Skuldir lífeyrissjóðanna munu aukast um allt að 440 milljarða króna

folk.jpg
Auglýsing

Á næsta ári munu skuld­bind­ingar íslenskra líf­eyr­is­sjóða aukast um 10-15 pró­sent þegar byrjað verður að reikna með auknum ævi­líkum okkar við útreikn­inga á skuld­bind­ingum þeirra. Miðað við skuld­bind­ingar líf­eyr­is­sjóða í lok síð­asta árs, sem voru 2.933 millj­arðar króna, mun þetta þýða að að skuld­bind­ing­arnar muni hækka um 293,3 til 440 millj­arða króna á einu bretti. Til að mæta þessum breyt­ingum þarf að hækka eft­ir­launa­ald­ur, hækka iðgjöld og breyta dreif­ingu rétt­inda. Ákvörðun um þessar breyt­ingar þarf að taka á næsta ári.

Þetta er meðal þess sem kom fram á mál­þingi á vegum Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða um breyttar lífslíkur og áhrif þess á líf­eyr­is­sjóði sem haldið var í gær.

Lifum miklu lengur



Ís­lend­ingar eru farnir að lifa miklu lengur en þeir gerðu áður, og er það auð­vitað hið mesta gleði­efni. Þessi aukni líf­tími á sér margar ástæð­ur. Fram­þróun í heil­brigð­is­vís­ind­um, betra matar­æði, meiri hreyf­ing, bætt lífs­gæði og aukin vit­neskja um allt sem skaðar okkur eru allt breytur sem skipta þar miklu máli.

Því fylgja þó óhjá­kvæmi­lega ákveðin sam­fé­lags­leg vanda­mál þegar fólk lifir alltaf lengur og leng­ur. Fjöldi Íslend­inga sem eru yfir 67 ára aldri, sem í dag er lög­bund­inn eft­ir­launa­ald­ur, mun enda þre­fald­ast á næstu 45 árum. Hag­stofa Íslands spáir því að árið 2060 verði þeir 97 þús­und. Álag mun aukast á heil­brigð­is­kerf­ið, á hjúkr­un­ar­heim­ilin og auð­vitað þarf að greiða fólki sem lifir lengur líf­eyri leng­ur.

Auglýsing

Kostar okkur meira að lifa svona lengi



Þótt ævi­líkur Íslend­inga, sem og ann­arra þjóða, hafi verið að aukast jafnt og þétt í langan tíma þá hafa trygg­inga­stærð­fræð­ing­arnir sem reikna út skuld­bind­ingar líf­eyr­is­sjóða, það sem þeir þurfa að greiða sjóðs­fé­lögum sínum í líf­eyri, hingað til notað for­tíð­ina sem við­mið. Síð­ast þegar þeir reikn­uðu út ævi­líkur þá var það til að mynda gert fyrir árin 2007 til 2011. Og þær ævi­líkur síðan not­aðar til að ákvarða hvað Íslend­ingar yrðu að með­al­tali gaml­ir. Svarið var að karlar yrðu að með­al­tali 79,5 ára en konur 83,6 ára. Á árunum 1966 til 1970 lifðu karlar að með­al­tali í 70,8 ár en konur í 77,6 ár. Ævi­lík­urnar hafa því auk­ist gríð­ar­lega á skömmum tíma.

Fjöldi Íslendinga sem eru yfir 67 ára aldri mun þrefaldast á næstu 45 árum. Hagstofa Íslands spáir því að árið 2060 verði þeir 97 þúsund. Fjöldi Íslend­inga sem eru yfir 67 ára aldri mun þre­fald­ast á næstu 45 árum. Hag­stofa Íslands spáir því að árið 2060 verði þeir 97 þús­und.

Frá og með næsta ári verður breyt­ing á. Frá þeim tíma munu trygg­inga­stærð­fræð­ing­arnir einnig not­ast við spá um áfram­hald­andi lengri lífaldur þegar þeir reikna út hvað líf­eyr­is­sjóð­irnir skulda okk­ur.

Nið­ur­staðan var kynnt á mánu­dag á mál­þingi á vegum Lands­sam­bands líf­eyr­is­sjóða. Þegar auknar lífslíkur þjóð­ar­innar eru teknar með í reikn­ing­inn þá kemur í ljós að skuld­bind­ingar líf­eyr­is­sjóð­anna muni hækka, á einu bretti, um 10-15 pró­sent.

Skuld­bind­ingar íslenskra líf­eyr­is­sjóða voru í lok síð­asta árs 2.933 millj­arðar króna. Nýju útreikn­ing­arn­ir, sem munu gilda frá og með næsta ári, munu því hækka skuld­bind­ing­arnar strax um 293,3 til 440 millj­arða króna. Eignir í sam­trygg­ing­ar­sjóðum líf­eyr­is­sjóð­anna voru 2.400 millj­arðar króna í lok síð­asta árs. Því eru eign­irnar 826,3 til 973 millj­örðum krónum frá því að standa undir áföllnum skuld­bind­in­um.

Hafa út næsta ár til að bregð­ast við



Gunnar Bald­vins­son, stjórn­ar­for­maður Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, segir að þessi nið­ur­staða komi sér í raun ekki á óvart, en að hún kalli á breyt­ing­ar. „Við erum vel með­vituð um þá þróun sem er í gangi og umræður um að breyta um aðferð­ar­fræði hafa verið í gangi. Við höfum því reiknað með að ævi­líkur haldi áfram að hækka. Í stað þess að breyta rétt­indum á þriggja ára fresti þegar nýjar lífslíkur koma þá er til bóta að taka inn þessar breyt­ingar á ævi­lík­um.

Gunnar Baldvinsson, stjórnarformaður Landssamtaka lífeyrissjóða. Gunnar Bald­vins­son, stjórn­ar­for­maður Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða.

Ef við gerum það þá erum við að lofa rétt­indum sem ekki breyt­ast og það verður auð­veld­ara að meta hver rétt­indin verða við starfs­lok. Við þurfum hins vegar tíma til að bregð­ast við þessu. Þetta mun að öllum lík­indum hafa áhrif á eft­ir­launa­ald­ur, iðgjöld og að ein­hverju leyti rétt­ind­i.“

Það er því sem­sagt þrennt sem hægt er að gera: hækka eft­ir­launa­ald­ur, lík­lega í 70 ár, hækka iðgjöld sem við greiðum til líf­eyr­is­sjóð­anna um hver mán­að­ar­mót eða að skerða rétt­indi með ein­hverjum hætti, til dæmis með því að dreifa heild­ar­greiðslum sem hver og einn fær á fleiri ár en nú er gert.

Og þetta er ekki lengur fjar­lægt fram­tíð­ar­vanda­mál. Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa út næsta ár til að bregð­ast við þessum breytta veru­leika. Þetta er að ger­ast núna.

Nágranna­löndin hafa breytt kerfum



Það eru auð­vitað ekki bara Íslend­ingar sem eru að lifa leng­ur. Það er þróun sem á sér stað all­staðar í heim­inum og fleiri ríki hafa þurft að end­ur­skoða líf­eyr­is­kerfi sín vegna þessa. Það var nefni­lega mjög vin­sæl leið til að ná sér í atkvæði í mörgum Evr­ópu­löndum á árunum fyrir ald­ar­mót að lækka eft­ir­launa­ald­ur. Slíkar aðgerðir voru oft rök­studdar með því að þá myndi skap­ast meira pláss fyrir ungt fólk á vinnu­mark­aði. Þessar aðgerðir höfðu nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust ekki þær afleið­ing­ar.

Þvert á móti sátu mörg þess­arra ríkja, sem flest eru með gegn­um­streym­is­-líf­eyr­is­kerfi, eftir með risa­stórar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar sem þau réðu alls ekki við að greiða til fram­tíð­ar. Þess vegna hafa þau farið skarpt í það að breyta kerf­unum aftur til baka og hækka eft­ir­launa­ald­ur, þrátt fyrir litlar póli­tískar vin­sældir slíkra aðgerða. Þetta hefur verið gert í þrettán Evr­ópu­löndum nú þeg­ar: Dan­mörku, Nor­egi, Sví­þjóð, Hollandi, Bret­landi, Þýska­landi, Frakk­landi, Lúx­em­borg, Írlandi, Ítal­íu, Króa­tíu, Möltu og Sló­ven­íu.

Kjarn­inn mun halda áfram að fjalla um líf­eyr­is­kerfi lands­manna næstu daga.

 

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None