Stefna Tchenguiz: Sakar Grant Thornton UK og Kaupþing um samsæri

000-DV1177607-1.jpg
Auglýsing

Vincent Tchenguiz telur að slita­stjórn Kaup­þings, end­ur­skoð­enda­fyr­ir­tækið Grant Thornton í Bret­landi (Gr­ant Thornton UK) og nokkrir starfs­menn þess­arra aðila hafi lagt á ráðin um, haft frum­kvæði að og tekið þátt í, rann­sókn bresku efna­hags­brota­deild­ar­innar Special Fraud Office (SFO), á honum og fyr­ir­tækjum í hans eigu. Þetta hafi leitt til þess að hann var hand­tek­inn á heim­ili sínu í mars 2011 og leitað var á skrif­stofu hans og í fyr­ir­tækjum í hans eigu.

Til­gang­ur­inn, að sögn Vincent Tchengu­iz, var sá að nota rann­sókn SFO á meintum glæpum hans til að knýja hann til að semja um mál­efni sinna félaga gagn­vart Kaup­þingi, afla gagna frá SFO, sem emb­ættið gerði upp­tækt í hús­leit hjá Vincent, sem Kaup­þing hefði ella ekki ­getað aflað og síðan mis­nota þau gögn í sam­skiptum sínum við Vincent Tchengu­iz. Hann telur að með þessu hafi Kaup­þing viljað kom­ast yfir eignir hans og fyr­ir­tæki sem honum tengd­ust. Þetta átti að skila Kaup­þingi auknum eignum og Grant Thornton í Bret­landi auknum greiðsl­um, þar sem starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins myndu sjá um skipti á þeim eignum sem teknar yrðu yfir.

Þetta kemur fram í 95 blað­síðna stefnu Vincent Tchenguiz gegn slita­stjórn Kaup­þings, Grant Thornton UK, Jóhann­esi Rún­ari Jóhanns­syni sem situr í slita­stjórn Kaup­þings og tveimur starfs­mönnum Grant Thornt­on, þeim Hossein Hamed­ani og Stephen John Akers. Í stefn­unni fer Tchenguiz fram á um 430 millj­arða króna í bæt­ur. Kjarn­inn hefur stefn­una undir höndum.

Auglýsing

Þetta kemur fram í 95 blað­síðna stefnu Vincent Tchenguiz gegn slita­stjórn Kaup­þings, Grant Thornton UK, Jóhann­esi Rún­ari Jóhanns­syni, sem situr í slita­stjórn Kaup­þings, og tveimur starfs­mönnum Grant Thornton UK, þeim Hossein Hamed­ani og Stephen John Akers. Í stefn­unni fer Tchenguiz fram á um 430 millj­arða króna í bæt­ur. Kjarn­inn hefur stefn­una undir hönd­um.

Rann­sókn SFO á Tchenguiz var hætt sum­arið 2012, hann beð­inn afsök­unnar á henni og honum greiddar hund­ruð millj­óna króna í bætur frá emb­ætt­inu.

Kaup­þing segir ekk­ert hæft í ásök­un­unum



Tchenguiz telur að hinir stefndu hafi með athæfi sín­u framið fjársvik, sýnt af sér sak­næmt athæfi og komið í veg fyrir fram­gang rétt­vís­inn­ar. Í sam­tali við Kjarn­ann segir Vincent Tchenguiz að búið sé að birta öllum hlut­að­eig­andi stefnu í mál­inu og að það hafi gerst 29. nóv­em­ber. Hinir stefndu feng­u frest til 19. des­em­ber til að bregð­ast við. Það hafa þeir gert og slita­stjórn Kaup­þings og Jóhannes Rúnar Jóhanns­son hafa farið fram á að mál­ið, sem var höfðað fyrir breskum dóm­stól­um, verði rek­ið ­fyrir íslenskum dóm­stól­um. Skila á grein­ar­gerðum vegna deil­unnar um lög­sögu máls­ins fyrir 16. jan­úar næst­kom­andi og búist er við því að sá angi þess verði tekin fyrir síð­sum­ars 2015. Mála­rekst­ur­inn allur mun vænt­an­lega taka mörg ár.

Tchenguiz fer fram á 2,2 millj­arða punda, um 430 millj­arða króna, í skaða­bætur vegna þess tjóns sem hann telur sig hafa orðið fyr­ir. Í til­kynn­ingu á heima­síðu slita­stjórnar Kaup­þings, sem birt var 28. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, höfn­uðu bæði slita­stjórnin og Jóhannes Rúnar þeim ásök­unum sem Tchenguiz hefur borið á þau og sögðu þær með öllu hald­laus­ar.

Jóhannes Rúnar Jóhannsson, sem situr í slitastjórn Kaupþings, segir ásakanirnar sem settar eru fram í stefnunni haldlausar. Jóhannes Rúnar Jóhanns­son, sem situr í slita­stjórn Kaup­þings, segir ásak­an­irnar sem settar eru fram í stefn­unni hald­laus­ar.

Kjarn­inn leit­aði eftir frek­ari við­brögðum við mál­inu. Í svari Kaup­þings seg­ir: „Lög­menn Kaup­þings hf. í Englandi hafa yfir­farið vand­lega þær ásak­anir sem lýst er í stefnu sem gefin hefur verið út af Vincent Tchenguiz og tengdum aðilum á hendur Kaup­þingi hf. og Jóhann­esi Rúnar Jóhanns­syni hæsta­rétt­ar­lög­manni. Jóhannes Rúnar á sæti í slita­stjórn Kaup­þings. Að lok­inni þeirri skoðun er það ótví­ræð nið­ur­staða lög­manna Kaup­þings hf. og slita­stjórnar að ekk­ert sé hæft í  ásök­unum um að Kaup­þing eða Jóhannes Rúnar hafi átt þátt í meintu sam­særi eða hafi hagað sér með óeðli­legum hætti að öðru leyti.  Þessar ásak­anir Vincent Tchenguiz og tengdra aðila eiga sér enga stoð og munu Kaup­þing hf. og Jóhannes Rúnar halda uppi ítr­ustu vörnum vegna máls­ins. Þar sem málið er fyrir rétti í Englandi hyggst Kaup­þing ekki tjá sig frekar að svo stödd­u.”

Langur aðdrag­andi



Máls­höfð­unin á sér langan aðdrag­anda. Þegar Kaup­þing féll í októ­ber 2008 var Robert Tchengu­iz, bróðir Vincent, stærsti ein­staki lán­tak­andi bank­ans. Vincent hafði auk þess sjálfur fengið umtals­verða fyr­ir­greiðslu hjá bank­an­um.

Í stefn­unni segir að í skila­nefnd Kaup­þings, sem tók við valdi hlut­hafa, hafi verið skip­aður Theo­dór Sig­ur­bergs­son, sem er á meðal eig­enda Grant Thornton á Íslandi. Skömmu síðar hafi Kaup­þing ráðið Grant Thornton í Bret­landi til að veita sér ráð­gjöf varð­andi ýmsa lán­taka hins fallna banka, meðal ann­ars Tchengu­iz-bræður og tengd fyr­ir­tæki.

Tchenguiz vill meina að Grant Thornton UKhafi leikið lyk­il­hlut­verk í því að SFO hóf að rann­saka hann. Fyr­ir­tækið hafi verið fengið til að leggja mat á hvort sak­næmar aðgerðir hafi átt sér stað innan Kaup­þings og til að benda á þá sem frömdu þá ef svo væri.

Tchenguiz vill meina að Grant Thornton UK hafi leikið lyk­il­hlut­verk í því að SFO hóf að rann­saka hann. Fyr­ir­tækið hafi verið fengið til að leggja mat á hvort sak­næmar aðgerðir hafi átt sér stað innan Kaup­þings og til að benda á þá sem frömdu þær ef svo væri. Þau gögn sem voru grund­völlur rann­sóknar SFO hafi því komið frá Grant Thornton UK. Í stefn­unni segir að Grant Thorton UK starfs­menn­irnir tveir, sem stefnt er, hafi gert sam­komu­lag við Jóhannes Rúnar Jóhanns­son, hjá slita­stjórn Kaup­þings, um að „þeir myndu hrinda ráða­gerð sinni um að leggja fram falskar ásak­anir um glæp­sam­legt athæfi og önnur rang­indi í fram­kvæmd gagn­vart Robert og Vincent“.

Tchenguiz segir einnig að Grant Thornton UK og Kaup­þing hafi sett sig í sam­band við aðra stóra lán­veit­endur og félög undir hans stjórn til að láta vita af þeim ásök­unum um sak­næmt athæfi sem SFO væri að rann­saka. Sam­hliða hafi þeir verið hvattir til að stíga skref til að ganga að veðum sín­um. Í stefn­unni segir að fundir hafi átt sér stað með HBOS, Bank of Amer­ica Merril Lynch og Bayer­ische Land­es­bank.

Til­gangur sam­sær­is­ins að valda álits­hnekki



Í des­em­ber 2009, þegar rann­sókn SFO stóð sem hæst, lýstu félög Tchenguiz bræðra 1,6 millj­arða punda, um 315 millj­arða króna, kröfum í bú Kaup­þings. Þeirri kröfu var hafnað og málið rataði fyrir dóm­stóla. Um mitt ár 2010 fóru félög í eig­u bræðr­anna í einka­mál gegn Kaup­þingi fyrir breskum dóm­stól­um.

Tchenguiz telur að þessar aðgerðir séu rót þess sam­særi sem hann seg­ir ­Kaup­þing og Grant Thornton UK hafi ráð­ist í gagn­vart sér, og náð hafi hámarki með rann­sókn SFO.

Í stefn­unni seg­ir: Til­gangur sam­sær­is­ins á þessum tíma var að valda Vincent, CBG og TFT fyr­ir­tækj­unum [í eigu Tchenguiz fjöl­skyld­unn­ar], eins miklum álits­hnekki og mögu­legt var og að setja mikla fjár­hags­lega pressu á hann og aðra. Þetta átti að neyða hann til að falla frá einka­mál­inu í Bret­landi og kröfu­deil­unni fyrir íslenskum dóm­stólum til að skapa stöðu fyrir Kaup­þing til að gera gott sam­komu­lag fyrir sig.“

Tchenguiz-bræðurnir voru á meðal stórra lántakenda hjá Kaupþingi áður en bankinn fór á hliðina haustið 2008. Tchengu­iz-bræð­urnir voru á meðal stórra lán­tak­enda hjá Kaup­þingi áður en bank­inn fór á hlið­ina haustið 2008.

Þetta und­ir­byggir Tchenguiz með því að segja að Jóhannes Rúnar hafi sagt við íslenska lög­menn að Kaup­þing hefði „aðrar leið­ir“ til að ljúka einka­mála­rekstr­inum en að klára hann fyrir dóm­stól­um.

Tchenguiz telur líka að Grant Thornton UK starfs­menn­irnir tveir, sem stefnt er, hafi viljað koma í veg fyrir að fyr­ir­tæki Tchengu­iz-bræðra til að end­ur­skipu­leggja fjár­mál sín til að Kaup­þing gæti gengið að þeim. Í kjöl­farið vill Tchenguiz meina að starfs­menn Grant Thornton UK hafi ætlað sér að fá að sjá um skipti eða end­ur­skipu­lagn­ingu umræddra eigna og þiggja him­in­háar greiðslur fyrir þau skipta­störf.

Hand­tek­inn fyrir framan sjón­varps­vél­arnar



Vincent Tchenguiz var hand­tek­inn í mars 2011. Sam­hliða voru fram­kvæmdar hús­leitir á skrif­stofu hans og heim­ili. Hand­takan varð helsta frétta­mál þess dags í Bret­landi, enda Tchengu­iz-bræður á meðal umsvifa­mestu fast­eigna­eig­enda í Bret­landi á þessum tíma. Á meðal þeirra sak­ar­efna sem á hann voru borin voru að virði eigna sem hafi verið and­lag veða sem hann setti fyrir lánum frá Kaup­þingi hefði verið upp­blásið, að veð hefðu verið tví­veð­sett án þess að Kaup­þingi hefði verið greint frá því, að Tchenguiz hafi tekið út per­sónu­legan hagnað af umræddum lán­veit­ingum og nýtt hann til eigin nota.

https://www.youtu­be.com/watch?v=9S_EEbdrPhU

Í sept­em­ber 2011 gerðu Tchengu­iz-bræður og félög í þeirra eigu sam­komu­lag við slita­stjórn Kaup­þings sem í fólst að þeir féllu frá kröfum í bú bank­ans og öllum einka­mál­um. Inni­hald sam­komu­lags­ins hefur aldrei verið opin­berað en Kjarn­inn hefur það undir hönd­um. Frétta­skýr­ing um sam­komu­lagið mun birt­ast á morg­un.

Beðnir afsök­unar og fengu bætur



Rann­sókn SFO á Tchenguiz var hætt í júní 2012. Tchengu­iz-bræð­urnir höfð­uðu í kjöl­farið mál á hendur SFO og kröfð­ust um 200 millj­óna punda, tæp­lega 1,4 millj­arða króna, í skaða­bætur vegna rann­sókn­ar­inn­ar. Þeir komust síðar að sam­komu­lagi um bæt­ur.

Í þeim fólst að SFO baðst opin­ber­lega afsök­unar á rann­sókn­inni og greiddi Vincent Tchenguiz þrjár millj­ónir punda í miska­bætur og sömu upp­hæð í lög­manns­kostn­að. Umreiknað í íslenskar krónur er sú upp­hæðum 1,2 millj­arðar króna. Robert bróðir hans fékk auk þess 1,5 millj­ónir punda, um 295 millj­ónir króna, í miska­bætur og auk þess sem lög­manns­kostn­aður hans vegna SFO-­rann­sókn­ar­innar var greidd­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None