Sögulegar ræður - Punktar úr ræðum Obama og Pútín

leidari_magnus.jpg
Auglýsing

Spennan var næstum áþreif­an­leg þegar Vladímir Pútín, for­seti Rúss­lands, tók sér stöðu í ræðupúlt­inu á sjö­tug­asta alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna í gær. Hann tók til máls skömmu eftir að Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, flutti rúm­lega 42 mín­útna langa ræðu sína þar sem hann lagði mat á stöðu mála í heim­in­um.

https://www.youtu­be.com/watch?v=AaJkTsy2SsQ

Pútín eyddi færri orðum í stöðu­matið og flutti ræðu sem var rúm­lega 23 mín­útur að lengd.

Auglýsing

https://www.youtu­be.com/watch?v=q13yzl6k6w0

Ég fylgd­ist með ræð­unum í gær, og punktaði hjá mér það sem helst stóð upp úr, að mínu mati, og sýndi glögg­lega mein­ing­ar­mun­inn í mál­flutn­ingi, mik­inn per­sónu­legan mun á þessum risa­vöxnu táknum aust­urs og vest­urs, og spenn­una sem nú ríkir milli ríkj­anna tveggja.

Fyrir þingið var staða mála í Sýr­landi, Írak og Afganistan, og vandi flótta­manna frá þessum svæð­um, helsta umræðu­efn­ið, enda hefur ekki tek­ist að ná samtöðu um hvernig skuli taka á vand­an­um, bæði hvað varðar mót­töku flótta­manna og hern­að­að­gerð­ir. Sér­stak­lega er staðan alvar­leg í Sýr­landi, þar sem tæp­lega tíu millj­ónir íbúa, af um 22 millj­óna heildar­í­búa­fjölda, eru á flótta, bæði utan og innan landamæra.

Obama.



- Obama lagði áherslu á að Sam­ein­uðu þjóð­irnar hefðu ekki aðeins reynst gríð­ar­lega mik­il­vægur vett­vangur til þess að vernda heims­frið, heldur væru þær hluti af „lausn­inni“ á flóknum vanda sem nú væri verið að glíma við.

- Orðið Sýr­land (Syria) koma níu sinnum fyrir í ræðu Obama. Fyrst um mið­bik ræð­unn­ar.

  • Assad (Bashar al-Assad, for­seti Sýr­lands) kom fjórum sinnum fyr­ir. Hann sagði ekki hægt að vinna með manni sem varp­aði „sprengj­um“ á sak­laus börn, af því hann teldi það rétt. Obama sagði Assad ekki geta verið hluta af „lausn­inn­i“. Hann þyrfti að víkja.

  • Orðið Rúss­land (Russia) kom 22 sinnum fyrir en Putin aldrei. Fá ein­stök mál­efni voru meira á vörum Obama en Rúss­land og sam­band Banda­ríkj­anna við Rúss­land. Obama tal­aði sér­tækt um sam­bandið við Rúss­land, út frá stöðu mála í Sýr­landi, og þeirri stað­reynd að Rússar væru að vinna með Assad og stjórn­ar­her Sýr­lands. Hann sagð­ist ekki úti­loka sam­starf við Rússa um að stuðla að friði í Sýr­landi, en það sam­band þyrfti að byggj­ast á trausti. Þessi skila­boð voru aug­ljós­lega hápunkt­ur­inn í áhrifa­mætti ræð­unn­ar. Þrátt fyrir allt, þar á meðal við­skipta­þving­anir og mik­inn póli­tískan ágrein­ing um stöðu Rúss­lands í Úkra­ínu og Aust­ur-­Evr­ópu, þá væru Banda­ríkja­menn til í að vinna með Rússum í bar­átt­unni gegn Íslamska rík­inu. En á for­sendum Banda­ríkj­anna.

    Pútín.

  • Stöðu­mat Pútíns fólst öðru fremur í því, að leggja fram lausnir á stöðu mála í Sýr­landi. Hann sagði mik­il­vægt að horfa til vanda flótta­manna út frá rót vand­ans, sem væri að finna á stríðs­hrjáðum svæðum þar sem Íslamska ríkið og „fleiri hryðju­verka­hópar“ hefðu beitt mis­kunn­ar­lausu ofbeldi gegn óbreyttum borg­ur­um. Þeim hefði vaxið ásmeg­in, vegna þess að þjóðir heims­ins hefðu ekki viljað vinna með „lög­bundnum vörn­um“ á þessum stríðs­hrjáðu svæð­um, einkum Sýr­landi.

  • Orðið Sýr­land (Syria) kom sjö sinnum fyrir í ræðu Pútíns. Hann tal­aði um að það væru gríð­ar­leg mis­tök hjá þjóðum heims­ins, sem gætu lagt til hern­að­ar­gögn og hern­að­ar­að­stoð, að vinna ekki með stórn­völdum í Sýr­landi að því að berj­ast við Íslamska rík­ið. „Við ættum að við­ur­kenna það, og horfast í augu við það, að eng­inn annar en Assad og stórn­ar­her­inn í Sýr­landi, er að berj­ast við upp­gang Íslamska rík­is­ins í land­in­u.“ Nauð­syn­legt væri að vinna með Assad í þess­ari bar­áttu, voru meg­in­skila­boð Pútíns í ræð­unni.

  • Banda­ríkin (United states) kom einu sinni fyrir í ræð­unni og Obama aldrei.

  • Pútín lagði áherslu á að lausnin á stöðu mála í Sýr­landi væri sú, að við­ur­kenna rétt stórn­ar­hers Sýr­lands til þess að berj­ast við Íslamska ríkið og hefja sam­starf með hon­um. Það væru Rússar að gera, og það skipti miklu máli að aðrar þjóðir gerðu það líka.


Und­ir­ligg­andi í þessum sögu­legu ræðum Obama og Pútíns er staða sem þeir, sem hluti af áhrifa­miklaum þjóð­ar­leið­tog­um, geta ekki verið stoltir af. Alþjóða­sam­fé­lag­ið, ekki síst Evr­ópu­sam­bandið og Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar, hafa gjör­sam­lega brugð­ist óbreyttum borg­urum í Sýr­landi, Írak og Afganistan, með því að bregð­ast ekki fyrr við vanda­máli sem upp­lýs­ingar voru komnar fram um. Flótta­manna­hjálp Sam­ein­uðu þjóð­anna hefur mán­uð­um, og raunar árum sam­an, bent á hratt vax­andi neyð flótta­manna frá þessum ríkj­um. Samt hefur póli­tískur vett­vangur Sam­ein­uðu þjóð­anna ekki sýnt nægi­lega mikil við­brögð. Evr­ópu­sam­bandið vakn­aði ekki fyrr en mörg hund­ruð þús­und flótta­menn birt­ust við landa­mær­in, eftir langa örvænt­inga­fulla flótta­ferð. Þrýst­ingur frá fjöl­miðlum og fólki hefur vafa­lítið haft mikið að segja, enda ömur­legra en orð fá lýst að sjá myndir af dánum börn­um. Þús­undir hafa dáið á leið­inni til betra lífs í Evr­ópu, og því miður er staðan ekki góð fyrir vet­ur­inn, þar sem kuld­inn er versti óvin­ur­inn á stórum svæð­um.

Því miður eru þessi við­brögð of svifa­sein, og ekki hefur gengið vel að stilla saman strengi og opna löndin til að bjarga sem flest­um. Hugs­an­lega munu þessi ónægu og hægu við­brögð fara á spjöld sög­unnar sem mikil mis­tök, líkt og þegar alþjóða­sam­fé­lagið brást í Rúanda 1994 og einnig í stríð­inu á Balkanskaga, svo dæmi séu nefnd.

Það sama má segja um sér­tækar hern­að­ar­að­gerðir Banda­ríkja­manna, Breta og Frakka. Þær hafa öðru fremur verið gegn völdum skot­mörk­um, og hafa margir sagt að vega­meira inn­grip, ekki síst á jörðu niðri, sé nauð­syn­legt til að stilla til frið­ar. En þetta er ekki ein­föld staða. Stundum er segt að hern­að­ar­póli­tíkin sé mest krefj­andi starf sem hægt er að sinna. Þá stendur valið um hversu mörgum manns­lífum þarf að fórna, til að vernda önn­ur, og ná loka­mark­miði um frið. Engin leið er ein­föld og stjórn­mála­mönnum er vandi á hönd­um.

Þrátt fyrir áhrifa­miklar ræður Obama og Pútíns, þar sem áherslu­punkt­arnir voru fyr­ir­sjá­an­leg­ir, þá er lík­lega meiri von um að tal þeirra á milli - og trún­að­ar­manna þeirra - muni stuðla að lausn á þessu yfir­þyrm­andi vanda­máli sem þeir eyddu mestu púðri í. Eftir ræð­urnar áttu þeir 90 mín­útna langt spjall á fundi, sem Pútín óskaði eftir áður en hann kom til borg­ar­inn­ar. Kannski færði það spjall alþjóða­sam­fé­lagið nær lausn, kannski ekki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None