin sem greidd er fyrir félagið jafn­gildir meira en tvö­faldri árlegri lands­fram­leiðslu Íslands. Á und­an­förnum tveimur mán­uður hefur mark­aðsvirði PC lækkað um 19,7 pró­sent. Lækk­unin er meðal ann­ars rakin til erf­iðra mark­aðs­að­stæðna á olíu­mörk­uðum en heims­mark­aðs­verð á olíu hefur lækkað um tæp­lega 60 pró­sent á innan við ári, með til­heyr­andi hlið­ar­verk­unum á ýmsan iðnað sem á allt sitt undir olíu­vinnslu og olíu­sölu. Í þessum aðstæðum sér Buf­fett tæki­færi og lætur til skarar skríða í kjöl­far skarprar lækk­unar á mark­aðsvirð­inu.

Auglýsing

Hvað býr að baki?En hvað eru for­svars­menn Berks­hire að hugsa, með Buf­fett í broddi fylk­ing­ar, þegar kemur að þessum kaupum og raunar fleirum þar sem fjár­fest er í innviðum sam­fé­laga? Sam­kvæmt frá­sögn Wall Street Journal horfir Buf­fett til þess að fjár­fest­ingar í traustum innvið­um, sem hafa langan líf­tíma, sem trausta fjár­fest­ingu fyrir stóran hluta þeirra lang­tíma­fjár­festa sem eru hlut­hafar í Berks­hire. Þó Buf­fett stjórni því sem hann vill hjá félag­inu, sem hann fjár­festi fyrst í árið 1962, sjö árum eftir stofnun þess, þá verður fjár­fest­inga­stefna félags­ins að taka mið af þörfum hlut­haf­anna.

Eftir hrunið á fjár­mála­mörk­uðum frá 2007 til 2009 og fall á fast­eigna­mark­aði hefur Buf­fett horft í meira mæli til fjár­fest­inga sem telj­ast til inn­viða. Næst­stærsta fjár­fest­ingin í sögu félags­ins voru kaup á lestar- og lestar­teina­frama­leið­and­an­um Burlington Northern fyrir 26 millj­arða Banda­ríkja­dala árið 2009. Hugs­unin að baki þeirri fjár­fest­ingu var svipuð og nú, sam­kvæmt frá­sögnum fjöl­miðla: kaupa traustar lang­tíma­eign­ir, sem hafa traustan rekstur og mögu­leika til þess að auka mark­aðsvirði á grunni hans.

Sterk vöru­merkiEn þrátt fyrir að lang­tíma­sýnin hafi verið á inn­viða­fjár­fest­ingar þá hefur Berks­hire einnig horft til þess að eiga eign­ar­hluti í þekktum alþjóð­legum fyr­ir­tækjum sem hafa sterk vöru­merki, sem geta staðið af sér skamm­tíma storma á mörk­uð­um. Þannig á félagið stóra eign­ar­hluti í Coca Cola, IBM, Wells Far­go, Heinz og Amer­ican Express, svo eitt­hvað sé nefnt.

Í fullu fjöri á níræð­is­aldriBuf­fett, oft nefndur spá­mað­ur­inn frá Oma­ha, er fæddur í Nebr­aska þar sem höf­uð­stöðvar Berks­hire Hat­haway eru. Hann er 84 ára gam­all en slær hvergi af þegar kemur að ákvörð­unum um fjár­fest­inga­stefnu og lyk­il­fjár­fest­ing­ar. Hann hefur minnkað dag­lega vinnu­skyldu sína tölu­vert en leggur þeim mun meira upp úr því að fylgj­ast vel með og hafa yfir­sýn á mörk­uðum og í rekstri Berks­hire. Heild­ar­eignir Buf­fetts eru metnar á 66,7 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur 8.870 millj­örðum króna, sem gerir hann að einum af fimm rík­ustu ein­stak­lingum heims. Hann hyggst ráð­stafa þeim að stærstum hluta í þágu góð­gerð­ar­mála, en stærstur hluti eigna hans er þó bund­inn í hlutafé Berks­hire Hat­haway.

Efna­hags­reikn­ingur þess félags er risa­vax­inn, en heild­ar­tekjur félags­ins námu tæp­lega 200 millj­örðum Banda­ríkja­dala í fyrra eða sem nemur tæp­lega 27 þús­und millj­örðum króna. Í ljósi stærðar félags­ins þarf það reglu­lega að fjár­festa til að koma pen­ingum sínum í arð­sama ávöxt­un, og þar mun Buf­fett vafa­lítið halda áfram að láta til sín taka.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtök atvinnulífsins „slegin“ yfir Samherjamálinu
Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að velta við hverjum steini vegna Samherjamálsins sem tengist starfsemi félagsins í Namibíu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Vilja þjóðarátak í landgræðslu
Sjö þingmenn hafa lagt til að að komið verði á fót vettvangi fyrir samstarfi stjórnvalda, Landgræðslunnar, bænda, atvinnulífs og almennings sem miði að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með landgræðslu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Brynjar Níelsson
Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None