Skammarlegt fyrir Bandaríkin, hræðilegt fyrir Kunduz

Afganistan.jpg
Auglýsing

Það ger­ist ekki oft að Banda­ríkja­for­seti biðj­ist per­sónu­lega afsök­unar á aðgerðum banda­ríska hers­ins. Það gerð­ist árið 2012, eftir að banda­rískir her­menn brenndu í ógáti ein­tök af Kór­an­inum í Afganistan, og þar áður árið 2004 eftir að banda­rískir her­menn mis­þyrmdu föngum í Abu Ghraib fang­els­inu í Írak. Og svo á mið­viku­dag­inn var. Obama hringdi sjálfur í fram­kvæmda­stóra Lækna án landamæra til að biðj­ast afsök­unar á loft­árás banda­ríska hers­ins á sjúkra­hús sam­tak­anna í Kunduz í Norð­ur­-Afganist­an.



Afsök­un­ar­beiðnin er mót­tek­in, var þurrt og ákveðið svar Joanne Liu, fram­kvæmda­stjóra Lækna án landamæra. Sam­tökin standa eftir sem áður fast við kröfu sína um óháða rann­sókn og kalla árás­ina stríðs­glæp.

Auglýsing

Var þetta stríðs­glæp­ur?



Á þriðja tug lækna og sjúk­linga liggja í valnum eftir loft­árás­ina. Æðsti hers­höfð­ingi Banda­ríkja­manna í Afganistan, John Camp­bell, við­ur­kennir að her­inn hafi að öllum lík­indum brotið sínar eigin reglur. Senni­lega var árásin gerð að beiðni afganska hers­ins, sem ber hit­ann og þung­ann af bar­átt­unni við tali­bana á jörðu niðri. Hins vegar var árásin gerð af Banda­ríkja­mönnum og ákvörð­unin var tekin af Banda­ríkja­mönn­um. Ábyrgðin er því þeirra.

„Al­var­leiki atviks­ins er slíkur að ef dómur kemst að þeirri nið­ur­stöðu að árásin hafi verið gerð af yfir­lögðu ráði, þá getur árás á sjúkra­hús talist stríðs­glæpur,” segir mann­rétt­inda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, Zeid Ra'ad al-Hussein. Það þarf sumsé að vera hægt að sýna fram á ein­beittan brota­vilja, og jafn­vel þó hann sé til stað­ar, þá er þó nokkuð svig­rúm í túlkun lag­anna fyrir að mis­tök séu gerð og rangar ákvarð­anir teknar í hita leiks­ins.

Gleymum því hins vegar ekki að hér lét­ust óbreyttir borg­arar og heil­brigð­is­starfs­fólkið sem var að sinna þeim. Íbúar Kunduz standa nú uppi án sjúkra­húss og átök­unum milli stjórn­ar­hers­ins og tali­bana er hvergi nærri lok­ið. Sam­tökin sem eru þekkt fyrir að vera “fyrst inn og síð­ust út” eru ekki end­an­lega búin að yfir­gefa hér­að­ið, en þau eru jú búin að missa aðstöð­una sína í hér­aðs­höf­uð­borg­inni.

Hvað segja Gen­far­sátt­mál­arn­ir?



Sjúkra­hús og sjúk­lingar njóta sér­stakrar verndar sam­kvæmt fyrsta Gen­far­sátt­mál­an­um. Þar er tekið skýrt fram að jafn­vel særðir liðs­menn her­sveita njóti vernd­ar, svo fremi sem þeir leggi niður vopn. Ef þetta örugga skjól er mis­notað af víga­sveitum fellur verndin nið­ur, en þó ekki fyrr en búið er að gefa við­vör­un, sem ekki var gert í þessu til­felli. – Af tækni­legum ástæðum gilda reyndar ekki Gen­far­sátt­mál­arnir orð­rétt í átök­unum í Afganistan, en meg­in­at­riðin eru löngu orðin þjóð­rétt­ar­venja og þar með reglur sem öll ríki heims, sem og ófrið­ar­seggir aðr­ir, eru bundin af.

Tals­maður afganska inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins Sediq Sed­iqqi sagði í við­tali við NBC að um 15 liðs­menn tali­bana hafi verið komnir inn á sjúkra­hú­s­lóð­ina og hafi skotið þaðan í átt að afgönskum her­mönn­um. Því hafi verið gerð árás til að taka þá úr umferð. Læknar án landamæra neita þessum sögu­sögnum stað­fast­lega. En ef rétt reynist, þá er það vissu­lega líka stríðs­glæpur af hálfu tali­bana, sem spila sjálfir ekki alltaf eftir regl­un­um.

Það breytir ekki því að ein af grund­vall­ar­reglum alþjóða mann­rétt­inda­laga, með Gen­far­sátt­málana sem þunga­miðju, er sú að ávallt skuli vega hern­að­ar­legt mik­il­vægi skot­marks á móti skað­anum sem hugs­an­leg árás kunni að valda. Með öðrum orðum getur það ekki talist nógu hern­að­ar­lega mik­il­vægt að taka nokkra víga­menn úr umferð (- hafi þeir yfir höfuð verið til stað­ar) til að það rétt­læti að brjóta hina mjög svo mik­il­vægu vernd­ar­reglu um sjúkra­hús, vit­andi að þar munu deyja bæði særðir almennir borg­arar sem hafa leitað skjóls, og heil­brigð­is­starfs­fólk sem er lífs­nauð­syn­legt til að tryggja líkn og hjúkrun í átök­un­um.

Hvað er Kunduz og af hverju skiptir það máli?



Tali­banar hafa sótt mjög fram í Norð­ur­-Afganistan og náðu hinni mik­il­vægu hér­aðs­höf­uð­borg Kunduz á sitt vald í síð­ustu viku. Þetta er tal­inn einn mik­il­væg­asti hern­að­ar­sigur tali­bana í 15 ár.

Þegar tali­banar héldu um stjórn­ar­taumana í Afganistan frá 1996 til 2001 var Kunduz eitt höf­uð­vígi þeirra í Norð­ur­-Afganistan, sem þeim reynd­ist ann­ars tor­velt að leggja undir sig. Það segir all­nokkuð um mik­il­vægi borg­ar­innar en er líka vís­bend­ing um að tali­banar hafi í mörg ár átt und­ir­tök í hér­að­inu.

Tali­banar standa enn sterkt í Suð­ur- og Aust­ur-Afganistan, sem er þeirra heima­byggð. Þeir til­heyra lang­flestir þjóð­ar­brot­inu pas­tún­um, en í Norð­ur­-Afganistan eru önnur þjóð­ar­brot algeng­ari. Að auki sækja þeir fram í norðr­inu.

Í fjalla­hér­að­inu Badakhs­han í norð­aust­ur­horni lands­ins hafa tali­banar sölsað undir sig dal eftir dal, þorp eftir þorp. Það hérað var hið eina sem tali­banar náðu aldrei að leggja undir sig þegar þeir voru við völd, hér­aðið þar sem and­spyrnan átti sitt aðset­ur.  Í Far­yab í norð­vest­ur­horn­inu, þar sem íslenska frið­ar­gæslan vann eitt sinn að þró­un­ar­mál­um, eru tali­banar við borg­ar­múr­ana í Maím­ana, (- ef svo má að orði kom­ast um hið til­vilj­ana­kennda borg­ar­skipu­lag sem oft vill verða í Afganistan).

Land­vinn­ingar tali­bana í Norð­ur­-Afganistan vekja ugg, einmitt út af því að ógnin er að breiða úr sér á svæðum sem hingað til hafa verið til­tölu­lega frið­sæl. Af þessu leiðir kunn­ug­legt Kalas­hnikov-víg­bún­að­ar­kapp­hlaup sem óbreyttir Afganar þekkja af illu einu og fáir vilja upp­lifa á ný.

NATO aftur í skot­graf­irnar



Fregnir af loft­árásum Banda­ríkja­manna eru til merkis um hversu alvar­lega Atl­ants­hafs­banda­lagið og Banda­ríkja­menn taka þessa ógn. Eig­in­lega voru menn hættir í þessu hlut­verki. Eig­in­lega ætl­uðu Banda­ríkja­menn og NATO bara að vera að þjálfa og styðja afganska her­inn frá og með 1. jan­úar 2015, kannski með ein­staka dróna­árásum hér og þar.

Mynd/l­inkur: https://vi­meo.com/115809611 - Texti: Heim­ild­ar­myndin Tell Spring Not to Come This Year segir sögu afganskra her­manna sem víð­ast hvar berj­ast við tali­bana án beinnar þátt­töku alþjóð­aliðs­ins. Myndin hefur unnið til verð­launa á kvik­mynda­há­tíð­inni í Berlín og hjá Amnesty Internationa­l.  

Í nýju sam­starfs­samn­ing­unum við afganska ríkið frá í fyrra haust eru samt mjög opnar klausur þess efnis að Banda­ríkin og Atl­ants­hafs­banda­lagið geti einnig sinnt öðrum mik­il­vægum hern­að­ar­legum verk­efnum í sam­starfi og sam­ráði við afgönsk stjórn­völd.

Nú virð­ist því vera sem Banda­ríkja­menn og Atl­ants­hafs­banda­lagið séu komnir aftur í gömul og kunn­ug­leg hlut­verk sem þeir ætl­uðu helst að segja skilið við: að veita afganska hernum stuðn­ing úr lofti í götu­bar­dögum við tali­bana. Það verður for­vitni­legt að sjá hvernig þetta þróast, því tali­banar eru síður en svo komnir að fótum fram. Þessi bar­dagi er ekki búinn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None