Mynd: Bára Huld Beck

Skipa á starfshóp til að stöðva notkun á félögum til að lækka skattgreiðslur

Ríkisstjórnin hefur opinberað hvernig skattmatsreglur verði endurskoðaðar til að koma í „veg fyrir óeðlilega og óheilbrigða hvata til stofnunar einkahlutafélaga“. Fyrir liggur að hægt sé að koma sér hjá fullum skattgreiðslum með því að stofna einkahlutafélag utan um rekstur og telja fram lægri tekjur en þær eru í reynd, gjaldfæri persónuleg útgjöld á rekstur til að komast hjá skattgreiðslum og taki tekjur frekar út sem hagnað og arð þar sem samanlagður skattur á slíkt er lægri en almennur tekjuskattur.

Í stjórn­­­ar­sátt­­mála rík­­is­­stjórn­­­ar­innar frá 30. nóv­­em­ber 2021 segir að skatt­­mats­­reglur verði end­­ur­­skoð­aðar og að komið verði í veg fyrir „óeðli­­lega og óheil­brigða hvata til stofn­unar einka­hluta­­fé­laga“.  Þar segir að enn fremur verði reglu­verk í kringum tekju­til­­flutn­ing „tekið til end­­ur­­skoð­unar til að tryggja að þau sem hafa ein­­göngu fjár­­­magnstekjur reikni sér end­­ur­­gjald og greiði þannig útsvar.“

Engar frek­­ari skýr­ingar eru gefnar í sátt­­mál­­anum á því hvernig end­­ur­­mat á skatt­­mats­­reglum eigi að fara fram, hvaða óeðli­­legu og óheil­brigðu hvata eigi að koma í veg fyrir né hvernig tryggja eigi að þeir sem hafi ein­­göngu fjár­­­magnstekjur verði látnir greiða útsvar og þeirra mála sem er að finna á þing­­mála­­skrá rík­­is­­stjórn­­­ar­innar bera það með sér að fjalla um ofan­­greind atriði.

Kjarn­inn spurð­ist fyrir um hvað fælist í þessu stefnu­máli rík­is­stjórn­ar­innar fyrr á þessu ári, en hvorki for­sæt­is- né fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið gat svarað því. 

Borga lægra skatt­hlut­fall en launa­fólk

Jóhann Páll Jóhanns­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, lagði í kjöl­farið fram fyr­ir­spurn á Alþingi um sama mál, og fékk efn­is­legt svar við henni í gær frá Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. 

Í því svari segir að end­ur­skoðun skatt­mats­regln­anna, til að koma í veg fyrir óeðli­lega og óheil­brigða hvata til stofn­unar einka­hluta­fé­laga, feli í sér að skatt­mat á hlunn­indum og reglur um reiknað end­ur­gjald verði teknar til ein­hvers­konar end­ur­skoð­un­ar. 

Þeir sem eiga einka­hluta­fé­lag utan um ein­hvers­konar rekstur eiga að reikna sér laun fyrir þá vinnu sem felst í rekstr­in­um, sem getur eðli máls­ins sam­kvæmt verið alls­kon­ar. Rík­is­skatt­stjóri setur árlega reglur um hver lág­marks­laun fyrir störf eigi að vera.

Í svari Bjarna segir að gætt hafi „til­hneig­ingar til þess að þeir sem telja fram launa­tekjur á grund­velli reikn­aðs end­ur­gjalds gangi út frá lægstu við­mið­unum sem regl­urnar heim­ila og greiði sér í rík­ari mæli út hagnað eða arð af rekstri. Af því leiðir að þeir sem telja fram lægra reiknað end­ur­gjald en rétt mætti telja að séu tekjur þeirra í reynd greiða lægri tekju­skatt til rík­is­sjóðs en þeir sem starfa hjá ótengdum vinnu­veit­end­um. Lægri reiknuð laun þýða enn fremur að greitt er lægra trygg­inga­gjald og iðgjald til líf­eyr­is­sjóðs en ella væri.“

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Mynd: Bára Huld Beck

Hæsta skatt­þrepið í almennum tekju­skatti er 46,25 pró­sent en sam­an­lagður skattur á hagnað og arð­greiðslur er tals­vert lægri, eða 37,6 pró­sent. Í svari Bjarna segir að þessi munur getið falið í sér hvata til að stofna félag utan um  atvinnu­rekstur svo hagn­aður skatt­legg­ist í lægra hlut­falli en efsta þrep­inu. „Þessu til við­bótar er hætta á að því að lög­að­ilar og þeir sem stunda sjálf­stæðan atvinnu­rekstur gjald­færi útgjöld á rekstur sem rétt væri að þeir beri per­sónu­lega af launa­tekjum sín­um. Í því felst ígildi hlunn­inda eða tekna sem hvorki er greiddur tekju­skattur af í rík­is­sjóð né launa­tengd gjöld. Einnig að virð­is­auka­skattur af einka­kostn­aði sé tal­inn fram sem inn­skattur þannig að skil á virð­is­auka­skatti í rík­is­sjóð verði lægri sem því nem­ur.“

Ætla að skipa starfs­hóp

Jóhann Páll spurði einnig af hverju það hafi ekki verið gripið fyrr til aðgerða til að sporna við þessum hvötum sem eru inn­byggðir inn í skatt­mats­kerfi Íslands. Í svari ráð­herra  er því ekki svarað beint heldur segir þar meðal ann­ars að í öðrum löndum hafi verið farnar „ýmsar aðrar leiðir en hér á landi til að reyna að sam­ræma skatt­lagn­ingu á tekjur af mis­mun­andi upp­runa en ljóst er að það getur verið vanda­samt í fram­kvæmd.“

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra segir að rík­is­stjórnin ætli sér að koma í veg fyrir þessa hvata, í sam­ræmi við fyr­ir­heit í stjórn­ar­sátt­mála, með því að stofna sér­stakan starfs­hóp um verk­efn­ið. Erindi þess hóps verður skil­greint í skip­un­ar­bréfi. „Þar verður m.a. kveðið á um end­ur­skoðun og ein­földun reglna um reiknað end­ur­gjald í eigin atvinnu­rekstri og sam­spil við skatt­lagn­ingu á hagnað og arð sem og skatt­mat vegna hlunn­inda og úttekta eig­enda úr félög­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar