Samkvæmt ítarlegri rannsókn Kjarnans nam eftirgjöf skulda hjá fyrirtækjum í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð hátt í sextán milljörðum króna á árunum 2010 til 2012. Rannsókn Kjarnans náði til upplýsinga sem fram koma í ársreikningum félaga sem falla undir byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð samkvæmt ÍSAT atvinnugreinaflokkun Evrópusambandsins sem innleidd var hér á landi árið 2008, og skiluðu ársreikningum á umræddu tímabili. Félögin sem um ræðir eru á þriðja þúsund talsins.
Starfsemi þeirra er margþætt og mismunandi; þau annast allt frá þróun byggingarverkefna, byggingu íbúða- og atvinnuhúsnæðis, brúarsmíði og jarðgangagerð, uppsetningu innréttinga, vegagerð og annan frágang bygginga. Upptalningin er hvergi nærri tæmandi, enda geirinn víðfeðmur og ýmis smásölufyrirtæki með byggingarvöru sem þjónusta byggingargeirann ekki höfð með í reikningnum.
Hinn mikli fjöldi einkahlutafélaga í geiranum er til marks um mikinn uppgang í greininni árin fyrir bankahrunið og hefur töluvert kennitöluflakk verið viðloðandi geirann á undanförnum misserum.
Lestu meira um málið í Kjarnanum hér.