Root

Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi

Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.

Í opin­berri umræðu um nýlegar vaxta­hækk­anir hér­lendis hefur stundum heyrst að seðla­bankar úti í heimi séu jafn­vel frekar að lækka vexti en hækka þá, eða séu þá að hækka þá af mik­illi var­úð. Slík ummæli hafa jafn­vel verið látin falla í ræðu­stól Alþingis í þessum mán­uði.

Þrátt fyrir ummæli af þessu tagi er raunin sú að seðla­bankar úti í heimi eru lang­flestir byrj­aðir að hækka stýri­vexti sína fyrir all­nokkru til þess að bregð­ast við þeirri verð­bólgu sem nú geis­ar.

Víða eru vext­ir, rétt eins og á Íslandi, orðnir hærri en þeir voru áður en heims­far­ald­ur­inn skall á og í sumum ríkjum er nú verið að grípa til mestu vaxta­hækk­ana sem sést hafa í ára­tugi. Og þetta gæti bara verið byrj­un­in.

Kjarn­inn tók saman sjö mola um stöðu seðla­banka­vaxta í ríkjum nær og fjæ

1. Vextir á Nýja-­Sjá­landi orðnir tvö­falt hærri en fyrir far­aldur

Nýja-­Sjá­land lok­aði landa­mærum sínum með ansi harka­legum hætti er kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn gekk yfir. Seðla­banki lands­ins greip til vaxta­lækk­ana, úr 1 pró­senti niður í 0,25 pró­sent, til þess að örva hag­kerfið inn­an­lands.

Segja má að það hafi tek­ist ágæt­lega, en rétt eins og hér á landi urðu áhrif vaxta­lækk­ana þau að umsvif á fast­eigna­mark­aði uxu veru­lega og verð hús­næðis snar­hækk­aði. Fast­eigna­verð í eyrík­inu hækk­aði að með­al­tali um 42 pró­sent frá því í mars 2020 og þar til í jan­úar á þessu ári, sem er sam­bæri­leg hækkun og hefur orðið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hér­lendis frá upp­hafi far­ald­urs.

Nýsjá­lenski seðla­bank­inn byrj­aði að bregð­ast við sjóð­andi heitum fast­eigna­mark­aði síð­ast­liðið haust og hefur síðan þá hækkað meg­in­vexti sína úr 0,25 pró­sentum upp í 2 pró­sent­ur. Búist er við frek­ari vaxta­hækk­unum í júlí og bank­inn sjálfur hefur gefið það út að hann sjái fyrir sér að færa meg­in­vexti sína upp í 4 pró­sent á næstu miss­er­um.

Hús­næð­is­verð í eyrík­inu er byrjað að lækka frá því að seðla­bank­inn byrj­aði að hækka vexti. Bankar í land­inu búast við því að hús­næð­is­verðið muni lækka um allt að 20 pró­sent á næsta árinu.

2. Vextir orðnir hærri í Bret­landi en þeir hafa verið frá 2009

Seðla­banki Bret­lands hefur til­kynnt um fimm vaxta­hækk­anir frá því í des­em­ber. Sú síð­asta færði meg­in­vexti bank­ans úr 1 pró­senti upp í 1,25 pró­sent. Fyrir far­ald­ur­inn voru vextir bank­ans undir einu pró­senti og höfðu verið það allt frá því snemma árs 2009.

Lægst fóru vext­irnir í 0,1 pró­sent í tveimur vaxta­lækk­unum sem áttu sér stað í upp­hafi kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins í mars 2020 og þeim var ekki haggað fyrr en í des­em­ber í fyrra.

Lán­veit­endur í Bret­landi eru byrj­aðir að bregð­ast við með hækk­unum á vöxtum nýrra hús­næð­is­lána. Í nýlegriumfjöllun Fin­ancial Times kom fram að með­al­vextir á nýjum fast­eigna­lánum með föstum vöxtum til tveggja ára hefðu hækkað um rúmt pró­sent frá því í des­em­ber, upp í 3,25 pró­sent.

3. Mesta vaxta­hækk­unin í 20 ár í Nor­egi

Vextir norska seðla­bank­ans tóku að hækka á ný í sept­em­ber á síð­asta ári, eftir að hafa verið 0 pró­sent allt frá því í maí árið 2020. Vextir bank­ans voru 1,5 pró­sent er heims­far­ald­ur­inn skall á.

Bank­inn kynnti sína nýj­ustu vaxta­á­kvörðun á fimmtu­dag. Vextir voru hækk­aðir um 0,5 pró­sentu­stig upp í 1,25 pró­sent, sem var meiri hækkun en flestir mark­aðs­að­ilar bjugg­ust við og raunar stærsta stökkið sem tekið hefur verið í einni vaxta­á­kvörðun í Nor­egi allt frá árinu 2002.

Norski seðla­bank­inn býst við að halda áfram að hækka vexti og jafn­vel hraða á hækk­un­ar­takt­inum ef verð­bólga vex enn frek­ar. Bank­inn býst nú við því að vextir um mitt næsta ár verði um 3 pró­sent. Svo háir hafa stýri­vextir í Nor­egi ekki verið síðan fyrir efna­hags­hrunið árið 2008.

4. Fyrsta vaxta­hækk­unin í 11 ár framundan hjá evr­ópska seðla­bank­anum

Evr­ópski seðla­bank­inn hefur ekki hreyft við sínum vöxtum síðan í sept­em­ber árið 2019, en þá voru vextir á inni­stæður frá við­skipta­bönkum lækk­aðir niður í -0,5 pró­sent. Þessir vextir evr­ópska seðla­bank­ans hafa verið nei­kvæðir allt frá árinu 2014 og hafa ekki verið hækk­aðir síðan árið 2011.

Christine Lagarde bankastjóri evrópska seðlabankans.
EPA

Vaxta­stig evr­ópska seðla­bank­ans var svo lágt er kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á að ekki var hægt að beita vaxta­tól­inu til að örva efna­hag álf­unn­ar. En nú stendur til að fara að hækka vexti á ný, til að reyna að koma böndum á verð­bólgu.

Fyrr í þessum mán­uði til­kynnti Christine Lag­arde seðla­banka­stjóri að í júlí yrðu vextir bank­ans hækk­aðir um 0,25 pró­sentu­stig og að vextir yrðu sömu­leiðis hækk­aðir í sept­em­ber, jafn­vel um meira en 0,25 pró­sentu­stig ef verð­bólgan yrði þrá­lát eða færð­ist enn í auk­ana.

5. Seðla­banki Banda­ríkj­anna með mestu hækk­un­ina frá 1994

Um miðjan mán­uð­inn hækk­aði banda­ríski seðla­bank­inn vexti um 0,75 pró­sentu­stig, og fóru virkir vextir bank­ans úr 0,77 pró­sentum upp í 1,52 pró­sent. Þetta var mesta hækkun vaxta sem gripið hefur verið til á einu bretti allt frá árinu 1994 og meiri hækkun en búist hafði verið við.

Vextir í Banda­ríkj­unum eru nú orðnir nærri jafn háir og þeir voru fyrir far­ald­ur­inn og seðla­bank­inn býr sig undir að hækka vext­ina tölu­vert meira – eða upp í 3,4 pró­sent fyrir lok árs­ins.

Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
EPA

Jer­ome Powell seðla­banka­stjóri sagði í vik­unni að vaxta­hækk­anir bank­ans gætu leitt til þess að banda­ríska hag­kerfið færð­ist inn í sam­drátt­ar­skeið. Á móti benti hann á það, í fram­sögu frammi fyrir banka­mála­nefnd öld­unga­deildar Banda­ríkja­þings, að hin hættan væri sú að verð­stöð­ug­leiki myndi ekki nást og verð­bólga yrði við­var­andi um lengri tíma.

Hann sagði að það væri ekki í boði að mis­heppn­ast í því verk­efni og að koma þyrfti verð­bólgu aftur niður í 2 pró­sent.

6. Skyndi­leg vaxta­hækkun í Sviss – sú fyrsta í 15 ár

Sviss­neski seðla­bank­inn hefur verið með stýri­vexti sína í sögu­legu lág­marki allt frá árinu 2015, en vextir bank­ans hafa verið nei­kvæðir um -0,75 pró­sent. Öllum að óvörum varð breyt­ing þar á um miðjan mán­uð­inn, en þá kynnti bank­inn 0,5 pró­sentu­stiga hækkun á stýri­vöxt­unum og eru þeir nú -0,25 pró­sent.

Þetta var fyrsta stýri­vaxta­hækkun sviss­neska seðla­bank­ans allt frá árinu 2007, eða í 15 ár.

Í Sviss er verð­bólga mun lægri en í flestum öðrum löndum Evr­ópu, en hefur þó farið vax­andi. Í upp­hafi mán­aðar mæld­ist hún 2,9 pró­sent og sviss­neski seðla­bank­inn beið ekki lengi með að grípa til aðgerða – og hyggst halda áfram að hækka vexti ef til­efni verður til og verð­bólga helst yfir 2 pró­sent­um.

7. Tyrk­land, með 73,5 pró­sent verð­bólgu, hyggst lækka vexti meira

Efna­hagur Tyrk­lands er á und­ar­legum slóðum þessa stund­ina. Árs­verð­bólga í land­inu mæld­ist 73,5 pró­sent í maí og hefur ekki verið hærri í 24 ár, eða frá 1998. Sam­kvæmt töl­unum frá því í maí hafði verðið á mat hækkað um rúm­lega 91 pró­sent á einu ári.

Þrátt fyrir þetta er seðla­banki Tyrk­lands búinn að halda vöxtum sínum óbreyttum frá því í des­em­ber síð­ast­liðn­um, er vextir bank­ans voru lækk­aðir úr 15 pró­sentum í 14 pró­sent.

Árs­verð­bólgan var oft­ast að mæl­ast á bil­inu 10-20 pró­sent á árunum 2021 og 2022, en á und­an­förnu hálfu ári hefur hún hlaupið úr bönd­unum og mælist nú í hæstu hæðum sem áður seg­ir.

Recep Tayyip Erdoğan forseti Tyrklands vill ekki leggja vaxtahækkanir á landsmenn.
EPA

Recep Tayyip Erdoğan for­seti Tyrk­lands lof­aði því þó í upp­hafi mán­að­ar­ins að rík­is­stjórn hans, sem hand­stýrir seðla­banka lands­ins, muni ekki hækka vexti til að bregð­ast við stöð­unni. Þvert á móti mætti búast við vaxta­lækk­un­um.

For­set­inn seg­ist ætla sér að auka fram­leiðslu, útflutn­ing og atvinnu með því að halda vaxta­stig­inu lágu og hefur ítrekað lof­orð um að ná fram jákvæðum við­skipta­af­gangi við útlönd. Það segir hann að muni leiða til þess að gjald­mið­ill­inn, tyrk­neska líran, nái stöð­ug­leika og verð­bólga dvíni.

Erdoğan segir hluta verð­bólgu­vand­ans sem Tyrkir glíma nú við fel­ast í því að sumir lands­manna kjósi að geyma sparifé sitt í erlendum gjald­eyri.

Lái þeim hver sem vill. Árið 2012 kost­aði ein tyrk­nesk líra rúmar 70 íslenskar krón­ur. Í dag kostar hún um það bil 7 íslenskar krón­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiErlent