Sigmundur Davíð stal þrumunni af Bjarna Benediktssyni

fors..umynd_..kr_.fuhafast.ff_.jpg
Auglýsing

Ræða Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, for­sæt­is­ráð­herra og for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, á flokks­þingi Fram­sókn­ar­manna í dag, gæti dregið dilk á eftir sér hvað varðar stjórn­ar­sam­starf flokks­ins við Sjálf­stæð­is­flokk­inn, en þar til­kynnti for­sæt­is­ráð­herra, öllum að óvörum að fram­kvæmd um losun fjár­magns­hafta verði hrint í fram­kvæmd á yfir­stand­andi vor­þingi og að sér­stakur stöð­ug­leika­skattur muni skila rík­is­sjóði hund­ruðum millj­arða króna.

Með ræðu sinni í dag tókst Sig­mundi Davíð enn á ný að gera sig og Fram­sókn­ar­flokk­inn gild­andi í helstu málum rík­is­stjórn­ar­innar og skyggja þar með á sam­starfs­flokk­inn og for­mann hans Bjarna Bene­dikts­son. Enda kannski ekki van­þörf á í ljósi stöðu flokks­ins í skoð­ana­könn­un­um, sem bendir til að „Leið­rétt­ing­in“ hafi ekki skilað flokknum því fylgi sem von­ast var eft­ir. Að minnsta kosti má ljóst vera að Bjarni sé ekki par hrif­inn af útspili for­sæt­is­ráð­herra í dag.

Tal­aði eins og fjár­mála­ráð­herra sé ekki treystandi



Mikil leynd hefur hvílt yfir afnáms­ferl­inu sem er á for­ræð­i ­Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála­ráð­herra, en erfitt er að túlka orð Sig­mundar Dav­íðs öðru­vísi en að hann sé að reyna með ein­hverjum hætti að taka málið yfir af fjár­mála­ráð­herra.

Leiða má líkur að því að ýmis­legt í ræðu Sig­mundar Dav­íðs sé óhjá­kvæmi­lega til þess fallið að hleypa illu blóði í sam­starfs­flokk­inn. Í ræðu sinni tal­aði for­sæt­is­ráð­herra eins og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn væri eini útvörður íslenskra þjóð­ar­hags­muna sem hægt sé að treysta á, og þar með að mann­inum sem ber ábyrgð á mála­flokkn­um, það er Bjarna Bene­dikts­syni, sé ekki treystandi fyrir hon­um.

Auglýsing

Ný grýla komin á stjá?



Í ræðu sinni kom for­sæt­is­ráð­herra inn á að full­trúum slita­búa föllnu bank­anna og helstu kröfu­hafa þeirra, það er erlendum vog­un­ar­sjóð­um, hafi verið til­kynnt að ekki yrði hægt að bíða lengur eftir því að þeir legðu fram raun­hæfar lausnir á stöð­unni sem uppi er eftir að tekið var fyrir aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Velta má fyrir sér hvort for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins hafi með þeim orðum verið að búa til grýlu úr slita­bú­unum og vog­un­ar­sjóð­unum álíka þeirri sem Ices­a­ve-­deilan varð að og reynd­ist flokknum vel til að afla honum fylgis á meðal kjós­enda. Enda hefur fylgi flokks­ins verið í frjálsu falli að und­an­förnu.

Ræðu for­sæt­is­ráð­herra, þar sem hann stillir slita­bú­unum og vog­un­ar­sjóð­unum upp ásamt Evr­ópu­sam­band­inu, sem ein­hverjum mestu ógnum sem nú steðja að íslenskum þjóð­ar­hags­mun­um, má auð­veld­lega túlka sem við­leitni hans til að sam­eina þá sem aðhyll­ast svokölluð „sjón­ar­mið sjö­tu­gra“ þar sem hægri og vinsti menn geta sam­ein­ast gegn utan­að­kom­andi vá líkt og gerð­ist á tímum kalda stríðs­ins.

Í ræðu sinni sagði Sig­mundur Davíð enda: „Framan af mið­aði stefna kröfu­hafa að því að bíða þess að Ís­land gengi í Evr­ópu­sam­band­ið. ­Með því hefðum við farið sömu leið og þær ólánsömu Evr­ópu­þjóðir sem fjár­mögn­uð­uðu tap banka sinna, og afleið­ingar evru­krísunn­ar, með lánum frá Evr­ópska seðla­bank­an­um.

Mark­miðið var upp­taka evru með fyr­ir­greiðslu frá Evr­ópska seðla­bank­anum til að borga kröfu­hafa út. Slíkt hefði verið efna­hags­legt glapræði enda gefur evr­ópski seðla­bank­inn ekki aðild­ar­lönd­unum ókeypis pen­inga. Hingað hefðu sjálf­sagt borist allar þær evrur sem þörf hefði verið á til að borga út alla kröfu­hafa og alla snjóhengj­una ekki aðeins á fullu verði heldur á því yfir­verði sem felst í því að pappírs­hagn­aður kröfu­hafa væri fjár­magn­aður af ís­lensum almenn­ingi með lántöku.“

Gerði lítið úr sam­starfs­flokknum



Með því að stilla Fram­sókn­ar­flokknum enn á ný gegn kröfu­höfum föllnu bank­anna, sem Íslands einu von, gerir for­sæt­is­ráð­herra óneit­an­lega lítið úr sam­starfs­flokknum og Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur ræða Sig­mundar Dav­íðs farið í taug­arnar á Sjálf­stæð­is­flokkn­um, í ljósi stöðu Fram­sókn­ar­flokks­ins sem nú mælist með um ell­efu pró­senta fylgi í skoð­ana­könn­un­um. Ekki síst í ljósi þess fara stór­karla­legar yfir­lýs­ingar for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins fyrir brjóstið á Sjálf­stæð­is­mönn­um.

Þá má velta fyrir sér hvort ræða for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins sé ekki enn lík­legri til að hækka hita­stigið hjá sam­starfs­flokkn­um, í ljósi atburða í vik­unni. Á þriðju­dag­inn sendi Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags­mála­ráð­herra, starfs­fólki fjár­mála­ráðu­neytis Bjarna Bene­dikts­sonar orkust­angir til að ýta á vinnu ráðu­neyt­is­ins við að meta áhrif tveggja hús­næð­is­frum­varpa hennar á rík­is­sjóð á þjóð­ar­bú­skap­inn og birti á Fés­bók­ar­síðu sinni. Þá lét Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, í það skína á mið­viku­dag­inn að seina­gangi í þing­inu væri meðal ann­ars um að kenna að ekki hafi tek­ist að flytja Fiski­stofu til Akur­eyr­ar. Í því felst auð­vitað ákveðin gagn­rýni á sam­starfs­flokk­inn.

Hvort ræða Sig­mundar Dav­íðs á flokks­þingi Fram­sókn­ar­manna muni reyn­ast kornið sem fyllti mæl­inn og draga dilk á eftir sér, er alveg ljóst að hún hefur valdið tölu­verðum titr­ingi á stjórn­ar­heim­il­inu.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÆgir Þór Eysteinsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None