Skatteign 365 miðla jókst um 451 milljón króna við samrunann við Tal

365nytt.jpg
Auglýsing

Þegar Tal var sam­einað 365 miðlum fylgdi 451 milljón króna skatt­eign með í kaup­un­um. Skatt­eign er inni­stæða sem hægt er að nýta til að greiða ekki skatta af hagn­aði sem ann­ars er skatt­skyld­ur.

Þetta kemur fram í sam­runa­efna­hags­reikn­ingi 365 miðla og IP Fjar­skipta, sem áður áttu Tal. Reikn­ing­ur­inn er dag­settur 1. júlí 2014 og sýnir stöðu félag­anna tveggja á þeim tíma­punkt­i. Hægt er að lesa sam­runa­efna­hags­reikn­ing­inn og önnur skjöl tengd sam­run­anum hér.

Stans­laust tap og miklar skuldir365 miðlar og Tal sam­ein­uð­ust í byrjun des­em­ber 2014 undir merkjum 365 í kjöl­far þess að Sam­keppn­is­eft­ir­litið sam­þykkti hann með skil­yrð­um. Fyrrum hlut­hafar Tals, IP Fjar­skipti, fengu hlutafé í 365 upp á 354 millj­ónir að nafn­virði fyrir allt hluta­féð í Tal, sem var upp á 310 millj­ónir króna á nafn­virði. Því fengu hlut­hafar Tals alls 1,145 hlut í hlutafé 365 fyrir hverja krónu sem hluta­fjár í IP Fjar­skipt­um. Þetta skilað fyrrum eig­endum Tals 19,78 pró­sent hlut í 365 miðl­um.

Eig­endur Tals voru fjár­fest­inga­sjóð­ur­inn Auður 1, sem átti 94 pró­sent, og félag í eigu Kjart­ans Arnar Ólafs­son­ar, sem átti sex pró­sent. Þegar þessir eig­endur keyptu Tal árið 2010 greiddu þeir 594 millj­ónir króna fyrir fjar­skipta­fyr­ir­tæk­ið.

Auglýsing

Frá þeim tíma hefur rekstur Tals gengið illa. Félagið tap­aði 99 millj­ónum króna árið 2010, 92,9 millj­ónum króna árið 2011 og 197 millj­ónum króna árið 2012. Árið 2013 var tapið síðan 131 milljón króna og skuldir félags­ins á þeim tíma voru 498 millj­ónir króna umfram eignir.

Frá þeim tíma hefur rekstur Tals gengið illa. Félagið tap­aði 99 millj­ónum króna árið 2010, 92,9 millj­ónum króna árið 2011 og 197 millj­ónum króna árið 2012. Árið 2013 var tapið síðan 131 milljón króna og skuldir félags­ins á þeim tíma voru 498 millj­ónir króna umfram eign­ir.

Sam­hliða hefur við­skipta­vina­fjöldi Tals hríð­fall­ið, bæði á mark­aði fyrir far­síma­þjón­ustu og í sölu á netteng­ingum.

Það veltu því margir fyrir sér hvað valdi því að Tal hefði verið svona hátt metið í sam­run­anum við 365.

Helm­ing­ur ­eigna óefn­is­legar eignirÍ sam­runa­efna­hags­reikn­ingi 365 og Tals kemur fram að eignir Tals hafi verið metnar á 282 millj­ónir króna í sam­run­an­um. Skuldir félags­ins á sama tíma voru 735 millj­ónir króna, 453 millj­ónum krónum meiri en eignir félags­ins.

Við sam­ein­ing­una varð hins vegar til sam­runa­færsla sem bjó til skatt­eign upp á 451 milljón króna. Eftir hana jókst skatt­eign hins sam­ein­aða félags úr 80 millj­ónum króna í 531 millj­ónir króna. Til við­bótar juk­ust óefn­is­legar eignir hins sam­ein­aða félags um 357 millj­ónir króna. Þær standa nú í 6.444 millj­ónum króna og eru 52 pró­sent allra eigna 365, sem metnar eru á 12,5 millj­arða króna. Sam­tals skuldar hið sam­ein­aða félag 365 og Tals 8,7 millj­arða króna.

Eig­endur Auðar 1, sem á 18,6 pró­sent hlut í 365, eru meðal ann­ars helstu eig­endur Virð­ing­ar, fjár­mála­fyr­ir­tæk­is­ins sem stýrir sjóðn­um, íslenskir líf­eyr­is­sjóðir og kröfu­hafar hins fallna banka Glitn­is.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None