Sænsku Píratarnir sitja kyrfilega fastir á skeri

Mynttorget._Stockholm_during_the_June_3._2006_pro.piracy_protest.jpg
Auglýsing

Þegar hver könn­unin á fætur annarri sýnir gríð­ar­legan stuðn­ing við íslensku Píratana er ekki úr vegi að líta til Sví­þjóðar þar sem hreyf­ingin varð til árið 2006. Flokk­arnir eru ekki að fullu sam­bæri­legir þótt þar megi auð­vitað finna ákveðin hug­mynda­fræði­leg lík­indi. Ber þar helst að nefna áhersl­una á borg­ar­leg rétt­indi og rétt ein­stak­linga til að taka þátt í lýð­ræð­is­legu sam­fé­lagi auk tæki­færa sem fel­ast í nýju upp­lýs­inga­sam­fé­lagi. Grunn­stefnu Pírata á Íslandi má lesa hér en henni svipar mjög til stefnu sænska syst­ur­flokks­ins. Hins vegar er saga sænsku Píratanna ágætis áminn­ing um þau vanda­mál sem fylgja tíma­bund­inni vel­gengni og bar­áttu flokks­manna um stöður og stefnu.

Skraut­legur stofn­andi vakti umtalÞann 1. jan­úar árið 2006 til­kynnti Rickard Fal­kvinge á spjall­borði að hann hefði stofnað nýja síðu á lén­inu www.pirat­parti­et.se. Inn­leggið var nafn­laust og hann hefur sjálfur lýst því hversu sáttur hann var eftir fyrstu heim­sókn­ina á síð­una. Hann grun­aði aldrei að nokkrum dögum síðar yrði hann kom­inn í heims­frétt­irn­ar, hvað þá að millj­ónir manna myndu skoða síð­una á nokkrum dög­um. Þann 15. febr­úar hafði flokk­ur­inn verið form­lega skráður sem stjórn­mála­flokkur og í kjöl­far aðgerða gegn deilisíð­unni Pirate Bay fjölg­aði flokks­mönnum ört. Í kosn­ing­unum í sept­em­ber árið 2006 fékk flokk­ur­inn um 35 þús­und atkvæði, 0,63 pró­sent af heild­inni.

Flokk­ur­inn hélt hins vegar áfram að vaxa og bar­átta gegn auknu eft­ir­liti og frelsi á net­inu fékk mik­inn hljóm­grunn. Í Skóla­kosn­ing­unum árið 2009 fékk flokk­ur­inn 19,1 pró­sent atkvæða í Evr­ópu­þings­kosn­ingum og var því orð­inn stærsti flokkur Sví­þjóðar hjá þessum ald­urs­hópi. Skóla­kosn­ingar fara fram í efri bekkjum grunn­skóla og mennta­skólum og hafa engin raun­veru­leg áhrif, en eiga að kynna börn og ung­linga fyrir stjórn­málum og rök­ræðum um mál­efni líð­andi stund­ar. Eins og á Íslandi virð­ist mál­flutn­ingur Pírata ná sér­stak­lega vel til þessa hóps. Það sýndi sig svo í kosn­ingum til Evr­ópu­þings­ins sama ár að með­byr­inn var mik­ill. Píratar fengu 7,1 pró­sent atkvæða og einn þing­mann á Evr­ópu­þing­inu. Við breyt­ingar í kjöl­far Lissa­bon-sátt­mál­ans bætt­ist svo einn Pírati við í des­em­ber 2009.

Hinn umdeildi stofnandi Pírata-hreyfingarinnar, Rickard Falkvinge. Hinn umdeildi stofn­andi Pírata-hreyf­ing­ar­inn­ar, Rickard Fal­kvinge.

Auglýsing

Von­brigðin mikil í þing­kosn­ingum 2010Píratar fóru með gríð­ar­legar vænt­ingar inn í kosn­inga­bar­átt­una árið 2010. Nið­ur­staðan olli þó miklum von­brigðum því flokk­ur­inn hlaut aðeins 0,65 pró­sent atkvæða, litlu fleiri en fjórum árum áður. Þetta þýddi meðal ann­ars að flokk­ur­inn fékk ekki opin­beran fjár­stuðn­ing. Reyndar voru kosn­ing­arnar árið 2010 minn­is­stæðar að öðru leyti því það ár náðu Sví­þjóð­ar­demókratar inn á þing í fyrsta sinn. Enda lit­að­ist kosn­inga­bar­áttan af umræðu um inn­flytj­endur og örygg­is­mál á meðan að áherslur Pírata fengu ekki mikla athygli fjöl­miðla. Erfitt er að segja nákvæm­lega hvers vegna Pírötum gekk ekki betur í þing­kosn­ing­un­um. Að ein­hverju leyti má rekja það til tak­mark­aðrar fjöl­miðlaum­fjöll­un­ar, en í Sví­þjóð er venjan að flokkar sem ekki eru taldir eiga mögu­leika á þing­sætum fá tak­mark­aðan tíma í sjón­varpi og eru ekki með í umræðu­þátt­um. Einnig hefur verið bent á að fólk kjósi öðru vísi í Evrópuþing­kosn­ingum en þing­kosn­ing­um, að þar leyfi fólk sér að taka ákvörðun á öðrum for­sendum en þegar kosið er um skatta, menntun og heil­brigð­is­mál.

P­írötum var legið á hálsi fyrir að hafa óraun­hæfar skoð­anir á ýmsum mál­um, sagt var að þeir lifðu í sýnd­ar­heimi nets­ins og hefðu engin svör við hefð­bundnum póli­tískum spurn­ing­um.

Hins vegar verður ekki litið fram­hjá því að Fal­kvinge hafði vakið athygli fyrir væg­ast sagt óhefð­bundna fram­komu. Í des­em­ber árið 2008 skrif­aði hann á blogg­síð­una sína að hann væri nán­ast gjald­þrota og gæti ekki starfað áfram fyrir flokk­inn nema hann fengi stuðn­ing. Píra­ta­flokk­ur­inn hafði ekki efni á því að hafa starfs­mann í vinnu og því lifði for­mað­ur­inn á fram­lögum frá almenn­ingi næstu mán­uði sem yfir­leitt námu á milli 20 og 100 krónum sænskum frá hverjum og ein­um. Í maí árið 2009 skrif­aði hann svo á Face­book síð­una sína að hann væri að leita að konum til að sofa hjá á kosn­inga­ferða­lagi um Sví­þjóð. Lík­lega er óhætt að segja að þetta sé ekki hefð­bundið inn­legg frá flokks­for­manni, en í raun er ekk­ert við það að athuga að ein­hleypt fólk segi opin­ber­lega að það sé að leita sér að félags­skap. Hvort það sé klókt er svo annað mál.

Barnaklámsumræða skaðaði flokk­inní kosn­inga­bar­átt­unni 2010 sagði Fal­kvinge í við­tali að end­ur­skoða þyrfti lög sem meðal ann­ars fjöll­uðu um vörslu barnakláms. Í við­tali við sænska útvarpið sagði hann að tján­ing­ar- og upp­lýs­inga­frelsið þyrfti að verja og þess vegna ætti ekki að refsa fólki fyrir að vera með myndir eða texta í tölv­unni sem skil­greina mætti sem barnaklám. Við­brögðin við yfir­lýs­ing­unni voru gríð­ar­leg og kom gagn­rýnin meðal ann­ars innan úr flokki Pírata. Enda dró for­mað­ur­inn í land degi síðar og lýsti því yfir að hann hefði haft rangt fyrir sér, banna þyrfti fólki að skoða myndir þar sem brotið væri á börn­um. Ástæðan fyrir því að hann vakti athygli á lög­unum var hins vegar Manga­málið svo kallað en í því var sænsku þýð­andi ákærður fyrir vörslu barnakláms vegna jap­anskra teikni­mynda­sagna sem hann þýddi yfir á sænsku. Málið vakti gríð­ar­lega athygli og sænsku blaða­manna­sam­tökin gagn­rýndu ákæruna harð­lega. Í kjöl­far yfir­lýs­inga Fal­kvinge kom for­maður sam­tak­anna meðal ann­ars fram og tók undir að end­ur­skoða þyrfti barnaklám­slög­in.

Skað­inn var hins vegar orð­inn. Pírötum var legið á hálsi fyrir að hafa óraun­hæfar skoð­anir á ýmsum mál­um, sagt var að þeir lifðu í sýnd­ar­heimi nets­ins og hefðu engin svör við hefð­bundnum póli­tískum spurn­ing­um. Þann 1. jan­úar 2011, nákvæm­lega 5 árum eftir að hann stofn­aði flokk­inn, hætti Fal­kvinge sem for­maður og við honum tók Anna Tro­berg. Henni hefur hins vegar hvorki tek­ist að ná sömu hæðum og for­veri sinn né að sam­eina flokks­menn í bar­átt­unni.

Biðu afhroð í kosn­ingum árið 2014Píratar stóðu sig vel á Evr­ópu­þing­inu þótt starf þeirra hafi lík­lega farið fram­hjá flest­um. Þeir hafa barist mjög ötul­lega gegn öllum til­raunum til að tak­marka upp­lýs­inga­frelsi almenn­ings og heim­ildum stór­fyr­ir­tækja til að stýra net­um­ferð. Þrátt fyrir þetta fengu þeir lít­inn hljóm­grunn þegar kosið var 2014. Píratar fengu aðeins 2,2 pró­sent af atkvæð­unum og misstu bæði sæti sín á Evr­ópu­þing­inu.

Í kjöl­farið birti Amelia And­ers­dotter blogg­færslu þar sem hún gagn­rýndi flokks­for­ust­una harð­lega. Amelia hafði setið á Evr­ópu­þing­inu fyrir Pírata en sagði að flokk­ur­inn hefði villst af leið og að póli­tísk stefna flokks­ins væri óljós. Hún spáði kosn­inga­ó­sigri í þing­kosn­ingum um haustið enda kom það á dag­inn. Flokk­ur­inn hlaut aðeins 0,43 pró­sent atkvæða, en það sem meira er þá var nán­ast engin umræða um flokk­inn eða stefnu­mál hans fyrir kosn­ing­arn­ar. For­mað­ur­inn sagði af sér og ný stjórn tók við í byrjun árs 2015.

Amelia Andersdotter, sem átti sæti á Evrópuþinginu fyri hönd sænskra Pírata. Amelia And­ers­dott­er, sem átti sæti á Evr­ópu­þing­inu fyri hönd sænskra Pírata.

Geta íslenskir Píratar búist við sömu þróun?Í dag er ekk­ert sem bendir til þess að Píratar í Sví­þjóð nái við­líka árangri og íslenskir félagar þeirra. Um leið og stofn­and­inn hvarf á braut virð­ist sem illa hafi gengið að sam­ein­ast um áherslur og ein­stak­linga með til­hlýð­andi innri átökum og deil­um. Lík­lega er Skóla­kosn­ing­inn árið 2014 ágætis vís­bend­ing en þar fengu Píratar 8,39 pró­sent í Evr­ópu­þing­kosn­ingum en aðeins 1,98 pró­sent í þing­kosn­ing­um. Unga fólkið virð­ist því ekki lengur líta á Pírata sem raun­veru­legan val­kost.

Þar sem höf­undur þessa pistils er stjórn­mála­fræð­ingur er lík­lega rétt að bjóða upp á grein­ingu á stöðu íslenskra Pírata. Stóra spurn­ingin er auð­vitað hvort fylgi þeirra í skoð­ana­könn­unum sé dæmi­gert óánægju­fylgi sem aldrei skili sér í kosn­ing­um? Eina rétta svarið er auð­vit­að: Kannski, það fer eftir ýmsu. Í því ljósi er rétt að minn­ast Besta flokks­ins, en ákaf­lega fáir trúðu því að fylgi í skoð­ana­könn­unum myndi skila sér í kosn­ing­um. Annað kom þó á dag­inn og því er full ástæða fyrir flokk­ana að taka nýlegar kann­anir alvar­lega. Fylgið dreif­ist ekki á stjórn­ar­and­stöð­una heldur leitar á einn flokk – flokk sem leggur höf­uð­á­herslu á að almenn­ingur eigi að ráða meiru en hann gerir í dag. Það er varla til­vilj­un.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, þykir hafa staðið sig vel að undanförnu og margir þakka ekki síst honum fylgisaukningu Pírata hér á landi. Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, þykir hafa staðið sig vel að und­an­förnu og margir þakka vask­legri fram­göngu hans fylg­is­aukn­ingu Pírata hér á land­i.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi
Þrjú munu berjast um oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir bættist í hópinn í dag. Hún segist hafa fengið mikla hvatningu til að bjóða sig fram síðustu vikur og mánuði.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Harðar takmarkanir víða um lönd sem og bólusetningarherferðir hafa skilað því að smitum og dauðföllum vegna COVID-19 fer hratt fækkandi.
Dauðsföllum vegna COVID-19 fækkaði um 20 prósent milli vikna
Bæði dauðsföllum vegna COVID-19 og nýjum tilfellum af sjúkdómnum fer fækkandi á heimsvísu. Í síðustu viku greindust 2,4 milljónir nýrra smita, 11 prósentum minna en í vikunni á undan.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi
Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
Kjarninn 24. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnst það „mikill dómgreindarbrestur“ hjá Áslaugu að hafa hringt í lögreglustjórann
Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hringja í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti um að annar ráðherra, formaður flokks hennar, hefði verið í samkvæmi sem leyst var upp vegna gruns um sóttvarnarbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Jóhann Páll Jóhannsson
Frá atvinnukreppu til framsækinnar atvinnustefnu
Kjarninn 24. febrúar 2021
Meira eftir höfundinnBaldvin Þór Bergsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None