Mynd: Pexels/Christina Morillo

Skatturinn hafði áhyggjur af svindli fyrirtækja til að fá hærri styrki – Engu hefur verið breytt til að hindra það

Endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar hafa margfaldast á örfáum árum og voru 11,6 milljarðar króna í ár. Skatturinn sagðist í fyrra telja að „nokkur brögð“ hafi verið að því að fyrirtæki teldu almennan rekstrarkostnað fram sem nýsköpun til að fá hærri greiðslur og að misnotkun á stuðningnum gæti leitt til „verulegra útgjalda“ fyrir ríkissjóð. Þrátt fyrir það hefur fyrirkomulaginu við ákvörðun greiðslna ekkert verið breytt.

Engar laga­breyt­ingar hafa verið gerðar til að bregð­ast við þeim áhyggjum sem Skatt­ur­inn setti fram um fyr­ir­komu­lag end­ur­greiðslna vegna rann­sókna og þró­unar fyrir einu og hálfu ári síð­an. Þetta kemur fram í svari emb­ætt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið. 

Á meðal þeirra áhyggja sem settar voru fram var að mikil þörf væri á eft­ir­liti með útgreiðslu styrkj­anna meðal ann­ars vegna þess að „nokkur brögð hafa verið að því að við skatt­skil hafi almennur rekstr­­ar­­kostn­aður og kostn­aður sem telja verður að til­­heyri frekar eðli­­legum end­­ur­­bótum á fyr­ir­liggj­andi afurð sem við­kom­andi fyr­ir­tæki hefur tekjur af verið færður undir kostnað vegna stað­­festra nýsköp­un­­ar­verk­efna.“

Þá eru ekki ákvæði í lögum sem heim­ila refs­ingar fyrir þá sem reyna að telja fram rangar upp­lýs­ingar til að fá meira fé úr rík­is­sjóði en til­efni var til. Að mati Skatts­ins var bent á að „mis­­­notkun á þessum stuðn­­ingi með órétt­­mætum kostn­að­­ar­­færslum getur leitt til veru­­legra útgjalda af hálfu hins opin­bera, í formi órétt­­mætra end­­ur­greiðslna, auk þess að raska sam­keppni á mark­að­i.“

Árlegur kostn­aður rík­is­sjóðs auk­ist um rúm­lega tíu millj­arða frá 2015

Nýsköp­un­ar­verk­efni sem hlotið hafa stað­fest­ingu frá Rannís eiga rétt á sér­stökum skatt­frá­drætti vegna rann­sókna og þró­un­ar. Þegar þetta kerfi var inn­leitt var um nokkuð hóf­samar greiðslur að ræða. Árið 2015 námu end­ur­greiðslur til dæmis 1,3 millj­arði króna. Hægt og rólega hefur end­ur­greiðslu­þakið verið hækkað og kostn­aður rík­is­sjóðs orðið meiri. Hug­myndin á bak­við það er að hærri end­ur­greiðslur örvi nýsköpun og skili þjóð­ar­bú­inu að lokum fleiri stönd­ugum og arð­bærum fyr­ir­tækj­um. Þau skili svo þessum styrkjum til baka í formi skatt­greiðslna til lengri tíma lit­ið. 

Ákveðið var að hækka þakið á end­­­ur­greiðslum vegna rann­­­sókna og þró­unar á árinu 2020 og var það kynnt sem við­bragð við efna­hags­legum afleið­ingum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. 

End­­­ur­greiðslu­hlut­­­fallið er nú 35 pró­­­sent í til­­­viki lít­illa og með­­­al­stórra fyr­ir­tækja, en 25 pró­­­sent í til­­­viki stórra fyr­ir­tækja. Há­­mark skatta­frá­­­dráttar er 385 millj­­­ónir króna hjá litlum og með­­­al­stórum fyr­ir­tækjum og 275 millj­­­ónir króna hjá stórum fyr­ir­tækj­u­m. Þetta tvö­fald­aði styrkja­greiðsl­urnar úr rík­is­sjóði og í ár nema þær 11,6 millj­örðum króna. 

Það fyr­ir­komu­lag átti að renna út á næsta ári, sam­kvæmt gild­andi lög­um. Í  stjórn­­­­­ar­sátt­­­mála rík­­­is­­­stjórnar Vinstri grænna, Sjálf­­­stæð­is­­­flokks og Fram­­­sókn­­­ar­­­flokks, sem opin­ber­aður var fyrir tæpu ári síð­an, var hins vegar til­­­kynnt að sú tíma­bundna hækkun yrði gerð var­an­­­leg. Í þess­ari viku var lagt fram frum­varp sem fram­lengir fyr­ir­komu­lagið til 2025. 

Töldu fram almennan rekstr­ar­kostnað sem nýsköpun

Í apríl 2021 skil­aði Skatt­ur­inn, sem þá hét enn emb­ætti rík­is­skatt­stjóra, inn umsögn um frum­varp þing­manna Við­reisnar um breyt­ingu á lögum um stuðn­ing við nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki. 

Í umsögn­inni sagði meðal ann­ars að sú fram­­kvæmd sem snerti nýsköp­un­­ar­­styrki væri afar flókin þar sem erfitt geti verið að skilja á milli venju­bund­ins rekstr­­ar­­kostn­aðar og kostn­aðar vegna nýsköp­un­­ar­verk­efna. Á stundum þurfi sér­­hæfða þekk­ingu til að skilja þar á milli.

Reynslan af úthlutun nýsköp­un­ar­styrkja úr rík­is­sjóði hefði sýnt „að ekki er van­þörf á eft­ir­liti með þessum mála­­flokki þar sem nokkur brögð hafa verið að því að við skatt­skil hafi almennur rekstr­­ar­­kostn­aður og kostn­aður sem telja verður að til­­heyri frekar eðli­­legum end­­ur­­bótum á fyr­ir­liggj­andi afurð sem við­kom­andi fyr­ir­tæki hefur tekjur af verið færður undir kostnað vegna stað­­festra nýsköp­un­­ar­verk­efna.“ 

Skatt­ur­inn benti enn fremur á að ekki hafi verið sett með lögum ákvæði um beit­ingu álags eða ann­­arra refsi­við­­ur­laga til að bregð­­ast við eða skapa varn­að­­ar­á­hrif vegna „hátt­­semi sem sam­­rým­ist ekki lögum þessum“.

Mis­notkun getur raskað sam­keppni

Í umsögn­inni sagði að kostn­að­­ar­­grein­­ar­­gerðir fyr­ir­tækja sem sækj­­ast eftir nýsköp­un­­ar­­styrkj­um, og árit­aðar eru af end­­ur­­skoð­anda, skoð­un­­ar­­manni eða við­­ur­­kenndum bók­­ara byggi almennt ein­ungis á nið­­ur­­stöðum bók­halds­­­reikn­inga og stað­hæf­ingum for­­stöð­u­­manna við­kom­andi fyr­ir­tækja, um að til­­­tek­inn kostn­aður telj­ist rann­­sókn­­ar- og þró­un­­ar­­kostn­að­­ur. Sjaldn­­ast virð­ist því byggt á sjálf­­stæðu mati og skoðun fag­að­ila. „Ekki ætti að þurfa að árétta að mis­­­notkun á þessum stuðn­­ingi með órétt­­mætum kostn­að­­ar­­færslum getur leitt til veru­­legra útgjalda af hálfu hins opin­bera, í formi órétt­­mætra end­­ur­greiðslna, auk þess að raska sam­keppni á mark­að­i.“

Í ljósi alls þess taldi Skatt­ur­inn „óvar­­legt að gera ráð­staf­­anir sem ljóst þykir að muni leiða til auk­ins umfangs mála­­flokks­ins til fram­­búð­­ar, og auk­inna end­­ur­greiðslna úr rík­­is­­sjóði, án þess að hugað sé að því hvernig styrkja megi við­eig­andi reglu­verk í því skyni að ein­falda og styrkja umrædda fram­­kvæmd. Slíkar breyt­ingar væru jafn­­framt til þess fallnar að auka gagn­­sæi og fyr­ir­­sjá­an­­leika gagn­vart skatt­að­il­u­m.“

Þá taldi Skatt­ur­inn sér­­stak­­lega æski­­legt að sam­hliða fyr­ir­hug­aðri breyt­ingu lög­­un­um yrði  látið liggja skýrt fyrir hvort aðkeyptur kostn­aður frá tengdum aðila falli undir styrk­hæfan kostnað eða ekki.

Áætl­aður árlegur kostn­aður 2025 er 15,3 millj­arðar

Frum­varp Við­reisnar sem Skatt­ur­inn skil­aði umsögn um varð ekki að lög­um. Á þriðju­dag, þann 15. nóv­em­ber, var hins vegar dreift á Alþingi frum­varpi Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem fjallar meðal ann­ars um fram­tíð end­ur­greiðslna. Þar er ekki lagt til að þær verði var­an­leg­ar, líkt og lofað hafði verið í stjórn­ar­sátt­mála, heldur að ríkj­andi fyr­ir­komu­lag verði fram­lengt út árið 2025. Í kostn­að­ar­grein­ingu sem fylgir frum­varp­inu kemur fram að búist megi við því að kostn­aður rík­is­sjóðs verði 14,5 millj­arðar króna árið 2024 og 15,3 millj­arðar króna árið 2025. 

Stand­ist þær tölur mun árlegur kostn­aður við end­ur­greiðslur vegna rann­sókna og þró­unar hafa þre­fald­ast milli 2019 og 2025.

Bjarni Benediktsson lagði fram frumvarp í vikunni sem framlengir gildistíma endurgreiðslna til ársins 2025.
Mynd: Golli

Í grein­ar­gerð með frum­varpi Bjarna segir að stuðn­ings­kerfið sé nú til skoð­unar og úttektar af Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­inni (OECD) og að nið­ur­stöðu hennar sé að vænta á árinu 2023. Það yrði þá fyrsta úttektin sem gerð hefur verið á því hvort kerfið sé í alvöru að virka eins og lagt var upp með.

Engar laga­breyt­ingar gerðar

Þann 10. októ­ber 2022, einu og hálfu ári eftir að Skatt­ur­inn skil­aði umsögn­inni þar sem hann lýsti yfir marg­hátt­uðum áhyggjum af eft­ir­liti með end­ur­greiðslum vegna rann­sókna og þró­unar og skorti á sér­hæf­ingu innan emb­ættis til að takast á við þær, sendi Kjarn­inn fyr­ir­spurn á emb­ætt­ið. Í henni var spurt um hvort brugð­ist hafi verið við þeim áhyggjum sem settar voru fram í umsögn Skatts­ins í apríl 2021. Svar barst á mið­viku­dag, 16. nóv­em­ber. 

Í því sagði að engar laga­breyt­ingar hafi verið gerðar til að bregð­ast við þeim atriðum sem komu fram í umsögn Skatts­ins. Hins vegar væri í gangi vinna í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu við heild­ar­end­ur­skoðun laga um stuðn­ing við nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki. 

Skatt­ur­inn segir að hann hafi ekki á að skipa sér­hæfðu starfs­fólki við mat á því hvað telst venju­bund­inn rekstr­ar­kostn­aður í nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki og hvað telst kostn­aður vegna ein­stakra nýsköp­un­ar­verk­efna. „Slík sér­hæf­ing yrði erfið enda nýsköp­un­ar­verk­efnin afar fjöl­breytt. Rétt er að geta þess að með umsókn, um við­ur­kenn­ingu Rannís á nýsköp­un­ar­verk­efni, er gerð kostn­að­ar­á­ætlun af við­kom­andi nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki sem er yfir­farin af sér­fræð­ingum Rannís.“

Ekki hægt að gefa ein­hlítt svar

Í umsögn sinni í fyrra­vor sagði Skatt­ur­inn, líkt og áður sagði, að nokkur brögð hafa verið að því að við skatt­skil hafi almennur rekstr­­ar­­kostn­aður og kostn­aður sem telja verður að til­­heyri frekar eðli­­legum end­­ur­­bótum á fyr­ir­liggj­andi afurð sem við­kom­andi fyr­ir­tæki hefur tekjur af verið færður undir kostnað vegna stað­­festra nýsköp­un­­ar­verk­efna. 

Þegar spurt var með hvaða hætti hafi verið brugð­ist við þess­ari stöðu segir í svari Skatts­ins að það sé ekki hægt að gefa ein­hlítt svar. „Í athugun á þessum kostn­aði er, eins og á almennt við um frá­drátt­ar­heim­ildir vegna kostn­að­ar, óskað eftir rök­studdum skýr­ingum á ein­stökum kostn­að­ar­lið­um, og þá eftir atvikum lögð fram gögn til sönn­unar á kostn­aði. Því til við­bótar hefur einnig verið óskað eftir rök­stuðn­ingi fyrir skipt­ingu kostn­að­ar, hvernig skipt­ing er ákvörðuð milli nýsköp­un­ar­verk­efna og ann­arra í sam­hengi við aðra starf­semi og fyrri ár o.s.frv. Fyr­ir­spurnir taka mið af hverju og einu til­viki og geta verið mjög breyti­leg­ar.“

Ekki hægt að refsa þeim sem svindla

Aðspurt hvort Skatt­ur­inn telji enn að umsækj­endur séu að telja almennan rekstr­ar­kostnað eða eðli­legan end­ur­bóta­kostnað fram sem kostnað vegna nýsköp­un­ar­verk­efna, og ef svo er hversu stóra upp­hæð sé þar um að ræða, segir emb­ættið að ekk­ert liggi fyrir hvort þetta hafi breyst.  

Þá liggi ekki fyrir hvort aðkeyptur kostn­aður frá tengdum aðila falli undir styrk­hæfan kostnað eða ekki, að öðru leyti en að það hafi ekki verið fullt sam­ræmi í túlkun á þessu atriði milli Skatts­ins og Rannís. Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið sé þó með þetta atriði í skoð­un.

Í svar­inu kom einnig fram að ekki hafi verið bætt við lög ákvæði um beit­ingu álags eða ann­­arra refsi­við­­ur­laga til að bregð­­ast við eða skapa varn­að­­ar­á­hrif vegna hátt­­semi sem sam­­rým­ist ekki lög­un­um, en að ætla megi að slík ákvæði verði hluti af þeirri heild­ar­end­ur­skoðun sem standi yfir. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar