Uppreisn gegn Árna Páli – aðför úr „launsátri“

arni_pall_sigridur_ingibjorg.jpg
Auglýsing

Sam­fylk­ingin logar stafna á milli eftir að Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík og for­maður vel­ferð­ar­nefndar Alþing­is, ákvað að bjóða sig fram gegn Árna Páli Árna­syni for­manni á lands­fundi flokks­ins sem hófst í dag. Sig­ríður Ingi­björg til­kynnti Árna Páli um að hún ætl­aði sér að fara gegn honum rétt fyrir klukkan sex í gær sím­leið­is. Kosn­ingin um for­mann flokks­ins, þar sem Sig­ríður Ingi­björg og Árni Páll berj­ast um sig­ur, fer fram milli 17:30 og 18:30 í dag.

Ákvörðun Sig­ríðar Ingi­bjargar kom Árna Páli á óvart. „Sig­ríður Ingi­björg hringdi í mig klukkan þrjár mín­útur í sex í gær og til­kynnti mér um fram­boð sitt. Það kom mér algjör­lega í opna skjöld­u,“ sagði Árni Páll í sam­tali við Kjarn­ann.

Und­ir­bún­ing­ur­inn haf­inn áður?



Sig­ríður Ingi­björg ákvað það klukkan fimm í gær, að hennar sögn, að bjóða sig fram gegn Árna Páli. Hún seg­ist ekki hafa und­ir­búið þetta sér­stak­lega, en ákvörð­unin hafi átt sér nokkurn aðdrag­anda. „Ég er ekki klækja­stjórn­mála­mað­ur. Það hefur verið mikil umræða í flokknum að und­an­förnu, vegna þess að fylgið er lág­t,“ sagði Sig­ríður Ingi­björg.

Sp. blm. En er þetta svona Sig­ríður Ingi­björg? Ertu ekki búin að vera skipu­leggja hall­ar­bylt­ingu með þínu bak­landi að und­an­förnu? „Nei. Ég starfa ekki þannig. Ef svo hefði verið hefði það alltaf borist for­yst­unni til eyrna. Ekk­ert slíkt var í gang­i,“ sagði Sig­ríður Ingi­björg. Hún segir ákvörð­un­ina alfarið hafa verið sína, tekna í gær. Hún seg­ist vera með breitt bak­land, hjá ungum jafn­að­ar­mönn­um, flokks­fólki almennt, Sam­fylk­ing­ar­fé­lag­inu í Reykja­vík, í kvenna­hreyf­ing­unni og „60 plús“, eins og hún orð­aði það sjálf.

Auglýsing


Strax byrjað að hringja

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans á for­manns­fram­boð Sig­ríðar Ingi­bjargar sér lengri aðdrag­anda, einkum og sér í lagi í ein­stökum flokks­fé­lögum Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Strax í gær­kvöldi voru stuðn­ings­menn Sig­ríðar Ingi­bjargar byrj­aðir að hringja í flokks­fólk og óska eftir stuðn­ingi. Þar bein­ast spjótin að Sam­fylk­ing­ar­fé­lag­inu í Reykja­vík. Innan þess hefur grass­erað óánægja með Árna Pál, og tölu­verð umræða farið fram um það, einkum á síð­ustu vik­um, að nýr for­maður gæti „tekið flokk­inn áfram“, eins og einn við­mæl­enda Kjarn­ans komst að orði.

Innan þing­flokks­ins, sem aðeins telur níu þing­menn eftir síð­ustu kosn­ing­ar, komu frétt­irnar um fram­boð Sig­ríðar Ingi­bjargar nokkuð á óvart, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. En þing­menn flokks­ins höfðu þó heyrt af því að nokkur óánægja væri með störf Árna Páls, einkum hjá ung­liðum í flokknum og einnig hjá flokks­mönnum í Reykja­vík. Í sam­tölum við flokks­menn í dag bar nafn Kjart­ans Val­garðs­son­ar, flokks­manns Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík, oft á góma þegar rætt var um þá sem væru að þrýsta á um að breyt­ingar yrðu gerðar í for­ystu flokks­ins.







Furða sig á aðdrag­and­anum



Þunga­vigt­ar­fólk í flokkn­um, sem sumt hefur reynslu af flokks­starf­inu allt frá stofnun hans, furð­aði sig á því hvernig for­manns­slag­inn bar að, þegar Kjarn­inn ræddi við það. Var þar meðal ann­ars rætt um lands­fund­inn sjálfan, þá sem hafa valist til að sitja hann og fyr­ir­komu­lagið í kosn­ing­unni sjálfri. Lands­fund­ar­full­trúar eru um 800 en ekki hafði verið gert ráð fyrir því að full mæt­ing yrði á fund­inn. Til að mynda er sagt að fjöldi skráðra lands­fund­ar­full­trúa utan af landi hafi ekki ætlað að mæta vegna þess að ekki hafi stefnt í nein átök á fund­in­um.

Ekki lengur lýð­ræð­is­veisla?



For­maður Sam­fylk­ing­ar­innar hefur hingað til alltaf verið kjör­inn í alls­herj­ar­at­kvæða­greiðslu allra félags­manna flokks­ins, þegar fleiri en einn hafa verið í fram­boði. Það er því ljóst að nú kemur það í hlut lands­fund­ar­full­trúa í fyrsta skipti að velja for­mann flokks­ins.

Í síð­asta for­manns­kjöri voru 18.318 á kjör­skránni og 5.621 greiddi atkvæði. Árni Páll hlaut 3.474 atkvæði í þeirri kosn­ingu, eða 62,2 pró­sent atkvæða.

­Flokk­ur­inn hefur lengi stært sig af þessu fyr­ir­komu­lagi við kjör for­manns, enda hefur hann verið eini flokk­ur­inn sem ekki kýs for­mann á lok­uðum lands­fundi. For­maður flokks­ins hefur því yfir­leitt verið tal­inn með mjög víð­tækt umboð í krafti þess­arar atkvæðagreiðslu.

Flokk­ur­inn hefur lengi stært sig af þessu fyr­ir­komu­lagi við kjör for­manns, enda hefur hann verið eini flokk­ur­inn sem ekki kýs for­mann á lok­uðum lands­fundi. For­maður flokks­ins hefur því yfir­leitt verið tal­inn með mjög víð­tækt umboð í krafti þess­arar atkvæða­greiðslu. Árni Páll tal­aði til að mynda um þetta fyr­ir­komu­lag sem „lýð­ræð­is­veislu“ fyrir síð­asta lands­fund, þar sem allir geta tekið þátt svo lengi sem þeir skrá sig í flokks­fé­lag. „Sjálfs­traust Sam­fylk­ing­ar­innar birt­ist í því að þora að vera opinn flokk­ur. Við erum lýð­ræð­is­leg fjölda­hreyf­ing og bjóðum öllum að hafa áhrif. Það greinir okkur frá öðrum flokk­um. Þannig skulum við hafa það áfram,“ sagði hann þá.

Í lögum Sam­fylk­ing­ar­innar segir „For­maður Sam­fylk­ing­ar­innar - jafn­að­ar­manna­flokks Íslands skal kjör­inn alls­herj­ar­at­kvæða­greiðslu meðal allra skráðra félags­manna enda komi fram krafa þar um frá a.m.k. 150 flokks­mönnum eigi síðar en 45 dögum fyrir boð­aðan lands­fund.“

Ef ekki fer fram atkvæða­greiðsla um for­manns­kjör sam­kvæmt ofan­greindu á að kjósa for­mann á lands­fundi, og þá eru allir í kjöri. Kosn­ing fer fram þótt aðeins einn sé í kjöri. Því ákvæði var bætt inn í lögin á síð­asta lands­fundi. Það er á grund­velli þessa ákvæðis sem Sig­ríður Ingi­björg býður sig fram svona seint.

Klofn­ingur getur farið með flokk­inn



Aug­ljóst er að for­manns­slagur Sig­ríðar Ingi­bjargar og Árna Páls getur haft mikil áhrif innan flokks­ins til fram­tíðar lit­ið. Einn við­mæl­enda Kjarn­ans sagð­ist líta á for­manns­fram­boð Sig­ríðar Ingi­bjargar sem „að­för úr laun­sátri“ sem gæti skapað djúp­stæðan ágreing innan flokks­ins, á versta tíma. Þar sem mikil hreyf­ing væri á fylgi vinstri megin og við miðju í hinu póli­tíska lands­lagi. Slag­ur­inn gæti komið enn meiri hreyf­ingu á fylg­ið, og grafið undan flokks­starf­inu. Á móti gæti það einnig ger­st, að for­ystu­breyt­ing á þessum tíma­punkti myndi færa honum byr í segl, en flestir við­mæl­enda voru sam­mála um að það væru minni líkur en meiri á því.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None