Skuldaviðmið Reykjavíkurborgar verður yfir 150 prósent frá 2022 og fram til ársins 2026

Skuldaviðmið, hlutfall heildarskulda af reglulegum tekjum sveitarfélaga, má vera 200 prósent út árið 2025. Reykjavíkurborg ætlar að nýta sér þetta svigrúm skarpt á næstu árum og fara með skuldaviðmiðið úr 79 prósent 2019 í 156 prósent 2023.

Reykjavík – Mistur
Auglýsing

Skulda­við­mið sam­stæðu Reykja­vík­ur­borgar er áætlað á bil­inu 150 til 156 pró­sent á árunum 2022 til 2025. Fjár­hags­á­ætlun borg­ar­innar gerir svo ráð fyrir að við­miðið fari undir 150 pró­sent árið 2026. 

Ef ein­ungis er horft á A-hluta borg­ar­inn­ar, þann sem rek­inn er fyrir skatt­fé, þá er skulda­við­mið hans 70 pró­sent í ár og mun fara upp í 92 pró­sent á árunum 2024 og 2025. Árið 2026 á það svo að lækka niður í 89 pró­sent. 

Þetta kemur fram í fjár­hags­á­ætlun borg­ar­innar sem gildir til árs­ins 2026 og lögð var fram í borg­ar­ráði í lok síð­asta mán­að­ar. 

Hækkað tíma­bundið vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs

Sam­kvæmt sveit­ar­stjórn­ar­lögum ber sveit­ar­stjórn að sjá til þess að rekstri, fjár­fest­ingum og ráð­stöfun eigna og sjóða sé þannig hagað á hverjum tíma að sveit­ar­fé­lagið muni til fram­tíðar geta sinnt skyldu­bundnum verk­efnum sín­um. 

Til að full­nægja þess­ari skyldu er sveit­ar­fé­lögum gert að fylgja ákveðnum fjár­mála­regl­um. Þær fela í fyrsta lagi í sér svo­kallað jafn­vægis­við­mið, sem segir að sam­an­lögð heild­ar­út­gjöld sam­stæðu til rekstrar á hverju þriggja ára tíma­bili megi ekki verða hærri en nemur sam­an­lögðum reglu­legum tekj­um. Í öðrum lagi er svo­kallað skulda­við­mið, sem í felst að heild­ar­skuldir og skuld­bind­ingar sam­stæðu séu ekki hærri en 150 pró­sent af reglu­legum tekj­um.

Auglýsing
Síðara við­miðið var hækkað tíma­bundið upp í 200 pró­sent með lögum sem Alþingi setti í fyrra til að mæta efna­hags­legum áhrifum heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. Sú heim­ild er sem stendur í gildi til loka árs 2025. 

Skulda­við­mið sam­stæðu Reykja­vík­ur­borgar er að hækka nokkuð skarpt á skömmum tíma. Það var til að mynda 79 pró­sent árið 2019 og á að vera 102 pró­sent í lok þessa árs. Vert er þó að taka fram að stærsta ástæða þess að við­miðið hækkar svona skarpt er að skuldir Orku­veitu Reykja­víkur telja með frá árinu 2022, en hún er næst stærsta orku­fyr­ir­tæki lands­ins. Aul þess ætlar borgin sér að vaxa út úr þeirri stöðu sem nú er uppi með því að ráð­ast í sókn­ar­á­ætlun í fjár­fest­ing­um. Á meðal þess sem gert verður er að fjár­festa 25-30 millj­örðum króna í við­haldi á skóla- og frí­stunda­hús­næði, fjár­magna betur grunn­sókna borg­ar­innar og bæta við fjár­munum sem renna til vel­ferð­ar­sviðs til að „mæta áskor­unum og auk­inni þjón­ust­u“.

Þrátt fyrir aukna skuld­setn­ingu sam­stæðu borg­ar­innar er stefnt á að reka sam­stæðu borg­ar­innar í alls 8,6 millj­arða króna afgangi strax á næsta ári og alls 66,2 millj­arða króna afgangi á árunum 2023 til 2026.

Ekk­ert sveit­ar­fé­lag að teygja sig jafn hátt og Reykja­vík

Ekk­ert annað sveit­ar­fé­lag á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ætlar að ráð­ast í sam­bæri­lega skuld­setn­ingu og Reykja­vík vegna efna­hags­að­stæðna. Skulda­við­mið sam­stæðu Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar er til að mynda áætlað 97 pró­sent í lok næsta árs en það hefur farið lækk­andi og var 101 pró­sent um síð­ustu ára­mót. 

Í Garðabæ var skulda­við­miðið 73,8 pró­sent í lok síð­asta árs en áætl­anir sveit­ar­fé­lags­ins gera ráð fyrir að það verði búið að vaxa upp í 94,3 pró­sent þegar árið 2022 verður á enda runn­ið. Í Kópa­vogi verður skulda­hlut­fallið í lok yfir­stand­andi árs 113,5 pró­sent en áætl­anir gera ráð fyrir að það lækki niður í 105,9 pró­sent á næsta ári. 

Á Sel­tjarn­ar­nesi hafa skuldir verið að aukast og skulda­við­mið sam­stæðu sveit­ar­fé­lags­ins er áætlað 86 pró­sent í lok yfir­stand­andi árs. Það mun hins vegar hækka á næstu árum sam­kvæmt áætl­unum og fara í 113,1 pró­sent í árs­lok 2024. Skulda­við­mið A-hluta sveit­ar­fé­lags­ins fer úr 79 pró­sent 2021 í 102 pró­sent 2024 sam­kvæmt fjár­hags­á­ætlun sveit­ar­fé­lags­ins. 

Sam­kvæmt síð­ustu birtu fjár­hags­á­ætlun Mos­fells­bæj­ar, sem er að verða árs­göm­ul, þá var stefnt að því að skulda­við­mið Mos­fells­bæjar yrði 111,9 pró­sent í lok árs 2021 en færi síðan lækk­andi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar