Skammarlegt fyrir Bandaríkin, hræðilegt fyrir Kunduz

Afganistan.jpg
Auglýsing

Það gerist ekki oft að Bandaríkjaforseti biðjist persónulega afsökunar á aðgerðum bandaríska hersins. Það gerðist árið 2012, eftir að bandarískir hermenn brenndu í ógáti eintök af Kóraninum í Afganistan, og þar áður árið 2004 eftir að bandarískir hermenn misþyrmdu föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Og svo á miðvikudaginn var. Obama hringdi sjálfur í framkvæmdastóra Lækna án landamæra til að biðjast afsökunar á loftárás bandaríska hersins á sjúkrahús samtakanna í Kunduz í Norður-Afganistan.


Afsökunarbeiðnin er móttekin, var þurrt og ákveðið svar Joanne Liu, framkvæmdastjóra Lækna án landamæra. Samtökin standa eftir sem áður fast við kröfu sína um óháða rannsókn og kalla árásina stríðsglæp.

Var þetta stríðsglæpur?


Á þriðja tug lækna og sjúklinga liggja í valnum eftir loftárásina. Æðsti hershöfðingi Bandaríkjamanna í Afganistan, John Campbell, viðurkennir að herinn hafi að öllum líkindum brotið sínar eigin reglur. Sennilega var árásin gerð að beiðni afganska hersins, sem ber hitann og þungann af baráttunni við talibana á jörðu niðri. Hins vegar var árásin gerð af Bandaríkjamönnum og ákvörðunin var tekin af Bandaríkjamönnum. Ábyrgðin er því þeirra.

Auglýsing

„Alvarleiki atviksins er slíkur að ef dómur kemst að þeirri niðurstöðu að árásin hafi verið gerð af yfirlögðu ráði, þá getur árás á sjúkrahús talist stríðsglæpur,” segir mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Zeid Ra'ad al-Hussein. Það þarf sumsé að vera hægt að sýna fram á einbeittan brotavilja, og jafnvel þó hann sé til staðar, þá er þó nokkuð svigrúm í túlkun laganna fyrir að mistök séu gerð og rangar ákvarðanir teknar í hita leiksins.

Gleymum því hins vegar ekki að hér létust óbreyttir borgarar og heilbrigðisstarfsfólkið sem var að sinna þeim. Íbúar Kunduz standa nú uppi án sjúkrahúss og átökunum milli stjórnarhersins og talibana er hvergi nærri lokið. Samtökin sem eru þekkt fyrir að vera “fyrst inn og síðust út” eru ekki endanlega búin að yfirgefa héraðið, en þau eru jú búin að missa aðstöðuna sína í héraðshöfuðborginni.

Hvað segja Genfarsáttmálarnir?


Sjúkrahús og sjúklingar njóta sérstakrar verndar samkvæmt fyrsta Genfarsáttmálanum. Þar er tekið skýrt fram að jafnvel særðir liðsmenn hersveita njóti verndar, svo fremi sem þeir leggi niður vopn. Ef þetta örugga skjól er misnotað af vígasveitum fellur verndin niður, en þó ekki fyrr en búið er að gefa viðvörun, sem ekki var gert í þessu tilfelli. – Af tæknilegum ástæðum gilda reyndar ekki Genfarsáttmálarnir orðrétt í átökunum í Afganistan, en meginatriðin eru löngu orðin þjóðréttarvenja og þar með reglur sem öll ríki heims, sem og ófriðarseggir aðrir, eru bundin af.

Talsmaður afganska innanríkisráðuneytisins Sediq Sediqqi sagði í viðtali við NBC að um 15 liðsmenn talibana hafi verið komnir inn á sjúkrahúslóðina og hafi skotið þaðan í átt að afgönskum hermönnum. Því hafi verið gerð árás til að taka þá úr umferð. Læknar án landamæra neita þessum sögusögnum staðfastlega. En ef rétt reynist, þá er það vissulega líka stríðsglæpur af hálfu talibana, sem spila sjálfir ekki alltaf eftir reglunum.

Það breytir ekki því að ein af grundvallarreglum alþjóða mannréttindalaga, með Genfarsáttmálana sem þungamiðju, er sú að ávallt skuli vega hernaðarlegt mikilvægi skotmarks á móti skaðanum sem hugsanleg árás kunni að valda. Með öðrum orðum getur það ekki talist nógu hernaðarlega mikilvægt að taka nokkra vígamenn úr umferð (- hafi þeir yfir höfuð verið til staðar) til að það réttlæti að brjóta hina mjög svo mikilvægu verndarreglu um sjúkrahús, vitandi að þar munu deyja bæði særðir almennir borgarar sem hafa leitað skjóls, og heilbrigðisstarfsfólk sem er lífsnauðsynlegt til að tryggja líkn og hjúkrun í átökunum.

Hvað er Kunduz og af hverju skiptir það máli?


Talibanar hafa sótt mjög fram í Norður-Afganistan og náðu hinni mikilvægu héraðshöfuðborg Kunduz á sitt vald í síðustu viku. Þetta er talinn einn mikilvægasti hernaðarsigur talibana í 15 ár.

Þegar talibanar héldu um stjórnartaumana í Afganistan frá 1996 til 2001 var Kunduz eitt höfuðvígi þeirra í Norður-Afganistan, sem þeim reyndist annars torvelt að leggja undir sig. Það segir allnokkuð um mikilvægi borgarinnar en er líka vísbending um að talibanar hafi í mörg ár átt undirtök í héraðinu.

Talibanar standa enn sterkt í Suður- og Austur-Afganistan, sem er þeirra heimabyggð. Þeir tilheyra langflestir þjóðarbrotinu pastúnum, en í Norður-Afganistan eru önnur þjóðarbrot algengari. Að auki sækja þeir fram í norðrinu.

Í fjallahéraðinu Badakhshan í norðausturhorni landsins hafa talibanar sölsað undir sig dal eftir dal, þorp eftir þorp. Það hérað var hið eina sem talibanar náðu aldrei að leggja undir sig þegar þeir voru við völd, héraðið þar sem andspyrnan átti sitt aðsetur.  Í Faryab í norðvesturhorninu, þar sem íslenska friðargæslan vann eitt sinn að þróunarmálum, eru talibanar við borgarmúrana í Maímana, (- ef svo má að orði komast um hið tilviljanakennda borgarskipulag sem oft vill verða í Afganistan).

Landvinningar talibana í Norður-Afganistan vekja ugg, einmitt út af því að ógnin er að breiða úr sér á svæðum sem hingað til hafa verið tiltölulega friðsæl. Af þessu leiðir kunnuglegt Kalashnikov-vígbúnaðarkapphlaup sem óbreyttir Afganar þekkja af illu einu og fáir vilja upplifa á ný.

NATO aftur í skotgrafirnar


Fregnir af loftárásum Bandaríkjamanna eru til merkis um hversu alvarlega Atlantshafsbandalagið og Bandaríkjamenn taka þessa ógn. Eiginlega voru menn hættir í þessu hlutverki. Eiginlega ætluðu Bandaríkjamenn og NATO bara að vera að þjálfa og styðja afganska herinn frá og með 1. janúar 2015, kannski með einstaka drónaárásum hér og þar.

Mynd/linkur: https://vimeo.com/115809611 - Texti: Heimildarmyndin Tell Spring Not to Come This Year segir sögu afganskra hermanna sem víðast hvar berjast við talibana án beinnar þátttöku alþjóðaliðsins. Myndin hefur unnið til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Berlín og hjá Amnesty International.  

Í nýju samstarfssamningunum við afganska ríkið frá í fyrra haust eru samt mjög opnar klausur þess efnis að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið geti einnig sinnt öðrum mikilvægum hernaðarlegum verkefnum í samstarfi og samráði við afgönsk stjórnvöld.

Nú virðist því vera sem Bandaríkjamenn og Atlantshafsbandalagið séu komnir aftur í gömul og kunnugleg hlutverk sem þeir ætluðu helst að segja skilið við: að veita afganska hernum stuðning úr lofti í götubardögum við talibana. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta þróast, því talibanar eru síður en svo komnir að fótum fram. Þessi bardagi er ekki búinn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None